Morgunblaðið - 23.03.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1949, Blaðsíða 1
16 síður 36. árgangur. 68. tbl. — Miðvikudagur 23. mars 1919- Prentsmiðja Morgunblaðsins Bandalagsþjóðum í sjálfs- vald sett hvað þær gera Danska þingið ræðir Atiantshafssátfmáiann • , Einkaskeyti til Morgunblaðsins. KAUPMÁNNAHÖFN 22. mars — Gustav Rasmussen lagði í dag ' fram frumvarp í danska þinginu um þátttöku Danmerku'- í r Atlantshafssáttmálanum. Ráðhérrann gat þess, að enn væri óráðið hvaða vopnabirgðir Danir fengju frá Bandaríkjunum, en sennilegt væri, að vopnin bærust fljótlega eftir að Banda- ríkjaþing hefur samþykkt lög og ákveðið hvernig best sje að aðstoða hvert þátttökuríkið um sig. heræfingar hófust í gær ernámssvæði Soviefríkjanna TUGÞÚSUHDiR Utanríkisráðherrann gat þess,' ' enn einu sinni, að ekki væri 1 farið fram á neinar erlendar herstöðvar í Danmörku. Hann mintist á skyldurnar ' samkvæmt 5. grein og sagði að í- eðlilegt væri að menn spyrðu hvort Danir væru skyldaðir til • að segja árásarþjóð stríð á he.nd ; u.r, jafnvel þótt árásin yrði gerð fjarri Danmörku. Rasmussen benti á, að samn- ingurinn gerði ráð fyrir, að hvert þátttökuríkið fyrir sig tæki um það ákvörðun Jivað gera skuli til þess að tryggja öryggi viðkomandi lands. Það gæti vel komið fyrir, að það yi’ði talið hentugra. að smá þjóðirnar fæi'u ekki strax í . stríð, ef það brytist út. Markmið samningsins Rasmussen sagði í ræðu sinni í dag, að hann væri sannfærð- u.r um, að friður og öryggi.væru • meginmarkmið Atlantshafs- samningsins. Það væri að vísu enn skoðun dönsku stjórnarvald anna, að skandinaviskt varn- arbandalag hefði verið heppi- legasta lausnin á öryggismálum Danmerkur, en þar sem ekki Jiefði getað orðið úr því, hlytu Danir að tengja ailar vonir sín- ar um freisi og frið við Atlants- hafssamninginn. Munu hugsa sig um en einu sinni WASHINGTON, 22. mars. — Arthur Vandenberg sagði í dag í ræðu á borgarstjórafundi þeim sem nú er haldinn í New York, að Atlantshafssamningurinn mundi draga meir úr stríðshætt unni, en nokkur annar samn- ingur, bæði fyrr og síðar. Vandenberg. sem er leiðtogi bandarískra republikana í ut- anríkismálum, sagði, að ofbeld- usþjóðirnar mundu nú hugsa sig um oftar en einu sinni, áð-, ur en þær efndu til styrjaldar. Kínverska þiðigið fylgjandi friðarviSræðum sem fyrs! Fyrsli fundur nýju sfjórnarinnar verður í dag Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. NANKING, 22. mars. — Kínverslca þingið ákvað í dag að leggja til við stjórnina, að hún hraði sem mest friðarviðræðum við Jíommúnista. Þingið bað Ho Ying-Chin forsætisráðherra, að ljúka sem fyrst við að skipa samninganefnd. Effirmaður Moiofoffs Sjerstök nefnd vinnur nú að því í Nanking að semja friðar- Mjólkurskömtim af- numin í LONDON, 22. mars. Strachey, matvælaráðherra Breta, til- kynti í dag, að ákveðið hefði verið að afnema mjólkurskömt un í Bretlandi til bráðabirgða. Mjólk þar í Jandi verður seld miðalaust frá og með sunnudegi að telja. — Reuter. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. WASHINGTON, 22. mars — Atomfræðingurinn dr. David Bradley sagði 1 ræðu hjer í Washington í dag, að ekki væri 'nóg með það, að Rússar rjeðu þegar yfir leyndarmálum atom- .‘sprengjunnar, heldur „getur ■vel verið, að þeir sjeu þegar byrjaðir að framleiða atom- vopn.“ Dr. Bradley er aðalhöfundur ’skýrslu þeirrar, sem gerð hefur verið um atomsprengjutilraun- (irnar við Bikini. Atomfræðingurinn fullyrti að trúin á það, að Bandaríkja- rnenn hefðu einkarjett á atom- þekkingu, væri hluti af þeirri „blekkingu“, sem meðal annars gæti haft það í för með sjer, að Bandaríkin yrðu ekki við atom styrjöld búin. herra fil Þýskalands LONDON 22. mars. — Tilkynt var hjer í London í dag, að Bevin utanríkisráðherra mundi fara í heimsókn til Þýskaiands, skömmu eftir að hann hefur undirritað Atlantshafssamning- inn í Washington. Reuter, borgarstjóri Berlínar, skýrði frá því fyrir nokkru, að jBevin hefði tjáð sjer, að hann mundi innan skamms koma í kynnisferð til borgarinnar. ANDREI VISIIINSKY, utan- ríiksráðherra Rússlands, sem tók við embætti af Molotoff fyrir skömmu. Þjóðaratkvæða- greiðsla NEW YORK, 22. mars. Chester Nimitz flotaforingi, einn af þektustu yfirmönnum banda- ríska flotans í styrjöldinni, var í dag skipaður til að hafa eft- irlit með þjóðaratkvæða- greiðslu þeirri, sem fram fer í Kasmír á vegum S.Þ., og skera á úr því, hvort furstadæmið verði hluti af Hindustan eða Pakistan. Nimitz er nú staddur í San- Francisco, en mun væntanlega innan skamms leggja af stað til Kasmir. — Reuter. Versiunarsamningur LONDON, 22. mars. — Útvarp- ið í Prag tilkynti í kvöld, að , tjekkneska stjórnin hefði nú samþykt verslunarsamning1 þann, sem Tjekkóslóvakía og Júgóslavía undirrituðu 1. mars síðastliðinn. i Samkvæmt samningnum fá Tjekkar matvæli og hráefni, en ^ láta í staðinn ýmis konar iðn- aðarvörur. — Reuter. „Óþolandi ásland" LONDON, 22. jnars. Rússneskt blað rjeðist í dag harðlega á stjórnarvöld Finnlands og sak- aði þau um að hafa rofið finsk- rússnesku friðarsamningana. — Fullyrti blaðið. að ástandið, er þetta hefði haft í för með sjer, væri „hættulegt og óþolandi . . . sjerstaklega fyrir finnsku þjóð- ina“. — Reuter. skilmála stjórnarinnar, en her- J ir kommúnista standa á norð- ; urbakka Yangtse og virðast al- ; búnir að leggja til atlögu yfir fljótið. Fundur í dag Nýja kínverska stjórnin mun halda fyrsta fund sinn á morg- un (þriðjudag) til þess að ræða friðarskilmála sína. Búist er vic5 því, að hún fari að dæmi Li forseta og leitist eftir frið- arráðstefnu, sem grundvölluð yrði á jafnrjetti deiluaðila. 182 meÓ-410ámóti PARÍS, 22. mars — Franska þingið samþykkti í kvöld með 410 atkvæðum gegn 182, að hafna kröfu kommúnista um tafarlausar umræður um At- lantshafssáttmálann: Þingmenn kommúnista full- yrtu í dag, að þátttaka Frakka í Atlantshafsbandalaginu væri brot á bandalagssamningi Frakklands og Rússlands. —Reuter. íóbaksskömtun afnumin í Vesíur Þýskaiandi FRANKFURT, 22. mars. — Tó- baksskömtun var afnumin á bresk-bandaríska hernámssvæð j inu í Þýskalandi í kvöld, og bú ist er við, að hún verði enn- 1 fremur afnumin á því franska. Um 27,000 tonn af bandarísku tóbaki eru nú fyrir hendi i Vest ur-Þýskalandi, auk þess sem miklar tóbakssendingar eru væntanlegár frá Tyrklandi og Grikklandi. —Reuter. Grískir skæruiiöar AÞENA, 22. mars — Grísku skæruliðar-nir skýrðu frá því í útvarpsfregnum í kvöld, að sveitir kommúnista hefðu und- anfarna tvo daga haft sig mjög í frammi í námunda við júgó- slavnesku landamærin. ÞATT I ÞE!M Eru flestir um Ivífugt Einkaskcyti frá Renter. BERLÍN, 22. mars — Sam- kvæmt þýskum heimildum hjer í Berlín, munu tugir þús- unda rússneskra hermanna, sem nýkomnir eru til Þýska- lands frá Sovjetríkjunum, taka þátt í umfangsmiklum heræfingum, sem í dag hóf- ust á hernámssvæði Rússa. —■ * Hinir nýkomnu hermenn eru flestir hverjir um tvítugt —- nýliðar í rússneska hernum, sem fengið hafa nokkra þjálf- un í heimalandi sínu, en nú eiga að ljúka herþjónustu- tímabilinu í Þýskalandi. í einn mánuð Rússnesku heræfingarnar. sem fram eiga að fara á stóru svæði í Austur-Þýskalandi, standa yfir í um einn mánuð. Að þeim loknum munu nýlið- arnir taka við af eldri her- mönnum, sem margir hverjir, tóku þátt í styrjöldinni og enn eru í Þýskalandi, enda þótt þrjú og hálft ár sje liðið frá því stríðinu lauk. Þýskir þátttakendur Samkvæmt hinni þýsku frjett, munu um 10.000 Þjóð- verjar úr lögreglunni á her- námssvæði Rússa taka þátt í heræfingunum, auk þýskra verkfræðinga og ýmissa sjeT- fræðinga Þjóðverja á sviði her- mála. Ógnun Hjer í Berlín líta margir svo á, að heræfingarnar sjeu fyrst og fremst ógnun gegn Vestur- veldunum og Þjóðverjum, og eigi að minna báða aðila á, að herveldi Rússa sje mikið og hernámslið þeirra í Þýskalandi bæði fjþlmennt og vel vopnum búið. Blöð á rússneska hernáms- svæðinu gera sem mest úr her- æfingunum, og tala í því sam- bandi um, að Rússar sjeu þess albúnir að verja þýsku þjóðina. Gromyko í París PARÍS, 22. mafs. — Andrei Gromyko, aðstoðarutanríkisráð he'rra Sovjetríkjanna, kom flug leiðis til Parísar í kvöld. Fulltrúi í rússneska sendi- ráðinu skýrði frá því, að Gro- myko væri á leiðinni til Banda- ríkjanna. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.