Morgunblaðið - 24.12.1948, Page 9
Föstudagur 24. des. 1948.
M O R G L Y B L A ó l O
^J^venjjióÉln og, Jh
eimi
1
%
ÆIL
,/HUN GAGGA LUND er nú
alveg draumur“, heyrði jeg
unga stúlku segja við fylgdar-
svein sinn á leiðinní út af þjóð-
lagakvöldi fyrir skömrnu. ,,Hún
syngur þessi gömlu þjóðlög dá-
samlega — og svipbrigðin á
andliti hennar, eru þau ekki
meistaraleg? Og skýringarnar
hjá henni eru svo sniðugar —
jeg vildi óska, að hún hjeldi
konsert bráðum aftur“.
Gagga Lund á marga aðdá-
endur hjer á íslandi —- mjög
marga. Hún hefir ferðast um
landið þvert og endilangt, og
haldið hljómleika — „meira að
segja á Þykkvabæ í. hellirign-
ingu, góða mín“, eins og hún
sagði sjálf. Hún hefir sungið sig
ínn í hug og hjörtu íslendiaga.
En ekki eru aðdáendur hennar
færri úti í hinum stóru lönd-
um, þar sem margir tónlistar-
sjerfræðingar telja hana eina
snjöllustu þjóðlagasöngkonu
heimsins. Þeir myndu sjálfsagt
nota önnur orð en unga stúlk-
an íslenska, til þess að lýsa
iyifningu sinni á söngkonunni
og snildarlegri túlkun hennar á
þjóðlögum hinna ýmsu landa.
En þrátt fyrir það væri mein-
ingin hjá þeim kannske sú sama
að listakonan, sem á aðdá-
endur meðal yngri sem eldri,
hárra sem lágra, sje „alveg
draumur“.
Þegar jeg hringdi I frk.
Göggu Lund fyrir hönd jóla-
blaðsins og spurði hvort hún
Vildi ekki segja okkur eitthvað
um sjálfa sig, svaraði hún „Æ
■— það er svo voða leiðinlegt að
tala um sjálfan sig“. Hún fjelst
samt á að ganga við á blaðinu,
næst þegar hún færi í bæinn.
Hún er systurdóttir forsetafrú-
ar Islands og býr á Bessastöðum
þegar hún dvelur hjer á landi.
„Jeg held nú bara“.
— Þjer eruð fæddar á ís-
landi?, spyr jeg söngkonuna,
þegar við höfum komið okkur
sæmilega fyrir innan um allt
drasjlið í ritstjórnarskrifstof-
stofunni.
— Já, jeg held nú bara, svar-
ar hún með samskonar áherslu
og ekki hefði getað komið til
greina, að hún væri fædd ann-
arsstaðar.
— Jeg er fædd hjer i Reykja-
vík — í litla, gula húsinu þarna,
segir hún og bendir út um
gluggann á húsið, sem stendur
á horninu á Kirkjustræti og
Thorvaldsensstræti.
— Þá var apótek þar. Pabbi
minn var apótekari, sjáið þjer.
Jeg man svo greínilega eftir
öllu hjer í Reykjavík, þegar
jeg var að alast upp. Þegar jeg
fór hjeðan, 11 ára gömul til
Danmerkur með foreldrum mín
um, saknaði jeg íslands svo
mikið, að jeg var sannfærð um
að jeg myndi hvergi geta fest
yndi annarsstaðar. Og á flandri
mínu um heiminn síðan, hefi
jeg altaf þráð Island.
FÍISS
em nesi
eimsiiis
'ætt vi
Gagga Lund
Tilviljun.
— Hvenær hófuð þjer söng-
nám yðar?
— Strax, þegar jeg hafði lok-
ið stúdentsprófi í Danmörku.
— Hvernig stóð á því, að þjer
lögðuð sjerstaklega fyrir yður
þjóðlagasöng?
— Það var hreinasta tilvilj-
un. Jeg stundaði fyrst venju-
legt söngnám og lauk því um
1929. Ætlunin var auðvitað, að
jeg yrði ,,fín“ söngkona og
syngi allt það, sem við átti fyr-
ir slika söngkonu.
Ekki „fín“ söngkona
En svo fannst mjer, að eitt-
hvert annað verkefni myndi
fremur við mitt hæfi, en vera
„fín“ söngkona, og af tilviljun
komst jeg að því, að jeg var
nokkuö góð að syngja . þjóðlög.
Jeg náði i nokkur gömul Gyð-
ingalög og söng þau ásamt fá-
einum íslenskum þjóðlögum i
París, en þar dvaldi jeg um þær
mundir. Mjer fanst strax voða-
lega gaman að þessu — og þetta
var upphafið að því, að jeg
gerðist eingöngu þjóðlagasöng-
kona.
Ferðast um Evrópu.
— Og síðan hafið þjer ferð-
ast um alla Evrópu og sungið
þjóðlög?
— Hjerumbil, já. Jeg var
lengi í París og Þýskalandi, en
þar var prýðilegt að vera áður
en Hitler komst til valda. Þá
söng jeg oft í Vínarborg — en
það var borg gleðinnar og söngs
sins og indælt að halda þar
hljómleika. Svo komu nasist-
arnir og lokuðu hverju landinu
á fætur öðru. Þá fór jeg til
Englands, og dvaldist þar stríðs
árin.
— Jeg söng í mörgum skól-
um, á meginlandi Evrópu og í
Engiandi, bæði í háskólum og
eins lýðháskólunum dönsku. —
Það þótti mjer svo voða skemti-
legt.
— Alltaf man jeg, þegar við
Rauter komum einu sinni til
húsmæðraskólans i Sorö, þar
sem jeg átíi að halda konsert.
En Rauter er maðurinn, sem
hefir leikið undir fyrir mig,
útsett lögin fyrir mig og ferðast
um með mjer í 18 ár
Manníaus skóli
í Sofö.
Jæja — við komum þarna til
Sorö einn laugardags eftirmið-
dag og ókum í bíl heim að skól-
anum. Þar voru mörg hús, en
hvergi nokkurn lifandi mann að
sjá. Við botnuðum ekkert í
þessu og gengum inn í aðal-
bygginguna. Þar var engin sála,
nema einn köttur. Okkur þótti
þetta meira en lítið dularfullt.
Við revndum samt að gera okk-
ur heimakomin, tylltum okkur
niður og ákváðum að bíða
átekta.
Við höfðum alltaf spil með
okkur, svo að jeg stakk hpp
á því, við Rauter, að við tækj-
um okkur slag. Hann var til í
það og við sátum þarna í mestu
makindum og spiluðum í eitt-
hvað hálftíma. Þá bað je'g hann
að labba af stað og reyna að
finna einhvern. Og viti menn,
hann finnur þá allan mannskap
inn syngjanöi viSfe-aust í hljóm-
listarsalnum! Konsertinn hafði
þá átt að byrja fyrir hálftíma
síðan — og íólkið var að reyna
að stytta sjer stundir með því
að syngja. Þjer hefðuð átt að
sjá hvað þetta var spaugilegt',
segir söngkonan og hlær svo
hjartanlega, að það hefði ver-
‘ð dauður hlutur, sem ekki tók
undir með henni.
Gamla „bekkjar-
systirin” I Winnípeg
— Þjer hafið einníg ferðast
um Bandaríkin?
— Já, jeg hefi verið þar ein-
um tvisvar sinnum og haldið
hljómleika, og eins í Kanada.
— Það kom einu sinni skop-
iegt atvik fyrir mig í Winnipeg.
Eftir hljómleika, sem jeg hjelt
þar, kom gömul kona fram i
búningsherbergið til mín. Jeg
þekkti hana ekki, hafði aldrei
sjeð hana áður. — Komdu sæl,
segir hún á íslensku. — Jeg
varð auðvitað strax stórhrifin,
þegar jeg heyrði íslenskuna, og
segi: — Komdu blessuð og
sæl.
- Jæja, Engel mín, langt er
nú síðan við höfum sjest, segir
konan, því næst.
— Já, ansi langt, svara jeg
og veit ekki hvaðan á mig
stendur veðrið.
— Við vorum bekkjarsystur
á Akureyri, eins og þú manst,
heldur gamla konan áfram.
Jeg hefi sjálfsagt orðið hálf
vandræðaleg. Konan var svo
voða gomul, að minnsta kosti
eins gömul og hún mamma
mín! Jeg fór að velta því fyrir
mjer, hvort jeg væri svona
skelfing ellileg og spurði hvort
þetta gæti ekki verið misskiln-
íngur.
— Nei, nei, sagði konan. —
Engel er svo óvenjulegt nafn,
að mjer skjátlast ekki.
Þá mundi jeg allt í einu eftir
því, að móðir mín hafði átt vin-
konu, sem hjet Engel Jensen,
og kom upp úr kafinu að það
var bekkjarsystir bleSsaðrar
gömlu konunnar! Mjer ljetti
stórum við þessa uppgötvun —
en þetta sýnir bara, að við ger-
um okkur ekki alltaf Ijóst sjálf,
hvernig við lítum út!
29 málfræSivillur.
— Nú spyr jeg söngkonuna
hvort hún hafi frá byrjun flutt
sínar skemtilegu skýringar með
bjóðlögunum.
— Nei, svarar hún. Það var
eiginlega tilviljun að jeg byrj-
aði á því. Jeg var í Hamborg
og var beðin að syngja nokkur
þjóðlög á konsert þar. — Það
var bæði dýrt að láta prentn
prógram, og auk þess er það
svo „dautt“ að lát prentaðar
skýringar fylgja. Jeg afrjeð því
að reyna að lesa skýringgrnar
upp sjálf. Jeg skrifaði allt
vandiega upp á blað — en það
var nú alveg tilgangslaust, því
að jeg sá ékkert af því, sem'á
blaðinu stöð. En fólkinu fannst
þetta víst íakast vel. Þó kom
ein þýsk vinkona mín til mín
á eftir og sagði: „Engel jeg blátt
áfram dauðskammaðist mín fyr
ir þig! Jeg taldi 29 málfræði-
viHur hjá þjer'*. — Þýskan mín
var neínilega alveg voðaleg í
þá daga!
..I guSanita bænum
talið þjer!“
A öðrum hljómleikum x
Harnborg, litlu síðar, bar svo
við, að fyrst á prógramminu hjá
mjer voru fjögur venjuleg söng
lög, sem þurftu engra skýringa
við. í hljeinu á eftir fekk jeg
eftirfarandi skilaboð frá einurn
af áheyrendunum: í guðanna
bænum talið þjer, manneskja!
Síðan hefi jeg ekki lagt í að
halda hljómleika öðru vísi en
tala líka!
Lögin bennar
mömmu.
— Hafið þjer ekki safnað
miklu af þjóðlögum sjálfar?
— Jú, við Rauter höfurn í
fjelagi safnað mörgum af bestti
lögunum okkar. Á ferðum mín-
um hefur mjer einnig verið gef-
ið mikið af gömlum þjóðlögúm.
Fólk kemur til mín með lag,
„sem hún mamma mín söng
fyrir mig“, og spyr hvort jeg
vilji þiggja. Á þann hátt hefi
jeg einnig eignast mörg prýði-
leg, gömul lög, sem ef til vi.U
hefðu glatast ella.
Ein Iítil þjóðvísa
getur sagt langa
sögu.
— Elvert teljið þjer frum-
skilyrðið fyrir góðri túlkun og
góðum flutningi á þjóðlögum?
— Þjóðlögin eru heill heim-
ur fjölbreytni og margbreyti-
leika. í þeim speglast mann-
legar tilfinningar — ást, hatur,
gleði og sorg — og skoðanir
mannanna á trúarbrögðum,
hjátrú þeirra og svo framveg-
is. — í einni lítilli þjóðvísu er
stundum sögð löng saga. Jeg.
kann til dæmis litla vögguvísu,
sem hefir að geyma alla harm-
sögu ísraelsþjóðar. Fyrst o g
fremst verður að finna kjarna
þjóðlagsins — og síðan verður
maður að gæta þess, oð skyggja
ekki á hann fyrir áheyrendum
Frh. á bls. 14.