Morgunblaðið - 27.10.1948, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.10.1948, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. okt 1948. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. > Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.).. Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson, Auglýsingar: Áxni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 6 manuði, innanlanda, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura me8 L*sMk Von, sem brást S.L. FÖSTUDAG gerðust þau tíðindi á fundi Öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna að þær þjóðir ráðsins, sem ekki. eiga hlut að Berlínardeilunni báru fram málamiðlunartillögur í þessu deilumáli, sem nú ógnar heimsfriðnum. Ríkin, sem að c-áttatillögunum stóðu voru þessi: Argentína, Belgía, Kan- ada, Kína, Columbía og Sýrland. Þau lögðu til að Berlínar- deilan yrði leyst með því að Rússar fjellust á að ljetta sam- göngubanninu af borginni, en að gjaldmiðill þeirra skyldi jafnframt innan mjög skamms tíma löggiltur fyrir ö31 her- 2:ámssvæði Berlínar. Ennfremur skyldu utanríkisráðherrar fjórveldanna koma hið fyrsta saman til þess að ræða Þýskalandsmálin heild. Þegar að hinar 6 hlutlausu þjóðir höfðu sett þessar til- lögur fram vöktu þær nokkrar vonir um að til sátta kynni að draga um þær í Öryggisráðinu. í þeim fólst nokkur til- slökun á báða bóga. Þar var lagt til að samgöngubanninu við Berlín, sem Rússar hafa haldið uppi yrði afljett. A hinn bóginn átti rússneskur gjaldmiðill að gilda í allri Berlín. En þessar vonir hafa nú brugðist hrapalega. í skjóli neit- unarvalds síns í Öryggisráðiriu feldu fulltrúar Sovjet Rúss- lands og Ukrainu þessar tillögur með 2:9. Öll vesturveldin, Bandaríkin, Bretland og Frakkland, samþykktu málamiðl- unartillögu sexveldanna. En Vishinsky barði í borðið og tilkynnti að hann myndi beita neitunarvaldi því, sem stór- veldin hafa samkvæmt reglum samtakanna. Hann ljet heldur ekki sitja við orðin tóm, heldur greiddi atkvæði gegn sátta- boðinu ásamt Manuilsky. Berlínardeilan, sem Vesturveldin lögðu fyrir Öryggisráðið, er þessvegna jafn óleyst nú og þegar það hóf umræður um hana. E. t. v. eru þó samkomulagshorfur ennþá verri. Til- raun, sem virtist gefa góðar vonir um árangur hefur farið út um þúfur. Enginn getur dregið í efa sáttavilja hir.na sex ríkja, sem að miðlunartillögunum stóðu. Þessi ríki voru dreifð um hina ýmsu hluta heims. Fyrir þeim vakti það eitt að leggja málstað friðar og öryggis lið á hættulegu augna- bliki. Allur heimurinn beið árangursins af málamiðlun þeirra rneð mikilli eftirvæntingu. Þessvegna hafa líka vonbrigðin y’fir skipbroti þeirra í Öryggisráðinu orðið tilfinnanlegri En hvað verður næst í Berlínardeilunni? ★ UR DAGLEGA LIFINU Útigangshestar. LANGHOLTSBÚI segir frá 3vi, að undanfarna daga, eða síðan veðurbreytingin varð og snjóaði með nokkru frosti, hafi hann og nágrannar sínir orðið varir við ömurlega gesti, sem reiki um hverfið. Eru það hungraðir hestar, sem reika þarna um klakann og virðast hveragi eiga sama stað, nótt nje dag. Heimildar- maður minn bætir því við að hrossin leiti í sorptunnur eftir æti og takist stundum að nudda lokum af sorpílátum og róti í þeim. Enginn verður var við eigend ur þessara þörfu þjóna, eða virðist vifja skifta sjer af þeim. *■ • ■fí IVlál fyrir Dýravernd- "unarfjelagið. ÞAÐ ER ömurlegt að sjá úti- gangshesta inni í miðri Reykja- vík og ætti vitanlega ekki að líðast. Það má vera að sveita- menn kunni að segja, að óþarfi sje að taka hesta á gjöf á vetur- nóttum og að margir hestar hafi það harðara en þeir, sem gangi lausir um hana Reykja- vík. En það er ekkert svar. Borg arbúar kæra sig ekkert um að húsdýr gangi um á lóðum þeirra. Hjer er verkefni, bæði fyrir lögreglu og Dýraverndunarfje- lag íslands. Þeir, sem verða varir við óskilahross ættu tafar laust að tilkynna það lögregl- unni. Hestahaginn. EN UM illa meðferð skepna hjer fyrir augunum á höfuð- staðarbúum mætti segja nokkr ar sögurnar og þær ekki falleg- ar. Vini mínum, sem býr í Lang- holtinu, blöskraði svo, að sjá útigangshrossin núna fyrsta vetrardag, að hann skrifaði eft- irfarandi sögu um hestahaga þar innfrá: • Alt rótnagað. „HJER SKAMT neðan við Langholtsveginn er afgirtur blettur, sennilega um 2 dag- sláttur að stærð. Þar hefir hest- um verið beitt alt árið. Blett- urinn er rótnagaður fyrir löngu og nú í fyrstu fölinni sjest þar ekkert og ekkert afdrep, því jeg tel varla skúrskrifli, sem flutt var þangað í sumar, því það verður ekki sjeð að hann komi að neinu gagni. H’rissin verða því að láta s.ier nægja að standa í höm á ber- svæði hvernig sem veður er og af hvaða átt, sem hann blæs“. e Fjórum búinn staður. „ÞAÐ VIRÐIST svo, sem fjórum hestum sje ætlað að hafa samastað þarna í þessari eyðimörk í vetur. Jeg mintist þess. sem jeg sá þarna innfrá i fyrra, rjett fj’r- ir jólin. Það, var ,að morgni dags eftir eina illviðrisnóttina, að lögregluþjónar birtust hjer innfrá bjá okkur með mikinn viðbúnað. kranabíl og hvað eina. Þessar „heisigræjur“ voru settar í gang og viti menn neð- an í þeim hangir hestsskrokk- ur, steindauður og beingaddað- ur. Hann hafði fengið meira en nóg af útivistinni. • Draumar og bænahald. „HVAÐ SKYLDI eigandann hafa dreymt þessa nótt í hlýja rúminu sínu“, bætir brjefritari við. „Væntanlega ekki að hann hafi legið alsnakinn úti í fönn- inni. Svo slæmt hefir það ekki verið. Hann hefir eflaust lesið bænirnar sínar áður en hann fór að hátta og sofið í einum dúr“. Misskildar hugleiðingar. böðvar STEINÞORSSON, formaður Matsveina- og veit- ingaþjónafjelags Islands hefir sent langt brjef, þar sem hann tekur upp þykkjuna fyrir starfsbræður sína út af hugleið- ingum, sem birtust hjer í dálk- unum 10. þ. m. Brjef formannsins er of langt til þess að það sje birt í þessu takmarkaða rúmi. En á hitt skal bent, að í pistlum þessum var ekki á einn eða annan hátt veist að þjónastjettinni, utan að minst var á óhreinan þjón, sem káfaði klaufalega á matar- áhöldum. Ennfremur var að því vikið, að það þyrfti að sjá þjón- um fyrir betri mentun en þeir nú fá í fági sínu. Brjef formannsins byggist á óþarfa viðkvæmni og þeim mis- skilningi, að það hafi verið „ráðist á“ þjónastjettina. Má ekki mikið útaf bregða. EN ÞANNIG GENGUR það, að ekki má mikið út af bregða í ræðu, eða riti til þess, að mis- skilningi geti valdið. | Arngrímur Kristjánsson skóla stjóri hringdi til mín á dögun- um og þakkaði mjer ekkert fyr- ir greiða, sem jeg hjelt að jeg hefði gert honum með því að minnast á brjef, sem hann sendi um það, sem hann hefir gert til þess, að leið- beina börnum um almenna hegðun. „Það var ekki tilgangur minn að ætla að fara að slá'mjer eða mín^m skóla neitt upp, eða telja okkur betri, en aðra“, sagði Arngrímur. Og samtalið varð lengra, en kemur ekki þessu máli við. Það virðist vera orðið erfitt, að loýa einn ,nema að lasta ann- an, eða öfugt. MEÐAL ANNARA ORÐa Ævintyri um „óskeikuli ofurmenni" Það er ekki að furða þótt um það sje spurt. En svarið liggur ekki á reiðum höndum. Fullkomin óvissa ríkir um það, hvort unnt reynist að leggja fram nýjan samkomulags- grundvöll, hvað þá heldur um það, hvort sættir takast um hann. Vera má að Vesturveldin leggi málið nú fyrir Alls- h'erjarþingið. En sumir eru þeirrar skoðunar að ef það gerði samþykkt um það, sem væri mjög andstæð Rússum, þá kynni svo að fara að Rússland segði sig úr samtökum Sameinuðu Þjóðanna og gæti það auðvitað haft örlagaríkar afleiðingar. Annars virðist sú skoðun nú verða stöðugt almennari að Rússar ætli sjer að eyðileggja þessi samtök algjörlega með því að koma í veg fyrir allan jákvæðan árangur af störfum þeirra. Styður framkoma Vishinsky þá getgátu greinilega. Rússar hafa engan vilja sýnt til þess að leysa Berlínardeil- una, hvorki í Öryggisráðinu nje annarsstaðar. Þeir gerðu að vísu samkomulag við fulltrúa Vesturveldanna í Moskvu í sumar. En þegar til Berlín kom ljet Stalin Sokolovsky mar- skálk sinn svíkja það með köldu blóði. Þannig hefur Sovjet- stjómin leikið tveim skjöldum í málinu. En þrátt fyrir alla tregðu Rússa til að leysa þetta deilumál er þó eitt veigamikið atriði ónefnt, sem gefið getur nokkra von um að samkomulag geti náðst og Rússar fengist til við- ræðna um afnám samgöngubannsins. Það er sú staðreynd að Vesturveldin hafa haldið uppi öllum nauðsynlegustu flutn- ingum til Berlínar loftleiðis. Samgöngubann Rússa hefur þannig alls ekki náð þeim tilgangi sínum að gera Vestur- veldunum ókleift að haldast við í borginni. Af þessari ástæðu hefur samgöngubannið mist verulegan hluta gildis síns fyrir Rússa. Þeim hefur að vísu tekist að baka hinum hernáms- yfirvöldunum gífurlegt óhagræði og aukakostnað. En þau sitja engu að síður kyrr í Berlín og á þeim er ekkert farar- snið þrátt fyrir þrákelkni Rússa. OLLUM ÞEIM, sem fylgdust með valdatímabili Adolfs Hitl- er, er kunnugt um bókabrenn- ur nasista, falsanir þeirra á sögulegum heimildum og aðrar tilraunir til að kenna Þjóðverj- um og raunar öllum heiminum, að líta á nasistafl., sem bjarg- vætt Þýskalands og Hitler og aðra forustumenn hans sem for vígismenn frelsis og framfara. Sagnritarar flokksins umsömdu námsbækur skólanna og sá kennari gat búist við mestum og skjótustum frama, sem blygð unarlaust hlóð lofi á nasista- klíkuna og ósvífnastur var í dómum sínum um andstæðinga hennar. • • BÓKABRENNUR *■ STALINS Ofstæki þýsku nasistanna og sú staðreýnd, að erlendir frjetta menn' áttu auðveldara með að fylgjast með atburðum í Þýska- landi en öðrum einræðisríkj- um, varð þess valdandi, að fólk gerði sjer það oft og tíðum ekki ljóst, að aðrir einræðis- herrar en Hitler beittu sögu- legum fölsunum og einhliða á- róðri til að fegra sig og fylg- ismenn sína og „rjettlæta“ of- beldið og kúgunina og ófrelsið, sem jafnan hefir verið megin- einkenni einræðisstefnunnar. •— Einn þeirra manna, sem beitt hefur slíkum aðferðum allt frá upphafi — og sem getur stært sig af raunhæfari árangri en Hitler og Mussolini samanlagt — er Stalin ei.nræðisherra; og á fáum stöðum munu bóka- brennurnar hafa verið stærri og tíðari en í ríki hans, Rússlandi. • • FLESTIR ERU IIORFNIR Itarlegar upplýsingar koma fram um þessa hlið rússneska kommúnistaeinræðisins í bók- inni „Three Who Made a Re- volution“ eftir Bertram Ð. Wolfe. Wolfe, sem um skeið ! var kommúnisti, hefur heimsótt j Rússland og varið fjölda ára til rannsókna á rússnesku bylting- unni, forustumönnum hennar og átökum Stalins og hinna gomlu fjelaga hans, sem flestir hafa verið líflátnir eða „horfið“. í * * FALSANIR STALINS Wolfe bendir á mýmörg dæmi um það, hvernig Stalin hefur látið kalla sögugögn rússnesku byltingarinnar og endurminn- ingar gamalla kommúnista fals anir, til þess eins að gera sinn eigin þátt í byltingarbaráttunni stærri og áhrifameiri en hann var í raun og veru. „Lesandinn ætti að gera sjer það ljóst“, seg ir Wolfe, „að aldrei í heimssög- ! unni hefur nokkrum manni j tekist betur en Stalin að falsa jmyndina af sjálfum sjer“. I ® • LJÚGVITNI. Hann fann upp hetjusögur um sjálfan sig, heldur Wolfe áfram, og beitti síðan hinu al- gera einræðisvaldi sínu til að neyða aðra til að gerast Ijúg- vitni og staðfesta þær, til að gera upptækar og eyðileggja ibækur, sem sögðu sannleikann, j og til þess að láta rita nýjar bækur, þar sem ekki er minst á afrek mannanna, sem hann : hefur látið myrða, en honum sjálfum þökkuð afreksverk, er j hann aldrei vann. Fyr á tímum smjöðruðu hirðskáldin og ! hræsnararnir fyrir þjóðhöfð- ingjunum: en aldrei hefur það áður komið fyrir, að skólabók- um og bókasöfnum heimsveld- is hafi verið breytt til þess að skapa æfintýrið um óskeikul- leik ofurmennis. I Skartgripi’- týnast a Oueen Elisabeth LONDON — Þegar hafiskipið Queen Elisabeth kom til Southamton frá New York síðast, fóru íulltrúar frá Scotland Yard um borð í skipið, vegna þess að skartgripir konu nokk- urrar, sem var farþegi á skipinu, höfðu týnst. Voru þeir metnir á 8, 000 dollara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.