Morgunblaðið - 05.01.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.1949, Blaðsíða 12
12 M O RGV /V B L AÐ IÐ Miðvikudagur 5. janúar 1949 Frakkar eiga þriðja stærsta orkuver i heimi EIN MESTA áætlun Frakka er nú orðin að veruleika. Hinn 19. janúar s.l. var Génissiat-virkj- unin, á ofanverðu Rhóne-fljót- inu, 23 km frá landamærum Svisslands opnuð, þ. e. a. s. að fljótinu var hleypt í sinn fyrri farveg, en því hafði verið snú- ið í annan farveg í þau 7 ár, er byggingin stóð yfir. Hjer með er unninn glæsilegur sig- ur, sem er mikilvirkur þáttur í áætlun Frakka um fjárhags- lega viðreisn landsins. Næst á eftir Hoover-virkjuninni í Colo rado og orkuveri Rússa við Dniepr, er orkuverið við Genss- iat nú stærsta rafvirkjun í heimi. Saga þessa risavaxna fyrir- tækis er viðburðarík. Er hún þó aðeins fyrsti áfanginn í enn stórkostlegri framkvæmdum, sem sje hagnýtingu Rhóne- fljótsins á þennan hátt: sem siglingaleið, til áveitu og sem orkugjafa. Hugmyndin er meira en 100 ára gömul, en á árinu byggja 6 óvenjulega stór kerfi, miðað við í Evrópu, með árlegri framleiðslu 1 miljards 800 milj. kwst., en jafnmikið magn er með öllu óþekt í Evrópu, og hefir sjaldan verið farið fram úr því annars staðar í heim- inum. Undirbúningsstarfið, en því var lokið 1940, var í því fólgið að þurka farveginn og komast niður á undirstöðuklettinn. — Þetta verk.var mjög erfitt við- fangs vegna hins mikla vatns- þunga í fljótinu, jafnvel á því tímabili, þegar það er vatns- minst. Við það bætist hið þykka lag af leðju, er safnast hafði í farveg fljótsins um aldaraðir, meira en 25 metra þykt. Það eru meira en hálf miljón rúm- metrar af mold, er þurfti að flytja burtu. Loks þurfti, til þess að snúa fljótinu úr far- veginum, að grafa tvær risa- vaxnar neðanjarðarpípur, 85 ferm. að vídd. Ollu þessu var þó lokið í apríl 1939. 1933 var henni hrint í fram- kvæmd af „Compagnie Nation- ale du Rhóne“. Hjer er í fyrsta lagi um að ræða að gera skip- gengt fljót, erfitt viðureignar og allsstaðar mjög straumhart. Að þessu loknu getur Rhóne, ásamt skurðinum milli Rhóne og Rínar og Rín sjálfri, myndað mikla samgönguleið milli Norð- ursjávar og Miðjarðarhafs, og þannig verður hægt að komast hjá hinni löngu siglingu suður fyrir Gibraltar. Hjer er einnig um að ræða að hagnýta hinar mörgu stíflur, sem nauðsynlegt mun verða að byggja, til orku- framleiðslu fyrir 18 rafstöðvar, er mun geta framleitt árlega meira en 4 miljarða kw. stunda. Með tilliti til núverandi ástands í fjárhagsmálum Frakka, bætti fjelagið fyrst úr þeirri þörf, er brýnust var, að framleiða raf- magn. Og byrjunin var bygg- jng orkuversins við Génissiat. Þegar í bypjun ársins 1935, settist flokkur verkfræðinga að í Génissiat^Þar voru fyrir hendi öll skilyrði til að byggja mikið orkuver: undirstöðukletturinn er nú heppilegri bergtegund, á hægri bakka fljótsins er stóð sljetta, þar sem hægt er að koma upp mikíum smíðastöðv- um, vatnsmagpið er mikið: 400 rúmmetrar á sekundu, en það magn fimmfafdast, ef fliótið er í vexti. Þar sem h*gt er að fá fram 65 metra háan foss, átti að vera kleift að ná heildarmagninu 400,444 kwst. með því að Þegar til sjálfra bygginga- framkvæmdanna kom, olli stríð ið erfiðleikum. Er vopnahlje var samþ. 1940 var látið flæða yfir smíðastöðv- arnar, eftir skipun frá hernað- aryfirvöldunum, en starfsmönn um tókst þó til allrar hamingju að bjarga mestum hluta vinnu- tækjanna. Enda var fljótt hægt að ná þangað, sem komið var 1940. Eftir hernám Suður-Frakk- lands skildu Þjóðverjar fljótt, að orkuverið við Génissiat hefði enga hernaðarlega þýðingu fyr- ir þá. Þeir fluttu því til ann- ara verksmiðja mörg hundruð tonn af efni, og það var með herkjum, að „Compagnie Nati- onale du Rhóne“ fekk að halda nokkrum fjölda verkamanna á smiðastöðvunum. Starfsfólki fjelagsins tókst þó með mikilli áhættu, að leyna fyrir rannsóknum Þjóðverja vjelum og efni, sem áttu eftir að verða dýrmæt seinna meir. Þannig var undir eins, er land- ið var frjálst orðið, hægt að taka í notkun kopar úr heilum rafal, er hafði verið fluttur og falinn í stöðinni. Sambandið milli starfsfólks og verkstjóra fjelagsins og setu liðs Þjóðverja átti enn eftir að versna. í byrjun 1944 myrtu Þjóðverjar 3 verkamenn á sjálfri smíðastöðinni. Um 40 aðrir starfsmenn aðrir voru teknir höndum og fluttir til fangabúða og það lá einungis fyrir einum þriðja þeirra að Stýflan og orkuverið við snúa aftur heim þaðan. Eftir innrás bandamanna í Norman- die varð Génissiat aðalbæki- stöð og viðgerðarstöð frönsku skæruliðanna í hjeraðinu. Tala verkamanna minkaði mjög, svo fáir voru eftir, og vinnan stöðv aðist næstum, þar til í lok ’44, er fjelagið gat aftur tekið við vinnustöðinni, en nú var þar ekkert efni, engir vörubílar, engir varahlutir og fátt eitt af starfsliði, og aðeins 50,000 rúm metrar af járnsteypu voru end- anlega komnir á sinn stað. En brottflutningi á jarðveginum var lokið (900.000 m3) og að hálfu lokið við að grafa skol- rennurnar, en þeirra hlutverk er að skola burtu leir og leðju, er safnast fyrir ofan við stífl- una. Steypuverkið var undir eins hafið í stórum stíl, með öllum þeim hraða, er vinnukraftur (3500 manns að meðaltali) og úthlutun hráefnis leyfði. Sumarið 1946 voru steyptir 30,000 rúmmetrar, en það er met í Frakklandi. Þessum hraða var haldið, og í lok ársins 1947 var lokið við að steypa hina 1,237,000 rúmmetra, sem fóru til stíflunnar og rafstöðvarinn- ar, sem er rjett fyrir neðan hana. Til þess að auka oryggið, var við Génissiat notuð „þunga- stífla“ í stað ,,plötustíflu“, sem hefir verið notuð við rafvirkj- anir í Mið-Frakklandi. Stiflan hvelfist með 500 metra radius. Þar sem hún er hæst, er hún 104 metrar á hæð. Breiddin (eða þyktin, ef vill) er 9 m Génissist í Rhone-fljóti. að ofan og 100 m að neðan, þar með talin undirstaða verksmið- junnar. Lengd stíflunnar að of- an er 140 m. Þetta sements- bákn, sem er treyst á báðum bökkum fljótsins með hálfboga mynduðum stöplum, á að stand as þungann af 35 rúmmetra af vatni, er safnast fyrir ofan stífl una og myndar þar stöðuvatn, 23 km. langt, 150 metra breitt og með 350 hektara vatnsflöt. Vatnið úr þessu stöðuvatni fell- ur við stífluna í 67 metra hæð, rennur þar í gegnum hjól túr- bínanna, og er því síðan slept í farveg sinn. Verksmiðjan, sem komið er fyrir innan í stíflunni, í skjóli fyrir loftárásum, er í 6 lóð- rjettum hlutum, sem eru hver ein Francis-túrbína, og fyrir of- an hverja túrbínu er 15,000 volta rafall. Túrbínuhjólin eru 4,20 m í þvermál; ein túrbína með tilheyrandi tækjum, vegur nærri 1,000 tonn; einn rafall, 750 tonn. Var það mikið vanda- mál, hvernig hægt væri að flytja þá frá Suður-Frakklandi, þar sem þeir voru bygðir, en það var leyst af snild. Leiðsl- urnar að túrbínunum eru 57 metrar að lengd og 5,75 í þver- mál. Þær koma frá 6 móttöku- þróm á framhlið stíflunnar. — Hverri þró hlífa grindur, 15 m. háar, úr járnstöngum með 10 cm. millibili. Framkvæmd þessa risavaxna fyrirtækis er met í Evrópu og frönskum iðnaði til mikils sóma. Hvert hinna 65,000 kw. kerfa gefur aðeins að litlu leyti eftir stærsta orkuveri i Ame- iiimtf iminiasiifiuMKai Markús Eftir Ed Dodd lUimimiiimiimiiinmiiiiMiiMiiMiiouiiw nm«u GET 6ACK AS FAR AS. YCJ CAN,„MARK ...WE/RE ríku, Boulder Dam virkjuninni, en kerfi hennar framleiða hvert 80,000 kw. Génissiat mun sem sje hjeð- an í frá geta framleitt 1,500 miljónir kw. stunda árlega, en fyrir Frakkland er það jafn- mikils virði og 3 miljónir tonna af kolum; um 15 sinnum það magn, sem borg á við Bordeaux (um 254,000 íbúar) notar árlega af kolum. Enda gat M. Lacoste, iðnaðar- og versíunarmálaráðherra, með rjettu sagt í ræðu sinni, er hann hjelt við opnun orkuversins: „Mjer er mikil ánægja að sjá slíkar framkvæmdir á tím- um, er stjórnin gerir allt til þess að vekja lánstraust ríkis- ins og styrkja mynt landsins. Það eru til menn, sem hafa ekki fult traust á Frakklandi. Þeir eru sekir, og þeim skjátlast. — Hvernig getur þjóð, sem þrátt fyrir alía erfiðleika hefir kom- ið sliku verki í framkvæmd, annað en áunnið sjer traust? -— Þjóðin er að vinna sig upp. Það minnir alla sanna Frakka á, að Frakkland er á rjettri leið. — Landið okkar lifir, það er land, sem hefir mikla framtíð fyrir sjer“. Vfirlýsing HR. RITSTJÓRI! í blaði yðar í dag er frá því skýrt, að jeg hafi í ræðu á stúdentafundinum s.l. sunnu- dag sagt, að „einu gilti, hverjir fyrstir yrðu til að hernema Is- land í ófriði, Rússar eða aðrir. Ef rússneskur her kæmi hingað fyrst, þá myndi hann fljótlega verða flæmdur hjeðan.“ Það er rangt, að jeg hafi sagt, að „einu gilti, hverjir yrðu fyrstir til að hernema ísland í ófriði.“ Jeg sagði, að þótt rússneskur her gerði tilraun til að hertaka land ið í upphafi ófriðar, mætti telja fullvíst, að hann gæti aldrei haldið landinu, því að yfirráð- um yfir íslandi gæti ekkert ríki haldið nema það, sem rjeði á hafinu umhverfis landið. Þetta hlytu Rússar að gera sjer Ijóst, og í því hlyti að felast sterk von um að við slyppum við til- raun til hertöku af hálfu Rússa. Með þökk fyrir birtinguna. 4/1 ’49 Gylfi Þ. Gíslason. — Rifkeppni Frh. af bls. 7. Stjórn Norræna iðnsambands ins skipar norrænu dómnefnd ina. Ef dómnefndin telur enga móttekna ritgerð hæfa til 1. eða 2. verðlauna, má hún skifta verðlaununum öðruvísi en að ofan getur, og er úrskurður hennar bindandi. Iðnsambönd- in eiga hinar verðlaunuðu rit- gerðir og áskilja sjer rjett til að kaupa ritgerðir, sem ekki fá verðlaun, fyrir venjuleg rit- laun. Ritgerðirnar ber að senda vjelritaðar í lokuðu umslagi, með ákveðnu merki, og nafn höfundar í öðru lokuðu umslagi merktu eins, til Landssambands iðnaðarmanna, Kirkjuhvoli, Reykjavík, fyrir 1. apríl 1949. — Farið þið nú langt inn í .hellinn. Við ætlum að sprengja I — Er allt í lagi, Markús? jklettinn i mola. Stjórn Landssambands íðnaðarmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.