Morgunblaðið - 19.12.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1948, Blaðsíða 2
MORGUPiBLAÐlÐ Sunnudagur 19. des. 1948. 2 klOgumAlin GAIMGA Á FYRIR nokkru birti biaóið „Nordi.sk Tidendc11 í Brooklyn frjettnbrjef frá skáldkonunni Sigrid Undset. Hún skrifar m. a þoíía: V.Hjerna verður sennilega erf iðara í vetur en verið hefir síðan ! : : náminu lauk. Okkur finnst (hún á heima austan- á Lillehammer) að þeir á ves'urLandinu þurfi ekki að kvarta. Þeir hafa allan blessað- an fií.ldnn. En Björgvinarbúar eru súrir sarnt, því að þeir fá ekkr. lr.et nema einu sinni eða tvisvar í mánuði. Hjerna fáum við emstöku sinnum vatnafisk, hjá mánnum sem stunda veiði og við þekkjum. En sjávarfisk- urinn er svo . dauður“ þegar hann kemur hingað, að hjer áð- ur íyn hefðum við ekki einu sinni hoði.ð kettinum slík hræ. Fy rruro. fengum við fisk frá Mæri nieð bifreið, aðeins sól- 'arhrings gamlan og í besta stand), en þau viðskifti eru hætt, því að ríkið hefir tekið að sje.v '-kömtunina. Jeg get ekki sagt að nein bjartsýni ráði hjer. — Við er- um eldd örugg hvað framtíð- ina snertír, hvorki í utanrík- is rije innanrikismálum. hað’kann að vera að Sigrid Undset sje svartsýnni en allur f jöldum. En hitt er víst, að mað ur: heyrir býsna oft ummæli, sem eru. svipuð þessu. Fólk kvaríar Það er orðið leitt á höftunum og finnst ganga seint að fá særailegt matarhæfi, og ennþá seinna að geta klætt sig sæmilega, Yfirlýsingar yfir- valdanna um, að rýmkun á skömtuninni sje ekki væntan- leg í bráð, hafa orðið til þess að gera raöglið háværara. Á hinn. bóginn viðurkennir almemúngur viðleitni stjórnar- innar á því, að halda vísitöl- unni fyrir neðan „rauða stryk- ið“, eða um 160 stig, og halda gengimi í skorðum. Allt er betra en verðbólgan, telja flest- ir. — En niðurgreiðslur rikisins til þess að’ halda vísitölunni iyrir neðan „rauða strykið“, eru nú orðnar 700—800 miljónir króna á ári. Og allir eru sammála um að þær niðurgreiðslur verði að lækka, og hverfa þegar frá líð- ur. En galdurinn er í því fólg- inn, í Noregi, sem annarssíað- ar, að draga úr niðurgreiðsl- unum, án þess að vísitalan hækki Það er ekki hægt. Hægrimað- urinn Sjur Lindefcrække, banka stjóri í Bergen, hcfir bent á þá leið, að dxaga úr niðurgreiðsl- unum, 'en, taka upp í staðinn beina styrkl til framfæris barna og garnalmenna. En þessi skoð- un á sjer fcrmælendur fá. „Ef við skerðum niðurgreiðslurnar, og vísitalan hækkar, raskast grundvöllurinn undir öllu kaup gjaldí í Iandinu og vinnufrið- urhut er í hættu“, segja flestir. Frá Stórþinginu. Fjöldlnn. allur af lagafrum- vörpurii hafa verið til umræðu í Slórþi'aginu í nóvember og morg f' igið afgreiðslu. M. a. frum- um póstsparisjóði, Þa* sæfcti og talsverðum and- byr af liálfu stjórnarandstæð- inga, --)••• fcöldu það lið í bar- áttu stjórnarflokksins fyrir þvi, að ná yfirráðum yfir perúnga- málum þjóðarinnar. í flestum sveitum eru sem sje sparisjóð- ir fyrir, og er h’kiegt að póst- sparisjóðirnir dragi frá þeim. En meðhaldsmenn frv. töldu það helstu ástæðuna, að póst- sparisjóðirnir mundu auka sparnað, frá því sem nú er, ekki síst hjá börnum og unglingum. Frumvarpið vai samþykkt í Óðalsþinginu með 54 atkv gegn 41. Tvö mál, sem varða blöðin sjerstaklega, hafa verið á döf- inni. Annað er um þagnarrjett blaða um heimildarmenn sína. Samkvæmt núgildandi hegn- ingarlögum er hægt að skylda blaðamenn til þess að greina frá heimildarmanni að frjett. sem þeir láta í b!að. Neiti þeir því eru þeir látnir sæta ábyrgð, sektum eða fangelsi. Blaða- menn una þessu illa. í fyrra setti stjórn „Norsk Pressefor- bund“ nefnd, til að gera tillög- ur um brevtingar á þessu. Sú nefnd lagði til, að blaðamenn væru leystir frá þessari skyldu. Síðan hefir hegningarlaga- nefndin haft málið til meðferð- ar. Hún vill ekki gefa blaða- mönnurr. skilyr.ðislausan rjett til að þegja um heimildarmenn sína, en viðurkennir hinsvegar að í flestum tilfellum skuli þeir eigi skyldir til að greina frá þeim. Blaðamönnum þykir álit- ið loðíð og ófullnægjandi, þó það fari í rjetta átt. Og nú mun Stórþingið fjalla um mál- ið á næstunni. í haust vitnaðist það, að fje- lag eitt væri til í Osló, sem Liö.ertas hjeti. og hefði það markmið, að styrkja blöð til á- róðurs fyrir frelsi í viðskifta- lífinu. „Arbeiderbladet“ gerði stofnun þessa að umtalsefni, og um xniðjan mánuðinn bar Olav Oksvik fram fyrirspurn í þing- inu viðvíkjandi starfsemi Liber tas og tveggja annara stofn- ana, Industria og „Redernes Oplysningskontor“, sem starfa á líkum grundvelli. Dómsmálaráðherrann, Gund- ersen, kvað þessar stofnanir starfa á löglegum grundvelli og virtist vilja eyða málinu. En Oksvik tók það upp á ný í mán- aðarlokin og urðu umræðurn- ar og einkum aðfarir Oksviks sjálf dálítið broslegar. Hann bar sem sje upp til- lögu um, að S.tórþingið skipaði sjerstaka nefnd, tll þess að rann saka starfsemi þessara þriggja stofnana, en breytti svo tillög- unni þrívegis, hvað ofan í ann- að. Loks lýsti nann því yfir að fjórða tillagan væri frá stjórn- arflokknum en ekki frá sjer persónulega, enda var hún sam þykkt með 76 atkvæðum, eða alls stjórnarflokksins. Hún er á þá leið, að Stór- þingið skipi nefnd, til að „afla þeirra upplýsinga er ætla má að almenning varð', viðvíkjandi fjáröflun stjórnmálaflokkanna og stjórnmálablaðanna". Það er ekki talið líkiegt, að mikið hafist upp úr þessari rannsókn. í umræðunum var það stað- hæft, að einmitt stjórnarflokk- urinn hefði mest fje handa á milli til áróðurs. I fií Skúla Þess má enn geta að Stór- þingið hefir hækkað þingfarar- kaupið úr 9.500 kr upp í 11.000 og er þá miðað við sex mán- aða þingsetu. Það sem umfram er sex mánuði, greiðist auka- lega. Hækkunin verkar aftur fyrir sig, frá 1 jan. þ. á. og % af þingfararkaupinu eru undanþegnir skatti. Húsnæðismálin. Skorturinn á húsnæði er vafa laust tilfinnanlegri en allur annar skox-tur í Noregi, og það mál, sem bráðastra aðgerða þarf við. Nýlega var gefin skýrsla um þetta í Stórþing- inu, samin af birgðamála- og viðreisnarráðuneytinu. Sam- kvæmt henni höfðu frá því í stríðslok og til ágústloka í sum ar verið teknar í notkun 30.316 íbúðir, samtals 2.525.000 ferm að gólffleti. Frá haustinu 1945 til jafnlengdar 1948 hefir þann- ig verið bygt álíka mikið af íbúðum og gert var á 2 árum og 4 mánuðum fyrir stríð. •Samkvæmt þjóðbúskapará- ætluninni stóð til að byggja alls 18.000 nýjar íbúðir á síðasta ári, en fullgerðar yrðu 12000. Þessari áætlun hefir verið hald- ið sumsstaðar. En í Bergen og þó einkum í Osló og Aker vant ar mikið á að henni hafi verið fullnægt. Menn bvrjuðu á bygg ingunum, steyptu kjallarann og gerðu húsið kannske fokhelt. En svo rak í strand, vegna þess að ekki fjekkst efni til að full- gera húsin. Um síðustu áramót stóð því afarmikið af húsum hálfkarað. Til þess að sjá við þessu, var afráðið að veita ekki nema 8000 byggingarleyfi (íbúðir) fyrir þetta ár,. en leitast hinsvegar við, að fullgera þessi hús. Þar af þúsund íbúðir í Osló. En þegar á xeyndi sjest, að ekki var efni til að fullnægja þessu og leyfin því skorin niður um helming, og aðallega veitt þeim, sem gátu fært sönnur á, að þeir ættu efnið að miklu leyti fyrirliggjandi. Allt byggingar- efni er skgmtað, líka það sem nægileg framleiðsla er af, svo sem múrsteinn, sement og timb ur. En það eru einkum hrein- lætistæki, leiðslur. hitunartæki, gler, að ógleymdum nöglunum sem hörgull er á. 17.800 fjöl- skyldur vantar nú íbúð í Osló, þar af 4.700 „pör“ sem vilja giftast. Byggingarkostnaðurinn er af ar mismunandi. Hæstur er hann í Osló, en smálækkar þegar f jær dregur höfuðboiginni. í Not- odden og ýmsum fleiri bæjum hafa menn bygt mjög sæmileg portbyggð hús, nægileg handa stórri fjölskyldu, fyrir 35.000 kr. Áætluð húsaleiga í sam- byggðum stórhýsum er um 19 kr. fyrir ferm. á ári. Viðbúnaður undir Olympsleikina. Gistihúsaskortur hefir verið mjög tilfinnanlegur í Osló síð- ustu ár. En 1952 stendur til að halda vetrar-Olympsleikina í Osló og nágrenni Fyrir þann tíma verður að bæta úr þess- um skorti. Það er bæjarstjórn- in í Osló, sem á að sjá um und- irbúning leikjanna í samráði við Olympíunefndina. Á fundi þar nýlega gaf Rolf Hoímo, for maður Olympíunefndar Osló- borgar ýmsar upplýsingar um undirbúninginn, sem verið er — eða stendur til — að gera. vegna leikanna. Við Sognsvatn fyrir norðan Osló á að gera nýjan leikvang, sem rúmi 60.000 áhorfendur. — Bislet leikvangurinn í Osló rúmar ekki nema 25 þúsund. Nýi leikvangurinn er áætlaður að kosti fjórar miljónir krón- ur. Þar á að reisa íþróttaskóla ríkisins. Á Sognsleikvanginum verða leikirnir settir og þeim slitið, þar verður skautakeppn- in og skíðagöngurnar — 17 og 50 km. og boðhlaupin hefjast þar og enda. íshockeybraut með vjelfrystum ís verður gerð við Jordal og á að kosta miljón kr. Og umbætur á brautunum í Rödkleiva og Norefjell (þar sem brunið á að verða) kosta um 500.000 krónur. Alls er kostnaðurinn við undirbúning sjálfra leikjanna áætlaður sjö miljón krónur, en tekjurnar (aðgangseyrir etc.) 5.045.000 kr. Það er Oslóbær, sem hefir allan veg og vanda af þessum undirbúningi, og hann kostar hlutfallslega lítið byggingar- efni. Öðru máli er að gegna um gistihúsin. Þar eru það ein- staklingar og fjelög sem hlut eiga að. máli, og hafa sótt um byggingarleyfi fyrir löngu. Nú hafa verið veitt leyfi til að byggja 4 stór gistihús, eitt á „Palé-tomten“, óbyggðu svæði við Austurbrautarstöðina í Osló, annað í Skippergaten, sem er skamt þar frá, þriðja í Stúd entabænum við Sognsvatn og hið fjórða á Tryv annshögda fyr ir norðan Osló. Ennfremur er líklegt, að Hótel Hospitset, sem brann í hittifyrra, verði end- urreist. Hagur bænda. Bændurnir þykjast enn sem fyrr vera olnbogabörn ríkis- stjórnarinnar. Því er ekki að neita, að þeir eiga erfiða að- stöðu í samkeppninni um vinnu aflið. Á tímabilinu milli styrj- aldanna færðu bændur út kví- arnar. Nýræktin á þeim tíma nam 150 þús. hektörum. 10500 ný sveitaheimili voru stofnuð. Og meðaluppskeran óx um 43 %. Á strlðsárunum hrakaði landbúnaðinum mjög og akur- lendið færðist saman. Siðan hef ir mjakast í rjetta átt, þrátt fyr ir fólksfækkunina Á síðasta ári óx akurlend- ið t. d. um 3.200 ha. upp í 270.200. Aukningin varð ekki á kornökrunum, þeir hafa staðið í stað. Að vísu befir hveiti og höfrum verið sáð í nokkru meira land en áður, en hins- vegar hafa rúg- og hausthveiti- akrarnir minkað. En kartöflu- garðarnir stækkuðu um 14% eða 8000 hektara og eru 28% stærri en 1939. Hinsvegar eru kornakrarnir 18.5% eða 34.000 hektörum minni en 1939. Vegna fóðurbætisleysi á stríðsárunum urðu bændur að fækka búpeningnum einkan- lega svínum og hænsnum. Hins vegar fjölgaði hestum og sauð- fje. Á síðasta ári fækkaði hross unum um rúmlega 18 þúsund og eru nú álíka mörg og 1939 — stafar þetta af aukinni vjela notkun. Á síðasta ári fækkaði nautgripum um 50.000, eða 4.1 %, meðfram vegna þurkanna þá. Eru nú 19.2C/, færri naut- gripir í Noregi en 1939. Sauðfje fækkaði um 68.000 á síðasta árl og svínum um 10.000. Hinsveg- ar fjölgaði hænsnum um 700.000 og eru þau samtals um 2.7 milj ónir, sem er 20% færra en 1939. Fækkun nautgripa og svína er nærtæk skýring á því, hversvegna bæjarbúar kvarta svo sáran undan ketleysinu. I bæjunum fjölgaði sífelt munn- unum, sem metta þarf, sam- tímis því sem dregur úr ket- framleiðslu og smjörfram- leiðslu, því að mestur hlutl mjólkurinnar er seldur óunn- inn. Bændur halda því statt og stöðugt fram að þeir hafi ekki enn fengið fjárhagslegt jafn- rjetti við aðrar stjettir. En af annara hálfu er því haldið fram, að engin stjett hafi feng ið eins miklar kjarabætur síð- an fyrir-Tstríð og einmitt bænd- urnir. Þetta er sama sagan sem endurtekur sig svo víða. A3- alatriðið er að unga fólkið vill ekki vera í sveit, þó að það bærl meira úr býtum þar en í verk- smiðjum bæjanna. Norðmenn keppa nú að auk- inni vjelanotkun og má vera að hún geti gert sveitalífið að- gengilegra fyrir u.nga fólkið en áður var. Og þeim bygðum fer sífækkandi í Noregi, sem eigi hafa rafmagn. í fjögra ára áætl un stjórnarinnar er gert ráð fyr ir stórfelldum framkvæmdum í þeirri grein: Fiam til ársloka 1954 er áætlað að virkjuð verði um 1.500.000 kílówött aðallega til heimilisþarfa ag smáiðnaðar og m. a. í þeim hjeruðum, sem afskiftust hafa verið áður í þessum efnum, nfl. Finnmörk og Troms. — En hvað sem þessu líður þá er það fyrirsjáanlegt, að Norðmenn verða að taka upp aftur innflutning landbún- aðarafurða, einkum kets, und- ireins og efnahagur þjóðarinn- ar leyfir, og halda honum á- fram um ófyrirsjáanlega lang- an tíma. Manntjónið á stríðsárunum Jeg skýrði frá því í brjefi til Mbl. í sumar, hve mikið tjón norski herinn, flotinn og flug- liðið hefði beðið samtals á stríðsárunum, og voru það um 1100 manns. En sje alt mann- tjón þjóðarinnar vegna styrj- aldarinnar talið saman, verður það nærri tíu sinnum meira, Samkvæmt skýrslum, sem hag stofan hefir nýlega gefið út er manntjónið talið als 10.262. — Þar af 883 konur. Mest varð manntjónið á sjón um, 3568 karlar og 70 konur. En sje þessu deilt með ca. 30, til að fá rjettan samanburð við Islendinga, þá kemur á daginn, að manntjón okkar hefir orðið hlutfallslega meira. Úr and- Frh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.