Morgunblaðið - 08.12.1948, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 08.12.1948, Qupperneq 6
6 / MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. des. 1948. Iimfhitnmgsyfirvöld í glerhúsi í 263. TBL. TÍMANS, þann 26. nóv. s. 1. birtist grein undir nafn- inu „Deilur á innflutningsyfir- völdin“ undirrituð „Borgari". „Sjerhver þekkist á sínum verk um“, segir máltækið og fer svo hjer að handbragð Stefáns Jóns- sonar skrifstofustjóra viðskipta- nefndar er of áberandi til að ekki þekkist, nema að einhver hafi tekið að sjer að herma stíl hans, eins og sagt er um ungu skáldin gagnvart hinum eldri. Ekki er fyllilega ljóst hvað fyrir þeim heiðursmanni vakir, er hann skrifar greinina, nema ef vera skyldi að hún ætti að vera eitthvað í líkingu við varnar- ræðu Sókratesar forðum og hef- ur þá óhönduglega til tekist, því að þessi varnarræða ber greini- leg merki vondrar samvisku. En þar, sem hjer er riðið á vaðið með að skrifa um mál, seih lítið hefir verið ritað um opin- berlega þykir mjer ástæða til að láta í ljós mín sjónarmið í því efni, ekki síst vegna þess að jeg furða mig á því að verslunar- stjettin skuli ekki hafa hreyft því opinberlega og gefið þannig „Borgara“ viðskiptanefndar til- efni til að skrifa umrædda grein í Tímann. Meginefni greinarinnar er, fyr- ir utan stunur undan vanþakk- læti almennings og skilningsleysi í garð innflutningsyfirvaldanna, „samþykkt viðskiptanefndar" s.l. sumar um „að svipta framvegis þá einstaklinga og þau fyrirtæki rjetti til gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfa, er brjóta sett verðlags- ákvæði — — „Aðgerðum þeim er hjer ræðir, ákveður nefndin að beita strax, til bráðabirgða, er sann- anir um verðlagsbrot, þess eðlis, er að framan greinir liggur fyrir á skrifstofu verðlagsstjóra, enda sje málið samtímis sent sakadóm- ara. Síðan er meint, ódæmt, og að því er virðist ekki fullrannsakað verðlagsbrotamál, tengt við þessa reglugerð. Jeg vil taka það strax fram, svo að engum misskilningi geti valdið, að jeg er fyllilega sam- mála „Borgara" viðskiptanefnd- ar um það atriði, að rjett sje að beita mjög þungum og vægðar- lausum refsingum í verðlagsbrota málum, en hinsvegar er mjer ekki sama hverskonar trúðar handfjatla íslensk lög, nje hvort slíkar refsingar samrýmist ís- lenskum lögum og rjettarvenj- um, að því leyti sjerstaklega, hvort lögin gangi jafnt yfir alla hlutaðeigandi. XJt frá þessu sjónarmiði vildi jeg leyfa mjer að fara nokkrum orðum um „samþykkt viðskipta- nefndar“ frá s. 1. sumri. Það sem fyrst hlýtur að vekja athygli er að skrifað stendur þar: „Viðskiptanefnd ákveður að svipta framvegis þá einstaklinga og þau fyrirtæki rjetti til gjald- eyris- og innflutningsleyfa, er brjóta sett verðlagsákvæði“ o. s. frv. Það verður m. ö. o. strax aug- ljóst að þessi lög geta ekki eðli samkvæmt gengið jafnt yfir alla. Það getur nefnilega auðveld- lega hent að t. d. smásöluversl- un, sem aldrei hefur flutt eða flytur neitt inn brjóti sett verð- lagsákvæði, eða t. d. verslun eða einstaklingar, sem versla ein- göngu með innlendar iðnaðar- vörur eða landbúnaðarafurðir. Hverá á þá innflytjandinn að gjalda sjerstaklega umfram hinn, þegar. báðir brjótá i sömu ákvæði (verðlagsákvæði) og eru hugsan- lega í sömu sök. Á þjóðfjelagið að þola það að einhver „allrahæstvirt nefnd“ geti gert samþykkt og sett regl- ur, sem mismuna þegnum þess. Hvað mundi vera sagt um hreppstjóra eða annað yfirvald úti á landi sem auglýsti þá sam- þykkt sína að hann mundi fram- vegis og án undangengins dóms svipta mann, Sem gerði sig sek- an um að stela reiðhjóli, öku- rjettindum á bíl? Það mundi verða hlegði að hon um mundi einhver svara. En vitleysan getur bara geng- ið svo langt að það sje ekki nóg að hlægja að henni. Annað atriði „samþykktarinn- ar“ sem athygli vekur er: „nefnd in ákveður fyrst um sinn að meta eftir málavöxtum í hverju ein- stöku tilfelli, hvort hinn brotlegi skuli sviptur leyfum um stund- arsakir, tiltekinn tíma eða með öllu um óákveðinn tíma“ o. s. frv. Hjer er það ákveðið kallt og rólega að verðlagsstjóri, sem er samkvæmt lögum um fjárhágs- ráð o. fl. einskonar undirnefnd viðskiptanefndar og viðskipta- nefnd skuli hafa bæði ákæru og dómsvaldið í einu og sama máli og það án undangengins dóms löglegra dómsvalda, eins og síðar kemur fram. Skyldi annað eins hafa heyrst, þar sem lög og rjettur er ein- hvers metin? Hvernig mundi verða á það litið ef t. d. húsa- leigunefnd dæmdi húseiganda, sem hún lcæmist á snoðir um að hefði leigt íbúð á okurverði, sjálf, og dómurinn yrði í samræmi við fyrsta atriði umræddrar „sam- þykktar“ sá, að hinn seki mætti ekki leigja út íbúð um stund- arsakir, tiltekinn tíma, eða aldrei fyrir utan venjulegan dóm að lokinni rannsókn. Jeg tel vafalaust að slíkt mundi ekki líðast. En hversvegna líðst þá annari nefnd svona „Egilstaðasam- þykkt“. Þriðja og síðasta atriðið, sem hjer verður drepið á er svo: — „Aðgerðum þeim er hjer um ræð- ir ákveður nefndin að beita strax til bráðabirgða — enda sje málið samtímis sent sakadómara til meðferðar. Hjer er viðskipta- nefnd ekki að fara í neinar graf- götur með það að hún er að setja sig sem dómara í málum, sem ekki hafa fengið meðferð nje dóm lögum samkvæmt og dæma menn til refsingar, sem dómstól- unum er hvergi ætlað að hafa áhrif á. Það er m. ö. o. verið að stofna sjerstakan óháðan dóm- stól, og ábyrgðarlausan, sem getur á hverjum tírna, eftir því hverjir þar sitja, látið stjórnast af mjög annarlegum sjónarmið- um, skyldleika, kunningskap o. s. frv. án laga og rjettar. Jeg vona nú, er jeg hefi bent á þetta, að mjer verði virt til vorkunnar, þó jeg hafi grunað „Borgara" viðskiptanefndar um vonda samvisku er hann reit grein sína, og nefnt orðið „trúð- ar“ í þessu sambandi. En fleira er það í þessu grein- arkorni „Stefáns“, sem vert væri að minnast á, þó að þáð ættu aðr- ir aðilar fremur að gera en jeg, eins og tekið var fram í upphafi greinarinnar. Nærri hálf grein „Borgara“ Viðskiptanefndar fjallar um á- kveðið verðlagsbrotamál hjá skó- verslun einm hjer í bænum. Mjer er af tilviljun lítið eitt kunnugt um þetta mál, af meira og minna tilviljunarkendum umræðum við aðila, sem fulltrúar verðlags- stjóra vjefengdu, að því er helst verður skilið, af þeim ástæðum, að þeir gátu ekki gefið þær upp- lýsingar, er þeir vildu fá. Að vísu er mjer ekki kunnugt um, hvort rannsókn þess máls sje lokið, en hygg þó að svo sje ekki, en „Borgari“ Viðskipta- nefndar talar svo kunnuglega um málið að ekki getur verið um að villast aðsetur hans, nema þá að um alvarlegt trúnaðarbrot sje að ræða hjá einhverjum á skrifstofu verðlagsstjóra eða viðskiptanefnd ar. Er því óþarft fyrir hann að reyna að breiða yfir nafn og núm- er eða að segja: „Mál þetta mun að sjálfsögðu hafa verið kært til sakadómara" o. s. frv. Hjer er eitt, sem hlýtur að vekja athygli, sém sje það, hvernig „Borgari" viðskipta- nefndar tengir saman „samþykkt viðskiptanefndar“ og þetta á- kveðna meinta verðlagsbrotamál. Er ekki unnt að komast hjá að álykta a&viðskiptanefnd ætli, eða hafi beitt ákvæðum samþykktar- innar í þessu máli. Skýtur þá enn nokkru skökku við um almennar rjettarvenjur og rjettarmeðvitund viðskipta- nefndar, því að meint verðlags- brot var að því er jeg best veit framið 2—3 vikum áður en við- viðskiptanefnd gerði umrædda „samþykkt". Mundi hún því „verka aftur fyrir sig“ og er það að minni hyggju í fullu samræmi við „samþykktina“ í heild en gagn- stætt almennum rjettarvenjum. Fæ jeg því ekki skilið að það sje rjett, sem „Borgari" viðskipta nefndar segir, að „ef opinber starfsmaður sýnir ekki þegnskap er hann sviptur starfi“. Veit jeg ekki hver þegnskapur er í því -fólginn, ef rjett er, að viðskiptanefnd hafi dæmt í máli, sem er ekki full rannsakað, beitt ákveðinn aðila refsingu fyrir meint brot, samkvæmt samþykkt sem gerð er eftir að meint brot er framið, og með aðstoð „Borg- ara“ borið dómstólum landsins rangsleitni og jafnvel hlutdrægni á brýn, eftir því sem helst verð- ur sjeð. Eða með hans eigin orð- um: „Þess utan sje reynslan sú, að dómar í slíkum málum sjeu oft svo vægir, að ekki sje útilokað að hinn seki sleppi með veruleg- an fjárhagslegan gróða“. Þýkir mjer undarlegt, ef dóms yfirvöldin gleipa þennan bita þegjandi. I þessu sambandi þætti mjer fróðlegt að heyra álit „Borg ara“ viðskiptanefndar á því, ef einhver nefnd t. d. sparnaðar- nefnd rikisins legði hlustir við almannaróminum og dæmdi opin bera starfsmenn t. d. Viðskipta- nefnd eftir sjerstakri „samþykkt" án undangenginnar rannsóknar. Ef einhverjir væru t. d. dæmd- ir eða vikið frá starfi án frekari athugunar, fyrir það eitt að al- mannarómur segði, að þeir hefðu veitt sínum eigin fyrirtækjum, í skjóli opinbers starfs, aðstöðu sem þeir á sama tíma hefðu neit- að öðrum fyrirtækjum um; venju legt slúður um mútuþægni, að þeir hefðu leyft sjálfum sjer að fara í luxusflakk til útlanda með fjölskyldu og vinnukonu á sama tíma og þeir neituðu öðrum um það sama o. s. frv. Sjálfum finnst mjer þetta vera hliðstætt ákvörðun viðskipta- nefndar, og vildi gjarnan vita hvort „Borgari" hennar er mjer sammála. Dm hina miklu raun viðskiptanefndar skal jeg ekki fjölyrða, því jeg vil ekki gera ágreining um raun nefndarinnar af óheiðarlegum borgurum og raun heiðarlegra borgara af nefndinni. Margt er það fleira í gréin „Borgará“ viðskiptanefndár, sem gefur tilefni tiT athugásemda, þó að því verði sleppt hjer. En ef rjett ér til getið hjá mjer um Framh. á bls. 7, Landssamband bland- aðra kóra tíu ára LANDSSAMBAND blandaðra kóra varð tíu ára s. 1. sunnudag og hjelt þá upp á afmælið með hófi í Flugvallarhótelinu. Var þar fjölmenni mikið og skemt- unin hin ánægjulegasta. Jón Alexandersson, formað- ur sambandsins, setti hófið, en Edvald Malmquist stjórnaði því. Sungu þrír af sambands- kórunum við þetta tækifæri, IOGT-kórinn, „Harpa“ og Tón listarfjelagskórinn, en að lok- um sungu allir kórarnir saman þrjú lög, en endað var á þjóð- söngnum. Margar ræður voru og fluttar við þetta tækifæri og fleira var til skemtunar. Það var söngfjelag I.O.G.T., sem hafði forgöngu um stofnun sambandsins, en aðalhvatamað ur þess var Jakob Tryggvason, þáverandi söngstjóri fjelagsins. Fimm fjelög stóðu að stofnun sambandsins, en það voru auk Söngfjelags I.O.G.T., Kantötu- kór Akureyrar, Sunnukórinn á ísafirði, Vestmannakórinn í Vestmannaeyjum og Kór Ró- berts Abraham á Akureyri. Sá kór er nú ekki lengur starf- andi. Síðan hafa fimm kórar gengið í sambandið, og eru það: Kirkju kór Borgarness, Söngfjelagið Harpa, Söngfjelagið Húnar, Samkór Reykjavíkur og Tón- listarfjelagskórinn. Söngmálaráð hefur starfað innan sambandsins frá fyrstu tíð og eru í því hverju sinni þrír af söngstjórum sambandskór- anna. í söngmálaráði eru nú þessir menn: Björgvin Guð- mundsson, Akureyri, Jónas Tó- masson, ísafirði og dr. Victor Urbantschitsrh, Rvík. Tilgangur sambandsins er að efla kórsöng og aðra söngmennt á íslandi, m. a. með því, að styðja eftir mætti starfsemi kóra þeirra, sem eru í samband inu, að halda uppi söngkenslu fyrir fjelagsmenn sambands- kóranna og efna til námskeiða fyrir söngstjóra, eftir því, sem ástæður leyfa, að efna til söng- móta, þegar hentugt þykir og að styðja og örfa íslensk tónskáld með því að beita sjer fyrir út- gáfu og flutningi tónsmíða þeirra. Sambandið hefur gefið út þrjú sönglagahefti fjölrituð, sem nú eru algerlega þrotin, og nú er von á prentuðu hefti, sem Bóka útgáfan „Norðri“ geíur út að tilhlutan sambandsins og Björg vin Guðmundsson hefur búið til prentunar. Er þegar hafinn undirbúningur að öðru hefti, er Jónas Tómasson býr til prentunar. Þá er og komið nokk uð .áleiðis að safna til og fá leyfi til að gefa út í vönduðum búningi og fyrir blandaðar radd ir þjóðsöngva flestra þeirra þjóða, sem við Islendingar eig- um skifti við. Á þessum árum hafa sumir sambandskórarnir sungið stærstu kórverk fyrir blandaða kóra, sem hjer á landi hafa ver ið. flutt, og tveir. sambandskórar tekið þátt í Norðurlandasöng- mótum við mjög góðan orðstir (Harpa 1946 og Tónlistarfjelags kórinn 1948). Stjórn L.B.K. er nú skipuð þessum mönnum: Jón Alexand ersson, form., Steindór Björns- son, ritari og Eðvald B. Malm- quist, gjaldkeri. Axel Andrjesson heldur námskeið að Hólum og á Sauðárkrók AXEL ANDRJESSON, sendi- kennari íþróttasambands ís- lands, hefir nýlokið tveimur námskeiðum, á Hólaskóla og Sauðárkróki. Námskeiðið á Hól um stóð yfir frá 16. okt. til 6. nóv. Þátttakendur voru alls 53 úr íþróttafjelagi Hólaskóla og U.M.F. Hjalta. Kenslan fór fram daglega úti og inni. Námskeiðið á Sauðárkróki hófst 9. nóv. og var slitið 30. s. m. Þátttakendur voru úr U M.F. Tindastóli, Gagnfræða- skólanum og barnaskólanum. Á meðan námskeiðið stóð yf- ir fóru Knattspyrnulið pilta og handknattleikslið úr Tinda- stóli til Hóla. Piltarnir þreyttu úti-kapþleik við blandað lið úr Hólaskóla-fjel. og Hjalta. Leik urinn fór svo að Tindastóll vann með 4:1. Dómari var Axel Andrjesson. Eftir kappleikinn sátu gestir kaffiboð hjá Hóla- sveinum. Þegar staðið var upp frá borðum, gengu allir út í leikfimishús og var þar margt manna komið. Sýndu þar 14 stúlkur úr Tindastóli hand- knattleikskerfi Axels Andrjes- sonar undir stjórn höfundarins. Góður rómur var gerður að %ýningunni. Á eftir sýningunni var dans- að í 2 tíma. Áhorfendur voru um 100 manns á Hólum. Námskeiðið á Sauðárkrók endaði með 3 sýningum á Axels kerfunum. Als sýndu 124, 74 piltar og 50 stúlkur. Húsfyllir var á öllum sýningunum. Námskeiðin bæði tókust með ágætum. — Kennaranum var haldið samsæti á Hótel Tinda- stóli kvöldið áður en hann fór frá Sauðárkróki. - _a Handknatfleiksmót íslands ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt- leik hjelt áfram s.l. sunnudag. Þá fóru leikar þannig, að Vík- ingur vann Fram með 24:17 og Valur vann ÍBH með 15:11. Leikar standa nú þannig: L U T Mörk St. Ármann 3 3 0 56:38 6 Valur 3 2 1 42:31 4 í. R. 2 1 1 21.27 2 Víkingur 3 1 2 58:53 2 í. B. H. 3 1 2 41:46 2 Fram 3 1 2 46:58 2 K. R. 3 1 2 40:51 2 Enn ber þess að gæta, að KR er talinn unninn leikurinn við Val, en sá leikúr hefur ver- ið kærður, og endanlegur úr- skurður er ekki enn fenginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.