Morgunblaðið - 08.12.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.12.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUJBLAÐIÐ MiSvikudagur 8. des. 1948. ie Straumlínuhús eykur hraSann. Ný kraftmikil vjel. Heilsteypt hús vg grind minkar þungann. SjerstceS fjaSurmögnuð framhjól. öll sœti innan hjóla veita þœgindi á keyrslu. Allir bílstjórar hafa hug á hinum nýja MORRIS OXFORD. Þar er allt eins og þeir höíðu hugsað sjer . og hið ahnenna álit og öryggi MORRIS. Komdu sjálfur og ;jáðu. The MW MORRIS Bfllinn sem allir spyrja eftir. ASalumboð: H.F. EGILL VILHJÁLMSSON, sími 81812 Litið til baka Endurminmngar Matthíasar Þórðarsonar frá Móum. I.—II. bindi- Fyrsta bindi segir frá æskuárum höfundarins meðan hann sttmdaði fiskveiðar við ísland. I öðru bindi segir höf. frá veru sinni um borð í dönsk um strandvarnaskipum og mælingaskipum hjer við land. 1 þriðja bindi, sem væntanlegt er á næsta ári, mun höf. minnast atburða frá siðustu áratugum í sambandi við dvöl hans erlendis. „Atburðir mn sjóferðir og annað, er jeg greini frá, eru skráðir eins og þeir komu fyrir og hvergi hallað rjettu máli“, segir höf. í eftirmála annars bindis. Endurmiuningar Matthíasar Þórðarsonar eru merki legt rit, skemmtilega skrifað, f jölbreytt að efni og prýtt fjölda mynda. Gefið vinum yðar þetta rit í jólagjöf. Fæst hjá öllum bóksölum, en aðalútsala er hjá 2ja herbergja íbúð á hæð, er til sölu nú þegar við Rauðarárstíg. Laus til íbúðar um áramót. Upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa GARÐARS ÞORSTEINSSONAR og VAGNS E. JÖNSSONAR, Oddfellowhúsinu, símar 4400 og 5147. BEST AÐ AUGLÍSA í MORGUNBLAÐUSU ÍÞRÓTTIR....... Hvers vegna fararstjórinn var ekki vióstaddur í GREINAFLOKKI um Olym- píuleikana í London, sem Brynjólfur Ingólfsson, cand. jur., hefur skrifað í haust í íþróttablaðið „Sport“, lýsir hann þátttöku Arnar Clausen í tugþrautarkeppni leikanna. I því sambandi skýrir hann frá ágreiningi, er varð milli Arn- ar og langstökksdómaranna, og segir að einhver (sessunaut ur sinn) hafi sagt við sig, að ,,ef einhverju þárf að mót- mæla, þá er það fararstjórinn, sem það á að gera, en ekki keppandinn sjálfur“. (Líklega verða þó mótmælin fyrst að koma frá keppendanum sjálf- um, þó að síðar komi til kasta fararstjórnar). En að farar- stjórinn hafi verið fjarstaddur og ekki komið fyrr en seint og síðarmeir, og hafi það leitt til þess, að Örn varð af einu stökki í keppninni. — Þetta er þó mjög hæpið, því ekki gat far arstjórinn komið í veg fyrir atvikið, þótt hann hefði verið nærstaddur — viðstaddur gat hann ekki verið, því aðeins keppendur og starfsmenn fá aðgöngu að vellinum. Brynjólf ur telur upp nokkur ljeleg „rök“ fyrir því, að fararstjóra mundi hafa tekist að fá leið- rjettingu á þessu, ef hann hefði verið við, og reynt að ala á tortrygni lesenda gagnvart fararstjórninni í þessu sam- bandi. Eftirtektarvert er, að Brynj- ólfur segir: „Einhver sagði ...“ Það er von, að Brynj. vilji hliðra sjer hjá ábyrgð á þess- um orðum, sem eru þó undir- staðan undir aðfinnslum hans í garð fararstjóra: Fyrirmæli um það, að fararstjóri eigi að mótmæla, ef ágreiningur verð- ur í keppni, eru ekki til í nein- um leikreglum, hvorki Alþjóða- rcglunum, Olympíuleikreglun- um eða heldur þeim íslensku. Annað mál er það, að auðvitað reyna fyrirliðar flokkanna að koma mönnum sínum til hjálp- ar, ef þess þarf. Og ef á- frýja þarf úrskurði dómara, er eðlilegast, að fararstjórar sjái um það. Af því að jeg er fararstjóri sá, sem hjer er átt við (eða rjettara flokksstjóri — Team Manager — Ólympíunefndin fól mjer að sjá um flokk frjáls íþróttamannanna), vil jeg leyfa mjer að skýra frá, hvern ig á því stóð, að jeg var fjar- verandi í þetta sinn. — Jeg hafði raunar ekki ætlað mjer að gefa frekari skýringu þessu viðvíkjandi, en jeg hafði þeg- ar gert fyrir Ólympíunefnd- inni. En þótt jeg telji málið ekki þýðingarmikið úr þessu, nje heldur að jeg þurfi afsök- unar, eins og málum var hátt- að, vil jeg segja þeim er þetta lesa, hið hanna í málinu, því að allmiklu moldviðri sleggju- dóma hefur verið þyrlað upp í sambandi við þetta mál. f stuttu máli var orsökin sú, að jeg var að ná í hentugan mat handa Erni. En nánari at- vik í því sambandi voru þessi: Þegar einhverir íþrótta- manna okkar keptu að morgn- inum, var það venja að þeir, og aðrir sem fóru til að horfa á, höfðu með sjer hádegisverð- inn í pappaöskjum (Box Lunch), til að losna við að fara ,,heim“ að borða. Tóku menn öskjurnar með sjer í mat salnum um leið og þeir fóru. (Þurfti jafnan að panta þetta daginn áður og tiltaka fjölda). Eins og menn munu minn- ast, kólnaði mikið í veðri eftir hitabylgjuna frægu. Og morg- uninn, sem tugþrautarkeppnin hófst, var kalsaveður, jafnvel eftir íslenskum mælikvarða, þótt nokkuð hlýnaði, er fram á daginn leið. Jeg vissi hvað í matarpökkunum var, það var oftast það sama: smurt hveiti- brauð með tómötum og ýmsu grænmeti, 1 harðsoðið egg, ostbiti, 1 tómat og eitthvað fleira smáræði. Þótt flestir þjálfarar telji, að fæði íþrótta- mannsins á undan keppninni sjálfan keppnisdaginn eigi að vera „ljettara“ en tilsvarandi máltíðir daginn á undan, vildi jeg reyna að útvega Erni auð- meltanlega og hentuga viðbót við þennan skamt, einkanlega með tilliti til veðurs og hinnar löngu keppni. Jeg hugsaði mjer nú að koma með heitt kjötseyði með hráum eggjum út í. Þetta er talinn ágætur matur, með nægilegum kolvetn um að auki, undir og í kepni (þolraunum) og jeg veit til, að það hefur reynst vel hjer, und- ir svipuðum kringumstæðum. — Ekberg hafði aðgang að syk urbirgðum okkar og notaði þær auðvitað, ef hann áleit þess þurfa, en hann og nuddari flokksins fóru með Erni út á Wembley um morguninn. Hjer var heldur ekki um þolraun að ræða í venjulegum skiln- ingi, þ.e. langvarandi sleitu- lausa áreynslu, nema að litlu leyti 400 m. hlaupið, og svo, síðari daginn, 1500 m. hlaupið. Jeg vissi, að heitur drykkur af þessu tagi mundi koma sjer vel, þar sem kalsi var í veðr- inu og keppendur svo margir, að erfitt var að halda á sjer hita við sjálfa keppnina, en hins vegar þreytandi að halda á sjer hita með því að vera si- felt á stjái í svona langdreg- inni kepni. (Síðar sagði Örn mjer, að hann hefði einmitt átt erfitt með þetta, af því, hve langt var milli tilrauna). Jeg fór nú til annars yfir- matsveinsins, Mr. Bulching, sem oft hafði sýnt okkur vel- vild og hjálpsemi, og bað hann að útvega mjer tvo hitabrúsa og láta „Bovril“ og hrá egg á brúsana; ætlaði jeg svo að taka þá með út á leikvanginn. En hann sagði, að hitabrúsar væru ekki til í matskálanum og illmögulegt mundi vera að fá þá í London nema með tals- verðri leit, en vísaði mjer samt til Mr. Levermore, „mat- vælaráðherrans“ (Catering Officer) í Richmond Park. Jeg til hans. Hann hafði ekki held- - ur neina hitabrúsa og taldi , einnig tormerki á að hægt . væri að ná nógu fljótt í þá. Jeg bað hann að reyna, og lof- • aði hann því. Maður varð alt- af var mikillar hjálpfýsi hjá starfsfólkinu. Beið jeg svo þangað til brúsarnir komu. En alt þetta vafstur tók svo lang- an tíma, að jeg tafðist um 2— 3 klukkutíma og kom miklu seinna út eftir en jeg ætlaði mjer, samt talsvert áður en borðunarhljeið var á enda. Þegar jeg kom út í búnings- herbergi okkar — sem var sam eiginlegt með Svíum og Norð- mönnum — var mjer sagt frá ágreiningi þeim, er Brynjólfur segir frá í grein sinni. Fór jeg . þá strax inn á völlinn til að kynna mjer málavexti. Voru þeir Brynjólfur og Ekberg þá hjá Erni og höfðu talað við dómarana og ekki fengið leið- rjettingu málanna. Varð það þá að ráði, að við þrír færum á fund yfirdómnefndar, en jeg sagði Erni að fara að borða, meðan tími væri til. Eftir all- langa leit tókst okkur að kom- ast á fund dómnefndarinnar. Var Brynjólfur duglegur að hjálpa okkur í þessu. Eftir að jeg hafði skýrt frá kvörtun okkar, fór Bandaríkjafulltrú- inn, Mr. Avery Brundage, með okkur á fund langstökksdóm- aranna og í viðtali við þá kom í ljós, að þeir voru allir á einu máli um að engin breyting fengist á úrskurði þeirra. — Sagði Mr. Brundage þá, að ekki mundi þýða að sækja málið frelcar. Fórum við þá, en ljetum enn í ljós mótmæli okkar við þessari niðurstöðu. Aðalfararstjóri, Erlingur Páls- son, var með í hópnum, er við gengum fyrir yfirdómnefnd- ina. Á meðan við fórum á fund dómnefndarinnar, fór Örn að borða, en sagði mjer síðar, að hann hefði haft litla matarlyst. Var það ekki að furða, eftir ergelsi það, er þræta þessi hafði í för með sjer. Borðaði hann þá „súpudiskinn“, sem Brynjólfur talar um og býsnast yfir. Var það „Bovrilið", sem jeg kom með og hann hefur þá drukkið úr hitabrúsanum, því enginn var „diskurinn“. (Ann- ars hefur Örn áreiðanlega borðað áður en hann fór „heirn an að“ úr Richmond Park, um morguninn). Er mjög vafasamt, að Örn hefði haft gott af að borða nokkuð verulegt meira, því að keppni í þriðju grein- inni (kúluvarpinu) hófst strax á eftir. Er svo þessi saga ekki lengri. Jeg var þarna að sinna einu hinna „óæðri“ hlutverka flokksstjórans, þjónsstarfinu, sem hver maður með heil- brigðu viðhorfi og ábyrgðartil- finningu fyrir starfi sínu, tel- Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.