Morgunblaðið - 24.12.1948, Síða 8

Morgunblaðið - 24.12.1948, Síða 8
8 M O RC U-N ÍJ L A fí I fí Föstudagur 24. des. 1948. 99JEG KOMST ÞANGAJ3 EIIMHVERIMVEGIIMIM** EINNA MESTA eftirtekt á Ól- ympíuleikunum vakti ungur liðsforingi úr belgiska hernum, Etienne Gailly. Hann náði þó hvergi gullverðlaunum, en varð þriðji í erfiðustu keppnisgrein leikanna, maraþonhlaupinu. — Hann var þar spegilmynd hins fræga ítalska hlaupara Dorando Pietri, sem tapaði í því hlaupi á Ólympíuleikunum, sem haldn ir voru í London 1908, en sem miklu fleiri kannast nú samt við en sigurvegarann sjálfan. Flýði til Englands Gailly byrjaði að æfá um jólaleytið 1942, þá tuttugu ára gamall. Litlu síðar strauk hann frá Belgíu, sem þá var herset- in af Þjóðverjum, til Frakk- lands. Ætlun hans var að kom ast til Bretlands og taka þar þátt í heræfingum landa sinna, sem dvöldu þar í landi. Gailly komst í gegnum Frakkland, en var handtekinn á Spáni og sat þar í fangelsi í sex mánuði. Þá var hann látinn laus til þess að snúa aftur heim til Belgíu, en til Englands kom hann samt í september 1943. Hann hafði far ið yfir Portugal og Gíbraltar. í Englandi gekk hann í her- skóla og var útskrifaður það- an sem liðsforingi. 1944 gekk Gailly í breskt íþróttafjelag, fjelag Nankevil- les, breska míluhlauparans, og eftir að hann kom heim til Belgíu aftur tók hann þar þátt í margri keppni, og loks v|ir þjálfun hans eingöngu miðuð við þátttöku í maraþonhlaupi Ólympíuleikanna. Þáttakan í Olympíuleikunum í eftirfarandi grein, sem birtist með frekari skýringum Willy Meisl í nóvemberhefti „World Sports“, segir Gailly sjálfur frá þátttöku sinni í þessu fræga maraþonhlaupi: — í samráði við þjálfara minn var ákveðið, að jeg skyldi hlaupa án þess að hugsa mikið um keppinauta mína. — Aðeins einn hlutur skifti mig máli, úrið, sem jeg var með á vinstri handleggnum. Með því gat jeg sjeð, hvort jeg fylgdi hinni fyrirfram ákveðnu tíma- áætlun. — Mjer til mikillar undrunar var jeg eftir 5 km. í hópi hinna fremstu, en þá hafði jeg hald ið, að jeg yrði nokkuð aftar- lega. Leiðin erfiðari en Gailly helt Gailly hefir augljóslega reiknað með að meira eða minna leyti sljettri braut, segir Meisl, en leiðin 1948 var í raun og veru ein sú erfiðasta, sem jeg hefi fylgst með. Þannig Hann si< samt hyll var það, að tími, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði nægt til þess að vera að- eins framarlega. fjekk honum forystuna of snemma. Þegar jeg sá til Gailly nokkru seinna, tók jeg eftir því, að hann leit tvis- var á úrið sitt. Tók forustuna fyrr en jeg vildi — Alveg gagnstætt því sem jeg hafði búist við, heldur Gailly áfram, var fyrsti hluti leiðarinnar ekki hlaup- inn mjög hart. Það er frekar áfall, þegar maður kemst að því, að maður er orðinn fyrst- ur, án þess að hafa þó gert nokkuð annað en fylgt ákveðn um tíma. Kínverskur hlaupari fylgdi mjer eftir nokkurn spöl, en svo drógst hann aftur úr og jeg var einn. Þetta var ekki ætlun mín. En þegar jeg fór að hugsa um það komst jeg að þeirri niðurstöðu, að þetta var ekki mjer að kenna. Jeg fylgdi aðeins tímaskrá minni og lokatíminn átti að vera 2 klst. og 30 mín. Hinir hlupu bara hægar en jeg og þjálfari minn höfðum haldið. Gailly fór framhjá 10 km. steininum eftir 35 mínútur, en eins og áður er sagt mun hann og þjálfari hans hafa gleymt að taka hæðirnar með í reikn- inginn. Samt sem áður skakkaði tímanum aðeins fáeinum mín. um. Gailly hljóp á 5% mín. lakari tíma en hann átti að gera. Hjelt Heino og Holden hættulegustu keppinautana — Fyrst jeg hafði náð foryst unni svona snemma, var jeg alveg viss um, að hinir myndu brátt ná mjer aftur. Jeg leit oft aftur og bjóst við Heino og Holden upp að hliðinni á mjer á hverri stundu. Jeg áleit þá hættulegustu keppinauta mína. Það var einkennilegt að verða ekkert var við þá. Þetta háði mjer samt ekki í raun og veru. Fyrst jeg með því aðeins að fylgja áætlun, hafði forystuna, hlaut alt að vera í lagi, bara ef jeg hjeldi ferðinni. — Eftir um það bil 32 km. fór Choy frá Kóreu fram úr mjer. Jeg gat ekki fylgt hon- um eftir, og spurði sjálfan mig: ,,Fer hann svona hratt, eða er jeg að linast?“ Jeg varð að viðurkenna, að kraftar minir höfðu þrotið verulega. Jeg sá aðeins, hvað Choy hljóp hratt. i ekki, i fólksins Gailly eftir hlaupið Þótt jeg hataði þessa þreytu, var jeg ekki ákaflega hrædd- ur. Jeg hafði einn haft foryst- una 27 km. Útlitið var ekki eins gott núna, en þegar öllu var á botninn hvolft, var þetta aðeins eðlileg þreyta, sem jeg vonaði, að jeg myndi fljótlega vinna bug á. Næst fór Argent- ínumaðurinn Cabrera fram úr mjer. Það óttaðist jeg samt ekki, og jafnvel ekki þótt hann væri kominn meira en 50 metra á undan mjer, því að einmitt núna hafði jeg aftur fundið sjálfan mig. Náði forustunni aftur — Alveg sjálfkrafa var jeg aftur á meðal þeirra fyrstu. — Jeg fór fljótlega fram úr Ric- hards, sem hljóp fast á eftir Cabrera. Og jeg var ekki fyrr kominn upp að hliðinni á Ar- gentínumanninum, en jeg á- kvað að fara fram úr honum tafarlaust. Jeg var ekki leng- ur vanmáttugur. Þvert á móti. Nú áleit jeg að kominn væri hinn rjetti tími til þess að gera upp reikningana. Ef einhver hefði þá sagt mjer, að aðeins tveimur km. frá þeim stað, yrði jeg örmagna og að falli kom- inn af þreytu, hefði jeg ekki trúað því. Jeg hafði tekið for- ystuna aftur, og alt virtist ganga vel. Auðvitað var jeg þreyttur, en alveg sannfærður en hlaut um, að jeg myndi halda það út. — Ef til vill hefir þetta ver- ið mesta yfirsjón mín í þessu 42 km. hlaupi. Til þess að ná Cabrera varð jeg að vinna inn um 65 metra. Og þegar jeg hafði náð hnoum fór jeg fram úr honum og jók bilið fljótt á milli okkar, ef til vill of fljótt, því að eftir 1 km. var hann orðinn rúmum 50 metrum á eftir. Jeg hafði unnið af hon- um meira en 100 m. á aðeins 2 km., og getur vel verið, að það hafi verið of mikið fyrir mig. Jeg veit ekki ennþá, hvort þetta voru mistökin, sem gerðu alveg út af við mig. Það er erf- itt að skera úr því. Meisl: Gailly var þreyttari en hann sjálfur hjelt Maður, sem fylgist með þannig keppni úr bíl, sjer skilj anlega marga hluti miklu bet- ur en sá sem berst áfram á brennheitum sólum (öll leiðin var á grjóthörðum vegi) með orku, sem er að smáeyðast til algerðrar þurðar. Við urðum sammála um það í bílnum, Sví inn Rydahl (hann er sjálfur fyrrverandi maraþonhlaupari) og jeg) að fyrst eftir 30 km. sje hægt að fara að ráða eitt- hvað um úrslitin. Það er síðasti fjórðungurinn, sem er þýðing- armestur. Erfiðleikinn er í því fólginn, að geyma nokkra orku til þess að nota í lokin, en^ó ekki að spara hana um of og lenda of aftarlega. Gailly var þegar of þreytt- ur (miklu þreyttari en hann gerði sjer sjálfur ljóst) til þess að hugsa skýrt. Hann var grænn í framan, og þegar jeg sá hann aftur inni á Wembley leikvanginum, sannfærðist jeg um að hið ósveigjanlega vilja- þrek hans, hafði komið lík- amanum til þess að þola það sem hann gerði í svona lang- an tíma. í huga hans var ekkert rúm fyrir neitt annað en hina mis- kunnarlausu skipun til allra tauga og vöðva: „Að vera fyrst ur til leikvangsins! Fyrstur til leikvangsins!“ Wembley-völlur inn upp á hæðinni var takmark ið. En engin hugsun snerist um það, að inn á vellinum þurfti hann einnig að hlaupa einn hring. Annars, þar sem síðasti spölurinn eftir Ólympíuvegin- um lá upp í móti, hefði Gailly getað sjeð, að það var mikið betra fyrir hann að fylgja öðr- _um eftir, en ákveða hraðann fyrir keppinauta sína. En það var einmitt það, sem hann gerði. Gailly: Jeg komst þangað einhvernveginn — Þreytan gerði það enn erf iðara að komast upp litla hæð- arveginn til Wembley. Ennþá var alt í lagi, og jeg hafði ekk- ert hugboð um að jeg myndi falla saman. En strax, er jeg var kominn inn á völlinn kom þreytan yfir mig eins og vold- ugur óvættur. Jafnskjótt og jeg var kominn yfir hina venjulega markalínu, sem til allrar óhamingju var ekki hin eiginlega markalína, hún var 400 metra í burtu, vissi jeg að það myndi einhver fara fram úr mjer. Þetta var erfitt fyrir mig. Jeg get ekki neitað því. Mjer fanst jeg. vera einskonar píslarvottur. Jeg var hræðilega máttfarinn, jeg fjell næstum í ómegin. Jeg kendi krampa- kendum verki í maganum um þetta, sem var augljóslega sýktur af þreytu. En samt sem áður hjelt jeg ennþá, að jeg væri ekki neitt verulega þreytt ur, aðalorsökina var að finna hjá ipaganum. Fyrst fór Cabrera fram úr mjer og síð- an Richards, allt eins og í þoku. Jeg barðist ekki lengur við þá, heldur við hina hræði- lega veiki. Framar öllu öðru vildi jeg ná markalínunni, sem var ótrúlega langt í burtu. Jeg komst þangað . . einhvernveg- inn. Það var hin hetjulega bar- átta, sem kom Gailly í uppá- hald hjá fjöldanum. Það var síðasti hringurinn á Wembley- leikvanginum, sem gerði nafn hans heimsfrægt. Hann var einn af þeim yngstu í keppninni. Það var reynsluskorturinn, sem kostaði hann sigurinn. Eftir fjögur ár verður hann ekki einu sinni eins gamall og Camrera er nú, og eftir átta ár verður hann yngri en Richards er nú og Stenros var, þegar hann vann maraþonhlaupið í París 1924. Viku eftir að hann keppti í London tók Gailly þátt í 3000 m. hlaupi í Belgíu, og nokkru seinna tók hann þátt í 5000 m. hlaupi í Antwerpen og varð annar á 15.09,0 mín. í septem- ber tók hann þátt í 10.000 m. hlaupi í landskeppni milli Belgíu og Tjekkóslóvakíu. og varð aðeins 3 sek. á eftir landa sínum Everaert. Maraþon- keppnin í London hefir ekki gert honum neitt mein. Þótt Gailly sje nokkuð hár- og þungur fyrir langhlaupara er óhætt að fullyrða, að hann verður einn hættulegasti mað- ur keppinautum sínum í Hel- sinki 1952, ef hann heldur æf- ingum áfram. Ólíklegt er held ur ekki, að hann verði meðal hinna bestu 1956 og 1960.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.