Morgunblaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. des. 1948.
MORGUNELAÐIÐ
9
'&eir hcnriiSsson.
Laupaveg 12.
Frh. af bls. 3.
Á aðfangadag
OG LOKS RANN aðfar.gadag-
urinn upp. Hann var venjulega
lengi að líða, eins og hann hef-
ur lengst af verið hjá ungling-
um og er enn. Hver fór heim
til sín og sinna og hjelt sín jól
á sinn hátt eftir venjum og sið-
um hvers heimilis fyrir sig. —
Matur og gjafir, leikur og á-
nægja, eftir efnum og ástæð-
um.
En aldrei hugsa jeg til að-
Jangadags jóla svo að mijer
verði ekki einn sjerstaklega
minnisstæður. — Við höfðum
læðst út tveir fjelagar og var
reikað niður að höfn. Það var
rigningarsúld, en hlýtt í veðri.
Göturnar voru auðar, utan hvað
maður og maður skaust á milli
húsa. Slökt var í öllum versl-
unargluggum, sem höfðu verið
Svo uppljómaðir kvöldin á und-
an. Úr húsum heyrðust jóla-
sáimar sungnir.
Við hafnarbakkann lá gamli
Gullfoss, með jólatrje í fram
og aftur siglu og rjett hjá gamli
„Willemoes", sem nú heitir
Selfoss. Komið hafði verið fyr-
ir mislitum rafmagnspei um
milli siglutrjánna á Willemoes
og síðan hugsa jeg mjer altaf
þetta gamla skip sem jólaskip-
ið. Þannig geta oft h'til atriði
brent sig inn í unglingssál og
Staðið þeim fyrir hugskotssjón-
tm alla ævi.
.....Sendlarnir þeyttust um bæinn þveran og endilarxgan
Á jóladagsmorgun fjekk all-
Ur lýðurinn rjúkandi súkkulaði
og margar tegundir af heima-
bökuðum kökum i rúmið. Jóla-
dagurinn sjálfur þótti okkur
venjulega heldur daufur og of
hátíðlegur. Var því beðið með
óþreyju eftir öðrum degi jóla er
Stálpuðu krakkarnir fengu að
fara í bíó, eða jafnvel í leik-
hús.
Á gamlársdag
EN JÓLIN voru ekki liðin, bótt
sjálfir jóladagarnir væru farn-
ir hjá. Þá byrjaði oft gamanið
fyrir alvöru og einkum i augum
okkar strákanna, því þá var
gamlársdagur eftir, lang skcmti
legasti dagur ársins
Það var enginn Reykjavíkur
strákur verulega ánægður,
nema að hann ætti nokkrar
birgðir af „kínverjum" og'púð-
urkerlingum fyrir gamlárs-
kvöld. Jafnvel hinir bráðlát-
ustu gátu setið á sjer að kveikja
ekki í nema kínverja og kín-
verja fyr en á gamlársdag — að
minsta kosti ekki af sínum bixgð
um, þótt alt væri reynt til að
iáta fjelagana sprengja fyr.
Sjálft gamlárskvöld var að-
alkvöld ársins er við máttum
vera úti fram að miðnætti Þá
var líf í tuskunum, þótt með
nokkuð öðrum hætti væri. en
átt hefur sjer stað hin síðari
árin. En það kom að því að
leikurinn tók að grána á þessu
síðasta kvöldi ársins og spreng-
ingar allar voru loks bannaðar
innan lögsagnarumdæmis bæj-
arins, þótt ekki hafi tekist að
útrýma þeim með öllu.
Í mörg ár var það siður, að
menn söfnuðust saman í
tvo hópa er leið á gamlárs-
kvöld. Stóð annar hópurinn við
Landstj órnun a, þar sem nú er
verslunin Feldur, en hinn hóp-
urinn fyrir framan hjá Agli
Jacobsen, þar sem Búnaðarbank
inn hefur verið til húsa hin
síðari árin.
Þessir hópar skiftust á skot-
um sín á milli og gat svo geng-
ið lengi kvölds. Flugu kínvei'j-
ar og púðurkerlingar á milli án
afláts. Var þetta að sjálfsögðu
ekki hættulaust með öllu, enda
kom það fyrir að föt manna
brendust og sumir fengu lítils-
háttar brunasár.
Hættulegasti leikur unglinga
á þessum árum, var ef þeir náðu
sjer í púður og bjuggu sjei til
heimatilbúnar sprengjur. Eldri
Reykvíkingar muna eftir slys-
u.m, sem hlutust af því og eitt
slíkt slys var alvarlegt mjög er
strákar fyltu þriggja pela flösku
af púðri og eldur komst í púðr-
ið fyr en piltarnir höfðu forðað
sjer nógu langt frá henni.
Bomban
í „leynigöngunum“
EN FLEST VAR græskulaust
gaman. Við strákarnir í miðbæn
um áttum leyndarmál, sem
stundum kom okkur að góðu
haldi. Við höfðum tekið eftir
því, að best var að komast í
gegnum sum stórhýsi mið-
bæjarins, annað hvort rneð
þvi að fara í gegnum kjallara,
eða loft og komast bannig frá
einni götu til annarar. Þetta
kölluðum við ,,leynigöng“ og
voru þau notuð til að komast
undan, ef einhver veitti okkur
eftirför, eða ef við vildum losna
við stráka, sem ekki þektu
leyndarmálið. Þannig var það
í Austurstræti 7, að hægt var
að komast frá Austurstræti út í
Hafnarstræti með því að fara
í gegnum kjallara hússins.
Það var eitt gamlárskvöld, að
við höfðum komist yfir skips-
bombu eina mikla. Varð sam-
komulag um að geyma að
sprengja hana þar til á mið-
nætti. Hún át.ti að vera hámark
hátíðahaldanna. En þá var það,
að við rákumst á kunnan lög-
regluþjón í bænum, sem stund-
Versl. Kín,
Njálsgötu 23.
eöuecf /oi
a
Gott og farsælt ný jár.
Mlarff íisksalan.
ef /°
ef /o
um hafði gert okkur erfitt fyrir
í sambandi við sleðaferðir. —
Hann var ekki í sjerlegu uppá-
baldi hjá okkur og kom okkur
saman um að gera honuni
glennu.
Okkur tókst auðveldlega að
fá hann til að elta okkur frá
Pósthúsinu og vestur Austur-
stræti. Er við komum á móts
við nr. 7 stungum við okkur inn
í ganginn og um leið og við
komum þangað kveiktum við í
stóru bombunni, en hurfum
sjálfir niður í kjallara. Hljóð-
bært er þarna í ganginum og
margfaldaðist hvellurinn með
bergmáli i ganginum, en lög-
regluþjónninn rak upp org mik-
ið — og þá var okkur skemmt.
En við komumst undan út á
Hafnarstræti gegnum leyni-
göngin okkar.
Er þetta dæmi hjer tekið til
að afsanna þá staðhæfingu, að
heimurinn fari versnandi og
unglingarnir sjeu það miklir
prakkarar nú til dags, að þeir
eigi enga framtíð fyrir sjer,
þjóðin sje þar með að fara í
hundana.
Hámarki náði gamlárskvöld
að sjálfsögðu á miðnætti, er
mannfjöldinn streymdi af göt-
unum og niður að höfn. Á rnín-
útunni 12 tóku skipin til að
þeyta eimflautur sínar og rak-
ettum var skotið. Mest var um
dýrðir um borð í björgunar-
skipinu Geir, sem venjulega lá
hjer i höfn á gamlársdag. Var
því um að gera að ná sjer í
pláss sem næst Geir og horfa
á alla dýrðina er hinum marg-
litu rakettum var skotið.
Og þá var lítið eftir af jóla-
hátíðahöldunum nema jólatrjes
skemtanir. Voru þær með líku
sniði og enn tíðkast og þarf-
laust að lýsa þeim sjerstaklega,
en þær voru jafnan hið mesta
tilhlökkunarefni okkar, eins og
þær munu vera Reykjavíkur-
unglingum enn í dag.
Hvn Hjartarson Co.
^ Fershm Sigjúsar GaSfinnssonar,
| Nönnugötu S.
B
►) .
eöíie^ jót!
Verslunin Svalbarði,
Frairmesveg 44.
/°
Jí
Versl- Gmðm. Guðjónssonar,
Skólavörðustxg 21.
leq
'erslun Axel Sigurgeirsson,
Banhahlíð 8 og
Hóteigsveg 20.
•9 1°
Ragnarsbúð,
Fálkagötu 2.