Morgunblaðið - 18.03.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.03.1949, Blaðsíða 1
36. árgangur. 64. tbl. — Föstudagur 18- mars 1949, Prentsmiðja Morgunblaðsins Ummælð Spaak um Aflanfshafssáflmálann Einka>keyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BRÚSSEL 17. mars. — Forsætisráðherra Belgíu, Paul Henri Spaak, flutti í dag ræðu á fundi utanríkismálanefndar belgíska þingsins um Atlantshafssáttmálann og lagði áherslu á það, að sáttmálinn væri eingöngu „varnarsáttmáli, gerður í friðsamleg- um tilgangi." Hann sagði, að sáttmálinn hefði aldrei reynst nauðsynlegur, ef Sameinuðu Þjóðirnar hefðu getað starfað eðli- lega. En Rússar hefðu sjeð fyrir því, að gera þau samtök óstarf- hæf. Til 20 ára Hann kvað sáttmálann gilda til 20 ára, en þátttökuþjóðir gætu krafist endurskoðunár hans eftir 10 ár. Litið yrði á árás á eina af þátttökuþjóðun- um sem árás gegn þeim öllum. Öll þátttökuríkin yrðu þegar að koma til hjálpar, ef ráðist yrði á eitt þeirra. En hann kvað ekki mælt svo fyrir í sáttmálanum, að sú aðstoð þyrfti að vera hern aðarlegs eðlis. Engar hcrstöðvar ó friðartímum Þá sagði Spaak, að engin af þátttökuþjóðunum veitti ann- arri herstöðvar á friðartímum. Hann kvað sáttmálann í fullu samræmi við stofnskrá S. Þ. og engin áhrif hafa á samninga' og samninga Breta og Rússa Rússa og Frakka annarsvegar hinsvegar. u varnanáHmáli gerS- HðFUBÁHERSLAN LÖGÐ Á SJER ÍSLANDS 1 ¥! -<s> Síofnun b iags rædd í næsfa mánuði — af Bretum, Frökkum og Bandaríkjamönnum Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. I.ONDON, 17. mars. — Talsmaður breska utanríkisráðuneytisins ljet svo ummælt i dag, að líklegt væri að utanríkisráðherrar Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands myndu ræða um Miðjarðarhafs-bandalag, er þeir hefðu undirritað Atlantshafs- sáttmálann í Washington í næsta mánuði. Engir sjerfræðingar. Hann sagði, að engar ráðstaf anir hefðu verið gerðar til þess að senda sjerfræðinga með bresku sendindfndinni til Mið- jarðarhafslandanna, en breska utanríkisráðuneytið VcFri enn LAKE SUCCESS, 17. mars: að rannsaka möguleika á stofn un Miðj arðarhafsbandalags. Mál Mindszenfy fyrir Allsherjarþingi S. i5 Engin orðsending. Hann ltvað hvorki Grikki nje Tyrki hafa sent Bretum nýja orðsendingu um mál þetta síðan gríski utanríkisráðherr ann Constantin Tsaldaris og tyrkneski utanríkisráðherrann, Necme'ddin Sadak hefðvr verið í London nýlega. Fleiri flugvjelar. LONDON — Bretar gera ráð fyrir að hafa tvöfaldað þrýstiloftsflugv jela- flota sinn á miðju árinu 1950. Fulltrúi Boliviu á þingi S. Þ. hefir borið fram tillögu þess efnis. að mál Mindszenty kardí nála verði lagt fyrir Allsherj- arþingið, er það kemur saman í Lake Success í næsta mánuði. Sagði fulltrúinn, að mál kardí- nálans væri algjört brot á mannrjettindaskrá S. Þ. — Reuter. Nýjar tillögur í Berlínar-deilunni CAMBERRA. 17. mars: - Jos- eph Chifley. forsætisráðherra Astralíu skýrði þinginu hjer frá því í dag, að „nýjar tillögur11 hefðu nú verið lagðar fram um lausn Berlínar-deilunnar, en hann kvaðst ekki að svo stöddu geta skýrt nánar frá því, i hverju þær væru fólgn- ar. Áður í dag höfðu hernáms- yfirvöld Vesturveldanna í Þýskalandi tilkynt, að hjer eft ir gilti aðeins gjaldmiðill Vest- urveldanna á hernámssvæðum þeirra í Berlín. Væri ástæðan sú, að störf nefndar þeirrar, er Ðryggisráðið skipaði til þess að vinna að lausn Berlínarvanda- málsins, hefðu ekki borið neinn árangur. — Reuter. SEOU — Lögreglan hefir tilkynnt, að 40 „leiðtogar vinstrimanna" hafi verið handteknir hjer, eftir að áform þeirr? um að drepa Rhee forseta fóru út um þúfur. Olympíuleikarnir 1936. WASHINGTON — Bandaríkjaþing hefir nú samþykkt að bjóða alþjóða olyji’píunefridinni að olympíuleikarn ir 1956 verði haldnir í Detviot í Michigan-fylki i Bandaríkjunum. 1 Sameiginleg yfirlýsing birt í Washington í gær Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. WASHINGTON 17. mars — Er Bjarni Benediktsson, utanríkis- ráðherra íslands, hafði rætt við Dean Acheson, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á síðasta fundi þeirra um Atlantshafs- sáttmálann í dag, gáfu þeir út sameiginlega yfirlýsingu. í yfirlýsingu þessari kvaðst Bjarni Benediktsson hafa lagt höfuðáhersluna á sjerstöðu íslands í viðræðntn sínum við bandaríska utanríkisráðherrann. þar eð ís- land væri með öllu vopnlaust land og þar væri enginn her. Kvað hann Islcndinga ekki myndu fallast á neinar erlendar hcrstöðvar í landi sínu á friðartímum. -<í> Breski herinn í Áhaba fæt \\ Yfirlýsing ráðherranna var á þessa leið: FufSfrúadeild ítalska þingsins ar I áflogum UmræÖur um Atlanfshafssáffmálann í 40 kist. Einkaskeyli til Morgunhlaðsins frá Reuter- RÓM 17. mars — Nokkrir menn særðust lítillega í kvöld, er lög- reglan dreifði hóp æpandi kommúnista, sem ætluðu að gera aðsúg að fulltrúadeild ítalska þingsins. — Fyrr í dag sló í bardaga í þinginu sjálfu er 50 þingmenn kristilegra demokrata og kommúnista rjeðust hver gegn öðrum með ópum og óhljóðum. Er það í annað sinn, sem til handalögmáls kemur, síðan um- ræður um Atlantshafssáttmálann hófust í deildinni í gær. 3000 kaffibollar. Umræðurnar höfðu staðið samfleitt í 26 klst. kl. 5 í dag og þá áttu enn 70 kommúnistar og sósíalistar eftir að tala í 10 mínútur hver, svo að búist er við að umræðunum ljúki ekki fyrr en eftir 15 klst. í fyrsta lagi. Áætlað hefir verið, að þingmenn hafi þegar drukkið 3000 bolla af kaffi, til þess að halda sjer vakandi. Tap kommúnista. Stjórnmálafrjettaritarar benda á, að orsökin til hinnar æðisgengnu baráttu kommún- istanna gegn Atlantshafssátt- málanum sje sú, að nú sje runn in upp örlagastund fyrir flokk þeirra í Italíu. Hann muni áreið anlega stórtapa fylgi nú, þegar augljóst þykir að Ítalía taki þátt samstarfi hinna vestrænu lýð- Sameiginleg yfirlýsing. „Tilgangurinn með för ís- AMMAN, 17. mars - Tilkynnt lenska utanríkisráðherrans og var hjer í dag, að fleiri bresk-| starfsbræðra hans fil Washing ar hersveitir og meiri birgðir ton var sá* að afla “PPlýsinga fyrir breska herinn hefðu kom '1 sambandi við væntanlegt At- ið til hafnarborgarinnar Aka- lantshafsbandalag, er nauðsyn ba, í Suður-Transjordaníu legt er fyrir íslensku ^órnina og Alþingi að hafa til' grúnd- vallar, er tekin verður ákvörð un um afstöðu íslands til At- lantshafssáttmálans. „Islenski utanríkisráðherr- ann og starfsbræður hans ann- ars vegar og bandaríski utan- ríkisráðherrann og ráðgjafar hans hins vegar hafa rætt eðli og tilgang væntanlegs sáttmála af fullri hreinskilni. Tilgangurinn að varðveita friðinn. „Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna lagðj áherslu á það, að tilgangur sáttmálans væri eingöngu sá, að varðveita frið- inn í heiminum og benti á, að sáttmálinn væri gerður í fullu samræmí við stofnskrá hinna Sameinuðu þjóða. Sjerstaða íslands. „Utanríkisráðherra íslands skýrði sjerstöðu þá, sem Island hefir, þar sem þar er enginn her og sagði, að Islendingar myndu ekki fallast á neínar erlendar herstöðvar í landi sínu á friðartímum“. Bjarnj Benediktsson tjáði blaðamönnum í dag, að hann hefði fengið allar nauðsynlegar upplýsingar í sambandi við sáttmálann. Hann vildi ekkert um það segja, hvað hann mynd,i ráðleggja íslensku stjórninni í máli þessu. j ræðisþjóða. en ekki er talinn 'nokkur vafi á því, að þátttaka , Ítalíu í Atlantshafssáttmálanum muni samþykkt að umræðum loknum. ' Áflogin. Áflogin í fulltrúadeildinni í j dag brutust út þegar kommún- | istaþingmaður tilkynnti. að jeinn maður hefði látið lífið í óeirðum í Terni, 80 km. fyrir norðan Róm. Kommúnistar æptu þá heróp: „Morðingjar! Glæpamenn!“ Demokratar stóð ust ekki slíkar svívirðingar og á næsta andartaki logaði öll þingdeildin í áflogum. Kven- þingmenn kommanna gengu sjerlega vel fram í því, að hella ókvæðisorðum yfir forsætisráð- herrnan, de Gasperi. Leið góð stund áður en tókst að stilla til friðar á ný. Gore látinn. WASHINGTON — Thomas P. Gore er nýlátinn 78 ára að aldri. Hann var öldungardeildarþingmaður þryu kjörtimabil, enda þótt hann hefði ver ið blindur frá barnæsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.