Morgunblaðið - 10.12.1948, Side 8
Föstudagur 10. desember 1048.
8
MURGUHHLABIB
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Alþjóðah yggja
b.KKERT er eðlilegra en að þjóðir og einstaklingar unni
pjóðerni sínu og ættlöndum. Það er hverri þjóð mikill styrk-
ur og raunar lífsnauðsynlegt að virða þjóðerni sitt, tungu
óg menningu og gera allt, sem unnt er til þess að varðveita
þessi verðmæti, sem eru grundvöllur sjálfstæðis hennar. Sú
adtjarðarást og þjóðernistilfinning, sem birtist í ræktarsemi
við þau er sönn og óbrjáluð.
En þótt þjóðernisstefnan sje þannig í eðli sínu ofin úr
fegurstu þáttum mannlegra tilfinninga hefur hún þó oft
verið notuð til þess að brjála heilar þjóðir og fremja sví-
virðilegt ranglæti og hreina glæpi. Undir yfirskyni hennar
hefur heilum þjóðum verið sigað út í styrjaldir og ofbeldis-
a.ðgerðir gagnvart öðrum þjóðum. Þjóðunum hefur verið
talið trú um að þær sýndu ættjarðarást sína í því að níðast
á saklausu fólki í öðrum löndum.
Um þetta eru til fjöldi dæma úr sögu mannkynsins. Flestar
styrjaldir byggjast á því að árásarþjóðin telur sjer trú um
að yfirburðir hennar rjettlæti að hún leggi undir sig lönd
annara þjóða, fótumtroði þjóðerni þeirra og svipti bær
sjálfstæði.
Á þessum skilningi byggðist t. d. afstaða Hítlers Þýska-
lands.
En þetta er ættjarðarást og þjóðernisstefna á villigötum.
S'.önn þjóðernistilfinning á rætur sínar í virðingunni fyrir
eigin þjóðerni og ættlandi. Hún er hinsvegar með öllu óskyld
ágengnisstefnunni, sem leggur undir sig lönd og kúgar ein-
staklinga og þjóðir. Góður þjóðernissinni er þessvegna sá
einn, sem ann landi sínu án þess að fremja í huga sínum
eða í verki ranglæti gagnvart þjóðlegum verðmætum fólks
í öðrum löndum.
★
Af mörgum hættum, sem að friði og öryggi steðja á öllum
timum, er hin afvegaleidda þjóðernisstefna hættulegust. Hún
er það vegna þess að hún er sproftin upp úr jarðvegi of-
stækis og öfga.
E. t. v. hefur aldrei verið eins glöggur skilningur á þessu
meðal flestra þjóða en einmitt nú að loknum tveimur heims-
stvrjöldum. Þessvegna hefur verið lögð mikil áhersla á það
af stofnunum Sameinuðu Þjóðanna að vinna að aukinni
alþjóðahyggju, gagnkvæmri virðingu þjóðanna fyrir rjetti
h.ver annarár til þess að njóta sjálfstæðis síns og halda
víð þjóðerni sínu.
Á þeim grundvelli hvíla vonirnar um frið og öryggi í
beiminum. Veröldin er allt öðru vísi í dag en hún var fyrir
einum áratug. Byggð hennar hefur færst saman með algerri
byltingu í samgöngumálum. Þjóðirnar búa í raun rjettri
ekki lengur dreifðar um álfur og lönd. Þær búa saman í
nábýli.
Af þessum ástæðum er samvinna þeirra nú nauðsynlegri
og óumflýjanlegri en nokkru sinni fyrr. Allar þjóðir, hversu
fámennar, sem þær eru, varðar um það, hvernig þessi sam-
vinna tekst. Ef hún ekki tekst, að meira eða minna leyti,
hlýtur það að leiða til ófarnaðar. Við lifum í einum heimi
en ekki mörgum og það er ekki lengur til neitt, sem heitir
einangrun og fjarlægðir í þeim skilningi, sem hjer um ræðir.
Ekkert land, engin þjóð getur þessvegna snúið sjer til veggj-
ar og sagst vera út úr kortinu. Slíkur kostur er ekki til.
★
En með þessari breytingu hefur ábyrgðin á öryggi og
íriðsamlegum skiptum þjóðanna færst yfir á miklu fleiri
herðar. Engin þjóð er svo lítil að hún fái skotið sjer undan
þeirri ábyrgð. Hver einasti einstaklingur hinnar minnstu
þjóðar ber þessa ábyrgð. Á herðum hans hvílir sú skylda
að taka þátt í lausn þeirra nýju vandamála, sem nábýli
þjóðanna hefur skapað. Honum er með öllu ókleift að vera
hlutlaus gagnvart þessum vandamálum. Framtíð hans sjálfs
sem einstaklings og þjóðar hans getur oltið á afstöðu hans.
Það er e. t. v. ekki óeðlilegt að íslenska þjóðin, sem allan
aldur sinn hefur lifað næstum gleymd norður við ysta haf,
eigi dálítið erfitt með að átta sig á þessari staðreynd. En
það er henni engu að síður lífsnauðsynlegt að gera.
vdzverji óhrifan
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Stóri vinningurinn.
I DAG verður dregið í 12.
flokki Happdrættis háskólans.
Það var hjer áður fyr, á meðan
króna var króna, að það þótti
viðburður þegar dregið var í
háskólahappdrættinu og ekki
síst desemberdrátturinn, þegar
menn áttu von í, að geta orðið
auðugir menn, ef þeir fengju
stóra vinninginn.
En nú er jafnvel stóri vinn-
ingurinn ekki eins ,,stór“ og
hann var, þótt upphæðin sje
sú sama og litlu vinningarnir
ekki nema dropi í hafið og til-
tölulega lítil búbót, þótt menn
fái 200—300 krónur í pening-
um. j
Þrátt fyrir þetta, er þó nokk
ur áhugi fyrir happdrættinu og
miðar þess seljast upp, enda
ódýrir.
Stóri vinningurinn er enn þá
eftir sóttur, hvað lengi, sem það
kann að haldast enn, ef verð-
gildi peninganna heldur áfram
að minka eins og hingað til.
•
„Hafði nóga peninga“.
í TIMARITINU „Heimili og
skóli“, er sögð saga, sem gefur
glögga mynd af peningaflóðinu
í landinu.
Nemandi í barnaskóla, hafði
gleymt einni námsbók sinni
heima. Er kennarinn fann að
þessu kæruleysi við nemand-
ann, sagði sá litli, að lítill vandi
væri að bæta úr þessari
gleymsku, því ef kennarinn
vildi leyfa sjer að hringja eftir
bíl, þá væri hann enga stund
að sækja bókina heim.
„Jeg hefi nóga peninga“, —
bætti hnokkinn við.
Og þetta er ekkert eins dæmi.
Peningaflóðið er orðið svo ó-
skaplegt og virðingin fyrir pen-
ingunum farin veg allrar ver-
aldar. Það verður einhverntíma
erfitt fyrir þessa litlu borgara,
að meta verðgildi peninga, ef
þeir tímar kona aftur, að þeir
verða einhvers virði.
„Ekki batnar Birni
enn . . . .“
LANDSMENN TOKU eftir
því, hve frjettir af strandi tog-
aranna á Vestfjörðum 1. des. s.
1. bárust seint og dræmt. Þó
gekk það betur að fá frjettir af
björgun mannanna af ,,Júní“T
en enska togaranum ,,Sargon“,
en það stafaði af því, að íslensk
skip, sem höfðu talstöðvar,
björguðu „Júní“-mönnum, en
björgunarsveit í landi bjargaði
þeim, sem bjargað var af „Sar-
gon“.
Björgunarsveitir Slysavarna-
fjelagsins hafa enn ekki feng-
ið talstöðvar, eins og margoft
hefir verið farið framá og kraf
ist. Sténdur þar enn á Lands-
símanum, en ekki Slysavarna-
fjelaginu, nje forustumönnum
björgunarsveitanna.
Hefði getað kostað
mannslíf.
A JUNI var allri skipshöfn-
inni bjargað frá sjó, nema
tveimur mönnum. Björgunar-
sveit frá Súgandafirði bjargaði
skipstjóra og stýrimanni til
lands. Þessi björunarsveit hafði
orðið að berjast gegnum hríð og
náttmyrkur yfir fjöll til að kom
ast á strandstaðinn. Hún hafði
engin tæki til að hafa samband
við skipin. Með talstöð hefðu
björgunarmenn getað talað við
skipverja og fengið hjá þeim
nauðsynlegar upplýsingar.
Og hættunum var ekki lokið,
þegar mönnunum hafði verið
bjargað. Það gat orðið slys hjá
mönnunum í björgunarsveit-
inni og höfðu þeir þá enga að-
stöðu til að gera vart við sig.
Þó vel hafi farið að þessu
sinni, þá gat hinsvegar svo far-
ið, að það hefði kostað manns-
líf, að björgunarsveit Súgfirð-
inga hafði ekki talstöð.
•
Alvarlegra hjá enska
togaranum.
OG ENNÞA alvarlegra var
ástandið hjá skipshöfninni á
enska togaranum og björgunar-
sveitinni „Bræðrabandið“.
Talsíminn var bilaður í marga
daga og enda fór svo að lok-
um, að til þess að ná nöfnum
þeirra manna, sem af komust,
urðu menn að setja sig í lífs-
hættu til að ná þessum nöfnum
með flöskupósti frá landi. — í
marga daga biðu aðstandendur
áhafnarinnar á enska togaran-
um millí vonar og ótta um hverj
ir myndu hafa komist af. Og
dáfalleg lýsing er það á menn-
ingarástandi Islendinga á 20.
öldinni, að þeir skuli ekki hafa
jafn einföld tæki og talsöðvar
með björgunarsveitum sínum og
að það skuli taka marga daga,
að ná upplýsingum um slysfar-
ir eins og hjer áttu sjer stað.
En alvarlegra en frjettaskort
urinn er, að „Bræðrabands“-
björgunardeildin, sem barðist á
strandstað gegnum versta veð-
ur, sem komið hefur á Vest-
fjörðum í svartasta skammdeg-
inu, var sambandslaus við um-
heiminn vegna þrjósku yfir-
valda símamálanna. — Ef slys
bar að höndum hefði orðið að
senda sendiboða gangandi til
bæja, en það er útaf íyrir sig
lífshætta, að senda menn, þótt
ekki sje nema bæjarleið í
slíku veðri.
•
Nú dugar engin þrjóska
EN NU DUGAR engin þrjóska
lengur. Björgunarsveitir Slysa
varnafjelagsins verða að fá tal-
stöðvar og það strax. Landssím
inn á þessar stöðvar til, eða
getur útvegað þær. Það er ekki
hægt að afsaka sig með gjald-
eyrisskorti eða neinu slíku í
þessu máli.
Forráðamönnum Slysavarna-
fjelagsins er óhætt að fylgja
þessum kröfum sínum fast eft-
ir, því þeir hafa stuðning alls
þorra landsmanna á bak við sig
I MEÐAL ANNARA ORÐA . . .
(fffffffffimii—iiiMiuiiiiiiiim—Hlitlimfmffffftmnii—ir—~n rTTfHtmniiiiumniniiriiiiiinii
Flesfir búasf við nýrri styrjöid
Eftir Charles Croot,
frjettaritara Reuters
KAUPMANNAHÖFN: — Sam-
kvæmt frásögn Pauls Westphall
þekkts dansks blaðamanns og
rithöfundar, eru flestir íbúar
heimsins þeirrar skoðunar, að
ný heimsstyrjöld brjótist út
innan tveggja til þriggja ára.
Westphall, sem nýlokið hefir
25.000 mílna flugferð kringum
jörðina fyrir Berlingske Tid-
ende, skýrði þeim, sem þetta
ritar, frá því, að í engri þeirra
fimm heimsálfa, sem hann ferð
aðist um, sje hægt að segja að
friður ríki í dag.
„Alsstaðar var annaðhvort
verið að berjast eða búa sig
undir nýtt stríð“, sagði hann.
• •
„STRÍÐIÐ ER
BYRJAГ
í KÍNA, þar sem miljónaherir
eigast við í blóðugri borgara-
styrjöld og miljónir unglinga
vita ekki hvað friður er, ljetu
margir í ljós þá skoðun við
Westphall, að þriðja heims-
styrjöldin væri þegar byrjuð.
Claire Chennault, fyrverandi
hershöfðingi í bandaríska flug
hernum og sem stjórnaði flug-
sveitinnj „Fljúgandi tígrisdýr-
in“, sagði við hann: „Að mínu
áliti er þriðja heimsstyrjöldin
byrjuð. Styrjöldin í Kína mun
fyr eða síðar breiðast út yfir
landamæri landsins".
• •
HERVARNIR
ALASKA
EKKI EINN einasti af þeim,
sem hann talaði við á ferð
sinni, efaðist um, að ný styrj-
öld mundi brjótast út milli
austurs og vesturs. Bandaríkja
menn líta svo á, að lítill vafi
sje á því, hvar þetta nýja stríð
muni hefjast.
Westphall sagðist svo frá:
„Það er fyrst og fremst í
Alaska, sem Bandaríkjamenn
eru að treysta hervarnir sínar.
Fólkið í Alaska lítur svo á, að
aðalvígstöðvarnar verði þar í
nýrri styrjöld. Miljónum doll-
ara hefir verið varði til þess
að efla hervarnirnar þarna“.
í borginni Anchorage sá
Westphall hvernig unnið var
að þessu af fullu kappi,
• •
LAND HERS-
HÖFÐINGJANNA
„Alaska er hætt að vera land
æfintýramannanna og gullleit-
armannanna", segir Westphall
„í dag er það land hershöfð-
ingjanna. Þeir aka um í sterk-
legum bílum og eftir nýtísku
vegum og fylgjast með öllu,
sem gerist.
?,Á hverri viku koma nýjar
herdeildir til þjálfunar. — í
stað þeirra sex flugvalla, sem
notaðir voru í síðustu styrj-
öld, eru flugvellirnir í Alaska
nú orðnir 27. Á einum flug-
vellinum eru 4.000 starfsmenn".
• •
ALSSTAÐAR
TORTRYGNI
WESTPHALL fór frá Anchor-
age til Shemya á Aleuteyjum.
Þar sá hann Bandaríkjamenn
ennfremur leggja á það alla á-
herslu að vera sem best við-
búna. Hann lýsir Shemya sem
„hinu ósökkvandi flugvjela-
skipi, Miðjarðarhafsins“.
Westphall fanst það óhugn-
anlegt, hvernig sama tortrygn-
in ríkti alsstaðar í heiminum.
Jafnvel þegar hann kom aftur
heim til Danmerkur, rakst
hann á sama undirbúninginn
og annarsstaðar. Því skömmu
eftir að hann kom heim, ákvað
danska stjórnin að verja 10
miljón krónum til kaupa- á
breskum þrýstiloftsflugvjelum
og öðrum hernaðartækjum.