Morgunblaðið - 11.12.1948, Síða 5

Morgunblaðið - 11.12.1948, Síða 5
Laugardagur 11. des. 1948. MORGU * BLAÐ19 Gísli Sigurðsson hreppstjóri Víðivöllum Dáinn 27 nóv. 1348. Hann var fæddur á Víðivöllum í Skagafirði 26. febr. 1884. Voru [foreldrar hans Sigurður bóndi á Víðivöllum f. 1851, d. 1914 og Jrona hans Guðrún Pjetursdótt- ir f. 1851, d. 1933. Faðir Sigurð- ar á Víðivöllum var Sigurður eldri á Víðivöllum Jónatansson- ar bónda á Úlfstöðum Þorfinns- sonar lögrjettumanns á Víði- rnýri og Brenniborg Jónatansson- ar. Voru þetta góðir bændur og máttarstólpar sveitar sinnar mann fram af manni. Kona Sig- urðar eldra á Víðivöllum var Sig- urlaug Gísladóttir frá Kálfstöð- i.un í Hjaltadal, en móðir hennar og kona Gísla var Þórdís Eiríks- dóttir prests Bjarnasonar frá Djúpadal, síðast prests á Staðar- bakká í Miðfirði af hinni kunnu Djúpadalsætt. Móðurfaðir Gísla á Víðivöllum var Pjetur bóndi á Reykjum á Reykjaströnd og síðar á Reykj- um í Tungusveit Bjarnasonar hreppstjóra á Hraunum í Fljótum Þorleifssonar hreppstjóra s. st. Kárssonar, alt orðlagðir atorku- menn. Bróðir Pjeturs Bjarnason- ar var Jón Bjarnason á Eyhildar- holti, síðar á Reykhólum og Ólafs dal og þingm. Dalamanna um bkeið. Kona Pjeturs á Reykjum var Guðrún Pjetursdóttir bónda 6 Geirmundarstöðum Arngríms- sonar, systir Jóhanns hreppstjóra n Brúnastöðum, en bróðir Arn- gríms bónda var Jón Einarsson hreppstjóri á Sauðá orðlagður víkingur til starfa, bæði á sjó og landi. Kona Pjeturs á Geir- mundarstöðum og amma Guðrún ar'á Víðivöllum var Björg Árna- dóttir frá Dúki Jónssonar og Guð rúnar Jónsdóttir frá Skeggstöð- um er var ein hinna kunnu Skeggstaðasystra. Af þessari stuttu ættfærslu er ljóst að Gísli var af góðu bergi brotinn, að honum stóðu merkar skagfirskar bændaættir og að auki Skegg- staðaættin úr Húnaþingi. MIIMNIIMG Víðivellir voru um langt skeið einn af helstu gististöðum lang- ferðamanna á þjóðleiðinni um hjeraðið, rjeði þar mestu rúm- góð húsakynni á þeirra tíma mælikvarða, samfara rausn og gestrisni húsbændanna. Þessi um ferð fór stöðugt vaxandi og varð svo mikil siðustu árin, áður en lartgferðabifreiðarnar gjörbreyttu öllum langferðalögum norðan- lands, að jeg hygg að búið á Víðivöllum hafi sökum hinnar frábæru gestrisni húsbændanna oft borið skarðan hlut. frá borði á þessurn árum. Þótt nú sje nokk uð um liöið og slíkt fyrnist fljótt, þá eru þeir margir ferðamenn- irnir bæði innlendir og útlendir er minnast enn hlýjunnar og hinnar miklu rausnar pg gest- risni er þeir áttu að mæta á Víðivöllum á ferðum sínum, er það engum efa bundið að Víði- vallaheimilið jók með þessu hróð úr lands vors í augum þessara manna, og gerði íslenskri bænda- stjett jafnframt mikinn sóma. ----o---- Eins og vænta mátti hlóðust á Gísla margvísleg störf. Hann sat mörg ár í hreppsneínd, varð ireppst.ióri Akra’nrepps 1929 og sýslunefndarmaður 1937 og ?engdi báðum þessum störfum ;il dauðadags. Auk þess hafði rann á hendi margvísleg trún- iðarstörf fyrir sveit sina og jýslu, sem hjer verða ekki talin, ið öllum þessum störfum vann rann af mikilli alúð. ----o---- Gísli á Viðivöllum var hygginn naður og tillögugóður, ákveð- mn í skoðunum en þó hófsamur, frábitinn erjurn og iliindum, og sættir marma þar sem hann mátti því við koma. 1 vinahóp var hann oft spaugsamur og glett inn, og fann vel hvar feitt var á stykkinu, sem kallað er, en hann hafði lag á að segja þann- ig frá að það varð sárindalaust þótt svo hefði ekki orðið hjá mörgum öðrum. En það sem jeg hygg að okkur vinum hans og samverkamönnum verði minnis- stæðast í fari hans, er dreng- skapur hans, hjartahlýjan og góð- girnin, sem orkaði því að mönn- um leið vel í návist hans, og tóku 'aftur gleði sína' þótt eitt- hvað hefði gefið á bátinn, enda var hann manna vinsælastur. ---------------o---- Gísli kvæntist 8/6. 1935 eftir- lifandi konu sinni, Helgu1 Sig- tryggsdóttir oddvita á Framnesi, glæsilegri konu og skörungi er reynöist manni sínum ágætur förunautur. Þeim varð ekki barna Framh. á bls. 3 9 Gísli ólst upp með foreldrum BÍnum á Víðivöllum, var það góð- ur skóli, því Víðivallaheimilið yar í tölu bestu heimila hjeraðs- ins. Hann gekk í Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan vorið 1906. Vorið 1908 tók hann við bústjórn á Víðivöllum er fað- ir hans hætti, bjó hann fyrst með móðir sinni og síðar með systrum sínum, þar til hann kvæntist 1935. Hann hafði því búið á Viði- völlum í rúm 40 ár, og þar hafði hann dvalið allan sinn aldur að undanteknum tveim vetrum er hann var í Hólaskóla og vetrar- parti er hann dvaldi á Sauðár- krók vegna lasleika konu sinn- ar. Þegar Gísli tók við Víðivöllum voru þar mikil hús og' rammleg að þeirra tíma hætti sem standa enn. Hann sneri sjer því, að jarð- ræktinni, sljettaði og færði út íúnið svo nú mun þar lítið eða ekkert heyjað öðruvísi en á rækt uðu landi. Aðrar framkvæmdir á Víði- völlum á búskaparárum Gísla vöktu þó meiri athygli^en það var trjáræktin og þó Lilja syst- Sr Gísli væri þar upphafsmaður og hefði forustuna í þeim málum, yar það með atbeina Gísla eftir Joví sem þörfin krafði hverju ginni. Trjáreiturinn nyrst í tún- jjaðrinum og garðurinn sunnan við Víðivallabæinn, mun lengi halda á lofti nafni þeirra syst- kinanna Lilju og Gísla á Víði- yöllum og það að maklegleikum. iVíðivállaheimilið varð jafnframt brautryðjandi og fyrirmyndin að Blíkri heimilisprýði víðsvegar um Skagafjörð. ásli Sigisrðsson Dáinn 27. nóvember 1948. Fjell þar sá, er góðgjarnastur gekk að starfi í vorri byggð. — Maður, — sem að agg og illska var öllu fremur viðurstyggð. Hann, — er svo á hverju máli hjelt að gætti rjetts og sanns. Hann, — er aldrei henda mundi að halla sóma nokkurs manns. Fæ jeg ei — með harm í huga — hafið ræðu um verkin hans. Þau voru unnin hlýjum höndum úr hjartaþeli kærleikans, » og eru þáttur þjóðarsómans, — þess hins besta, er eigum vjer. — Þú hefir Gísli garðinn frægan gert svo langt af öðrum ber. Drjúpa höfði Víðivellir. — Vetrarregnið líkist grát. — Skagafjörður fáskrúðugur, finnst mjer, eftir þetta lát. Gísla vinir — við skulum standa á verði um fallinn höfðingsmann. Aldrei hafa okkar sveitir alið betri dreng en hann. Fagur var þinn dánardagur. — Dapur leit jeg, vinur minn, sólarflóð í suðri lauga . sögúríka bæinn þinn. Það var eins og sólin syngi .. sálumessu æðra hreims. — Þá reið Gísli á Víðivöllum vafurloga betra heims. « Sigurður Sigurðsson frá Yigur. Það er í dag, «em jólabókin eftir Ármann Kr. Einarsson kemur í i'Í3ó!?alú& Í^t'acju iHrip ijólfi óóonar Helgafell hefur skemiun fyrir Mri Upplestur, gamanvisur o. fl. í Austurbæjarbíó á morgun kl. 1,30. Bestu skemmtikraftar bæjarins. .. Allir krakkar í Austurbæjarbíó á morgun- Aðgöngumiðar á kr. 3,00, kl. 11—12 og eftir kl. 1. i FasteignaeigendsfleSag Reykjavíkur heldur almennan fjelagsfund i Oddfellowhúsinu sunrm daginn 12. des. kl. 2 e.h. UmræSuefni: 1. Húsaleignlögin. 2. Efnisþörf fjelagsmanna til viðhalds húsrnn simnn, 3. Skipulagsmál o. fíi Nauðsynlegt er að sem allra flestir fjelagsmenn see ki fundinn. — Kvittanir fyrir greiðslu fjelagsgjalda áiið 1948 gilda sem aðgöngmniðar. Fjelagsmenn, sem enn þá eiga ógreidd fjelagsgjöld, geta greitt þau á fimdinum. Einnig geta nýir fjelagar gengið í fjelagið á fundimim. J Ó L A B Ó K f N 3 ! eftir Armann Kr. Eiitarsson kemur í dag í »» 3ÆKUR OG RiTFONG f 5 Kenni I Upplýsingar í síma 80361. | *MOBtMt)mnmttu»iniuitttiututimm;»u»ujtuiim»w Milim á upphlut til sölu Höfðaborg 69. **HiRtK»rt(mrmrt(fir'niiir»riiiiii»i«iitriktiiiqnH:i i n u mium |SANDUR I Sel pússningasand, ;ít>- | oús.«n.ingasand og skeij&~ \ sand. i SIGURÐUB GÍSLASCihl Hvaleyri. Sími 9239. aamtmr»nmmmrmiiniumi»i»Mi»miiiinirnranwuiu«Mi:.l n«ut»Htiin> 11 mitttintit.*i»tKi3tii9!t(iii»iMnoc«oeK é Dai,nas,ów;> j i \ ásamt dýnu og b;v na- | kerra til sölu við ý-eki- | færisverði á Hreínugotu l 6. 1. hæð í dag og á roorg £ un. Uppl. í síma 80772. i(Mii(ttttftiiiiit»mitmmiiriim«»M'’mrr«Mt> u>»rm»t»«mk»*t»tmr»mii»>!rrirriiiMM«i»rsi»i>iimi'ii.vt< Mt<»ni«

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.