Morgunblaðið - 08.12.1948, Blaðsíða 2
SJ
MORGUi\BlAÐIÐ
Miðvikudagur 8. des 1948,
Ríkisstjórnin býður út
IlíKi.vSTJÓRNIN hefur ákveð-
jð ncta nú þegar heimilci
lag'a i ; 32, 13. nóv. 1948 til lán-
töku fýrir ríkissjóð á þann hátt
ah 'hjóða út nýjan flokk happ-
diættisskuldabrjefa. í lögum
þéssum er ríkisstjórninni heim-
ih'ð aö -taka ailt að 15 milljón
króna innanríkislán. Verður öll
láufokuheimildin notuð, og hið
nýja. h áppdrættislán verður því
jafnntórt hinu fyrra. Tilhögun
og upphæð vinninga verður
einnig "hin sama. Dregið verður
í íyrr' ■ sinn í þessum flokki
liappdrættislánsins þann 15.
janúar 1949.
Brjefm seldust öll
á eírmra mánuði
Ástæðan til þess, að ákveðið
hefur verið að bjóða nú þegar
út nýtt happdrættislán, er sú,
að 1 jí . mjög mikla eftirspurn
eftir skuldabrjefum fyrra happ
drættisiánsins leiddi í ljós, að
aufiið hefði verið að selja skulda
brjíd: fyrir miklu hærri upp
hæð. Gtrax eftir að dregið hafði
verið í happdrætti lánsins, tók
afi’ ''berast fjöldi fyrirspurna um
það, hvort ekki væri ætlunin að
bjóð.t út annað happdrættislán.
Þar secn fjárþörf ríkisins er
mikil, vegna hinna óvenju
rnikiu framkvæmda síðustu ár-
in, var telið rjett að nota þetta
læki f: e; i til lántöku
Ölt hrjefin. seldust
Þar sem ekki hefur verið
birt nein fullkomin greinargerð
uin sölu skuldabrjefa fyrra
happdrættislánsins, þykir rjett
afi -gera það hjer í stuttu máli.
Sala brjefanha hófst þann 15.
Kept I. og lauk 15. okt. Nokkr
urn dögum áður höfðu reyndar
Öli brjef selst hjá flestöllum
urnboðsmönnum lánsins, en eft-
irspurain var lang mest síðustu
dagana. Hafði fjöldi fólks dreg-
ið *t3 kaupa brjef í þeirri trú,
afi tilkynningarnar um sölu
brjefanna væru ýktar, en þær
voru ætíð í samræmi við það,
sem uæst var komist um gang
sÖlunnar.
Þegar sölu brjefanna lauk
jþaim 15, okt. voru óseld sam-
tals 33ö happdrættisbrjef í
Norður-Múlasýslu og Barða-
strandarsýslu, en hvert einasta
brjcf selt á öðrum sölustöðum.
Enginn happdrættisvinningur
fjell á þessi brjef, svo að allir
vimiingamir • komu til útborg-
unur. Vinningarnir dreifðust
um landið, nokkurn vegiun í
samræmi við sölu brjefanna.
Sala á einstökxun stöðum
Til fróðleiks skai hjer getið
heildarsölu skuldabrjefanna í
þin. kr
Rcykjavik 7 millj. og 800 þús.
kr., Börgarfjarðár- og Mýra-
sýslá 295 þús., Akranes 275 þús.
SnæfeJJsr.ess- og Hnappadals-
éýsla 175 þús., Dalasýsla 75
þús., r.u rðastrandarsýsla 254
þús , í tfjarðarsýslur 283 þús.,
ísafjö'ður 375 þús., Stranda-
sýsla : 30 þús., Húnavatnssýsl-
úr 243 þús., Skagafjarðarsýsla
?f>9 í-úr., Siglufjörður 457 þús.,
Óle k.fjörður 64 þús., Ej’jafjarð-
arsýsia 218 þús., Akureyri 911
Það fyrra seldist upp
þús.. Þingeyjarsýslur 300 þús.,
N-Múlasýsla og Seyðisfjörður
226 þús., S-Múlasýsla 254 þús.,
Norðfjörður 96 þús., Skaftafells
sýslur 220 þús., Vestmannaeyj-
ar 309 þús., Rangárvallasýsla
214 þús., Árnessýsla 488 þús.,
Gullbringu- og Kjósarsýsla 310
þús., 'Keflavík 230 þús. og
Haínarfjörður 510 þús. kr.
Ný lántaka óhjákvæmileg
í greinargerð fyrir fyrra
happdrættisláninu var þess get
ið að Alþingi hefði, í sambandi
við ýmsar hinar umfangsmiklu
og kostnaðarsömu frámkvæmd-
ir ríkisins síðustu árin, lagt á
ríkissjóð þá kvöð að afla fjár
til framkvæmdanna með lán-
tökum innanlands. Ekki hefur
reynst auðið að afla nema nokk
urs hluta nauðsynlegs lánsfjár
hjá lánastofnunum í landinu.
Hefur því ríkissjóður sjálfur
orðið að leggja fram mikið fje,
urofram hin föstu útgjöld sín,
oe auk þess orðið að greiða há-
ar upphæðir vegna ábyrgðar-
skuldbindinga sinna. — Þetta
leiddi af sjer yfirdrátt á reikn-
ingi ríkissjóðs í Landsbankan-
um, sem í sumar nam um 68
millj. kr.. en hefut' nú lækkað
í 39 millj. kr. Allmikið af bess-
ari upphæð stafar frá rekstri
ríkisins í ár og gréiðist væntan
lega, þegar aliar tekjur ársins
hafa verið innheimtar, en svo
mikill hluti lausaskuldarinnar
við Landsbankann er þó til orð-
inn vegna útgjalda ríkissjóðs í
sambandi við aðrar lögboðnar
framkvæmdir, sem ekki hefur
tekist að afla fastra lána til, að
óhjákvæmilegt er að bjóða út
nýtt 15 milljón kr. innanríkis-
lán til þess að losna við þessa
lausaskuld, sem er mjög óhag-
stæð fyrir ríkissjóð, auk þess
sem hún hamlar mjög annarri
lánastarfsemi bankans.
Þótt væntanlegu lánsfje sje
þannig ætlað að greiða lausa-1
skuldir ríkissjóðs, er hjer raun-
verulega verið að afla fjár til
mikilvægra framkvæmda í
landinu, sem eru mikils virði
fvrir alla þjóðina og hún hefur
sjálf óskað eftir. Má þar nefna
smíði skipa og verksmiðja,
fiskiðjuvet' o.g hafnatgerðir, raf
orkuframkvæmdir o. fl. Þjóðin
verður að sjálfsögðu sjálf að
bera kostnaðinn af þe ;sum
framkvæmdum, og hann verð-
ur annaðhvort að greiðast með
lántökum eða auknum skött-
um.
Ríkisstjórnin kýs fremur að
afla fjár til þessara fram-
kvæmda, sem þegar hafa verið
unnar að öllu eða miklu leyti,
með frjálsu lánsútboði en
þvingunarráðstöfunum. Væntir
ríkisstjórnin þess, að sú stefna
sje í samræmi við vilja alls
þorra þjóðarinnar. Sú lántöku-
aðferð, sem valin hefur verið,
er auk þess mjög hagkvæm fyr-
ir kaupendur skuldabrjefanna,
þar sem þeim er gefinn ko3tur
á að freista að vinna mvklar
f járupphæðir algerlega áhættu-
laust. Jafnframt getur fó’k á
þenna hátt safnað sjer öruggu
sþarifje, sem er sjerstaklega
mikilvægt á þeim tímum, þeg-
ar peningavelta en mikil, en
vöruframboð lítið. Þegar þess
er gætt, að þjóðin kaupir árlega
tóbak og áfengi fyrir 60 —70
millj. kr., ætti það ekki að vera
of mikil bjartsýni að gera ráð
fyrir, að hún sje fús að kaupa
fyrir 30 millj. kr. happdrættis-
skuldabrjef, sem bæði eru ör-
uggur sparisjóður og geta auk
þess fært eigendum ' sínum
mikla fjárupphæð, áhættu- og
fyrirhafnarlaust.
Tilliögun happdrættislánsins
Tilhögun þessa happdrættis-
láns verður sú sama og fyrra
lánsins. Hvert skuldabrjef er að
upphæð eitt hundrað krónur og
eins og eldri brjefin að öðru
leyti en því, að liturinn er ann-
ar, og þessi brjef eru merkt
„Skuldabrjef B“. Vinningar eru
jafnmargir og jafnháir og í A-
flokki. Sömu umboðsmenn ann-
ast sölu þessara brjefa og hinna
fyrri, en annars er nánar skýrt
frá tilhögun lánsins í auglýs
ingum á öðrum stað hjer í blað-
inu.
Dregið 15. janúar.
Dregið verður í lyrsta sinn í
happdrætti B-flokks happdrætt
islánsins þann 15. janúar 1949.
Þar sem samgöngur við ýmsa
staði á landinu eru nú erfiðari
en í haust, þegar A-flokks
brjefin voru seld, er nauðsyn-
legt, að sölu þessara brjefa
verði að mestu lokið um ára-
mót, því að erfitt getur reynst
að sendi brjefin á milli sölu-
staða síðustu dagana.
Almenningi býðst hjer enn
óvenju hagstætt tækifæri til
þess að safna sjer öruggu spari
fje, sem vel getur ávaxtast
ríkulega, um leið og það stuðl
ar að auknum framförum í land
inu. Með því að eiga brjef í
báðum flokkum happdrættis-
lánsins, fá menn fjórum sinn-
um á ári hverju að keppa um
samtals 1844 happirættisvinn-
inga að fjárhæð 1.5 millj. kr.,
en heildartala vinninga í báðum
flokkum happdrættislánsins er
27.660. Til þess að fá þetta ó-
venjulega tækifæri, þarf fólk
aðeins að lána ríkinu andvirði
brjefanna, því að eftir 15 ár
fæst það að fullu endurgreitt.
Myndlistarsýningjii
framlengd
S Ý N I N G f jelags íslenskra
myndlistamanna í Sýningarskál
anum hefur staðið 19 daga. I
fyrstu var ætlunin, að henni
lyki á sunnudaginn var, en
vegna mikillar aðsóknar hefur
verið ákveðið, að framlengja
hana þar til um næstu helgi. í
gær höfðu um 3000 manns alls
sótt hana, þar af nærri 500 á
sunnudaginn.
Vígsla Haiigrímskirkju
á Skólavörðuholti
Á SUNNUDAGINN var hluti Hallgrímskirkju á Skólavörðu-
holti vígður. Vígsluna annaðist biskup íslands, herra SigurgeiE
Sigurðsson, en vígsluvottar voru sjera Friðrik Hallgrímsson
fvrv. dómkirkjuprestur, sjera Sigurbjörn Einarsson, dósent og
sóknarprestarnir sjera Jakob Jónsson og sjera Sigurjón Árnason,
Sr. Bjarni Jónsson, vígslu-
biskup, þjónaði fyrir altari. —
Meðhjálpari var Ari Stefáns-
son. Kirkjukór safnaðarins söng
undir stjórn Guðmundar Gils-
sonar, sem gegnir organista-
störfum í fjarveru Páls Hall-
dórssonar.
Kirkjan, sem tekur 250
manns í sæti var troðfull, svo
að fjöldi manns varð frá að
hverfa. Vígsluathöfninni var út
varpað. Á eftir var húsið opið
almenningi til sýnis og munu
mörg hundruð manna hafa skoð
að húsið.
Um kvöldið bauð sóknar-
nefnd ýmsum, sem að byggingu
kirkjunnar hafa unnið og fleir-
um til kaffidrykkju í Tjarnar-
kaffi. Oddviti sóknarnefndar
Sigurbjörn Þorkelsson setti
samkomuna og sjera Jakob
Jónsson flutti bæn. Því næst
tók formaður byggingarnefnd-
ar Gísli Jónasson fulltrúi til
máls. Sagði hann þróun safn-
aðarmála og rakti sögu kirkju-
byggingarinnar:
Hallgrímssókn var stofnuð
með skiftingu Reykjavíkur-
prestakalls í fjórar kirkjusóknir
samkv. 1. nr. 76, 1940. Söfn-
uður þessi var í upphafi alls-
laus, húsnæðislaus og fjelaus
til allra framkvæmda. Á und-
anförnum árum hafa messur
farið fram í kvikmyndasal Aust
urbæjarskólans, en jarðarfarir,
fermingar og kirkjubrúðkaup í
Dómkirkjunni og Fríkirkjunni.
Með því að ljúka þessum hluta
Hallgrímskirkju, er leyst úr
húsnæðisleysi safnaðarins, þó að
eins að nokkru leyti, því að
húsið tekur ekki nema 250
manns í sæti, en söfnuðurinn
er sá stærsti í landinu, með yfir
13,000 manns.
15. des. 1945 fekkst leyfi til
að byggja hús þetta á Skóla-
vörðuholti. Smíðin hefur að vísu
tafist nokkuð, en nú er húsið
komið upp.
Efnt var til happdrættis ár-
ið 1941 og kom inn fyrir það
59 þús. kr. Þá var efnt til fjár-
söfnunar og hefur nú safnast
108 þús. kr. Einnig hafa kirkj-
unni borist margar góðar gjafir
svo sem frá Kvenfjel. safnað-
arins, ýmsir kirkjugripir, svo
sem altarisklæði, hökull, gerð-
ur af frú Unni Ólafsdóttur,
kertastjaki á altari, vínkanna
og þar að auki ljósakróna, og
dúkur á gólf innan við grátur.
Þá hefur ein kona í söfnuðinum
tilkynt, að hún ætli að gefa
kaleik, oblátudósir og patínu.
Edvard Storr hefur gefið gler
málverkið, sem er yfir altari.
Þá hefur Einar Jónsson, mynd-
höggvari gefið kristlíkan, sem
ekki er hægt að hafa í núver-
andi byggingu, en á að skreyta
Hallgrímskirkju fullgerða. Bisk
upi íslaþds hafa verið afhent-
ar fjárhæðir til kaupa á góðum
, hlutum í kirkjuna t. d. orgeli.
jSamband íslenskra samvinnu-
kirkjuklukkur. En síðast etl
ekki síst skal telja hinar mörgu
smáu gjafir, þar á meðal áheit
á Hallgrímskirkju.
Á eftir lýsingu Gísla talaðj
biskup Islands, sem lagði á-
herslu á aukið kirkjulegt star|
og benti á hvernig þeim málurtj;
er skipað meðal annara þjóða,
þar sem best er.
Einnig fluttu ræður Eysteinq-
Jónsson kirkjumálaráðh. Ey-
Jónss., kirkjum.ráðh. sr. BjarnJ
Jónss., Bjarni Benediktss. dómg
málaráðh., Ingimar Jónssotj
skólastjóri, Jónas Jónsson frá
H'riflu, sr. Árni Sigurðsson, sr.
Garðar Þorsteinssón og Guð-
jón Samúelsson. Árnuðu þeir
allir söfnuði og sóknarprestura;
til hamingju með kirkjubygg-
inguna. Þá söng’ safnaðarkór-
inn. Samkomunni lauk með
bæn, sem sr. Sigurjón Árnason
flutti.
Saga skipanna frá
upphafi vega í máli
og myndum
MIKILL fjöldi bóka kemur út
þessa dagana eins og vant er
fyrir jólin. Meðal þeirra era
margar góðar og gagnlegar, erí
líklegt er að ein þeirra munl
vekja alveg sjerstaka athygli
hjer hjá þessari siglinga- og
sæfaraþjóð. Þetta er Saga skip-
anna, eftir ameríska siglinga-
fræðinginn Hawthorne Dauiel,
en formáli fyrir bókinni er eftir
Franklin Delano Roosevelt fyr-
verandi Bandaríkjaforseta. —
Kom bókin út í Bandaríkjun-
um nokkru áður en hann ljest,
en mun síðan hafa verið þýdcl
á nær öll tungumál heimsins.
Saga skipanna segir aðallega
frá þróun skipanna frá örófi
alda, allt frá því er fyrsti skipa
smiðurinn fann upp á því að
hola innan trjástofn og ýta hon
um frá landi, og til vorra daga
stórfenglegra farþegaskipa, hep
skipa og flutningaskipa. Stigin
eru mörg og furðuleg. Segir
frá þeim öllum í bókinni og eru
einnig birtar myndir af þeira
öllum. Alls eru um 180 teikn-
ingar af skipagerðum, en auk
þeirra eru birtar 16 ljósmyndir
af skipum, sem mjög hafa kom-
ið við íslenska sögu síðustu 100
árin; er þetta gert til þess a<3
gefa svipleiftur um islensk skip.
Kann þó nokkuð að orka tví-
mælis, hvort rjett hafi verið
valið í öllum greinum í þessa
deild bókarinnar.
Það er fengur að þessari bók,
Hún uppfyllir autt rúm, því að
engin handhæg bók hefur verið
til á íslensku um skip og sigl-
ingatæki. Er frásögnin mjöj>
skemtileg, en þó fróðleg vuq
fjelaga hefur ákveðið að gefaleið.
S.