Morgunblaðið - 24.12.1948, Page 5

Morgunblaðið - 24.12.1948, Page 5
Föstudagur 24. des. 1948. -V MORGUNBLAÐIÐ ÚTSUÐUR frá Kaupmanna- hafnarháskóla liggur gömul gata, er ber nafnið St. Pjeturs- ístræti. Flestar byggingar við hana eru gömul og fremur forn fáleg fjögra til fimm hæða hús. Gatan er fremur þröng og ber þess vott að hún er meðal eldri hluta hinnar sviphýru dönsku höfuðborgar. Síðari hluta dags haustið 1947, lagði jeg leið mína í þessa götu. Veður va'r fremur drunga- legt og rökkur var að síga yfir. I St. Pjetursstræti voru fáir á ferli. Hinar gömlu bókabúðir götunnar voru lokaðar, önnum dagsins var lokið. Hús skáldsins. Fyrir 102 árum bjó íslenskur- maður, skáldið, náttúruskoðar- inn og fagurkerinn, Jónas Hall- grímsson, í húsinu númer 22 við þessa götu. Erindi mitt þangað nú er að leita þetta hús uppi, skoða það og skapa mjer mynd af staðnum, þar sem grimm örlög rjeðu niðurlögum listaskáldsins góða. Um þetta stræti lágu leiðir hans í nokkr- ar vikur áður en hann ljest 37 V2 árs gamall árið 1845. Jeg veit ekki hvernig píla- grímum er innanbrjósts er tak- marki þeirra er náð og þeir standa á þeim stað, er trú þeirra hefur helgað. En þegar jeg stend í framandi landi fyrir framan síðasta dvalarstað ástsælasta skálds þjóðar minpar og minn- íngunum um líf hans og starf, gleði og harma, skýtur upp í huga mínum, finst mjer jeg vera staddur á helgum stað. Sí. Pjetursstræti nr. 22. I aprílmánuði árið 1845 er talið að Jónas Hallgrímsson hafi flutt í herbergi, er hann hafði leigt í húsi við St. Pjetursstræti nr, 140, sem nú er númer 22, við götuna. Hús þetta er fjögra hæða steinhús með kvisti. Var herbergi Jónasar á fjórðu hæð. Einhvern tíma hefir þessi bygg ing verið kölkuð eða máluð hvít. En í dag er hún skellótt og skítug. Það, sem fyrst vekur athygli á henni er lítil, hvít steintafla á framhlið annarar hæðar. Efst á þessari töflu er mynd af hörpu, en fyrir neðan hana eru þessi orð letruð: „Ðen islandske Digter Jónas Hallgrímsson, födt paa Gaarden Hraun í Oxnadal 16. nóvem- ber 1807, död i Köbenhavn 26. Maj 1845, havde her sin sidste Bolig“. , Tafla þessi var sett á húsið árið 1928 og gekkst dönsk mentakona, Ingeborg Steman, að nafni, fyrir því. Voru þá 83 ár liðin frá dauða skáldsins. Þegar frá er skilin þessi lát- lausa steintafla með hörpu sinni og áletrun, er nú ekkert, sem sjerkennir húsið nr. 22 við St. Pjetursstræti. í glugga við hlið hennar á sömu hæð, er aug .lýsing um að þar fáist „Kask- etter og Huer ved billigste Pris- er“. Fyrir neðan töfluna er aug lýst tóbak og brennivín með stórum stöfum. Við dyrnar á götuhæð eru ýmsar fleiri aug- Frá heimsókrt í St Pjetursstræti lýsingar. Að húsabaki er lítill, vanhirtur garður, þar sem nokk ur börn eru að leikjum. Þannig lítur þá dvalarstaður Jónasar Hallgrímssonar í St. Pjetursstræti út að utan í dag. Frásögn Konráðs Gíslasonar. En áður en skygnst er um þar hið innra, er nauðsynlegt að rifja upp frásögn Kon- ráðs Gíslasonar af slysför- um Jónasar í þessu húsi, þeim er síðar urðu honum að aldur- tila. Jónas hafði fyrstu mánuði ársins 1945 tekið öflugan þátt í undirbúningi íslenskra menta manna í Kaupmannahöfn undir f-yrsta fund hins endurreista Alþingis. Verulegur þáttur þess undirbúnings voru bænarskrár í Skólamálum og verslunarmál- um. Atti hann drjúgan þátt í að móta stefnu þeirra. Þann 19. maí var fundur haldinn og var Jónas þar framsögumaður al- þingisnefndarinnar. Lagði hann m. a. mikla áherslu á að Þing- vellir yrðu valdir fyrir þing- stað. En í því máli varð skoð- un hans undir. Tólf menn voru á fundinum og samþyktu sjö þeirra að óska þess að Alþingi yrði háð í Reykjavík, en fimm voru með Þingvöllum. Daginn eftir, þann 20. maí. er talið að hann hafi lagt síð- SSsSv Húsið nr. 22 við St. Pjetursstræti ustu hönd á verslunarmálum og safnað und ir hana undirskriftum. Aðfaranótt hins 21. maí gekk Jónas heim til sín. En þegar hann gekk upp stigann í St. Pjetursstræti, hrasaði hann við með þeim afleiðingum að vinstri fótur hans gekk úr liði um öklann, en jafnframt brotn- uðu bæði sköflungurinn og sperrileggurinn rjett ofan við liðinn. Gengu beinin við það út úr hörundinu og myndaðist við það opið sár. Komst hann þó á fætur og inn til sín, lagðist nið- ur í fötum og beið svo morg- uns. Þegar inn var komið til hans um morguninn .og hann var spurður, því hann hefði ekki kallað á neinn sjer til hjálpar, sagði hann, að sjer hefði þótt óþarfi að gera neinum ónæði um nóttina, af því hann vissi, kvort sem væri að hann gæti ekki lifað. Þannig skýrir Konráð frá þessum atburði. A Friðriks-hospítal. Strax og vitað er um slys- farir Jónasar, gekkst Finnur Magnússon fyrir því, að hann væri fluttur á sjúkrahús og út- vegaði honum vist á „Friðriks- hospítal“, eins og hann kemst að orði nokkru síðar í brjefi til Bókmenntafjelagsins. Um dvöl Jónasar þar kemst bænarskrána í'Konráð að orði á þessa leið: „Þegar Jónas var kominn þangað og lagður 1 sæng, var fóturinn skoðaður og stóðu út úr beinin. En á meðan því var komið í lag, og bundið um, lá hann grafkyr, og var að lesa í bók. en brá sjer alls ekki. Þar lá hann fimm daga, vel mál- hress og lífvænlegur yfirlitum. En fimmta daginn að kvöldi, þegar yfirlæknirinn gekk um stofuna, sagði hann við aðstoð- armenn sína, þegar hann var genginn frá rúmi Jónasar: ..Tækin verða að bíta í fyrra- málið, við þurfum að taka af lim“. Hafði læknirinn sjeð, að drep var komið í fótinn, en hins varði hann ekki, að það myndi dreifast. eins fljótt um allan líkaman og raun varð á. Jónas bað að Ijós væri látið.loga hjá sjer um nóttina. Síðan vakti hann alla þá nótt og var að lesa skemtunarsögu, sem heitir Jakob Ærlig, eftir enskan mann, Marryat að nafni, þang- að til að miðjum morgni, þá bað hann um te, og drakk það, fekk síðan sinadrátt rjett á eftir og var þegar liðinn. Það var hjer um bil jöfnu báðu, miðs morg- uns og dagmála, hálfri stundu áður en taka átti af honum fót- inn“. A þessari frásögn Konráðs Gíslasonar, sem upprunalega stafar frá ævisögu Jónasar, er hann reit í Fjölni, hafa flestar eða allar lýsingar á andláti hans bygst síðan. Hún hefur brugðið rómantískum blæ yfir hina stuttu dvöl hans á sjúkrahús- inu. Þessi frásögn var eins og þjóð hans vildi að hún væri. Hún vildi að Jónas hefði full- komna rænu fram í andlátið og að karlmenska hans og hetju- lund fylgdu honum til hinstu stundar. í ritgerð, er dr. Gunnlaugur heitinn Claessen ritaði í tíma-‘ ritið „Heilbrigt Líf“ árið 194.5, bendir hann á það, að þegar Konráð reit andláts lýsingu þessa vinar síns og fjelaga, bá hafi það einmitt vakað fyrir honum að fullnægja þessum upp. Dr. Claessen færir síðan rök að því, að síðustu stunclir Jónasar hafi liðið með alt öðr- um hætti. Byggir hann rök- semdafærslu sína á sjúkdóms- lýsingu, sem læknar Friðriks spítala rituðu í dagbók sjúkra- hússins. Lýsing dagbókar- innar. Samkvæmt dagbókinni vo.m dánarorsakir þessar: 1. Opið fótbrot, 2. Drep og blóðeitrun, 3. Bráð lungnabólga með ígercJ í brjósthimnu, 4. Byrjandi heilabólga. 5. Langvinn áfeng- iseitrun, 6. Fitulifur. Um andlátið segir í dagbók- inni „ . . ., hvor han under Tilf. af delir. trem. (delirium trem- ens), og Gangræna ineipiena (byrjandi drep) i den afficer- ede Extremitet döde d. 26. mai . . . .“. Dr. Claessen telur að mjö.g ólíklegt sje að lýsing Konráðs á sjúkrahúsvist skáldsins geti verið rjett. Útilokað sje ,iA hann hafi hana eftir læknum þess. Það sje auðsætt af frá- sögn dagbókarinnar. — Hann bendir einnig á það, að með henni sje afsönnuð sú saga, sem lengi hafi lifað, að Jónas hafi verið veikur af syfilis, sem margir hafi talið meðal orsaka þung'lyndis hans og ógæíu. En óliklegt telur hann, að Jó.nas hafi lesið skemtisögur elns heilsu hans var komið, enda beri skýrsla spítala læknanna með sjer, að hann hafi verið með fullkomnu óráði áður on> hann skildi við. Hjer skal að sjálfsögðu ekk- ert um það fullyrt hvor mynd- in, sú, sem Konráð dregur op, eða dagbók sjúkrahússins sýnir, sje rjettari af banalegu skálds- ins. Alyktanir þær, sern dr. Claessen dregur af skýr:du íæknanna virðast þó haía v iA mikil rök að styðjast. En þótt hin síðarnefnda væri sannari, varpar það engurn skugga á minningu Jónasar Hallgrímssonar. Hún þolir Eiann leikann um líf hans og dauöa- stundir, hvernig sem hann lít- ur út. Stiginn, seni Jónas hrasaði í. En nú víkur sögunni að húsa skipan á dvalarstað Jónasar. Þegar gengið hefur verið Inn um dyr á götuhæð hússins, tek- ur við lítið fremra fordyri. Úr innra fordyri liggur svo rnjór og brattur stigi upp á efri hæð- ir hússins. Upp þann stiga 'hef- ur Jónas orðið að ganga til 'her- bergis síns á efstu hæð. Stigi þessi er úr trje og mun ' :tfu verið það frá upphafi. Er hand- rið nú báðum megin hans. Sam- tals eru tröppur hans upp a«ð annari hæð 13. En tvær hinnr efstu þeirra liggja nokkuð a ská þar, sem stiginn beygir. Matthías Þórðarson þjcð- minjavörður lýsir stigan::m þannig í æfisögu skáldsins: „Uppgangurinn í húsinu er með óvenjulegri gerð og rsunar Stiginn, sem Jónas Hallgrímsson fótbrotnaði í. | óskum þjóðarinnar. Þess vegna háskalegri í myrkri fyrir ó- hafi hann brugðið þessari mynd i Framh. á bls-. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.