Morgunblaðið - 22.08.1948, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. ágúst 1943,
íteaaoua ^.■•(■■•■•••■•••••••••••■•■•■■■■■■■^■■■•■•■••■■■••■•,
M E L I
i ■ • • ■• ••'■•■■HVrflWtf■ naMl>niiai*iMaaiM ■ •'-T*
S S A
■
■. ________________________
.......................■■■■■
Annað veifið langaði hann til
að segja: ,,Er jeg svo andstyggi-
legur að þú viljir aðeins giftast
mjer peninganna vegna?“ En
hann sagði það-ekki. Hann stað-
næmdist fyrir framan hana og
sagði:
„Á morgun, Melissa? Er það
ekki óviðurkvæmilegt svona
rjett á eftir jarðarförinni ?“
Hún svaraði lágt: „Jeg hef
aldrei skeytt neitt um það hvað
fólk segir. En það er bráðnauð-
synlegt að jeg giftist undir eins
svo að jeg geti bjargað þeim
Phoebe og Andrew“.
Hún var svo sem ekki að
draga fjöður yfir það. Hann
horfði á hana og hún leit ekki
undan.
,.Þetta er auðvitað ekki rjett,“
sagði hann, „en úr því að þú vilt
það, þá skaltu ráða. Jeg kem í
fyrramálið að sækja þig.“
„Það máttu ekki,“ sagði hún.
„Þau Phoebe og Andrew mega
ekkert vita fyr en þetta er af-
staðið. Við skulum hittast í skrif
stofu dómarans í Midfield klukk
an tíu í fyrramálið."
Geoffrey andvarpaði.
„Eins og þjer þóknast, Mel-
*ssa,“ sagði hann og reyndi að
brosa. „En þú mátt reiða þig
á að þetta vekur hneyksli.“
Hún svaraði engu en gekk til
dyra. Þegar hún var í þann veg-
wm að opna hurðina, sneri-hún
sjer við og sagði:
„Eftir á að hyggja — hvers
vegna viltu giftast mjer, Dun-
ham?“
Hann varð svo undrandi að
hann kom ekki upp neinu orði.
En hún beið svars. Og þá sagði
hann:
„Það er vegna þess að jeg
elska þig, Melissa.“
„Elskar mig,“ endurtók hún
lágt og undrandi. „Elskar mig?“
Og í fyrsta skifti varð hún nú
hikandi og leit undan. Hún varð
hafrjóð í framan. Svo reif hún
hurðina upp á gátt og rauk út.
ANNAR ÞÁTTUR.
Þegar Geoffrey kom inn í
skrifstofu Wesley Farrell dóm-
ara ávarpaði dómarinn hann
heldur óblíðlega:.....
„Hver skrattinn er að yður
thaður? Jeg fekk skeytið frá
yður seint í gærkvöldi, og svo
æddi jeg til borgarinnar í morg-
un, sem aldrei skyldi verið hafa,
og var nærri því búinn að háls-
brjóta mig yðar vegna.“
Hann hjelt reykjarpípu sinni
í hendinni og það lagði sterkan
daun af henni. Grátt yfirskegg
hans var gult af tóbakseitri, og
eíns voru tennurnar.
Svo settust þeir báðir fyrir
íraman eldinn og ljetu fara vel
um sig. Dómarinn tók nú upp
tjettara hjal og var hinn kát-
asti.
Geoffrey leit hvað eftir annað
á klukkuna.
„Eigið þjer von á einhverj-
úm?“ spurði dómarinn, þegar
honum fór að þykja þetta grun-
samlegt.
„Já, jeg á von á ungfrú Mel-
íssa Upjohn."
Dómarinn rak upp stór augu.
„Melissa Upjohn? Til hvers?
Er það út af erfðaskrá móður
hennar? Veslings Amanda, sú
átti nú ekki sjö dagana sæla í
sambúðinni við þennan upp-
skafnings óþokka. Jæja, jæja,
Melissa Upjohn. Hvað vill hún
hú, hálfvitinn sá arna?“
15. dagur
Það rumdi í Geoffrey, en svo
brosti hann og sagði:
„Þjer eruð að tala um konuna
mína tilvonandi. Jeg ætla að
biðja yður að gefa okkur saman
núna.“
„Gefa ykkur saman — yður
og Melissa Upjohn?“ spurði dóm
arinn vandræðalega og fekk svo
ákafan hósta. Hann tútnaði út
og varð eldrauður í framan og
tárin runnu úr augum hans.
„Gifta yður og Melissa Upjohn?
Nei, því trúi jeg ekki,“ og svo
fekk hdnn aðra hóstakviðuna.
Geoffrey tók þessu stillilega.
„Þegar þjer hættið að hósta
dómari, þá skal jeg segja yður
nánar frá þessu,“ sagði hann og
leit enn einu sinni á klukkuna.
„Hún kemur hingað á hverri
stundu.“
Dómarinn hætti að hósta. —
Hann hallaðist aftur á bak í
stólinn og glápti lengi á Geoff-
rey Hann var mjög alvarlegur
og þungt hugsandi. Að lokum
mælti hann með hægð:
„Jeg væri ekki vinur yðar, ef
jeg Ijeti þetta þegjandi fram
hjá mjer fara. Mjer hefði síst
komið til hugar að þjer mund-
uð vilja giftast þessari stúlku.
Satt að segja helt jeg að þjer
heföuð aldrei litið á hana nje
hún á yður. Eruð þjer genginn
af göflunum, eða hvað ? Hefur
ekki eitthvað sjerstakt komið
fyrir, sem jeg kynni að geta
greitt úr?“
„Látið þjer nú ekki eins og
álfur út úr hól“, sagði Geoffrey.
„Þetta er alt eins og það á að
vera. Jeg hefi altaf elskað
Melissa“.
innilega.
„Þarf nokkur vitni, dóm-
ari?“ spurði hann svo.
Dómarinn opnaði dyr inst í
stofunni og kallaði eitthvað
fram fyrir. Síðan gekk hann
fram að glugganum og barði
fast á hjelaða rúðuna og benti
ökumanni Geoffrey að koma
inn. Manninum kom þetta á ó-
vart og hann glápti um stund
upp í gluggann. En svo skildi
hann og staulaðist þá niður af
vagninum og gekk inn í skrif-
stofuna. Skrífari dómarans, lít-
ill oa visinn maður, kom í sama
mund inn um hinar dyrnar, og
drap titlinga vegna birtunnar.
Dómarinn sagði hátt:
„Jeg ætla nú að vígja þau
Geoffrey Dunham og ungfrú
Melissa Ppjohn í heilagt hjóna
band, og þið eigið að vera vitni
að bví1”*
Vitnin gláptu fyrst á dómar
an cg svo hvort á annað eins
Og bau vissu hvorki upp nje
niður í þessu. Geoffrey sá þetta
og beit á vörina. Hann tók enn
þjettar í hönd Melissa.
Dómarinn stökk á fætur og
stikaði stórum skrefum fram
og aftur um herbergið. Síðan
staðnæmdist hann fyrir fram-
an Geoffrey og var mjög al-
varlegur á svip.
„Jeg get ekki neitað yður um
það að gifta yður, Geoffrey“,
sagði hann. „En við erum vin-
ir, er ekki svo? Og jeg skal
segja yður það að jeg hefi gef-
ið þessari stúlku gætur síðan
hún var barn. Hún þekkir alls
ekki lífið, drengur minn. Þræll
inn hann faðir hennar gerði
hana að viðundri. Og nú ætlið
þjer að giftast henni, flytja
hana heim í höllina yðar og
kynna hana vinum yðar frá
New York og Philadelphia sem
hefðarfrú“.
,,Hún er hefðarkona“, svar-
aði Geoffrey og roðnaði.
Dómarinn hristi höfuðið
gremjulega.
„Setjum svo — hún er af
góðu kyni, en hvernig er það
fólk. Hvað haldið þjer að fað-
ir vðar hefði sagt um þetta
kvonfang?“
Geoffrey svaraði ekki. Hann
leit enn einu sinni á klukkuna,
stóð á fætur og gekk út að
glugga.
„Loksins“, sagði hann og var
auðheyrt að honum Ijetti.
Kerru þeirra Upjohns var í
sama bili ekið heim að húsinu,
Melissa stökk út úr henni. Hún
var í skársta kjólnum sínum
og með sjal móður sinnar yfir
sjer. Hún var náföl, en Geoffrey
þóttist aldrei hafa sjeð fegurri
konu, svo ákveðna og tígulega
á vöxt. Það var engu líkara
en að hún þykist vera að
ganga til aftökustaðar, hugs-
aði hann með sjer, en hikar
hvergi og gengur að því róleg
og með dásamlegri hugprýði.
„Hjer er hún komin“, sagði
hann og í sama bili var dyra-
bjöllunni hringt.
Dómarinn hrökk við.
„Það er eigi of seint að snúa
við, drengur minn“, sagði hann.
En Geoffrey ljet sem hann
heyrði það ekki. Hann flýtti
sjer fram að dyrunum og opn-
aði þær, kurteis og brosandi.
„Gerðu svo vel að koma inn
Melissa“, sagði hann. „Jeg hefi
beðið eftir þjer. Dómarinn er
tilbúinn.“
Melissa gekk inn há og tígu-
leg og það var ekkert hik á
henni. Dómarinn þagði. Hann
stóð í miðju herberginu og
hvesti á hana augun. Hún ljet
sem hún sæi hann ekki og lof-
aði Geoffrey að taka af sjer
sjalið.
Dómarinn andvarpaði, en
gekk síðan til hennar og rjétti
fram höndina: „Góðan daginn,
Melissa“.
Hún horfði á hann um stund
og rjetti honum svo höndina:
Hann var hissa á því hvað hönd
hennar var jökulköld. Hann
mælti þá í þýðari róm:
„A dauða m num átti jeg von
en ekki því að þjer ætluðuð að
giftast Geoffrey Dunham. Er-
uð bjer nú viss um að þjer
æskið að ganga í þetta hjóna-
band?“
„Já“, sagði hún hátt og
skýrt. Geoffrey gekk þá til
hennar en hún veik undan. Dóm
arinn sá það og dæsti við.
„En Melissa — þjer elskið
hann ekki“, sagði hann. „Elsk-
ið þjer hann? Það er skylda
mín að spyrja um þetta, því að
það er mikill ábyrgðarhluti að
ganea í hjónaband“.
. Melissa svaraði stillilega:
Sníð !
og þræði saman, sauma \
einnig kven- og barna- |
fatnað.
Ólafía Sigurðardóttir =
Barmahlíð 12, neðri hæð. I
LITLI SIMAKARLINN
2.
Taktu í höndina á mjer, sagði hann. Og á sama augna-
bliki og Bjössi snerti hönd hans, fann hann, að hann varð
svo lítill, svo lítill, en hann hafði ekki tíma til að horfa á
sjálfan sig, því að á einu veffangi var hann horfinn inn í
símatólið og honum fannst hann heyra stöðugar hringing-
ar allt í kring, meðan hann og litli maðurinn gengu niður
eftir löngum dimmum gangi. Gangurinn var svo langur, að
hann virtist engan enda ætla að taka. Og þegar þeir loksins
námu staðar voru þeir komnir í einskonar biðsal fyrir fram-
an miðasölu. Símakarlinn keypti farmiða fyrir þá báða og
rjett í því heyrðist flautað. — Jú, það var jámbrautarlest,
sem rann inn á stöðina.
Vertu fljótur, hrópaði simakarlinn. Lestin bíður eftir okk-
ur. Og Bjössi flýtti sjer og stökk inn. Og af stað hjeldu þeir,
Lestin hvarf inn í dimm göng.
Bara að við komumst bráðum út úr þessum göngum,
sagði Bjössi. Maður getur ekki sjeð neitt hjerna.
Langaði þig til að sjá eitthvað? sagði símakarlinn. Það
ætti að vera hægt að bæta úr því. Hann ýtti á takka, sem
var undir einum klefaglugganum.
Hvað var þetta? Veggirnir á járnbrautarganginum voru
þarna enn, en það var hægt að sjá í gegnum þá. Þeir óku
nú um fallegan garð, sem var með margskonar blómum.
Þarna flugu fiðrildi um og sýndust vera stærri en stærstu
fuglar. En járnbrautin hækkaði og lækkaði á svo undarleg-
an hátt, alveg eins og hún væri stundum hátt uppi í loft-
inu en stundum inn á milli grænna laufa.
Það var hægt að sjá fuglshreiður rjett fyrir neðan. Það
var ekki eins og venjulega, þegar maður var á ferð í bíl
eða jámbraut og sá aðeins leiðinleg hús og venjulegt fólk.
Þegar þeir höfðu ferðast þannig nokkra stund milli trjá-
krónanna sagði herra Klukkari:
Jæja, Bjössi minn. Hvað langar þig nú mest til að sjá?
Þú mátt velja hvaða stað sem þjer sýnist, bara ef síma-
línan liggur þangað.
Mig langar mest í dýragarðinn, sagði Bjössi. Ja, ef það
er hægt, herra Klukkari.
Lestin tók viðbragð og í einu vetfangi þutu þeir út úr
heyrnartóli nokkru. Það var einmitt á símanum í dýragarð-
inum.
þau. — Eftir það sá hann um að
þær kæmu aldrei inn í minn
garð.
★
— Þessi nýi vinnumaður,
sem þú fjekkst í kaupstaðnum,
er hræðilegá heimskur.
— Hvernig þá?
■— Hann fann mjólkurflösku
úti á túni áðan og hjelt því
fram að hann hefði fundið
beljuegg.
— Heyrðu, jeg er týndur. —
Gefðu mjer undir eins krónu-
ís og kallaðu á blaðaljósmynd-
arana.
★
— Hvað varð af hinni vind
míýllunni, sem var jhjerna í
fyrra?
— Það var ekki nægilegur
vindur nema fyrir eina svo að
við rifum hina niður.
— Er þetta heilsusamlegur
staður? spurði aðkomumaður
heimamann, er hann mætti á
götu.
— Já, jeg er nú hræddur um
það, sagði heimamaðurinn, þeg
ar jeg kom hingað gat jeg ekki
sagt orð, jeg var alveg hárlaus
og var svo máttfarinn að jeg
gat ekki gengið. Það þurfti að
lyfta mjer upp úr rúminu.
★
— Hvernig vandirðu ná-
granna þinn nf því að láta
i hænsnin sín halda að mestu til
í garðinum þínum.
— Það var enginn vandi.
Eina nóttina faldi jeg fjölda
eggja undir runnunum í garð-
inum og morguninn eftir hag-
aði jeg því svo til að nágrann
inn sá, þegar jeg var að ná
★
— Hvað, ertu að koma úr
hringferð um hnöttinn?
— Já, það held jeg nú.
— Komstu við í Egyptalandi?
■— Já, já.
— Fórstu upp Níl?
— Já, sannarlega, það er dá
samlegt útsýni af efsta tindin-
um.