Morgunblaðið - 24.09.1948, Side 8
8
tt O K G V N B L A Ð I 9
Föstudagur 24. sept. 1948.
a
iD
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Reynir á Sameinuðu
Þjóðirnar
FORLEIKURINN að Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna,
sem sett var í París síðastliðinn þriðjudag var eins dapuneg-
ur og frekast gat orðið. Öryggisráðið kom saman til sjer-
staks fundar laugardaginn á undan til þess að minnast Berna
dotte greifa í tilefni hins sorglega fráfalls hans. Meðlimir
Öryggisráðsins lýstu hver á fætur öðrum harmi sínum og
hryllingi yfir ódæðisverkinu, sem rjeði einn ágætasta bar-
áttumann friðarins af dögum í miðjum kliðum sáttastarfs
hans. Þegar lík Bernadotte var flutt til Svíþjóðar var svo
ílugvjel sú, sem flutti það látin koma við í París til þess að
íulltrúar Sameinuðu þjóðanna gætu sýnt hinum látna sátta-
semjara og friðarvini virðingu sína.
Það má því segja að þing Sþ. hafi hafið störf sín við lík-
börur þess manns, sem mestar vonir voru byggðar á að
gæti leyst eitt hættulegasta deilumál, sem nú er uppi með
þjóðunum og komið hefur til kasta samtakanna. Það er ömur
iegt upphaf þings, sem jafn mörgum vandamálum þarf að
ráða til lykta og þetta þing, sem nú situr að störfum í París,
hinni glöðu og fögru borg á Signubökkum. Yfirleitt eru
þjóðirnar heldur ekki bjartsýnar á árangur þess. Almennt
er gert ráð fyrir að hinar miklu andstæður í viðhorfum
stórveldanna til heimsstjórnmálanna setji svip sinn á þingið
og störf þess.
★
Ef litið er á nokkur þeirra viðfangsefna, sem þar koma til
umræðu, er auðsætt að ekki er ástæða til mikillar bjartsýni.
Framtíð ítölsku nýlendnanna er það málið, sem einna
iyrst mun verða rætt. Um það er nýlokið sjerstakri ráð-
stefnu, sem fór svo gjörsamlega út um þúfur að þar var
meira að segja rifist um, hverskonar verkefni ráðstefnan
hefði. Fulltrúi Rússa, Vysjinskij, ljek þar þann fáheyrða
skrípaleik að flytja tillögur, sem stönguðust algerlega á.
Niðurstaðan varð sú að ekki náðist samkomulag um nokkurn
skapaðan hlut. Líkurnar fyrir því að Allsherjarþingið ráði
því máli til lykta eru þessvegna ekki miklar. Afvopnunar-
málin verða heldur ekki auðveld viðfangs. Stórveldin víg-
búast um þessar mundir af meira kappi en nokkru sinni fyrr.
í þe§su sambandi má einnig geta þess að nefnd sú, sem
skipuð var til þess að komast að samkomulagi um eftirlit
með framleiðslu atomvopna, hefur ekki starfað síðan í maí í
vor. Þá lagði hún niður störf vegna ósamkomulags.
Palestínuvandamálið er einnig óleyst ennþá og verður að
mörgu leyti verra viðfangs eftir morð sáttasemjara Sam-
einuðu þjóðanna. Þó virðist sem tillögur þær, er Bernadotte
greifi hafði samið rjett fyrir andlát sitt hafi skapað nokkrar
vonir um samkomulags grundvöll.
En þá hefur ekki verið talið það mál, sem heimsfriðnum
stendur í dag mest hætta af, Berlínardeilan, samgöngubann
Rússa og samningsrof. Rússar og leppríki þeirra munu berj-
ast harðri baráttu gegn því að þessi deila verði tekin til um-
læðu á þinginu. Þeir kæra sig ekkert um að plöggin um það
mál verði lögð á borðið fyrir fulltrúa hinna 58 þjóða. sem
sitja Allsherjarþingið. Allur heimurinn veit hinsvegar að
þetta er stærsta málið, sem bíður lausnar.
★
Hvernig, sem þetta þing hinna Sameinuðu þjóða ræður
vandamálunum til lykta þá er þó hægt að fullyrða það, að
það verður langt og að þar munu rísa háværar deilur. Vel
má svo fara að á því verði skorið úr um það, hvort þessi
samtök geti skapað þjóðunum öryggi og frið næstu áratug-
ina eða hvort ný ósköp eigi yfir þær að dynja.
Það virðist nokkurnveginn augljóst, að lýðræðisríkin hafa
gert það upp við sig, hver hinn raunverulegi tilgangur
kommúnista sje með skemmdarstarfsemi þeirra í alþjóða-
málum. Þeim ,er orðið það ljóst að Sovjetstjórnin kærir sig
kollótta um heimsfriðinn. Megintakmark hennar er að fram-
kvæma hina rússnesku heimsveldisstefnu.
En allt á þetta eftir að skírast betur í umræðunum á Par-
ísarþinginu. — ÞesSvegna bíða þjóðirnar í eftirvæntingu
tíðinda þaðan.
UR DAGLEGA LIFINU
Löggiltur svartur
markaður.
UNDANFARNA daga hefir
sjálfur borgarfógetinn í Reykja
vík staðið fyrir löggiltum svarta
markaði, þar sem seld hefir
verið margskonar vara, óþörf
og þörf fyrir verð, sem nefnt
er okurverð, — altaf nema
kannski ekki þegar hið opin-
bera á í hlut.
Verðlagsstjórinn hefir látið
þetta okur afskiftalaust, að
kalla, nema hvað hann hefir til-
kynnt, að hið uppsprengda verð
skuli vera hámarksverð í smá-
sölu, ef varan er seld aftur.
Það má því búast við, að á
næstunni* komi nylansokkar í
verslanir, sem kostg 80 krónur
parið. Þetta yrði löglegt verð,
því 80 krónur hefir á uppboði
ríkisvaldsins fengið staðfest-
ingu.
•
Bætir ekki úr skák.
ÞAÐ er annars merkilegt, að
þetta uppboð skuli hafa verið
leyft. I landi þar sem verðlags-
ákvæði eru og hámarksverð á
flestum hlutum er ekki hægt,
að halda uppboð eins og áður
var gert með því að slá hæst-
bjóðanda. Ekki nema að fremja
lögleysu, -eða að minsta kosti
brjóta alment velsæmi. Því ef
ríkið sjálft gengur á undan með
svarta markaðsverslun og oh«-
ur á smygluðum vörum, hvers
er þá að vænta, af hinum, sem
veikari eru á svellinu.
•
Bann-vara.
Á UPPBOÐINU í Arnarhvoli
hefir verið seld bannvara, eða
sama sem. Munaður, sem ekki
fæst á almennum markaði.
Fólkið sleppir sjer til að reyna
að ná í eitthvað af þessu og
peningarnir hafa ekkert að
segja.
Uppboð eins og þessi hafa
sömu áhrif og ef gullpeningum
væri stráð yfir mannfjölda, þar
hver berst, sem betur getur til
að ná sjer í gullstykki.
•
Vörur selclar
„fyrir menn“.
EINHVERSTAÐAR var þess
getið, að vörur, sem gerðar hafa
verið upptækar, hafi verið
seldar á uppboði þessu, munir
úr dánarbúum og vörur fyrir
einstaklinga.
Þar hafa einhverjir smogið
laglega og löglega fram hjá
verðlagsákvæðunum og hækk-
að verð á vörum sínum með
blessun hins opinbera.
Það er ágætt að vita það fyrir
menn, sem eiga einhverja eftir-
sótta vöru, en mega ekki vegna
verðlagseftirlitsins selja hana
fyrir meira en ákveðið há-
marksverð. Þá er ekki annað
en að skreppa upp til borgar-
fógeta og biðja hann að halda
uppboð, því sje varan fágæt
og eftirsótt, fæst helmingi
meira fyrir hana á uppboði.
•
Tálvonir.
FYRIR nokkrum dögum bár-
ust þessum dálkum brjef frá
tveimur stúlkum, þar sem þær
kvarta sáran yfir okrinu á ny-
lonsokkum. Þær fullyrða í
brjefi sínu, að hægt sje að fá
nylonsokka keypta á svörtum
markaði fyrir 65—70 krónur.
Það þykir þeim mikið og fara
fram á að hið opinbera skerist
í leikinn og sjái til að fluttir
verði inn nylonsokkar, sem ekki
kosta í smásölu meira en kr.
6,50 erlendis, í stað þess, að
flytja inn handónýta silkisokka
sem eru ónýtir eftir daginn, en
kosta samt 30—40 krónur.
Nei, þeim verður nú ekki
alvæg að von sinni stúlkunum
þeim. Og mikið má það vera,
ef nylonsokkar fást á svarta
markaðnum undir 80 krónum
eftir uppboðið að tarna.
•
Brjef frá
kommúnisía.
ÞAÐ kom til mín brjef frá
kommúnista í gær. Það er bara
verst að hann var víst reiður
þegar hann skrifaði brjefið.
' „Altaf lýgur íhaldið“, segir
brjefritari. ,.Þið getið aldrei
sagt satt eitt aukatekið orð. Nú
fyrir nokkrum dögum, er
Bernadotte var drepinn í Jerú-
salem, segið þið í Morgunblað-
inu, að flaggað hafi verið í hálfa
stöng á sendiráðsbústöðum bæj
arins og opinberum bygging-
um. Þetta er haugalýgi.
Það var ekki flaggað í hálfa
stöng þenna dag, á byggingu
okkar á Þórsgötunni og heldur
ekki á rússneska sendiráðinu í
Túngötunni. Við kommúnistar
tökum eftir því hvenær við eig-
um að flagga, bæði í heila og
hálfa stöng og þið skuluð ekki
ljúga neinu upp á okkur“.
•
Hvað gengur að
manninum?
EKKI veit jeg hvað gengur
að þessum vesalings manni.
Vitanlega eru menn sjálfráðir
um það hvenær þeir flagga og
það var enginn að ragast í því,
að kommúnistar skyldu . ekki
flagga í hálfa stöng til virðing-
ar við Bernadotte greifa, hinn
mikla mannvin og friðarvin.
Þeir um það. Og erlend sendi-
ráð verða vitanlega að hafa sína
hentisemi og flagga eftir sínum
reglum. Það er nærri því ó-
kurteisi, að vera að minnast á
þegar erlend sendiráð láta vera
að flagga.
MEÐAL ANNARA ORÐA
Forsetakosningarnar og ulanríkisstefna Bandaríkjanna
FRJETTAMENN í Washing-
ton eru flestir hverjir þeirrar
skoðunar, að búast megi við
sáralitlum breytingum á utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna, þótt
svo kunni að fara að republik-
anar vinni forsetakosningarnar,
sem þar eiga að fara fram í
nóvember næstkomandi. Þetta
álit frjettamannanna er byggt
á þeirri staðreynd, að republik-
anar og demokratar hafa allt
frá stríðslokum haft nána sam-
vinnu um utanríkismál, auk
þess sem ýmis ummæli Deweys,
forsetaefnis republikana, og
Warrens varaforsetaefnis bera
þetta ótvírætt með sjer.
• •
MÖRG MÁL.
Dewey og Warren hafa báð-
ir í ræðum látið í ljós skoðan-
ir sínar á málum eins og t. d.
endurreisnaráætlun Evrópu,
Sameinuðu þjóðunum, Vestur-
Evrópu bandalaginu, samvinnu
Ameríkuríkjanna, atomorkunni
og flóttamannavandamálinu.
Um afstöðu Bandaríkjanna til
þessara mála, hafa þeir í öllum
meginatriðum verið sammála
Truman forseta og ráðherrum
hans.
• •
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR.
í ræðu, þar sem Dewey meðal
annars vjek að Sameinuðu þjóð
unum, sagði hann: „Dulles
(John Foster Dulles, aðalráðu-
nautur Dewey í utanríkismál-
um) hefur lagt fram sinn skerf
til uppbyggingar Sameinuðu
þjóðunum. Hann hefur tekið
þátt í nær því öllum ráðstefn-
um þeirra, sem einn af full-
trúum stjórnar okkar“.
Warren hefur sagt: „Jeg er
þeirrar skoðunar, að við eig-
um að styðjast við Sameinuðu
þjóðirnar í baráttu okkar gegn
ofbeldi, en til þess að slíkt sje
hægt, verðum við að efla þær
á allan hátt“.
• •
BANDARÍKJAHER.
Bæði Dewey og Warren hafa
gert hervarnir Bandaríkjanna
að umtalsefni. Dewey hafði
meðal annars þetta að segja:
„Við þurfum að koma á fót
fastaher, sem er nógu öflug-
ur til að geta varið Bandaríkin
hvenær sem er og gert okkur
mögulegt að leysa af hendi
skyldur okkar við Sameinuðu
þjóðirnar“.
• •
KÍNA.
Dewey var einn af þeim
fyrstu, sem vakti athygli á nauð
syn þess, að aðstoðaráætlun
Bandaríkjanna yrði einnjg lát-
in ná til Kína. Hann sagði í
einni af ræðum sínum: 1
„Að Monroe-kenningunni
undanskilinni, er það eitt af
grundvallarskilyrðum utan-
ríkisstefnu Bandairíkjanna að
Kína sje stjórnmálalega óháð
lýðveldi. Við eigum að leggja
fram þá tæknikunnáttu og aðra
aðstoð, sem gera má ráð fyrir
að geti bjargað landinu“.
• •
J ATOMORKAN.
Bæði Dewey og Warren hafa
t lýst yfir stuðningi sínum við
framkomnar tillögur um að
Sameinuðu þjóðirnár hafi eftir-
lit með atomorkunni. Warren
hefur sjerstaklega lagt áherslu
á nauðsyn þess, að slíkt eftirlit
tryggi fyrst og fremst öryggi
allra þjóða. Hann hefur sagt í
þessu sambandi: „Það er ekki
nóg að þjóðirnar fallist á að
nota ekki atomorku í hernaði.
Slíkt samkomulag verður að
' tryggja öryggi allra þjóða ver-
1 aldar. Og þetta öryggi er aðeins
hægt að veita með alþjóðasam-
tökum, sem hafa vald og að-
stæður til «ð hafa eftirlit með
öllum aðgerðum á sviði atom-
orkunnar".
Lévarðadeildin
London í gærkvöldi.
LÁVARÐADEILDIN breska
| feldi í dag méð 204 atkvæðum
* gegn 34 frumvarp stjórnarinn-
ar úm að stytta frestunarvald
; deildarinnar um helming — úr
tveimur árum í eitt. — Reuter.