Morgunblaðið - 05.01.1949, Blaðsíða 7
MiSvikudagur 5. janúar 1949
MORGUiSBLAÐIÐ
7
ARÚTVEEURi
Frh. af bls_ 6.
verksmiðjum, sem fyrir voru.
Ennþá hefur vetrarsíldin ekk-
ert iátið á sjer bæra og skal
engum getum að því leitt hjer,
hvaða áhrif það mundi hafa á
þjóðarbúið, ef hún brygðist með
öllu. En þó hlýtur að liggja í
augum uppi, að hjer er meir en
iítil alvara fyrir dyrum og mik
11 vá, ef allt bregst.
Og þegar bæði sumarsíld-
veiðarnar og vetrarsíldveið-
arnar bregðast, hlýtur sú hugs-
un að vakna hjá öllum ábyrg-
um mönnum, hvort ekki sje
þjóðhagslega nauðsvnlegt og
rjett að efla og hvetja til þorsk-
veiðannaa.
Hvalveiðar.
Snemma á árinu 1948, var
fullgerð hvaiveiðastöð hlutafje-
lagsins Hvalur, og hóf hún
rekstur sinn í Hvalíirði 1. maí,
þá með einu hvalveiðiskipi, síð-
an bættist annað hvalveiðiskip-
ið í hópinn hinn 1. júní og loks
hið þriðja hinn 15. júní, en
fjórða skipið tók aldrei þátt í
hvalveiðunum. Skip þessi voru
norskir hvalveiðibátar, • með
norskum hvalaskyttum, en á-
hafnir skipanna voru að mestu
leyti íslenskar. Hvalveiðunum
lauk hinn 12. okt. s.l. og var
það mest vegna mjög óhag-
stæðrar veðráttu.
Á þessu tímabili veiddust 239
hvalir og af þeim voru um 200
langreiðir og sandreióir, en 39
bláhveli og búrhveli. Veiðisvæð
íð var frá Vestmannaeyjum og
norður fyrir Snæfellsnes. Hval-
veiðistöðin í Hvalfirði fram-
leiddi úr þessum 239 hvölum
um 1500 smálestir af lýsi, sem
stöðin seldi fyrir um 4.3 milj.
kr. og 1100 smálestir af hval-
kjöti, sem var fryst til útflutn-
ings að mestu leyíi til Englands.
og seldist fyrir tæpar 4 milj. kr.
Dragnótaveiði og togbátaveiði.
A árinu 1948 stunduðu all-
margir bátar dragnóta og tog-
veiði og má segja að sú veiði
hafi gefist yfirleitt vel. Öfluðu
bátarnir vel í kringum Vestm.-
eyjar og í Faxaflóa svo og einn
ig fyrir Norðurlandi á vorver-
tíðinni.
Haustróðrar:
Allmargir bátar hafa stundað
haustróðra á Vestfjörðum og á
Norðurlandi og hefur veiði
þeirra verið sæmileg. Hafa þeir
losnað við afla sinn í hraðfrysti
hús svo og einnig til fiskflutn-
ingaskipa, sem tóku bátafiskinn
til útflutnings ísvarinn og seld
ist hann mestmegnis á Englands
markaði. Dragnótaveiði og tog
veiði á vjelbáta var um tíma í
haust mjög góð við Breiðafjörð,
en þá var hinsvegar ekki hægt
að hagnýta þennan afla til fulls,
vegna þess, hvað frystihúsin
voru þar yfirfull af fiski fyrir,
en flutningaskip fengust þá
ekki leigð eða eigendur þeirra
fengust ekki til að kaupa fisk-
inn ísvarinn á erlendan markað.
Virðist vera nauðsynlegt, að
leitast við að skapa aukna mögu
leika fyrir starfrækslu dragnóta
bátanna og togbátanna á kom-
andi tímum og hagnýta þau hin
miklu verðmæti, sem veiðiskip
þessi geta aflað yfir sumar og
haust tímann.
Isvarinn bátafiskur var mest
megnis fluttur út frá Norður-
landi a þessu hausti, og var það
Fisksölusamlag Eyfirðinga, sem
beitti sjer fyrir þeim útflutn-
ingi og hafði allmörg fiskflutn-
ingaskip í þjónustu sinni, sem
sigldu með bátafiskinn-til Bret
lands og gekk sú starfræksla
vonum framar. Auk þess var
nokkur ísvarinn bátaíiskur
fluttur frá Vestmannaeyjum og
nokkrum öðrum stöðum á land-
inu, einkum frá Austfjörðum,
og tókst sú starfræksla sæmi-
lega.
Hjer var um að ræða sam-
vinnu a milii sjómannanna og
útgerðarmannanna, sem öfluðu
fiskjarins og hinna, sem tóku
að sjer flutninginn á fiskinum
á erlendan markað, og síðan
greitt það verð fyrir fiskinn,
sem raunverulega fjekst fyrir
hann erlendis.
Virðist vera mjög mikil nauð
syn fyrir því að reyna að skipu-
leggja slikan fiskútflutning sem
best á komandi tímum, svo hægt
sj.e að hagnýta sjer þau verð-
mæti, sem hinn mikli vjelskipa
floti getur aflað á þeim tímum,
sem aðalvertíðir standa ekki
beinlínis yfir.
Hraðfrystur fiskur.
Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna hefur árið 1948 sem og
á fyrri árum haft mestmegnis
með höndum framleið^lu á hrað
frystum fiski í húsum þeim,
sem eru meðlimir Sölumið-
stöðvarinnar, en þau eru nú
alls 54 að tölu. Auk þess á Sam-
band íslenskra samvinnufje-
laga 18 hraðfrystihús, og því
næst bætast við Fiskiðjuvcr
Ríkisins, og ísver á Súganda-
firði.
Vinnslumöguleikar þeirra
hraðfrystihúsa, sem eru innan
vjebanda Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna, munu nema um
1000 smál. af flökum á sól-
arhring. Árið 1948 munu hafa
verið framleidd um 29 þúsund
smálestir af hraðfrystum fiski
og hefur þessi framleiðsla selst
til eftirfarandi landa:
Bretlands 7.800 tonn.
Hollands 3.000 tonn.
Tjekkóslóvakíu 3.200 tonn.
Frakklands 3.000 tonn.
Bandaríkjanna 1.700 tonn.
Sviss 35 tonn,
og vegna Marshall aðstoðannn-
ar 8.000 tonn eða alls um
26.735 tonn, sem þegar hafa
verið seld en ennþá liggja óaf-
skipuð í landinu um 11.500
tonn, og er þar um að ræða
aðallega hin 3.000 tonn, sem
seldust til Þjlskalands vegna
Marshall aðstoðarinnar svo og
einnig tæp 1.000 tonn, sem enn
eru ófarin til Frakklands.
Útflutningsverðmæti þessar
ar framleiðslu mun nema í
kringum 70 milj. kr.
Saltfiskframleiðslan.
Saltfiskframleiðslan árið
1948 mun nema rúmum 13.000
smálestum.
Framleiðsla þessi mun skipt-
ast sem næst þannig á milli
fisktegunda:
Þorskur rúml. 11.000 smál.
Langa rúml. 900 smál.
Ýsa tæpl. 600 smál.
Ufsi tæpl. 400 smál.
Keila um 100 smál.
Saltfiskframleiðslan á árinu
1948 heíur verið seld til eftir-
farandi viðskiptalanda:
Um 3.975 smál. til Grikk-
lands.
Um 3.665 smál. til Ítalíu.
1.990 smál. til Englands og
írlands.
310 smál. til Þýskalands.
223 smál. til Brasiiíu.
200 smál. til Danmerkur.
95 smál. til Kúba.
25 smál. til Bandaríkjanna
eða samtals 10.481 smálest. en
um 1.600 smálestir eru enn ó-
frarnar úr landinu og mun úí-
flutningurinn á árinu 1943
nema alls á saltfisld rúmlega
12.000 smálestum og vera að
verðmæti tæpar 19 mili. ltr.
Hefur Sölusamband ísl fisk-
framleiðenda haft mál þessi
með höndum á árinu 1948 sem
og áður, sjeð um sölu á salt-
fiskinum og flutningi á hon-
um úr landi.
Hjer að fiaman hefur ver-
reynt í sem fæstum orðum að
gefa mynd af sjávarútveginum
árið 1948.
Við þau áramót, er nú
fara í hönd, horfast útvegs-
menn í augu \úð meiri örðug-
leika og alvöru en nokkru sinni
fyr. Síldveiðarnar hafa brugð-
ist undanfarin fjögur ár og is-
lenskur vjelbátaútvegur þann-
ig oröið fyrir meiri fjárhagsleg
um áföllum en nokkurn hafði
órað fyrir og nokkur gat búist
við, að hann mundi.geta borið.
Enda er nú svo komið, að vjel-
bátaútvegurinn er skuldum vaf
inn, heilbrigður fjárhagslegur
rekstrargrundvöllur, er ekki fyr
ir hendi. Og ef þ.ióðin hefur enn
ekki gert sjer grein fy.rir því,
hversu alvarlega horfir í þess-
um efnum, þá er vissulega tími
til þess kominn að henni sje
gert það Ijóst. Þvi að svo best
vegnar íslenskri þjóð. að aðalat
vinnuvegur hennar bíði ekki ó-
bætanlegt tjón, og að bonum
gefist kostur á að rækja hlut-
verk sitt í þjóðarbúskapnum
þannig, að sem flestir geti not.
ið þar góðs af. Má í þessu sam-
bandi fullyrða, að útvegsmenri'
eru reiðubúnir til þess, hvenær
sem er, aö leggja mikið í söl-
urnar til þess, að samkomulag
náist við alla aðra þegna þjóð-
fjelagsins og stjórnarvöld,
þannig að slíkt megi verða.
Að svo mæltu leyfi jeg mjer
að færa öllum lesendum þessa
Stutta yfirlits óskir útvegs-
manna um farsælt komamii ár.
Landflótta Ukraísiumenn
treysta samtök sín
London í gærkveldi.
TILKYNNT var í London í dag,
að samtök landflótta Ukraínu-
manna í níu löhdum i Vestur-
Evrópu hefðu sett upp aðalbæki
stöðvar í London. Fulltrúar frá
Hollandi, Belgíu, Frakklandi,
Spáni, Italíu, Svisslandi, Þýska
landi, Svíþjóð og Bretlandi
hjeldu í London þriggja daga
ráðstefnu, áður en endanlega
var gengið frá bækistöðvastofn
uninni. — Reuter.
arsaltenda sfeÍEiii
HINN 20. júlí s. 1. sumar komu
nokkrir síldarsaltendur og um-
ráðamenn söltunarstöðva sam-
an til fundar á Siglufirði og
ræddu um möguleika á stofn-
un fjelagsskapar er ynni að
hagsmunamálum þeirra, sem
hafa síldarsöltun að atvinnu.
Á þessum fundi kom skýrt í
ljós að saltendur og forsvars-
menn söltunarstöðva hafa mjög
mikinn og vaxandi áhuga á að
koma á fót vel skipulögðum
samtökum fyrir þessa atvinnu-
grein og að saltendur fái mjög
aukna íhlutun um meðferð
þessara mála framvegis.
Fjelagsstofnuii
Á þessum fundi voru þrir
menn kosnir til undirbúnings
stofnunar fjelagsins, og hinn
4. ágúst s. 1. var fjelagið form
lega stofnað og lö'g þess sam-
þykt. Nafn þess er: Fjelag sílö-
arsaltenda, og hefir fjelagið
aðsetur á Siglufii’ði.
Markmið íjelagsins er: 1) að
efla samtök síldarsaltenda og
fá inn í fjelagið sem flesta af
umráðamönnum þeirra rúmlega
40 söltunarstöðva, sem nú eru
starfræktar á Norðurlandi. 2)
að vinna að því að sem hag-
kvæmust innkaup fáist á tunn
um, salti, reknetum og öðrum
rekstursvörum til söltunarinn-
ar. 3) að vinna eftir mættf að
aukningu síldarsöltunar og
æskja eftir nánari samvinnu og
fyllri upplýsingum frá þeim
aðilum er af hálfu hins opin-
bera fjalla um þessi mál á hverj
um tíma. 4) að vinna að breyt
ingú á lögum Síldarútvegs-
nefnd, þannig, að síldarsalt-
endur fái kosna a. m. k. tvo
ncfndarmenn af fimm, og sjeu
þeir kosnir af Fjelagi síldar-
saltenda.
Síldartunnur of dýrar
F’jclagið hefír þegar haldið
nokkra fundi og tekið fjrir
ýms vandamál er nú steðja að
söltuninni. Ber þar fyrst að
nefna hið síhækkandi verð á
innlendum tómtunnum. Ýelja
saltendur öll tormerki á að unt
verði að selja saltsíld svo
nokkru nemur meðan verð um-
búðanna er jafn óhóflegt. og nú
á sjer stað, og sem því miður
virðist stórhækka á hverju ári.
Eftirfarandi tillaga um þetta
efni hefir verið samþykt ein-
róma: „Fundur í Fjeiagi síldar
saltenda haldinn að Hótel
. ITvanneyri, Siglufirði, 10 des.
' 1948, kýs þriggja manna nefnd
til að vinna að því við Viðskifta
nefnd og ríkisstjórn að fá inn-
fluínings- og gjaldeyrisleyfi
fyrir tómtunnum og salti til
notkunar næsta sumar, þar
sem tunnur þær, sem smíðaðar
eru í landinu hækka i verði ár
frá ári og eru orðnar það dýr-
ar, að vafasamt sje að hægt
verði að selja síld á næstunni
svo nokkru nemur í svo dýr-
um umbúðum. Telji Viðskifta
nefnd og ríkisstjórn hins vegar
nauðsynlegt af öðrum orsökum
að tunnurnar sjeu framleiddar
í landinu, leggur fjelagið höf-
uðáherslu á að verð innlendu
tunnanna sje lækkað til sam-
ræmis við það verð, sem er á
innfluttum tunnum“.
í nefnd þessa voru eftirtald-
ir menn kosnir: Sigfús Bald-
vinsson, Hjörtur Hjartar og
Dar.iel Þórhallsson.
Fjelagsmenn telja sölu og
afhendingu sildar til Ameríku
á þessu ári mjög varhugaverða,
eins og hún var framkvæmd,
og er það álit saltenda að stöðv
unum sje um megn að stand-
ast þau áföll og áhættu sem
slíkt afhendingarfyrirkoniulag
getur orsakað.
AukiS samstarf
við síldarútvegsnefnd
Það er samhljóða ósk allra
fjelagsmanna að auka samstarf
og samvinnu við Síldarútvegs-
pefnd, og telja þeir slíkt 'höf-
uðnauðsyn fyrir farsæld þess-
arar atvinnugreinar, og teTjr*
þeir nauðsynlegt að saltendur
fái sem fylstar upplýsingar jm
framkvæmd þessara má:a á
hverjum tima.
Þess má geta að lokum að
fielagsmenn hafa hug á að ráðf»
starfsmenn yfir síldveiðitím-
ann, til að vinna skipulega a'ð
framgangi hinna mörgu vand.a-
mála, sem þessi grein útflutn-
ingsframleiðslunnar á við atf
etja.
Stjórn i Fjelagi síldarsaltenda
skipa þessir menn: Sigfús Bald
vinsson, formaður; Harrnes
Guðmundsson og Daníel Þór-
hallsson. Varastjórn skipa:
Finnbogi Guðmundsson, Siiafti
Stefánsson og Kristinn Hall-
dórsson.
Rltkeppni um hug-
sjóRamá! hand-
NORRÆNA IÐNSAMBANDlÐ
en i því eru Iðnaðarmannasam-
tök Dannierkur, Finnlands, Is-
lends, Noregs og Svíþjóðar,
býður hjer með til ritkepphi
um hugsjónamál handiðnaSár
(Ideologi iðnaðar) — iðnaðai'-
menniriiir og þjóðin.
Tilgsngur samkeppninnar er
að fá fram rökstuddar skoðanir
manna á grundvallarhugsjón-
um handiðnaðar, frá hagfræÝ-
legu, fjelagslegu og menningár
legu sjónarmiði sjeð, og stöár»
iðnaðarmanna og þýðingu i nú-
tíma þjóðíjelagi.
Þatttaka er heimil öllum,
hvort sem þeir eru iðnaðar-
menn eða ekki. Ritgeroir, seh\
áður hafa verið birtar, koma
ekki til greina.
Ritgerðirnar mega ekki vera
lengri en 10.000—12.000 orÖ.
Af ísiands hálfu verða þrerín
verðlaun veitt, 2000 kr., 1.090
kr. og 500 kr.
Landssamband iðnaðarmanna
sjer um keppnina á íslandi, dg
í dómnefnd hafa verið skipaðif:
Guðmundur H. Guðmunds-
son, húsgagnasm.meist., Þoriöif
ur Gunnarsson, bókbandsmeist
ari og Sveinbjörn Gíslasof),
múrarameistari.
Þær ritgerðir, sem verðlaun.
fá í hverju landi, verða teknár
með í samnorrænu keppnina,
og verða þar veitt tvenn verð-
laun, sem svarar til ísl. kr.
3000, og 1000 kr. ?
Framh. á bls. 12 .