Morgunblaðið - 26.08.1948, Blaðsíða 6
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 26. ágúst 1948.
ÚtfH.f. Arvakur, ReykjavOc.
rraaikvjrtJ.: Bigfú* Jóðssob. ' 4 'H&íF
Rltstjórl: Valtýr Stefámsson (ábyrfSarm.).
Frjettarltstjórl: fvar Guðmundsson.
Auglýstnsar: Arnl Garðar Frlnttni—
Rltstjórn. auglýslngar og afgreiðala:
Austurstneti 8. — Simi 1600,
Askriftargjald kr. 10,Ö0 á mánuði, inTiaMlanda,
f lausasölu 60 aura eintakið. 75 aura mtl Lasbók.
kr. 12,00 utanlands.
„Heilbrigð þróun
íí
ÞJÓÐVILJAMÖNNUM er orðið órótt. Sem eðlilegt er. Það
kemur m. a. fram í blaði þeirra í gær. Blöð þriggja flokka
eru andvíg kommúnistum. Um þetta er talað í forystugrein
blaðsins. Þó þessir þrír andstöðuflokkar sjeu ósammála um
margt, þá eru þeir sammála um það: Að íslenska þjóðin
sameinist gegn kommúnistum. Þeir einangrist og verði
áhrifalausir í landinu.
Þeir af fylgismönnum kommúnista, sem hafa nokkurn-
veginn fulla dómgreind, hljóta að skilja, að fylgi flokks
þeirra eins og það er í dag hjer á landi, byggist mestmegnis
á. því, að altof margir Islendingar gera sjer ekki enn grein
fyrir því, hvað kommúnisminn er, hver er stefna hans, og
hvílíkar hörmungar biðu íslensku þjóðarinnar, ef hún yrði
kommúnismanum að bráð.
1 barnalegu yfirklóri Þjóðviljans í gær, er komist þannig
að orði, að barátta kommúnistaflokksins sje barátta „al-
þýðunnar hjer á landi fyrir heilbrigðri þjóðfjelagsþróun.“
Nú vill svo vel til, að ekki þarf að leiða neinum getum
að því, hverskonar „þjóðfjelagsþróun" það er, sem kommún
istar berjast fyrir, og hvemig hún hæfir islenskri alþýðu.
Síðan einræðisherramir í Kreml endurskipulögðu alþjóða
samtök kommúnista, með stofnun Kominform, og þjóðfje
lags-„þróun“ austanvið Járntjald er orðin alheimi talsvert
kunn, hafa íslenskir alþýðumenn lært að hafa þennan minn-
isseðil á bak við eyrað:
1. Kommúnisminn, nasisminn og fasisminn em bræður,
sprotnir af samskonar hugarfari. Af þeim er kommúnism-
inn elstur, og þjálfaðasti ofbeldisflokkurinn.
2. Forystuklíkur þessara flokka þriggja, hafa allar haft
sama takmark, sama óskadraum: Að leggja undir sig allan
heiminn.
3. 1 orðsins venjulegu merkingu með lýðræðisþjóðum, er
kommúnistaflokkurinn ekki stjórnmálaflokkur, þar sem á-
brif flokka í þjóðfjelaginu eiga að fara eftir því, hve margir
fylgja honum að málum. Alþjóðasamtök kommúnista eru
fyrst og fremst samsæri gegn frelsi lýðræðisþjóða um gerv-
állan heim. Þegar erindrekar samsærisins tala um „þjóð-
fjelagsþróun", þá vita allir nú, hverskyns öfugþróun það er,
sem þeir eiga við og stefna að.
4. Hjer á landi, sem og með öðrum lýðræðisþjóðum, eru
meðal fylgismanna kommúnismans fólk, sem talið er vera
heiðarlegt og „bestu skinn“ eins og komist er að orði, sem
ekkí er vitað, að vilji gera flugu mein. Sumt af þessu fólki
hefur annaðhvort ekki dómgreind eða hug til þess, að gera
sjer grein fyrir, hvers konar „þróun“ það er, sem vakir fyrir
fcrystumönnum hins alþjóðlega samsæris kommúnista. Aðr-
ir dylja hug sinn, og stefnu af ásettu ráði, til þess að villa
á sjer heimildir.
Með ofbeldi kommúnista í huga, kúgun þeirra á verka-
lýðnum, afnám persónufrelsis í löndum kommúnismans,
fangabúðimar, þar sem miljónir manna eru píndir og sveltir
í hel, meta íslenskir, frjálslyndir alþýðumenn þá að jöfnu,
hina frekustu erindreka Moskvavaldsins, sem villa ekki á
sjer heimildir og hina flokksmenn kommúnista, sem annað-
hvort af klókindum eða heimsku koma fram sem meinleys-
ingjar. íslenskir alþýðumenn eru famir að læra að neita
óllu samneyti við báðar þessar manntegundir.
Það er þessi einangrun allra kommúnista, sem fer nú ört
í vöxt með öllum lýðræðisþjóðum. Það er þessi einangrun,
sem Þjóðviljamenn hjer á landi em famir að óttast, að geri
flokk þeirra með öllu áhrifalausan í hinu frjálslynda íslenska
^þjóðfjelagi.
Að vísu eygja íslenskir kommúnistar eitt hálmstrá, sem
jþeir gera sjer einhverjar vonir um að kunni að geta bjargað
þeim út úr þeirri einangmn, sem þeir óttast að bíði þeirra
hjer, sem með öðmm vestrænum þjóðum. Hermann Jón-
asson.
Hvort hann hefur gefið samsærismönnunum meiri eða
míhni átýllu til þess, að þeir ali slíkar vonir í brjósti, skal
m’eð öllu óságt látið. En líklegt er að flokksmenn hans, ef
ekki harin sjálfur, komist fyrr en síðar að raún um, að
j,áugnaþlik" slíkrar „hermenskú" „er liðið.
t\JíLuerJi ihrifar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Feðranna frægð . .. .
VIÐ ÍSLENDINGAR státum
af því hve mikil menningar-
þjóð við sjeum. — Hve listir
sjeu í miklum metum hjá okk-
ur. — Við greiðum skáldalaun
og listamanna úr ríkissjóði ár
hvert og bendum á það hve
framar við stöndum öðrum
þjóðum, sem láti listamenn sína
svelta í hel, eða lepja dauðan
úr skel alt sitt auma líf.
O, sei, sei. —
Sannleikurinn er sá, að við
höfum ekki af miklu að státa
í þessum efnum. — Okkur
hættir við að gleyma okkar
mestu andans mönnum um leið
og þeir eru komnir undir græna
torfu, sem ótal dæmin sanna.
Útlendingar reistu Snorra
Slurlusyrtí líkneski í Reykholti.
— Það var vinarbragð af þeirra
hálfu " — Við sóttum fje til
Vestur-íslendinga, er steypa
þurfti líkneski Jóns forseta í
eir og lengur mætti telja. —
Nei, feðranna frægð vill falla
í gleymsku og dá. —
•
Afmælið, sem
gleymdist.
í SUMAR átti einn af fjöl-
hæfustu listamönnum okkar
hálfrar aldar afmæli. Hann
dó ungur, en hafði þó afkastað
miklum listaverkum á sviði
ritmensku og hljómlistar áður
en hann dó.
Emil Thoroddsen var einn af
brautryðjendum við útvarpið
hjer á landi og vann þar mik-
ið og gott starf, sem sú stofn-
un mun lengi búa að.
En fimtugsafmæli hans í
sumar gleymdist. — Það sýnir
okkur best hvað við munum
oft skamt. — Eitt af hljóm-
listarverkum Emils, hátíða-
kantata, sem hlaut verðlaun og
viðurkennandi orð erlendra
hljómfræðinga, heyrist aldrei
og fellur í gleymsku, ef ekki
verður brátt bjargað frá glöt-
un. —
Og aðra sögu má segja, líka
þessari, um „ræktarsemi“ okk
ar við horfna íslenska lista-
menn:
Minningartafla
skáldsins.
í HÚSI því, sem Jónas Hall-
grímsson skáld bjó lengst í
Kaxmmannahöfn, hefir dansk-
ur aðdáandi þjóðskáldsins lát-
ið gera minningartöflu úr hvít-
um marmara og áletrun um, að
í þessu húsi hafi skáldið búið.
Islendingar, sem svo mjög
eru þó gjarnir á að hrósa sjer
af menningarafrekum forfeðra
sinna, hafa ekki farið margar
pílagrímsferðir til þessa húss
skáldsins í Sankti Pjeturs-
stræti og hvorki Islendingafje-
lag, stúdentar, nje sendimenn
Islendinga þar í borg hafa lát-
ið sig neinu skifta hvemig
tafla þessi litur út.
Enda var svo komið í sum-
ar, að hún var orðin dökk af
óhreinindum, svo varla mátti
lengur lesa áletrunina. —
•
Nafni skáldsins.
EINU SINNI í sumar var al-
nafni þjóðskáldsins á ferð
þarna í götunni og datt honum
í hug, að skoða töfluna, sem
hann hafði lesið um, að væri
þar. en aldrei sjeð. —
Ofbauð honum, að sjá hve
minningartafla skáldsins var
illa hirt og fjekk hann ræst-
ingarmann nokkurn til þess að
þrífa töfluna og galt honum
að siálfsögðu þóknun fyrir.
Þetta var vel gert. —
•
Lítil ræktarsemi.
EN LITLA rsektarsemi sýna
Hafnar-íslendingar nú minn-
ingu Jónasar skálds, er þeir
geta ekki haft samtök um, að
halda við minningartöflu hans
svo að vansalaust megj teljast.
íslendinga er ekki víða minst
með myndastyttum eða minn-
ingurtöflum erlendis, en þar
sem það er gert, eins og t. d.
í Winnipeg, þar sem stytta
Jóns forseta stendur, telja ís-
lendingar það skyldu sína, að
sýna slíku ræktarsemi.
Sælureitur Reykvík-
inga.
ARNARHOLSTUN er ekki
skrautlegasti skemtigarður borg
arinnar. Það hefir verið lögð
meiri vinna og peningar í að
gera aðra bletti fegurri, eins
og t. d. Hljómskálagarðinn og
Austurvöll. En Arnarhóll er
það, sem meira er, hann er vin-
sælasti græni bletturinn í bæn-
um. Sannkallaður sælureitur
Revkvíkinga.
Undanfarna góðviðrisdaga
hafa borgarbúar hópast í sól-
1 skininu á Arnarhól og notið þar
veðurblíðunnar í ríkum mæli.
Kvikt af sóldýrk-
cndum.
HOLLINN ER DAGLEGA
kvikur af sóldýrkendum, sem
flatmaga þar í frístundum sín-
um.
Það var sannarlega heppilegt,
að Arnarhóll var ekki eyðilagð-
ur með því að taka hann undir
byggingar, eða byggja inn í
hann einhverja neðanjarðar-
geymslu fyrir bíla, eins og ein-
hvern tíma var stungið upp á.
Þar má ganga á gras-
inu.
ÞAÐ ER sannarlega gott, að
til skuli vera í bænum einn
grænn blettur, þar sem ekki eru
sett skilti, sem á stendur: „Gang
ið ekki á grasinu".
Vonandi, að það komi aldrei
til að Arnarhóll verði svo fínn,
að borgarbúar megi ekki setjast
niður í grasið og heldur ekki,
að það komi fyrir, að nokkrum
detti í hug, að nota hann til
annars, en til ánægju fyrir alla,
sem vilja njóta þar bjartra sum
ardaga.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiimfiiiiiiiiiiiiiiniu
iHiHHiiiHniHiHiHHiHiHHiHHiiiiiHHMHHmHiHHmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiti
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
iiimiiiiiiHiiiiitiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiimiiiMiiiimi
Kommúnislar í Ungverjalandi segja, að heslar jeli hálm
EINA ráðuneytið í Ungverja-
landi, sem kommúnistar voru
ekki allsráðandi í, var land,-
búnaðarráðuneytið. En nú hafa
þeir sem fyr tekið til sinna
ráða í sífeldu valdabrölti sínu
og fundið tylliástæður og ósann
indi til að halda „hreingern-
ingu“ í landbúnaðarráðuneyt-
inu. Síðan verða kommúnistar
skipaðir í embættin.
Hið eina, sem Ungverjar geta
gert er að hlæja að því, hve
tylliástæðúrnar, sem kommún-
sitar finna, eru bjánalegar. —
Varðandi eina grein ásakana-
skjalsins vita flestir þeir, sem
búa í sveitunum, að hestar
vilja alls ekki og jeta alls ekki
hálm. Og. þótt hálmi sje troðið
niður í hálsinn á hestunum,
verða þeir alls ekki geldir .
En ásakanaskjalið hefir þrátt
fyrir allt nokkuð gildi. Það
sýnir Ungverjum hve miklum
rökum(?) kommúnistar beita
og hve stjórnarathafnir þeirra
margar eru ósvífnar og fárán-
l£gár.
• •
ÁSAKANIR UM1
FJÁRSÓUN
Landbúnaðarráðherra var
einn þeirra fáu smábændaflokks
manna, sem eftir voru í stjórn-
inni, en svo gerðu kommúnistár
árás sína á landbúnaðarráðu-
neytið. Þeir sögðuð að jafngildi
5 miljóna ísl. kr. hefði verið
sóað af ráðuneytinu í ýmiskon-
ar óþarfa. 55 manns úr ráðu-
neytinu voru teknir fastir.
Ein aðalorsökin var, að ráðu-
neytið hefði keypt 15,000 eintök
af bókinni „Ast, trúlofun og
gifting“, sem gefin var út af
kaþólska fjelaginu.
• •
STOLNAR
BÆKUR
Aðrar ásakanir voru:
1) Að hafa keypt heilt bóka-
safn af manni einum, en sá
maður átti að hafa stolið þeim
úr bókasafni ríkisins.
2) Sjóður, sem ætlað var að
kaupa fyrir kynbótahesta í
Svisslandi var notaður til
kaupa á bifreiðum, en þeir kyn
bótahestar, sem til voru fyrir
í landinu, voru neyddir til að
jeta hálm, svo að þeir urðu
geldir.
I stað þeirra vorú síðari nokk
Úrir hestar keyptir 1-Svisslandi,
en það fór eins um þá, vegna
þess að þeir voru fóðraðir á
hálmi. ,:. . .
3) Ein deild ráðuneytisins
seldi bændum kol sem áburð
á ræktunarlönd þeirra. Græddi
hún 2 miljón forintur (rúml.
1 milj. kr.) á þeirri sölu, en
tapaði þeim aftur í þraski.
Samtals á eyðslan að nema
9 miljón forintum (5 miljón
krónum), en sagt er, að tjón
það, sem landbúnaðurinn hafi
beðið af þessu braski sje langt
um meiri.
Fyrir þessu telja kommún-
istar ábyrga Bela Perneczky,
skrifsofustjóra í ráðuneytinu,
Arthur Sibelka Parlberg, full-
trúa Ungverjalands á alþjóða-
matvælaráðstefnunni og Erno
Otto, Pal Fabinyi og Edward
Liszy, sem allir eru fulltrúar
í ráðuneytinu.
• •
HAFA JÁTAÐ
ALLT
Nú hefir verið tilkynt, að
þeir allir hafi játað ákærurnar
og að þeir hefðu einnig játað,
að öll þessi ódæði hefðu þeir
gert í samráði' vlð kaþólsku
kirkjuna.
Nokkrír 'voru kærðir fyrir að
gefa erlendum erindrekum upp
lýsingar og sumir vóru jafnvel
Frh. á bls. 8.