Morgunblaðið - 22.10.1948, Síða 8

Morgunblaðið - 22.10.1948, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. ökt. 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónssou. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla; Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á m&xtuðl. innanisnd#. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura meO Lesbók. Eyrnamark afturhaldsins SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur fyrir skömmu lagt iram á Alþingi tvær þingsályktunartillögur um málefni landbúnaðarins. Er í hinni fyrri þeirra skorað á ríkisstjórn- ina að hlutast til um að fluttar verði til landsins á næsta ári tkki færri en 500 smærri dráttarvjelar, svo og aðrar bú- vjelar eftir því sem þörf krefur. Ennfremur skurðgröfur og jarðýtur og varahlutir til þessara tækja. í síðari tillögunni er skorað á ríkisstjórnina að hlutast til um að leyfður verði á næsta ári innflutningur ekki færri en 600 jeppabifreiða, sem selaar verði bændum. Jafnframt verði ráðstafanir gerðar til þess að tryggja það að þessi tæki haldist í sveitum landsins. Báðar þessar tillögur eru hinar þýðingarmestu fyrir ís- lenska bændur. Það vantar meira af hverskonar vjelum til iandbúnaðarstarfa. Þrátt fyrir það að fyrrverandi stjórn iegði grundvöll að meiri innflutningi landbúnaðarverkfæra en nokkurn tíma hefur þekkst í sögu þessa atvirtnuvegar, ier því fjarri að eftirspurninni eftir þeim sje fullnægt. Það var þannig á stríðsárunum þegar nýsköpun atvinnuveganna var hafin, að miklir erfiðleikar voru á að fá t. d. dráttarvjelar og ýms landbúnaðarverkfæri keypt þótt íslensk gjaldeyris- yfirvöld hefðu veitt fyrir þeim innflutningsleyfi. Útflutning- ur þeirra frá Bandaríkjunum var mjög takmarkaður af hern- aðarlegum ástæðum. En engu að síður var meira flutt inn af landbúnaðartækjum í stjórnartíð nýsköpunarstjórnarinnar en nokkru sinni fyrr. Þetta veit hvert mannsbarn á íslandi. Það kemur þess- vegna úr hörðustu átt þegar Tíminn segir um tillögur Sjálf- stæðismanna í þessum málum nú að þær sýni iðrun þeirra! Heyr á endemi. Tímamenn ættu að skammast sín fyrir að ræða þessi mál við bændur. Þeir gerðu allt, sem þeir gátu til þess að tor- velda nýsköpunarstjórninni starf hennar. Sjálfir höfðu þeir engar tillögur að gera um innflutning nýrra landbúnaðar- tækja. Þeirra hlutverk var að standa álengdar og æpa stráks- leg ókvæðisorð að þeim mönnum, sem börðust fyrir að bæta aðstöðu fólks í sveitum í baráttu þess við fólksfæð og upp- lausn af völdum styrj^ldar og umróts. Framsóknarmenn lögðu ekkert jákvætt til málanna. Afstaða þeirra var að öllu ieyti neikvæð, nöldur og nudd, skammir og skætingur um þá menn, sem markað höfðu nýja og djarflega stefnu í mál- um landbúnaðarins. Afstaða Tímans til tillögu Sjálfstæðisflokksmanna um inn- ílutning jeppa, sem einungis bændum verði seldir, er ekki síður athyglisverð. Þeir taka henni ekki með fögnuði eins og þeir bændur munu gera, sem vantar þessi handhægu og vinsælu tæki. Nei, Framsóknarmenn hafa allt á hornum sjer. Þeir minna á það að fluttir hafi verið inn 1220 jeppar á árunum 1946 og 1947. Það er alveg rjett, en það var gert fyrir forystu fyrr- verandi ríkisstjórnar og Nýbyggingarráðs. En það er rjett að spyrja Tímann, sem tekið hefur til- lögum Sjálfstæðismanna um aukinn innflutning landbún- aðarvjela og jeppabifreiða til bænda á næsta ári með full- um fjandskap, hvar athafnir Framsóknarmanna í þessum málum sjeu. Framsóknarmenn hafa nú setið í ríkisstjórn í nær tvö ár. En hafa bændur átt hægra um vik með inn- flutning nauðsynlegra tækja síðan? Sannarlega ekki. Og hvar eru tillögur Framsóknarmanna um aukinn innflutning slíkra tækja? Annars hefur aldrei fengist greinilegri sönnun á því, hversu Tímanum liggja hagsmunamál bænda í Ijettu rúmi, en afstaða hans til fyrrnefndra tillagna Sjálfstæðismanna. í stað þess að fagna þeim og taka upp samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn um framkvæmd þeirra, hefja Tímaliðar harð- vítugar árásir á flutningsmenn þeirra. Það er þannig af- brýðin, sem mótar afstöðu Tímans til þessara tillagna en ekki ahuginn fyrir framgangi hagsmunamála bænda. Upp frá þessu mun Framsóknarmönnum reynast erfitt að losa sig við eyrnarmark afturhalds og hugsjónafátæktar. Þeir hafa sjálfir markað sig því marki. Sjálfstæðismenn hafa exxga ástæðu til þess að harma það. HJíbverji ikripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Tómstundaiðkanir æskunnar ÞAÐ er mikið rætt um hina'r óhollu skemtanir, sem æskulýð- urinn í höfuðstaðnum iðki í frí- stundum sínum. Alvarlega hugs andi menn hafa af því áhyggjur að æskan sói frístundum sínum í skröll og miður heppilegar kvikmyndir, eða rölti í eirðar- leysi um stræti borgarinnar. Nokkuð munu sögur um þetta bílífi æskunnar orðum auknar, en hitt er jafn satt, að mikill hluti unglinga hefur lítið við að vera þegar tími er afgangs frá námi, eða vinnu. Dansleikir hafa ekki á sjer það snið, sem óskandi væri. — Kaffihúsasetur unglinga hafa heldur ekki bætandi áhrif og kvikmyndirnar, sem kvik- myndahúsin hafa upp á að bjóða, lítt mentandi, eða til þess gerðar að hafa holl áhrif. • Ekki bctur búið að REYKJAVÍK hefur á sjer alt snið ört vaxandi borgar. — Það heíur ekki verið hægt að fylgj- ast með hinum öra vexti borg- arinnar og koma upp þeim skemtistöðum og menningar- stofnunum, sem þyrftu að vera í jafn fjölmennum bæ. Og unga fólkið missir mest við þenna skort. Æskan er ung og vill leika sjer, en íslensk æska er ekki spiltari, en æsku- lýður annara þjóða og myndi taka fegins hendi því, sem að henni væri rjett, af hollum skemtunum og frístundaiðkun- um. • Ekkert nema fyrirætlanir HIN sorglega reynsla er, að það hefur lítið sem ekkert orðið úr framkvæmdum á þeim hug- myndum og fyrirætlunum, sem á döfinni hafa verið um hollari skemtanir og aðstæður fyrir æskuna til frístundaiðkana. Einu sinni voru öll blöð full af frásögnum um fyrirhugaða skfeutahöll. Ekkert hefur orðið úr því. Byrjað var á tónleikum fyrir æskufólk. Þeir hafa síðan fallið niður. Mikið hefur verið eytt af tíma og pappír, málæði og háleitum fyrirætlunum um æskulýðshöll, en engar fram- kvæmdir enn. Og þannig mætti lengi telja. • 3. og 4. flokks kvikmyndir KVIKMYNDAHÚSIN fá ekki gjaldeyri til kaupa á sæmileg- um kVjkmyndum og verða að láta sjler nægja, að flytja inn þriðja og fjórða flokks myndir, sem enginn annar vill lengur líta yið. Ef litið er yfir auglýs- ingar kvikmyndahúsanna síð- ustu missirinn sjest, að þar ber mest á morðmyndum, kúreka- myndum og hlægilegum ástar- dellusögum. Þetta verða bæði ungir og gamlir að láta sjer nægja. Það er blátt áfram menningar atriði, að kvikmyndahúsin fái betri kvikmyndir en þau sýna nú og það getur meira að segja haft hin-ar alvarlegustu afleið ingar, einmitt fyrir æskuna, ef haldið verður í sama.horfinu í þessum efnum. * Fjöregg íslensku þjóðarinnar ÆSKUFÓLK er fjöregg ís- lensku þjóðarinnar, framtíðin, sem á að erfa landið. Það veltur mikið á æskunni og það er hinna eldri, að búa svo að henni, að hún verði fær um að taka við. Þessvegna er það skylda okk- ar, að búa betur að unga fólk inu en gert er. Það er ekki nóg, að kasta miljónum í skóla og lengja námið um mörg ár, ef uppelaið að öðru leyti er þann j ig'. að æskufólkið lærir ekki að lifa, Og sú æska, sem ekki hef- ur að ganga að öðru en dans- skröllum og morðkvikmyndum í frístundum sínum hlýtur að mótast af slíku og eiga erfiðara með að taka upp harða lífsbar- áttu, en sú kynslóð, sem alin var upp við vinnusemi, spar- neytni og nýtni á öllum svið- um, en ekki eintómt bílífi og tilgangslaust gjálífi. Aðhald heimilanna horfið ÞAÐ ber öllum saman um, að aðhald það, sem unglingar höfðu á heimilum sje nú horfið að mestu. Eitthvað verður að koma í staðinn og það verður að skapa þau skilyrði. Það er ekki við því að búast að unga fólkið skapi sjer þessi skilyrði sjálft. Það er hinna eldri að gera það. Og verði það ekki gert hið fyrsta er voðinn vís. e Þekkir nokkur svipinn? ERLENT blað var á dögunum að lýsa því hvernig það gengi fyrir sig í borg einni í Suður- ^Ameríku, þar sem allar klukk- -ur eru skakkar.' ns 9; Þar hefst dagsskrá útvarpsins & eftir armbandsúrum þulanna "og bættir á sama hátt, að þeirra “hentisemi. Enginn almennings- Lklukka í borginni gengur rjett ® og það er heldur ekki gerð nein ^tilraun til þess, að láta þær a ganga rjett. j? Og borgarbúum virðist vera "nokkurnveginn sama hvað ■nklukkan slær yfirleitt. Það skal tekið fram aftur, að * þessi lýsing á við borg í Suður- e'Ameríku og er tekin upp úr ný “legu erlendu blaði. En þekki einhver svipinn, eða skilji skensið, er ekkert við því að tgera. , MEÐAL ANNARA ORÐA iiiitiiiiuiimiHHmniTM r Arásarstríð eða „taugastríð"! BANDARÍSKA blaðið Her- ald Tribune skrifar nýlega um heimsyfirráðastefnu Rússa og hvaða vopnum þeir sjeu líkleg astir til að beita til þess að ná þessy takmarki sínu. — Telur blaðið,’ að herferðinni sje fyrst og fremst beint gegn Bandaríkj unum, enda eru þau öflugust allra lýðræðisríkjanna og höfuð virkið, sem kommúnistar verða að vinna, áður en þeir geta gert sjer vonir um, að draumar sínir rætist. Blaðið bendir rjettilega á það. að lokatakmark Rússt sje kommúnistiskur einræðisheim- ur. En til þess að svo geti orðið, verður fyrst og fremst að fella hinir andkommúnistisku ríkis- stjórnir og grafa undan fjár- hagskerfi lýðræðisríkjanna, og þá fyrst og fremst Bandaríkj- anna. • • TVÆR LEIÐIR Rússar hafa um tvær leiðir að velja. Önnur er styrjaldar- leiðin, hin er áróður, mold- vörpustarfsemi og fimtu her- deildirnar í lýðræðisríkjunum, sem sjerstaklega hafa þann starfa að ná valdaafstöðu í verk ósíjelögum og öðrum öflug- m samtökum. Jafnframt þessu eggja kommúnistar loks á- erslu á að koma í veg fyrir að friðarsamningar verði gerðir, auk þéss sem þeir reyna að við- halda sem lengst upplausninni, sem styrjöldinni fylgdi. e e STYRJALDARLEIÐIN Rússar kjósa fremur að kom- ast hjá styrjöld. Þetta þýðir þó ekki það, að þeir kunni ekki að fara styrjaldarleiðina; svo get- ur iafnvel farið, að þeir kjósi mjög bráðlega að hefja árásar- styrjöld. Og á því er enginn vafi, að þeir muni grípa til vopna, þegar og ef þeir komast að þeirri niðurstöðu, að áróður- inn og moldvörpustarfsemin og fimtu herdeildirnar ætli ekki að duga þeim, • e ÖFLUGT HERVELDI Ef rússnesku leiðtogarnir kjósa styrjaldarleiðina, er þess varla langt að bíða, að þeir hefj ist handa. Eins og málum er nú komið, eru herir þeirra svo öfl- ugir, að þeir gætu á nokkrum vikum sótt niður að ströndum Atlantshafs og lagt undir sig meginlandið. Þeir mega þó ekki hika of lengi. Ef þeir á annað borð gera sjer vonir um að láta vopnavaldið færa sjer heims- yfirráð, mega þeir ekki bíða þar til efnahagsleg endurreisn Vestur Evrópu er of Iangt á veg komin. Þeir verða að reiða til höggs meðan styrjaldarþreytan er ennþá jafn mikil og raun er á. • • „KALT STRÍГ Vel getur þó svo farið, að einræðisherrann í Kreml kom- ist að þeirri niðurstöðu, að hann geti styrjaldarlaust náð heims- yfirráðum. Rússar hafa sýnt alt frá stríðslokum, að þeir vilja byrja með því að reyna að stevna lýðræðisríkjunum með aðgerðum sínum innan frá og með „köldu stríði", eða „tauga- stríði“. Með því að ala á stöð- ugum stríðsótta — og með of- beldisaðferðum á borð við aðflutningsbannið til Berlínar — gera þeir sjer vonir um að neyða lýðræðisríkin til að eyða allri orku sinni í eflingu hervarnanna. Á þann hátt, hugsar rússneska einræðisklík- an, má tefja fyrir öllum endur- reisnarframkvæmdum, skapa öngþveiti og óánægju og auð- velda þannig starfsemi hinna kommúnistisku fimtu her- deilda. Og með þessu, vonar rússneska einræðisklíkan, má undirbúa þann dag, þegar kommúnistar í Vestur Evrópu bg annarsstaðar geta farið að dæmi Gottv/alds og hinna litlu i Frh. á bls. 12,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.