Morgunblaðið - 24.12.1948, Side 4
Föstudagur 24. des. 1948.
'e<$ f°
z
2
t
«
$
<>
<y
4
<■>
2
é>
2
2
1
4
é
é
<
4
4
J Ó L A G
A N
Sænsk-islenska verslunarfjelapiö h.f.,
Trjesmiðjan Raiíðará.
RafUekjavershin Eiríks Mjartarsonar & Co.
Laugaveg 20 B.
ZJ----j r-.
Verslunin Brynja• j|
ÞAÐ VAR farið að nálgast
jólin og börnin voru altaf að
tala um þau og hlökkuðu svo
til. Sum þeirra óskuðu sjer að
fá í jólagjöf sleða eða skauta,
en ein stúlknanna sagði:
— Hvaða gagn er að fá
skauta, ef það kemur ekki
frost, — þá kemur enginn ís
á tjörnina. Og sleða er ekki
hægt að nota, nema það snjói
einhver ósköp. — Nei, þá vildi
jeg helst óska mjer að fá rúllu
skauta.
Anna litla var farin að halda
það sama. Aitaf þegar hún
vaknaði á morgnana. ljet hún
verða sitt fyrsta verk að
hlaupa að glugganum og horfa
út, — en, nei. Altaf var þar
sama rigningin og rokið.
Einu sinni, þegar hún var
nýbúin að klæða sig, sagði
mamma þennar:
— Vilfu fara fyrir mig að
sækja mjólkina, jeg hefi svo
mikið að gera, að jég má ekki
vera að því.
Auðvitað fór Anna að sækja
mjólkina fyrir hana mömmu
sína. Hún gerði það svo oft. Nú
flýtti hún sjer í mjólkurbúð-
ina, en þegar hún kom til baka,
fór hún hægara, því að brús-
inn, sem var fullur af mjólk,
var svo þungur. En alt í einu
stansaði hún og varð alveg
hissa. Því að við stofuglugg-
ann heima hjá henni, sá hún
lítinn, skrítinn mann standa
og vera að mála á rúðurnar. .
— Finst þjer blómin mín
ekki vera falleg? spurði ó-
kunni maðurinn og sneri sjer
að Önnu.
— Þau eru eins og burknar,
sagði hún, — nema þau eru
bara hvít og glampa eins og
spegill. Hvernig ferðu að . því
að mála þau svona.
— Jú, svaraði maðurinn og
hló. — Það er mín list. Jeg
hefi líka norðanvindinn til að
hjálpa mjer. Finnurðu ekki
hvemig hann blæs hjer við
hornið?
Anna sagðist finna það. Það
var svo kaldur gustur, sem stóð
á móti henni. En hvernig get-
ur vindurinn hjálpað þjer? i
— Nú skal jeg sýna þjer,
hvernig jeg fer að því. Jeg þarf
að mála langtum fleiri rúður
og engar tvær mega verða eins.
Sjáðu bara.
Og hann fór að mála og
mála og hann var fljótur eins
og leiftur. Aldrei hafði hún
Anna sjeð eins flínkan málara.
Hann gerði burkna, og krist-
alla og alskonar yndislegar rós-
ir, og engar tvær voru nákvæm
lega eins.
Anna stóð lengi og horfði á
hann. Þá mundi hún eftir, að
hún var að sendast fyrir
mömmu sína og mátti ekki
slóra.
Þegar hún kom inn í eldhús,
mætti hún mömmmu sinni.
— En hvað þú ert orðin rauð
á kinnunum og nebbanum,
hrópaði mamma hennar. Varð
þjer kalt. — jú, það er að koma
norðanátt og frost. Og komnar
frostrósir á rúðurnar.
— Já, sagði Anna. jeg sá
litla karlinn vera að mála
þær.
Norðanáttin hjelst lengi, það
Karlinn, sem máiabi
frostrósir
K
I
var frost og dálítil snjókoma.
Og getið þið nú hvað af jóla-
gjöfunum henni Önnu fanst
vænst um!
Auðvitað skautana sína, —
það voru spegilfagrir skautar
með hvítum skóm. — Alt jóla
fríið sitt var hún að fara nið-
ur á tjörn til að renna sjer á
nýju, góðu skautunum.
Óteljandi jóialjós
Kristján, kallaður Kiddi,
var kominn í fínu fötin sín —
nýjar stuttbuxur, rauðan jakka
og hvíta skyrtu. Svo var hann
með nýja lakkskó á fótunum.
En hann fjekk ekki að koma
inn í stofu. Það var harðbann-
að.
Hann vissi nú, hvað verið
var að gera þar — eða að
minsta kosti grunaði hann það.
---Það var verið að skreyta
jólatrjeð.
Mikið væri nú gaman að sjá
trjeð. — Hvernig skyldi það
annars vera? Með alskonar
stjörnum og með kertum? —•
Ja, hver veit?
Ætti jeg að kíkja í gegnum
skráargatið? hugsaði Siggi. —
Já, sagði hann og svo læddist
hann yfir forstofuna. Hvað
skyldi hann nú sjá? Og svo
kíkti hann — en — ó! hann sá
ekkert. Eitthvað hafði verið
sett fyrir skráargatið, svo að
ekkert sást inn.
Hann varð að bíða og bíða,
svo óralangt fanst honum. —
Hann fór út að glugganum, sett
ist á hnjen upp á stól, sem þar
var, og horfði út.
Það var snjór yfir öllu og
blæjalogn. Himininn var heið-
stirndur. Hvað skyldu stjörn-
urnar annars vera margar?
hugsaði Kiddi. Og hann fór að
telja. — En þær voru svo marg
ar, að það var ekki hægt að
telja þær. — alsstaðar á himn-
inum voru stjörnur.
Alt í einu var kallað: •—
Kiddi, nú máttu koma. Stofu-
hurðin opnaðist og þar inni
mátti sjá annarlegan ljósblæ.
Kiddi þokaðist hægt nær og
nær. Og svo stóð hann í stof-
unni með alla dýrðina fyrir
framan sig.
Trjeð náði hátt upp í loftið
og á því glömpuðu marglitar
stjörnur, jólapokar og bjöllur.
gull,
Þar voru fánar og silfurbönd
og gullborðar. Og jólaljósin!
Hann Kiddi stóð fyrir fram
an alia þessa dýrð og lengi
mælti hann ekki orð af vör-
um.
Loks sagði hann:
— Jeg hugsa að jólaljósin
sjeu eins mörg og stjörnurnar
á himninum.
Jólakötturinn
er varasamur
Siggi litli, sjö ára, sem átti
heima í gula húsinu við göt-
una, var ekki kurteis drengur.
Á jólakvöld gaf mamma
hans honum svo fallega prjóna
húfu og vettlinga, en hvað hald
ið þið að hann Siggi geri? Hann
setur upp á sig snúð, snýr nef
inu beint upp í loftið og segir:
— Jeg vil ekki svona húfu
og svona vettlinga, jeg vil fá
bíl og járnbrautarlest, sem
hægt er að trekkja upp.
— Jæja, sagði mamma hans,
þú vilt þá fara í jólaköttinn,
Siggi.
Það er enginn jólaköttur til,
sagði Siggi. — Hann ljet húf-
una og vettlingana liggja eft-
ir á gólfinu. Svo skokkaði hann
út úr stofunni fram ganginn,
opnaði útidyrahurðira og gekk
út í snævi þakinn garðinn, sem