Morgunblaðið - 11.12.1948, Page 1
16 síður
35. árgangur
293. tbl* — Laugardagur 11. desember 1948.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Róðsteina um Atlants Jaina ber deilumálin áður en
haisbandalag hóist í
Washington í gær
Sfendur væntanlega yfir í fyær vikur
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
'UMRÆÐUR um hervarnabandalag hófust í Washington í kvöld
niilli Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Frakklands, Hollands,
Belgíu og Luxemburg. Vegna uppskurðarins, sem gerður var á
Marshall utanríkisráðherra fyrir nokkrum dögum, verður Robert
I.ovett aðstoðarutanríkisráðherra aðalfulltrúi Bandaríkjanna á
þessari ráðstefnu, en fyrir hönd hinna ríkjanna, að Bretlandi
undanskildu, sitja ráðstefnuna sendiherrar þeirra í Washing-
ton. Breski sendiherrann er þar ekki um þessar mundir, en
aðstoðarmaður hans verður fulltrúi Breta.
Takmark ráðstefnunnar er:
1) Að leggja fyrir stjórn
Bandaríkjanna tillögur með-
limalanda Vestur Evrópu
bandalagsins um Atlantshafs-
bandalag.
2) Að ganga frá samkomu-
lagi um það, hvernig banda-
lagsstofnunin best verði af-
greidd og endanlega sam-
þykkt.
Næsta ár
Búist er við því, að núver-
andi ráðstefna standi yfir í um
tvær vikur, og að hægt verði
að undirrita bandalagssátt-
málann snemma næsta ár.
Hoifman í Cakutfa
Calcutta í gær.
HOFFMAN, aðalframkvæmda-
stjóri Marshalláætlunarinnar,
kom til Calcutta í dag á leið
sinni til Shanghai. Iíann tjáði
frjettamönnum, að ferð hans til
Kína hefði verið ákveðin áður
en kona Chiang Kai Shek fór
til Bandaríkjanna til þess að
leita eftir meiri aðstoð Banda-
ríkjamanna.
Hoffman mun að ciilum lík-
indum fara til Jaþan og Koreu
frá Shanghai. — Reuter.
9,400 mílur án lendingar
New York í gærkvöldi.
BANDARÍSK fjögurra hreyfla
sprengjuflugvjel flaug nýlega
9,400 mílur án þess að lenda.
Hún flaug frá Texas til Haiti
og aftur til baka. — Reuter.
Brcsluiv maður, Bond að nafni,
hefur smíðað sjer þenna smá-
bíl á þremur hjólum, sem sjest
hjer við hliðina á strætisvagn-
inum á götu í London. Hcfur
vagn þessi vakið mikla athygli,
Hann getur farið með 60 km.
hraða á klukkustund og ekið
100 km. á 4 Vz lítra af bensíni.
Allsherjarþingið samþykkir mannrjett-
indaskrá S, Þ, — Vishinsky mótmælir
ALLSHERJARÞINGIÐ sam-
þykkti í kvöld með yfirgnæf-
andi mcirihluta atkvæða al-
þjóðlega mannrjettindaskrá.
Greiddu 48 lönd atkvæði
með gildistöku hennar en
átta sátu hjá. — Rússar og
leppríki þeirra, Suður Afríka
og Saudi Arabía.
Andrei Vishinsky lagðist
eindregið gegn gildistöku
mannrjettindaskrárinnar, en
í hcnni cr meðal annars kom
ist sv'b að orði. aö allir menn
sjeu bornir jafn rjettháir, af
hvaða kynflokki sem þeir
kunni að vera. Þá er og gert
ráð fyrir funda og málfrelsi.
Vishinsky taldi, að í mann
rjettindaskránni kæmu fram
alveg óþolandi afskipti af
innanlandsmálum meðlima-
landa S. Þ., og um mál og
fundafreisið hafði kommún-
istaleiðtoginn það að segja,
að slíkt yrði aðeins fasistum
og striðsæsingamönnum til
gagns.
Rússor eignast atomsprengjuno
Á þingi S. Þ. í París
THOR THORS sendiherra, sem er fulltrúi íslands á þingi
Sameinuðu Þjóðanna í París ræðir við Roy Atherson, ambassa-
dor Bandaríkjanna í París. Þinginu verður frestað 14. þ. m.
og cr ætlast til að framhaldsfundir allsherjarþingsins verði í
Nevv York í apríl næstkomandi.
SKRIÐDREKAÁRÁS
Á GYÐINGANÝLENDU
Barisl á Negevsyæðims
*
Tel Aviv í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter.
FJNN.af talsmönnum ísraelshers skýrði frá því í dag, að Egypt-
ar hefðu byrjað mikla árás á Kerim — Gyðinganýlendu í suð-
vestur horni Negevsvæðisins. Sagði hann, að Egyptar styddust
meðal annars við skriðdreka.
100 Egyptar falla
Fregnir af bardögum á ofan-
greindu svæði hafa verið að
berast undanfarna daga, og
halda Gyðingar því fram, að
Arabar hafi átt upptökin.
Fyr í dag hafði herstjórn
Ísraelsríkis tilkynt, að um 100
Egyptar hefðu fallið fyrir þrem
dögum síðan í bardögum fyrir
norðvestan Kerim. Margir skrið
drekar voru eyðilagðir, segja
Gyðingar ennfremur.
Ráðherrafundur í
Washingfon
Washington í gærkvöldi.
TRUMAN forseti ræddi í dag
við ráðherra sína og ýmsa
aðra ráðunauta. Umræðurnar
munu aðallega hafa snúist um'
utanríkismál og' hervarnir 1
Bandaríkjanna. — Reuter. J
Helsingfors í gærkvöldi.
ÚTVARPIÐ í Moskvu
skýrði frá því í dag, að
rússneska stjórnin hefði
sent finnsku stjórnarvöld
unum harðorð mótmæli
vegna „óvingjarnlegrav
framkomu í garð Sovjet-
ríkjanna“. Mótmælaorð-
sending þessi er til kom-
in vegna tveggja leikrita,
sem rússneska stjórnin
telur að hafi haft spill-
andi áhrif á sambúð
Rússa og Finna.
Bæði leikritin voru leik
in í ríkisleikhúsinu
finska, og var annað rev-
ya. — Reuter.
Samvinna Vestur
veldanna brýn
nauðsyn
Trausf vináftubönd
enskumælandi þjóða
London í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
WINSTON CHURCHILL, fyr
verandi forsætisráðherra Bret
lands, lýsti yfir þeirri skoðun
sinni í neðri deild breska
þingsins í dag, að nauðsyn-
legt væri að ganga frá stærstu
deilumálunum við Rússa
1 meðan þeir ekki enn hefðu
komist yfir leyndarmál atom-
j sprengjunnar. Churchill sagði
’ þetta, er hann tók þátt í um-
ræðum neðri deildarinnar um
utanríkismál, en þessum um-
ræðum lauk með ræðu, sem
Hugh Dalton flutti fyrir hönd
stjórnarinnar.
Churchill fór annars ekki
dult með það í ræðu sinni,
að hann teldi sívaxandi
samvinnu Vesturveldanna
geysimikilsverða, ef veröld
inni ætti að auðnast að
komast hjá nýrri heims-
styrjöld. En um deilumál
austurs og vesturs sagði
hann, að besta ráðið til að
forðast styrjöld væri að
Ieysa ágreiningsmálin áður
en kommúnistar kæmust
höndum yfir atomvopnin.
Eina frelsisvonin
Forsætisráðherrann fyrver-
andi ljet í ljós mikla ánægju
yfir samvinnu Breta og Banda
ríkjamanna. Kvað hann von-
ina um frelsi í heiminum og
áframhaldandi sjálfstæði
bresku þjóðarinnar fyrst og
: fremst grundvallast á traust-
um vináttuböndum hinna
enskumælandi þjóða.
Um önnur mál, sem Churc-
hill drap á, hafði harin meðal
annars eftirfarandi að segja:
BERLÍN — Loftbrú Vestur-
veldanna ætti að færa Þjóð-
verjum beggja megin við járn-
tjaldið heim sanninn um það,
að þeir yrðu að byggja fram-
tíð sína á samfjelagi við hinn
vestræna heim. Hann vonaði,
að Frakkar gengjust fyrir því,
að Þjóðverjar tækju sjer á ný
Framh. á bls. 12