Morgunblaðið - 19.12.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.12.1948, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Simnudagur 19. des. 1948. Ur ýmsum áttum Andstreymi Tímamanna TÍMADÓTIÐ hefur átt ýmsu andstreymi að mæta nú upp á síðkastið. Eins og Tíminn ber' með sjer á degi hverjum, telur hann það vera aðalhlutverk sitt eins og nú standa sakir að rægja fyrverandi stjóm og telja alt, sem aflaga fer í bjóðfjelag- inu nú vera meira hennar sök en nokkurs annars. Með þessu sífellda níði um ný«köpunar- stjÓrnina hyggst Tíminn og Hermann géta náð best til Sjálf stæðisflokksins, formanns hans og núverandi ráðherra, sem báðir studdu fyrrverandi stjórn og unnu mikilsverð trúnaðar- störf í þágu hennar. En það hefur nú farið svo fyrir þess- um rægikörlum Tímans eins og mörgum voþnabræðrum þtirra fyrr og síðar, að vopnin hafa snúist við í höndum þeirra. og þegar þeir finna það verða þeir ókvæða við. Framsóknarformaðurinn og földu inneignirnar Svo sem kunnugt er, hefur það verið eitt aðalárásarefni Tímamanna á fyrrverandi stjórn og raunar núverendi stjórn líka, að innflytjendum hafi verið látið haldast uppi að koma erlendum gjaldeyri und- an umsjón og eftirliti gjaldeyr- isyfirvaldanna í landinu. Hafi þeir .síðan falið þetta erlendis og éigi þar erlent fje í stórum stíl. Kunnasta atriðið í þess- um -leik Tímamanna er þáttur sjálfs höfuðpaurans Hermanns. Mun flestum í fersku minni yf- irlýsing hans á Hörnafirði í vor sem kommúnistar útbásúnuðu um landið og töldu mikil og góð tíðindi. Hermann sagði, eins og allir muna, að íslendingar ættu 130 rríilljónir króna í dollurum — faldar í Bandaríkjunum og í stað þess að gera gangsltör að því að ná þessu fje, hjálpaði stjórnin hinum bráðlega til að hilma yfir verknaðxnn. En svo undarlega bar við, að begar, far- ið var að ganga efíir frekari upplýsingum hjá Hermanni og leita eftir aðstoð hans i málinu, duttu honum allar lýs úr höfði; og hvernig sem að hefur verið farið, hefur Hermann aldrei fengist til að segja eitt auka- tekið orð um þær heimildir, sem hann hafði fyrir ummæl- um sínum í Hornafirði, og hef- ur beinlínis orðið að athlægi fyrir' það fleipur sitt, svo sem von er að. Framsókn, S. í. S. og umboðslaunin Ekki hefur farið betur fyrir Tímaliðinu með aðra þætti þessa innstæðumáls. Þeir hafa haldið því fram, að innflytj- endur hafi svikist um að skila til rjettra aðila umboðslaunum sínum frá erlendum fyrirtækj- um. Hefur þetta atriði lítið ver- færslu gjaldeyris út á veitt leyfi, hafi ekki verið gengið hart eftir því að það skilaði gjaldeyristekjum sínum vegna umboðslauna. Þegar það var orðið lýðum ljóst, að þannig var í pottinn búið hjá stærsta inn- flytjanda landsins, sjálfu Sam- bandinu varð þeim Tíma-pilt- um og Hermanni all-felmt við og hafa síðan verið , hljóðir og hógværir" í tali sínu um inn- stæður og umboðslaun. Kaldaðarnesgjöfin. En þótt Tíminn hafi orðið hart úti í innstæðumálinu eftir frumhlaup Hermanns og játn- ingu S. í. S., hefur samt annað mál orðið honum nú til meiri hrellingar. Það er gjöfin á Kald- aðarnesi. Það er vafamál hvort Framsókn hefur nokkru sinni lagst lægra á öllum sínum valda ferli, heldur en í þessu hneyksl ismáli. Allt er þetta mál sam- feld svívirða frá upphafi, en þó skal það rakið sundur í þrjá höfuðþætti. 1) Lögin um sölu þjóðjarða eru þverbrotin, en þó er ó- skammfeilnin svo mögnuð, að tekið er fram í upphafi afsals- brjeffeins, að jörðin sje seld ,,samkvæmt“ þessum lögum!! 2) Jörðin Kaldaðarnes, Kálf- hagi I og II og næstum allar hjáleigurnar, sem keypt var á 115 þús. kr., fyrir dýrtíð, og síðan hefur verið byggt á fyrir hátt í eina milljón króna er ,,metin“ á 419 þús. 820 kr. 3) Þess er vandlega gætt að „kaupandi“ (Jörundur) þurfi svo til engin útgjöld að hafa af því að eignast Kaldaðames, enda varð útborgunin ekki nema 1120 kr. í peningum!! Til að koma þessu þannig fyrir eru fundnir ’upp hinir ótrúlegustu tekjuliðir fyrir ,,kaupandann“, m. a. ,,afurðatap“ 20 þús. kr. Líklega hafa Skálholts-kýrnar geldst svona mikið við að vera reknar niður. í Flóa ofan úr Biskupstungum! Og allt er eft- ir þessu. Og allt er málið svo ókrjálegt, svo lágkúrulegt, svo lítilmannlegt að það er engum líkt — nema Framsókn. Hagalagðar Borgari segir í Tímanum að menn kasti steinum af hneigð sinni til að taka þátt í skít- kasti. —o— Mikil vár óáranin hjer í Móðu harðindunum. ,,V,ar það ein ó- lukka í landinu, að þjófar voru frómir sagðir“, segir sr. Jón Steingrímsson í æfisögu sinni. 1—o—■ Hermann Hornafjarðarkappi hefur keypt níu bifreiðar á und anförnum misserum og selt 7 þeirra. Einhver hefur nú feng- ið virðingarheitið „bííabrask- ari“ fyrir minna. — Frá Noregi (Framh. af bls. 2) stöðuhreyfingunni (heimavarn arliðinu) týndu 2091 lífi, ýmist í Noregi eða í fangabúðunum í Þýskalandi. 366 voru teknir af lífi af þýskum „dómstólum“ og 93 fórust á leiðinni til Eng- lands, er þeir reyndu að strjúka. Af heimavarnarliðinu voru það 266 konur, sem týndu lífi, þar af sjö yfir sjötugt. í fangabúðunum í Noregi voru 38 menn og ein kona pínd 1 hel, 19 hengdu sig í fangels- inu, 12 hentu sjer út um glugga og 10 fyrirfóru sjer á annan hátt. 43 dóu af sjúkdómum. Úr þýsku fangabúðunum vant- ar tilgreiningu á dánarorsök fyr ir 1049 manns, en flestir þeirra munu hafa verið kæfðir með gasi. Úr norska hernum fórust als um 2000 manns, þar af frömdu 24 sjálfsmorð en 2 voru myrtir. 1779 utan hersins týndu lífi vegna ýmsra hernað- araðgerða, þar af fórust um 900 við loftárásir bandamanna, Herdeildir þær, sem nasistar gerðu út á vígstöðvarnar urðu fyrir miklu manntjóni. Skrif- stofan tíundaði 689 fallna. En líklega hafa þeir verið fleiri. Og 63 karla og tvær konur úr flokki Quislinga drap heima- varnarliðið. Bergen misti hlut- fallslega flesta á styrjaldarár- unum. Norske Teatret hefir leikið „Peer Gynt“ jundanfarna daga á þjóðleikhúsinu í Stockholm, en í staðinn hafa Svíar sent flokk með óperuna „Brúðkaup Figaro’s11 og sýnt hana á Norske Teatret, við fádæma að- sókn, með Hjördis Schymberg og Sigurd Björling í aðalhlut- verkunum. Nýja útgáfan af „Peer Gynt“ hefir vakið mikla athygli í Stokkhólmi og fengið góða dóma. Utanríkisráðuneytið norska hefir í hyggju að beita sjer fyrir stofnun allsherjar land- kynningarstofnunar í stíl við British Council eða Svenska instituttet, sem kynni menn- ingu Noregs út á við með bóka- útgáfu, kvikmyndum, fyrir- lestraferðum o. þ. h. Odd Hölaas blaðafulltrúi Noregs í Kaupmannahöfn gerði nýlega grein fyrir þessu í útvarpinu. Er gert ráð fyrir að stofnun þessi hafi á hendi öll kynn- ingarstörf þau, sem á Noregi hvíla gagnvart UNESCO, og að upplýsingastarfsemin verði stóraukin frá því sem nú er. Er ætlast til að einstakir menn og atvinnufyrirtæki standi straum af þessu í sameiningu við hið opinbera. Skúli Skúlason. ið rætt þar til nú nýloga í sam- bandi við fyrirspurn til stjórn- arinnar á Alþingi. Upplýstist þá að langstærsti innflytjandinn, Samband íslenskra samvinnu- fjelaga, hafði alls engum um- boðaTaunum skiiað, scm hljóta þó áð nema milljónum kióna í etlendum gjaldeyri á ári hvenju. Hefur það og verið við-. urkdnnt af S. í. S.„' áð ’ sakir örðugleika bankanna á yfir- Hermann Guðmundsson, fyrr um Alþýðusambands forseti er gott dæmi um muninn á hrein- ræktuðum og hálfblóðs koinm- únista. Hann er vitanlega úr 'flokki hinna síðarnefndu.- Það var alþýðusamtökunum í land- inu mikið happ, að forseti þess afneitaði .stalínslju ofbeldi,- en viðurkennai lýðræðislégar að- ferðir. Hastings, Sussex. LÖGREGLUNNI hjer í Hast- ings var nýlega tiikynnt, að tundurdufl væri á floti skammt frá ströndinni. Lögreglubílar flýttu sjer á 'staðinn. Þegar „duflið“ var kom ið nógu nálægt, seildist einn lögreglumannanna varlega eft- ir því. ■ ■ Úetta var óvenjustór kokos- hneta. — Reuter. HARTMANN ÁSGRÍMSSON var fæddur á Sauðanesi á Upsaströnd 8. sept. 1874, voru foreldrar hans Ásgrímur Gunnlaugsson síðar bóndi í Hvammi í Hjaltadal og síðast hjá syni sínum í Kolkuósi og Guðrún Ólafsdóttir frá Ósi í Hörgárdal, en Guðrún var fóstur- dóttir Sauðaneshjóna. Ásgrímur var þá vinnumaður á Sauðanesi, og er mælt að þeim Guðrúnu væri meinað að eigast af fóstur- foreldrum hennar. Guðrún fór nokkru síðar til Vesturheims og giftist þar. Fram til 10 ára aldurs ólst Hartmann upp hjá móðurbióður sínum Magnúsi Gunnlaúgssyni bónda á Nefstöðum í Stýflu og fyrri konu hans Ástu Halldórs- dóttur bónda í Tungu Jónssonar. Eftir lát Ástu fluttist Hartmann með Ásgrími föður sínum að Brimnesi í Viðvíkursveit. Þá bjó í Brimnesi Sigurlaug Þorkelsdótt ir eitt hinna kunnu Svaðastaða- systkina, hin merkasta kona. — Sigurlaug var ekkja eftir Símon Pálmason bónda í Brimnesi og bjó þar um langt skeið. í Brim- nesi dvaldi Hartmann upp frá þessu öll sín uppvaxtarár og var þar heimilismaður, þar til hann reisti sjálfur bú og kvæntist einni af heimasætunum á þessu mynd- arheimili. För þessa drengs að Brimnesi var án efa gæfuspor, á þessu merka heimili naut hann þeirrar fræðslu sem er flestu eða öllu skólanámi betri. Þar ólst hann upp við þá heimilishæ+ti og þann hugsunarhátt sem varð honum vegarnesti og markaöi að jeg hygg starf hans og stefnu alla æfi. Hartmann gekk í gagnfiveða- skólann á Möðruvöllum og út- skrifaðist þaðan 1^595. Árið 1898 hóf hann verslun í Kolkuósi og rak þar allmikla verslun um langt skeið og af miklum dugn- aði, byggði þar fyrstur manna íbúðar- og verslunarhús og síðar sláturhús o. fl. Þegar kaupfjelög- in færðust í aúkana, og kreppan kom eftir 1930 dró hann versl- unina saman og hætti. En verslunin var honum ekki nægilegt verkefni, jafnhliða henni rak Hartmann búskap í Kolkuósi og græddi þar upp all- i mikið tún sem ekkert var áður, svo að úr þessu varð snoturt ný- býli. En verkefnin voru þarna takmörkuð og því fór sem vænta mátti og honum þótti brátt of þröngt um sig. Árið 1908 keypti hann pæstu jörð Langhús er nú | heitir Ásgarður og hóf þar einnig búskap og ræktun og þar bjó hann eftir það til dánardægurs, þótt hann flytti þanguð ekki fyr en á síðari árum. Meðan Hartmann var á ljett- asta skeiði hafði hann allinikil afskifti af opiríberum málum og fjelagsmálum sveitar sinnar og var í fylkingarbrjósti hinna yngri manna. Hann stofnaði vín- og tóbaks- bindindisfjelög um aldarnótin og var formaður þeirra. Hann var einnig formaður búnaðarfjelags- ins, búpeningsræktar- og iðnfje- lags sveitarinnar, safnaðarfulltrúi : og oddviti sóknarnefndar. Hann i var hreppsnefndaroddviti um skeið og hreppstjóri um tíma, og • gegndi - öllum þessum störfum i með dugnaði og árvekni. j Nokkru eftir að Sigurmon son- j ur hans kvæntist fekk hann hon- um Kolkuós, en flutti sjálfur að Ásgarði og bjó þar. Hartmánn var gjörfulegur mað ur og vel greindur, hófsamur, en hjelt fast á sínum málum, at- orkumaður hygginn og reglusam- ur, fjáraflamaður og kunni vel að fara með fengið fje, og um langt skeið ein af máttarstoðum sveitar sinnar. Hartmann kvæntist 14. nóv. 1901 Kristínu Símonardóttu.r frá Brimnes(i, góðri konu og níerkri, sem hún á kyn tiþ og manni sín- um samhent. Bcrn þeirra voru: 1. Þorkell, dó innan við tvítugsaldur. 2. Sig- urmon bóndi og hreppsnefndar- oddviti í Kolkuósi. 3. Ásgrímur kaupmaður og bæjarstjóri í Ólafsfirði. Auk þess ólu þau upp nokkur fósturbörn. Hartmann andaðist á s.iúkra- húsi Akureyrar að afstöðnum uppskurði þann 4. ág. s.l. og var jarðsunginn í Viðvík 14. s.m. að viðstöddu fjölmenni. . Frh. af bls. 4. vott um það, að skilningur fólksins hefur aukist á því, að það er holl og góð þjálfun fyr- ir alla að iðka danslistina. Kennarar — Kennarar við dansskóla Fjelags íslenskra listdansara eru. _auk frú Sif Þórz, þær Sig ríður Arman, sem m.a. hefur stundað nám í Bandaríkjun- um, og Sigrún Ólafsdóttir, ‘:em lært hefur í Danmörku. Bestu Iitsdansarar Þær Sif Þórz og Sigríður Ár mann munu nú vera bestu listdansarar hjer á landi og hafa báðar getið sjer góðan orðstír erlendis. Þær hafa einnig samið dansa af hinni mestu smekkvísi, eins og okk- ur gafst kostur á að sjá á dans- sýningu þeirra um daginn.. — Þær nota nú báðar menntun sína og hæfileika til þess að kynna danslistina sem allra flestum. Fyrir það getxxm við verið þakklár. M. Bfýþjófar í BrefSandi i London. BLÝÞJÓFAR hafa verið á ferð- inni í Bretlandi að undanförhu, og jafnvel gengið svo iangt að stela blýþynnum af húsþökum, — ofíast af kirkjum og skólum. Lögreglan gerir nú allt hvað hun getur til að klófesta þessa þjófa, en þeir selj$ blýið á um 70 sterlingsþunil íónriið. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.