Morgunblaðið - 02.11.1948, Side 6
.6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 2. nóv. 1948.
Kosningor fnrn frnm í
Bnndaríkjnnum i dog
Á kjörskrá eru rúml. 67 milj. manns
Dewey falinn sigurinn vís*
WASHINGTON
í DAG, þriðjudag, fara fram
kosningar í Bandaríkjunum.
Kosið verður m. a. um for-
seta, en forsetakosningar fara
fram fjórða hvert ár í Banda-
ríkjunum. Alls eru það 9 menn,
sem hafa boðið sig fram til
forseta, en aðeins tveir hafa
nokkra sigurvon. Það er þeir
Truman, núverandi Bandaríkja
forseti, frambjóðandi demó-
krataflokksins og Thomas E.
Dewey, frambjóðandi repubik-
anaflokksins.
Skoðanakönnun hefir verið
iátin fara fram í Bandaríkjun-
um til þess að reyna að kom-
ast að því fyrirfram, hver
muni bera sigur úr býtum. —
Samkvæmt henni verður Dew-
ey sigurvegarinn. Stuðnings-
menn Trumans vilja vitanlega
ekki fallast á það. Þeir segja,
að úrslitin muni fara eftir at-
kvæðamagninu. Verði þátttaka
í atkvæðagreiðslunni mikil
segja þeir að demókratar muni
sigra.
Nær 67 milj. á kjörskrá.
Skoðanakönnun hefir einnig
verið látin fara fram til þess
að reyna að komast að því,
hve margir muni neyta at-
kvæðarjettar síns. Sjerfræðing
ar í stjórnmálum hafa einnig
rannsakað það mál nákvæm-
lega, en hiðurstöður þeirra eru
mjög mismunandi. Alls eru
66,811,617 menn og konur á
kjörskrá í Bandaríkjunum. —
Menn hafa getið sjer þess til,
að allt frá 47—60 milj. mum
kjósa.
Árið 1944 kusu 47,976,263.
Franklin D. Roosevelt hlaut
alls 25,602,505 atkvæði, en
Dewey, sem einnig var fram-
bjóðandi republikana þá, fjekk
22,006,285 atkvæði. Það sem
eftir var fengu minni háttar
írambjóðendur.
Ef Dewey gengur með sig-
ur af hólmi, verður hann 33.
einstaklingurinn, sem kjörinr.
er forseti Bandaríkjanna. Tru-
man forseti er sá 32. í röðinni
Þao hefir komið fyrir oftar en
einu sinni, að sami maðurinn
hefur verið forseti tvö kjör-
tímabil í röð, og stundum leng-
ur. Franklin D. RooSevelt var
forseti í þrjú kjörtímabil í röð,
og var byrjaður á því fjórða
er hann ljest 12. apríl 1945. —
Truman, er kjörinn var vara-
forseti í kosningunum 1944. tók
þá við forsetaembættinu.
531 kjörmaður.
Margir halda, að forsetinn
sje kosinn beint af kjósendum,
en það er rangt. Fólkið kýs
„kjörmenn“, sem síðan ákveða,
hver af frambjóðendum hlýtur
kosningu. Kjörmennirnir eru
alls 531, og til þess að hljóta
kosningu, verður frambjóðandi
að hljóta 266 af atkvæðum
þeirra. Ef enginn þeirra fær
þcnnan meirihluta atkvæða, er
það fulltrúadeild Bandaríkja-
þings, sem kýs forsetann.
í ár munu kjósendur ekki
einungis kjósa forseta og vara-
forseta, heldur og 32 af 96 þing
mönnum Oldungadeildarinnar
og 432 af 435 þingmönnum fuli
: trúadeildarinnar, ríkisstjóra í
^ 32 af 48 ríkjum Bandaríkjanna
og ýmsa aðra opinbera embætt-
ismenn.
Baráttan um völclin í
Öldungadeildinni.
Meðal bandarísku þjóðaidnn-
^ ar fylgjast menn af mestri at-
i hygli með forsetakosningunum.
i En þar næst er það baráttan
| milli republikana og demókrata
I um völdin í Oldungadeildinni
sem mestan áhuga vekur. Repu
blikanar hafa nú meirihluta í
Öldungadeildinni. Sá flokkur-
inn, sem hlýtur meirihluta að-
stöðu í annarri hvorri deild-
inni, fær um leið forseta við-
komandi deildar og meirihluta
í öllum mikilvægum nefndum.
Það er ekki sök frambjóð-
endanna, ef kjósendum Banda-
ríkjanna er það ekki ljóst nú,
hverjir hinir ýmsu frambjóð-
endur eru, hvernig þeir líta út
og 'hver stefnuskrá þeirra er.
Auk þess á almenningi nú að
vera kunnugt um ýms smá-
atriði úr einkalífi þeirra, sem
altaf eru dregin fram í dags-
ljósið í kosningabaráttunni.
Ferðaðist 48 þús. km.
Truman forseti mun hafa
ferðast a.m.k. 48 þús. km. um
landið þvert og endilangt til
þess að halda ræður og skýra
fólkinu frá því, hvað hanr.
myndi gera fyrir það, ef hann
næði kosningu. — Dewey hef-
ir heldur ekki legið á liði sínu
og mun hann hafa ferðast á-
líka mikið og Truman.
Auk þess að hafa sýnt sig
fólkinu í eigin persónu, hafa
þeir báðir haldið ótal útvarps-
ræður. Ennfremur hafa þeir
komið fram í sjónvarpi og kvik
myndum. Með í ferðum þeirra
hafa verið hópar blaðamanna,
sem og útvarps- og sjónyarps-
sjerfræðingar.
Útvarp og blöð í Bandaríkj-
unum munu sennilega geta
skýrt frá því um miðnætti í
nótt, hver hafi hlotið kosningu.
sem forseti Bandaríkjanna.
Sigurvegarinn mun vinna
embættiseið sinn 20. janúar
1949.
^J^uenjyjó&in ocj J4eimiíiÉ
1
i
Vetrartískan
lenskro kve
ur eiga
í sköiu
Kínverjar fá vopn
fyrir 5 milj. dollara
Washington í gærkvöldi.
TILKYNT var hjer í dag, að
samþykt hefði verið, að Kín-
verjar keyptu af Bandaríkjun-
um vopn fyrir 5 milj. dollara.
Verður sú upphæð tekin af fje
því, sem þegar hefir verið út- j
hlutað Kínverjum. — Reuter.
„JEG efast um að pilsin hald-
ist lengi jafn síð og þau hafa
verið upp á síðkastið. En þau
styttast varla mikið, því að
segja má, að síða tískan svo
nefnda sje nú orðin föst í sessi.
Er sennilegt, að hún verði ráð-
andi á næstu árum, enda þótl
ekki sje hægt að fullyrða neitl
um það“.
Eitthvað á þessa leið fórust
ungfrú Ruth Guðmundsdóttur.
tískudömu, orð, er Kvennasíðan
sneri sjer til hennar á dögunum
og bað hana að segja lesendum
einhverjar frjettir úr tísku-
heiminum.
Ungfrú Ruth, er starfar nú
sem verslunarstjóri hjá versl
„Gullfoss11, stundaði um langl
skeið nám við þekktan tísku-
skóla í New York, þar sem kenl
er allt það, er lýtur að kven-
tísku og klæðaburði kvenna yf-
irleitt.
VETRARTÍSKAN.
— Hvað gcturðu sagt okk-
ur um vetrartískuna?, —
spyrjum vjer ungfriína.
Um hana mætti ýmislegt
segja. í Bandaríkjunum eru nú
jafn mikið í tísku, þröng og víð
pils. Þar hafa menn aðallega
RabbaS við ungfrú Ruth Guðciundsdóttir,
Hjer er mynd af kjól í undir-
stöðulit. Hann er svartur, mjög
látlaus, ermarnar sniðnar út í
eitt, fellingar á mjöðmunum.
Ruth Guðmundsdóttir
haldið sig við þá sídd, sem alla
klæðir, eða niður á miðjan
kálfa, þannig að fallegasti hluti
fótarins sjáist vel. Kvöldkjólar
eru yfirleitt mjög víðir, og tals-
vert síðari en dagkjólarnir. —
Felld pils eru nú meira notuð
en áður. í Frakklandi eru á
hinn bóginn aðallega notuð hin
geysivíðu og íburðarmiklu þils,
sem ná því nær niður á ökla, en
hafa þó heldur stytst. Við kjól-
ana eru notaðir mjaðmapúðar
og þröng lífstykki, og er hvort-
tveggja hræðilegt.
FRANSKA TÍSKAN
ÍBURÐARMIKIL
— Svo það er talsverður
munur á bandarísku tísk-
unni og þcirri frönsku?
Já, — mikill munur. Banda-
ríska tískan, er nú komin í
miklu fastara form en í fyrra.
Þá var nýja tískan að ryðja sjer
til rúms þar, og allt á huldu um,
hver myndu verða afdrif henn-
ar. —
Aðalmunurinn á bandarísku
tískunni og þeirri frönsku er sá,
að sú bandaríska er miklu ein-
faldari og hentugri fyrir allan
fjöldann. Sú franska er fram
úr hófi íburðarmikil, og hreint
ekki við hæfi almennings. —
Bandaríkjamenn hugsa um
fjöldann, þegar þeir ákveða
tísku sína. Það virðast franskir
tískuteiknarar ekki gera eins
mikið. Annars eiga Frakkar
einhverja bestu listamennina á
þessu sviði.
KVENFÓLK Á
NORÐURLÖND-
UM ÓSMEKKLEGA
KLÆTT.
— Hvernig leist þjer á
klæðaburð kvenfólksins á
Norðurlöndum, cr þú
dvaldir þar í sumar?
Mjer þótti kvenfólkið yfir-
leitt ekki smekklega klætt þar.
Stúlkurnar virtust veija sjer
föt af handahófi, án þess að
hugsa nægilega um, hvað væri
helst við þeirra hæfi. Við skul-
um t. d. líta á dönsku stúlk-
urnar. Þokki þeirra er fyrst og
fremst fólginn í því, hve þær
eru eðlilegar og blátt áfram.
Það fer því mjög illa á því, þeg
ar þær eru að apa franska tísku
því að hún er alls ekki við hæfi
I jafn frjálslegra stúlkna og þær
dönsku eru.
— HAFA LITLA
FAGÞEKKINGU.
Hvernig finnst þjer þá ís-
lensku stúlkurnar vera
klæddar?
Þær ganga yfirleitt í mjög
góðum fötum, en í flestum til-
fellum hafa þær litla fagþekk-
ingu á klæðnaði. Margar kaupa
það, sem hendinni er næst, og
þeim líst best á, án þess að
hugsa nægilega um, hvort fötin
fara þeim vel eða eru við þeirra
hæfi. Þá vantar og mikið á, að
þær kunni að velja sjer rjetta
liti eða nota snyrtivörur, eins
og vera ber. En hvað snyrti-
vörur snertir, þá ber þess að
gæta, að mjög lítið úrval er
af þeim á markaðinum.
MIKILVÆGT AÐ
VERA SNYRTI-
LEGUR.
— Hvað er að þínum dómi
fyrsta skilyrðið til þess að
vera vel búinn?
Fyrsta skilyrðið, er auðvit-
að það, að stúlkurnar sjeu
snyrtilegar í alla staði. — Það
stoðar ekkert að klæða sig í
fínan kjól, ef hælarnir á skón-
um eru skakkir, saumarnir á
sokkunum snúnir, eða hárið illa
hirt. I klæðaburði er mjög mik-
ilvægt að hyggja vel að öllum
smáatriðurn. Þá verða stúlkur
[ einnig að kunna að klæða sig,
’ eftir því sem við á hverju sinni.
;Yfirleitt eru fötin heppilegri
eftir því, sem þau eru einfald-
ari og látlausari. Þá er hægt
að nota þau við fleiri tækifæri
en ella og minni hætta á að
þau fari úr tísku. Annars ætti
enginn að elta tískuna alger-
1 lega, enda er slíkt ógerlegt fyr-
ir aðrar konur en þær, sem
ihafa nær ótakmörkuð peninga-
ráð.
Framh. á bls. 12