Morgunblaðið - 24.09.1948, Page 14
H
MORGVfíBLAÐIB
Föstudagur 24. sept. 1948.
•mWHWITOMíTO
liuil
wutiyjgpDonnonr* ■■■■hosjí***;*
Andrew leit snöggvast á
fcrjefið, sem Arabella hjelt á.
Hann sat þarna rólegur, en það
var dautt í pípunni hans. Við
liliðina á horium sat John
Barrett. Hann var grennri en
Andrew, en þeir voru ekki ó-
Iikir. Og í framkomu voru þeir
eins, rólegir og stiltir eins og
bændur eru, fáorðir og gagn-
orðir. Jonny hafði aldrei verið
um Melíssa gefið. En nú var
vantrú í augum hans, og það
var eins og þau segðu við
Andrew; Þetta getur ekki ver-
ið satt. Blessaður trúðu þvi
ekki.
Arabella fleygði brjefinu í
Andrew.
,,Það er stílað til bróður míns,
en jeg taldi það skyldu mína
að rífa það upp. Og syp sendi
jeg þegar skeyti til Geoffrey.
Hann kemur áreiðanlega heim
með kvöldlestinni. Það er ann-
ars best að jeg lesi brjefið fyrir
ykkur“.
Hún þreif brjefið aftur, opn-
aði það og las:
„Geoffrey, jeg er farin og
ætla að hitta Ravel Littlefield.
Hann hefir lofað að hjálpa
mjer, annað hvort í Pensyl-
vania eða New York. Og þeg-
ar jeg hefi fengið samastað, þá
mun jeg skrifa þjer og biðja
þig að senda mjer bækur og
handrit pabba. Jeg ætlaði að
segja þjer frá þvx í dag að jeg
væri á förum, en hætti við það
því að jeg vildi ekki gera þjer
leiðindi. Það hefir koinið dá-
lítið fyrir mig sem hefir sært
inig meira en orð fá lýst. Þjer
mun þykja vænt um það að
jeg er farin. Þú hefir verið mjer
framúrskarandi góður, en jeg
hefi ekki sýnt neinn lit á að
jeg hafi kunnað að meta það.
En nú þakka jeg þjer innilega
fyrir alt. Jeg gat ekki komið
orðum að þakklæti mínu í dag“.
Arabella las þetta með mikl-
um áherslum. Þegar lestrinum
var lokið leit hún hróðug á
ungu mennina og sagði:
„Samdráttur þeirra Melissa
og Ravel Littlefields hefir ekki
getað farið fram hjá ykkur.
Hvert mannsbarn vissi um það“.
„Var samdráttur milli
þeirra?“ spurði Andrew ró-
lega.
Arabella espaðist: „Hvort það
var. Og hafið þjer ekkert heyrt
um það Andrew, þá er það
vegna þess að menn hafa vilj-
að hlífa yður við að heyra slíkt
um systur yðar“.
„Vissi Geoffrey um það?
Höfðuð þjer sagt honum frá
því?“ spurði Andrew enn ró-
lega eins og um ekkert væri að
vera.
„Jeg?“ hrópaði Arabella stór
hneiksluð. „Átti jeg að færa
það reiðarslag yfir bróður minn.
Nei, jeg vonaði að hann kæm-
ist aldrei að því. Og jeg held
sjálf, meira' að segja, þangað
til í morgun að þetta væri ekki
annað en ilt umtal, þrátt fyrir
það að þau voru altaf saman
og þrátt fyrir —--------“
„Og þrátt fyrir alt sem þjer
hjelduð um þau leyfðuð þjer
honum að koma hjer daglega“,
mælti Andrew í svo nístandi
rómi að Arabella hrökk við.
Hún stamaði: „Jeg var að
segja yður að mig grunaðí ekk-
ert“. .
■ „Þjer vissuð að það Var ekki-
M E L I S S A
C'ftir Vai/or CafdweK
43. dagur
ert á milli þeirra“, sagði
Andrew^,,Og þjer vitið það vel
núna. En þjer eruð slungin,
Arabella. Þjer hjelduð að þjer
munduð geta komið óorði á
Melissa. Þjer hafið altaf hatað
hana og fyrirlitið. Þjer vonuð-
uð að eitthvað kynni að koma
fyrir. Melissa kvartaði aldrei
við mig, en jeg er viss um að
þjer hafið gert henni lífið ó-
bærilegt hjer“.
Jonny Barrett kinkaði kolli,
þótt enginn spyrði um álit hans.
Andrew brýndi nú raustina
en var þó rólegur: „Hún hefði
verið hamingjusöm, ef þjer
hefðuð ekki verið hjer. Þjer
gerðuð hana örvílnaða. Og jeg
hygg að þjer eigið mestan þátt
í því að hún varð að flýja hjeð-
an“.
Það brann heiptareldur úr
augum Arabellu, en hún svar-
aði stillilega:
„Jeg var góð við hana, þi'átt
fyrir það þótt ekki væri hægt
að koma neinu tauti við hana.
Og þetta eru þakkirnar sem jeg
fæ fyrir það. Það gerir ekkert
til. Nú er þessu lokið“.
Andrew sneri sjer hvatlega
að henni:
„Nei, því er ekki lokið“, sagði
hann. „Hjer þarf margt skýr-
inga við. Hvers vegna var
Geoffrey svo oft að heiman?
Hvers vegna var Melissa ör-
vilnuð? Hvert hefir hún far-
ið? Hvar er hún nú? Hver er
yðar þáttur í öllu þessu? Jeg
ætla að koma hingað aftur á
morgun og hitta Geoffrey ef
hann verður kominn. Jeg ætla
þá að segja honum frá öllu sem
jeg veit, og öllu sem mig grun-
ar“.
Svo sneri hann sjer að Jonny
og sagði:
„Við skulum koma hjeðan.
Þetta er ekki staður fyrir heið-
arlega menn“.
Þeir fóru. James, þjónninn
hans Geoffrey, fylgdi þeim til
dyra og hvíslaði að Andrew:
„Þetta hefði ekki komið fyrir
ef bewxan hennar frú Dunham
hefði verið heima. En hún er
nú í Pittsburgh. Hún var eini
vinurinn, sem frú Dunham átti
hjer. Það er sorglegt alt sam-
an. Á hverjum degi átti að
kenna henni mannasiði — og
henni var sagt að hún væri
asni, að hún gæti aldrei lært
að hegða sjer lýtalaust og aldrei
verða þess megnug að upp-
fvlla skvldur sínar sem kona
Dunhams“.
James gaut augunum aftur
fvrir sig til dvranna og hvísl-
aði svo enn að Andrew: „Þern-
an bennar savði mier frá bví
að bpjn befði fundið gamalt
brief frá föður sínum, þar sem
bún var kölbið heimsk og ann-
að meira. Hún revndi að telia
sier trú um að bar væri át.t við
svstur *sína. en húu vissi víst
bið rietta fvrir bví“.
Andrew brá rniöff. „Aumin»ia
Me1Iv“. varð bonum að orði.
.Tames bxnsiaðí enn:
^Torr trni pVVí ,T^<t
pTQri IVfr* T .ittlofiplri44^
-fívrt+i cior* i-nvt r>cf loV —
Trnr^’^vni ó pTtir pipv,
T>ocfiortrT| cjficfij fo°ÍX fiplqrfpi*
á ^pptiira símim o£ ri^n á
brott. Þrumnt di*úrídú 6s 'el^-
ingar leiftruðu um þá, en þó
var logn og þurt veður. Þegar
þeir komu í námunda við
heimili Johnny reið Andrew
upp að hliðinni á honum og
sagði:
„Veistu það Johnny, að gall-
inn á Melissa er sá að hún er
hreinskilin. En það er dauða-
sök í þessum heimi. Jeg vildi
að jeg vissi hvar hún er nú
niðurkomin“.
Phoebe var grátandi í and-
dyrinu. Þegar hún heyrði þá
koma stökk hún út á móti þeim
og hljóp upp um hálsinn á
manni sínum, eins og hún væri
dauðhrædd.
„Hafið þið sjeð Melissa?11
hrópaði hún. „Hún var hjerna
áðan. Jeg þorði ekki að lofa
henni að vera og hún fór. Þið
verðið að leita að henni“.
Melissa hafði einhverju sinni
lesið í einhverri franskri bók
um sjálfsmorð. Höfundurinn
hafði útmálað mjög átakanlega
hugai'stríði og tilfinningum
mannsins, sem var að fremja
sjálfsmorð. En höfundurinn
hafði aldrei framið sjálfsmorð
sjálfur. Þess vegna vissi hann
jþað ekki, að sá sem ætlar að
stytta sjer aldur, hugsar ekkert
þegar þar að er komið, er til-
finningalaus og kaldur.
1 Vatnið náði nú Melissa á axl-
ir og straumurinn togaði í pils-
in hennar. En hún hjelt áfram.
I sama bili kom afar skær eld-
ing og laust geisla í augu henn-
ar. Melissa hrökk við og kom
til sjálfs sín. Hvað er jeg að
gera? hugsaði hún. Til hvers
er jeg hingað komin? Er jeg
þá þessi hugleysingi?
Hún skammaðist sín og nú
hugsaði hún um það eitt að kom
ast að landi aftur. Hún sneri
við og smám saman grynkaði.
Vatnið náði henni undir hendur
í bringspalir, í mitti, í knje.
Hún var orðin máttlaus af
þreytu og kulda. Þá sá hún að
einhverjir voru með skriðljós
á árbakkanum. Og hún heyrði
raddir, sem kölluðu hástöfum
nafn hennar. Hún komst að
bakkanum og kallaði á móti.
Ljósker nálgaðist og við birtu
bess þekti hún andlit bróður
síns. Hann slepti lióskerinu,
blióp og ætlaði að grína hana,
en varð of seinn. Hún fjell með-
vit.undarlaus til jarðar.
Geoffrey kom um miðnætti.
Hann gekk rakleitt inn í skrif-
stofu sína. Þar sat Arabella
prátandi og beið eftir honum.
Hnnum varð að orði: „Hvað er
að?“
í símskeytinu, sem Arabella
sendi honum hafði hún beðið
bann um það að koma undir
eins heim, en nefndi enga á-
stæ^u. Hann vissi Þn vel að bað
mnudi vera út af Melissa. Hann
baMi falið sig á leiðinni og ver-
ið pð bugsa um hana. Hann vaj:
pð bugsa um hvort hún mundi
veur, hættulega veik. eða hefði
dáið voveiflega.
Arpbella hnrfði begjandi á
x-ruvi Pð bann var ná-
ng t.ekinn í pudlíti. Hún
nounm T'ríc.fið frá Mel-
or, cppðj ptrlrnrf. Hann tÓk
víð Trjpfinu n« btrpstj á hana
onvttm um pt.nud. Srri las hann
brjpfið, pn svinnr bnns brevtt-
ic-t pWi. Svo saeðj hann: „Segðu
m.ier bvernig á bessu stendur“.
Fálki íjallanna
Þýsk þjóðsaga
Getur verið, svaraði Protsko, en jeg fer ekki út í kvöld.
Girnist þú fenginn, farðu þá.
Hvað er að þjer sagði Rodo. Ætlar þú að gerast munkur
og gera iðrun og yfirbót? Eða er Fálkinn orðinn hræddur
við geltið í hundum hertogans?
PJddarinn stökk á fætur og tók um sverðshjöltun.
Þegiðu, hrópaði hann. Þú skalt ekki egna mig lengur,
það gæti orðið þjer dýrt spaug.
En Rodo hvikaði húergi.
Jeg ætla nú samt að segja þjer, að þessi kaupmaður hefur
gortað með, að hann þyrði að fara fram hjá Fálkabjargi um
hábjartan dag, án þess að þráður af silki hans falli þjer í
hendur.
Þá hló Protsko hæðnislega, greip vínbikar og tæmdi hann
> einum teig Svo hrcpaði hann:
Látið söðla svarta hestinn minn, enginn skal óhegnt hæð-
ast að Fálka fjallanna. Jeg ætlaði ekki að draga sverð úr
slíðrum á þessum dánardegi móður minnar blessaðrar en
slíkum mangara skulum við kenna rjetta siði.
Skömmu síðar riðu þeir frá Fálkabjargi, riddarinn og
Rodo.
Hófatök hestanna heyrðust ekkí, pvi að þeir höfðu vafið
mjúku skinni um skeifurnar. Þögul og ískyggileg var nóttin
meðan þeir riðu eftir heiðunum, tunglið varpaði köldu ljósi
yfir brúnirnar, en niðri í dalverpunum var niðamyrkur.
Riddarinn var að hugsa um það hve margir menn hefðu
orðið að láta lífið fyrir sverði hans, en það þýddi ekki að
vera að brjóta heilann um það.
Þeir sneru hestunum niður í dalinn og hertu ferðina.
Rodo fanst þögnin kveljandi, sagði loks:
Við hefðum átt að taka nokkra sveina með okkur hver
veit, nema hann hafi vopnað fylgdarlið.
Bull, sagði riddarinn, jeg ætla sjálfur að gera upp sak-
xrnar við slíkan gortháls, jeg ætlaði að sýna þjer, að Fálkinn
verður ekki sigraður. Aðeins þessvegna tók jeg þig með, til
þess, að þú gætir orðið sjónarvottur að því. Þú munt .sjá,
pfíÆqiMF jfn: l I
altaf meðan verið var að borða
áðan.“
,,Hvað,“ hrópaði Ameríkan-
inn, „þú ætlar þó ekki að halda
því fram, að það hafi verið H.
G. Wells, sem sat við hliðina á
mjer.... jeg-jeg, sem var að
segja honum frá H. G Wells
og sögum hans, og svo spurði
jeg hann að því, hvort hann
hefði ekki lesið neitt af þeim,
og hann sagðist ekki hafa gert
það.“
★
Sir Lewis Morris kvartaði
undan því við Osear Wilde, hve
blöðin gerðu lítið úr bókum
sínum. „Þar er ekkert að finna
annað en algera þögn. Hvað á
jeg að gera, Oscar?“
„Svaraðu bara með því
sama,“ sagði Wilde.
★
Stoltur Ameríkani sýndi eitt
sinn skotzkum vini sínum Nia-
garafossana, og spurði hann,
hvort hann væri ekki hrifinn af
þeim.
—• Jú, svaraði Skotinn, en
heima í Skotlandi sá jeg einu
sinni hænu með trjefót.
★
— Heyrðu, Sandy, það segja
allir að Mac litli sje lifandi eft-
irmynd föður síns.
— Taktu það ekkert nærri
þjer, ef hann er normal að öðru
ley.ti. , , .
— Segirðu að þetta sje allt
fyrverandi kærastar?
Ameríkana einum langaði
mjög til þess að hitta enska rit-!
höfundinn H. G. Wells, en hann
hafði miklar mætur á honum.
Eitt sinn var því þannig komið
fyrir í miðdegisverðarboði, að
Wells var settur við hliðina á
manni þessum. Að máltíðinni
lokinni sagði einn vinúr Ame-
ríkanans við hann:
„Jæja, loksins gafst þjer tæki
færi til þess að hitta þennan
guð þinn.“
„Hvað áttu við?“
„H G. Wells,“ hrópaði aðdá-
andi hans, „jeg hef ekki hitt
H. G. Wells ennþá, en jeg á
enga ósk heitari.“
„Nú, þú serp talaðir við hann