Morgunblaðið - 10.05.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1949, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐI& Þriðjudagur 10- maí 1949. í 125 foorn fengu verð- íísmui Sumargjafar MÖNNUM rauti í fersku minni afrek barnanna við dreifingu og sölu .,Sólskins“, Barnadags- blaðs og merkia, núna síðasta velfardag og fyrsta sumardag. í-norðan byl og kulda tókst §.>'•:> að selja bók og blað upp og ná undraverðum árangri í tnerkjasölu. Heitdarsala þessara þriggja söfnunarliða mun hafa nám um 90 þúsund krónum og er það cinstætt met. ,.Nettö“-sala skiftist þannig á fíölustöðvar: Grænaborg kr. 44777,00, Listamannaskáli kr. 34230,000, Hlíðarendi krónur 5,098,00. Um þriðjungur barn- anna tók engin sölulaun, samkv. eigín áKvörðun. Aldur sölu- b.jrn ? var frá 5—14 ára. Sölu- ti.e.stur var Einar Olafsson, Snorrabraut 85, seldi fyrir kr. 1030,00 „brúttó“. En yngstu verðlaunahafar voru: Jón Ingi rt.ignarsson, (söluupph. krónur 405,00 > og Sigríður K. Roder- icJ: (söluupph. kr. 244,00), en |>hu tóku engin sölulaun. Börnunum var lofað bóka- verðlaunum fyrir dugnað við söltina Leitáð var til eftirtaldra bóka úigáfufyrirtækja um gjafabæk- ur til verðlauna: Barnablaðið Æskan, Bókfells úlgáfan, Bókaversl. Sigfúsar Eyn tundssonar. Bókagt-rðin LiJ.ja, Bókaútg. Guðj. Ó. Guð- jónr>.-., Bókaútgáfa Máls- og m enning ar, Draupnisútgáfan, II! i-ibú, Helgafell, ísafoldar- prentsm. h.f., Leiftur h.f., Norðri og prentsm. Austurlands Vonír stóðu til að veita um 90 börnura verðlaun. En undirtekt- ir b'ókaútgefenda urðu þær, að fært reyndist að verðlauna 125 born, af rúml. 800 börnum, er í,e)du. Gjafabækurnar voru yfir leit’t valdar bækur og sumar mjög verðmætar, og samanlagt mörg þúsund króna virði. Hjer vaj ekki aðeins um barnabæk- ur að ræða, heldur einnig ágæt- a> tóekur fyrir menn á hvaða aldri etn er. Enda voru bæk- urnar merktár eiganda frá Sum ai'gjöf, og því ævilöng eign og góð' roinning. Reynt var að velja b ukurnar og úthluta þeim, með tilliíi til söluupphæðar og ald- ur;; barnanna. En hvað sem því leið,, fylgdi öllum bókunum samskonar hugur frá Sumar- gjöf, sem var aðdáun og hug- hr-ilar þakkir til þessara ungu hctja, sem hjáípuðu fjelaginu til að ná gíæsilegum árangri við mjög svo erfið skilyrði nú um sumarmálin. Sumargjöf sendir hjartans þakk.ir til bókaútgéfendanna, er tóku bóka-.,sníkjum“ þessum svo vel, að hægt var að verð- launa fleiri börn en í fyrstu var ætlað, Og menn hefðu átt að sjá ánægðu andlitin, þegar tekið var á móti verðlaunabók- inni, Og persónulega vildi jeg, sem þcssar iínut rita, þakka hinum öilátu bókaútgefendum fyrir góðor viðtökur. Það var mjer söun ánægja að fá tækifæri til að" vinna að þessari sjerstæðu verð launaúthlutun. Sannfæring mín er, að með þer.;;u sjs verið að glæða ást og Framhald á bls. 12. liiknþing Bnndnlngs stnrismnnnn fíkis og bæjn ræðir lnunnmnl Furnlur í Alþýðuhúsmu s. I. sunmdag Á SUNNUDAGINN kl. 2 var aukaþing Bandalags starfs- manna ríkis og bæja sett í fund arsal Alþýðuhússins. Þar voru mættir fulltrúar frá ýmsum fje lögum út um land. og frá fje- lögum sambandsins hjer í Reykjavík. Forseti bandalagsins, Ólafur Björnssor. docent, setti þingið og bauð fulltrúa velkomna. Er þetta 11. þing bandalagsins. Forsetar þingsins voru kosn- ir Helgi Hallgrímsson, Ágúst Jósefsson, Björn L. Jónsson og ritarar Guðjón Gunnarsson og JVIagnús Eggertsson. í upphafi minntist forseti þess, að svo hefði verið ráð fyrir gert á síð- asta þingi bandalagsins, er haldið var í vetur, að ef ekki rættist úr launamálinu, eins og það þing fór fram á eða vænti, þá yrði boðað til aukaþings. Samkvæmt því hefði bandalags stjórnin nú hvatt saman þetta aukaþing. Forseti Alþýðusambands ís- lands, Helgi Hannesson, var gestur þingsins á þessum fundi. Ávarpaði hann fulltrúana með nokkrum orðum. — Sagði m. a. að það væri innileg ósk sín. að samslarf gætj orðið sem mest og best, á milli Alþýðu- sambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Því næst gaf Ólafur Björns- son þinginu skýrslu og skýrði m. a. frá á þessa leið: Eftir að þingi bandalagsins lauk í vetur, át^gljórn þess tal vi ðríkisstjórnina, eða eink- um forsætisráðherrann. — Bar bandalagsstjórnin fram fyrir hann tilmæli þau er samþykt voru á þingi BSRB um það, að kaup starfsmannanna yrði hækkað frá því sem það er nú, um 25% óg gilti sú hækkun frá áramótum. Forsætisráðherrann taldi tor- merki á, að gerð yrði þessi breyt ing á launakjörum starfsmann- anna, þar eð það myndi geta örfað tii frekari krafna frá öðr- um fjelagssamtökum. Eftir hin fyrstu viðtöl var bandalagsstjórninni ljóst, að rjettast væri að hafa við hend- ina frekarj rökstuðning fyrir þessum kröfum þingsins, en hún þegar hafði. Leitaði hún til stjórnar Alþýðusamb. ísl. og fjekk þaðan yfirlýsing um að Alþsamb. íslands myndi ekki skoða þær kjarabætur, sem BSRB færi fram á, annað en samræming á launakjörum er ekki myndi verða notaðar til stuðnings fyrir frekari kröf- um frá öðrum. Auk þess gerði stjórn BSRB gangskör að því, að gerður var frekari samanburður á launa- kjörum opinberra starfsmanna, launasamningum Verslunar- mannafjelags Reykjavíkur, og kjörum sem menn hafa við fyrirtæki einstaklinga. Þessar skýrslur lágu fyrir í marslok, Síðan sagði Ól. Bj.: hefir stjórn bandalagsins haft margar viðræður við forsætis- og fjármálaráðherra, og ýmsa þingmenn. Hafa þeir menn, sem stjórnin hefir rætt við, bæði ráðherrar og aðrir, ekki neitað því að kröfur um hækk- un hendur opinberra starfs- manna sjeu sanngjarnar. En aðalmótbáian gegn því, að BS RB fengi kröfununum um launa hækkanir fullnægt væri, að fjárhagur ríkisins leyfði það ekki. Nokkurnveginn skýlaus lof- orð liggja fyrir um það, frá ríkisstjórninni, sagði Ól. Bj., að launalögin. eins og þau eru nú, yrðu tekin til endurskoðun- ar fyrir næsta þing. En um greiðslu bráðabrigða uppbótar frá áramótum, sem BSRB hefir farið fram á, hefir ekkert á- kveðið svar verið gefið- Forsetinn taldi að eðlilegast væri, að nefnd yrði send frá þessu þingi, ti lríkisstjórnarinn ar, til að ganga eftir ákveðnu svari um þetta. Síðan benti ræðumaður á, að frá hans sjónarmiði gæti verið um þrjár leiðir að ræða fyrir þing og stjórn, til þess að fall- ast á óskir BSRB um bætt kjör: Að afgreiða fjárlög með tekju- halla- Að hækka skatta frá því sem nú er. Að skera niður önn ur útgjöld sem því næmj er starfsmennirnir fengju í aukn ar kaupgreiðslur. Hann taldi að tekjuhalli af fjárlög væru ekki eins fráleit, eins og sakir stæðu eins og menn alment teldu. Tæplega myndi hægt að hækka skattaálögur, sem kaup uppbótinni næmi. Og erfitt myndi um niðurskurð á útgjöld um nema, ef horfið yrði frá ýmsum uppbótum, sem nú eru greiddar. En þá myndi líka þurfa að lækka . gengið. En gengislækkun myndi að sjálf- sögðu valda ýmsum erfiðleik- um. Ræðumaður taldi, að æskileg- ast myndi vera fyrir BSRB, að fengnir yrðu einhverjir þing- menn, til að flytja kjaramál starfsmannanna á Alþingi, helst einn eða fleiri menn úr hverj- um flokki. En þar eð BSRB væri utan við alla flokkspóli- tík, vildi hann, að bandalagið hjeldi fast við, að það reyndi að fá stuðning allra stjórnmála flokkanna fyrir málstað sinn. Að endingu mintist hann á ýms önnur mál, sem komið hafa fram og viðkoma starfs- sviði BSRB ,svo sem viðvíkj- andi vinnutíma og ráðningum opinberra starfsmanna. Næstur tók til máls Guðjón Baldvinsson ritari BSRB. Gerði hann samanburð á launakjörum ýmsra iðnaðarstjetta nú, og launum opinberra starfsmanna, en 6 iðnfjelög fá nú að því er hann upplýsti, hærra kaup, en hæst launuðu stjettir opinberra starfsmanna- Ræddi hann síðan um aðstöðu hinna opinberru starfsmanna í samanburði við aðstöðu ýmsra annara stjetfa þjóðfjelagsins. Til máls tóku ennfremur á þessum fundi frú Sigríður Ei- ríks og Gísli Guðmundsson toll- þjónn- Flugvjelar F. í. fluttu nær 2S90 farþega í apríl FLUGVJELAR Flugfjelags ís- lands fluttu samtals 2491 far- þega í aprílmánuði, þar af 2244 innanlands og 247 á milli landa. Hefur farþegafjöldinn nálega þrefaldast frá því, á sama tíma í fyrra, en þá voru fluttir sam- tals 893 farþegar. Frá Reykjavík til útlanda ferð uðust 138 farþegar með „Gull- faxa“, en til Reykjavíkur 109. Flutt voru í mánuðinum 13,270 kg. af pósti innanlands og 185 kg. á milli landa. Hefur fje- lagið aldrei áður flutt jafn mik- ið af pósti innanlands á einum mánuði, en til samanburðar má geta þess, að i apríl í fyrra voru póstflutningarnir um 6000 kg. Þá var flogið með rúmlega 6 tonn af öðrum flutningi á milli staða innanlands og um 1 tonn á milli landa. Flugvjelar fjelagsins flugu 28 daga mánaðarins, og fjellu þannig úr aðeins 2 dagar, þrátt fyrir umhleypingasamt veður í mánuðinum. — Á sama tíma í fyrra voru flugdagar hinsvegar samtals 24. Ágæfur árangur í kúluvarpi og kringlukasli SÍÐASTLIÐINN laugardag hélt KR innanfjelagskeppni í kúlu- varpi og kringlukasti og náðist mjög góður árangur. Gunnar Huseby er nú aftur kominn fram á sjónarsviðið og virtist síður en svo hafa gefið sig nokkuð. Hann varpaði kúlunni 15,12 m- og kringlunni kastaði hann 43, 62 m. Úrslit urðu annars þessi: Kúluvarpi: — 1. Gunnar Huseby, KR, 15,12 m., 2. Frið- rik Guðmundsson, KR, 14,31 m., 3. Vilhj. Vilmundarson, KR, 13,82 m. og 4. Ástvaldur Jóns- son, Á, 13,36 m. Kringlukasti: — 1. Gunnar Huseby, KR, 43,62 m., 2. Friðrik Guðmundsson, KR, 41,89 m., 3- Þorsteinn Löve, ÍR, 41,61 m. og 4. Gunnar Sigurðs- son, KR, 39,26 m. áukinn bensínskammiur LONDON, 9. maí — Gateskill, eldsneytismálaráðherra Breta, skýrði frá því í dag, að bensín- skammturinn yrði í sumar auk- inn handa þeim erlendum ferða mönnum í Bretlandi, sem kaupa þar notaða bíla eða taka þá á leigu. Aukningin samsvarar 250 mílna akstri. — Reuter. Hlíðarendi 10 ára I DAG eru liðin 10 ár, síðan Knattspyrnufjelagið Valur, festi kaup á eigninni Hlíðar- endi, hjer við Öskjuhlíð og ætla Vals-menn að minnast þessa af- mælis í kvöld, í hinu vistlega fjelagsheimili sínu þar. Það var einkum fyrir orð Ólafs Sigurðssonar, að Valur keypti Hlíðarenda og Valsmenm telja sig standa í mikilli þakk- arskuld við Ólaf, því með kaup- unum á Hlíðarenda færðist enn meira fjör í starfsemi fjelagsins, Árapgurinn af því starfi er m. a. sá, að á s. 1. ári, var vígt. að Hlíðarenda hið ágæta fjelags heimili Vals, sem rúmar um 70 gesti í aðalsal. Úr því minnst er á fjelagsheimilið, má ekki gleyma þeim Jóhannesi Berg- steinssyni og Sigurði Ólafssyni, en þeir hafa lagt mikla vinnu fram við það. Valsmenn ætla ekki að láta staðar numið með byggingu fjelagsheimilisins. Þeir vinna nú að vallargerð í landi sirtu. Á það að vera. malarvöllur og er ráðgert að hann verði full- gerður í sumar. Ýmsar aðrar framkvæmdir þar syðra eru á prjónunum. Jafnframt því sem Valsmenn minnast 10 ára afmælis Hlíð- arenda, þá verður 38 ára af- mæli Vals minst, en það er á morgun. Stjórn Vals hefur í kvöld frá kl. 8—11 móttöku fyr ir Valsmenn og velunnara fjel- agsins og munu ábyggilega margir bregða sjer suður að Hlíðarenda í kvöld í tilefni dagsins. Ágæt danssýning DANSSKOLI frú Rigmor Han- son, hafði s. 1. sunnudag dans- sýningu í Austurbæjarbíó og tóku þátt í henni 100 nemend- ur skólans, auk frúarinnar sjálfrar. Sýndir voru balletdansar, rússneskur dans og spánskur og fleiri, auk samkvæmis dansa, en á efnisskránni voru alls 13 atriði. Danssýning þessi tókst mjög vel og var hverju atriði vel fagnað. Einkum vakti dana hinna yngri nemenda mikla á- nægju og það var líka mjög ánægjulegt að sjá þetta lág- vaxna dansfólk stíga dansinn með hinu mesta öryggi, svo hvergi slceikaði, að þvi er sjeö var með leikmannsauga. Þær mæðgur, frú Rigmor Hanson og dóttir hennar Svava sýndu nokkra „sólódansa“ og var þeim vel tekið. Ljósameistari var Hallgrím- ur Bachmann og undirleik fyr- ir dansi annaðist Árni Björns=> son. F. Svanlr á Reykja- víkurfjðrn NÚ eru komnir sex hvítir svan, ir á Reykj avíkurtj örn. Þeir voru fluttir þangað | gærkveldi frá Álafossi, en Ás- björn Sigurjónsson, sem á svan- ina, lánar þá Fegrunarfjelag- inu. — Fólk ætti að varast, að fara illa að þcirn því þá má það eiga á hættu, að þeir taki á móti og berji frá sjer. En þaö er þó hættulaust að geía þeirr( brauðmola.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.