Morgunblaðið - 10.05.1949, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.05.1949, Qupperneq 8
8 itrOK(.( N B L AÐ l Ð Þriðjudagur 10- maí 1949. Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefárisson (ábyrgCarm.), Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og aígreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600 Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Horft fram á veginn SUMARIÐ HEFIR farið erfiðlega af stað. Frost og fannir, jafnvel ísar hafa ógnað afkomu og bænda og búaliðs í fjöl- mörgum sveitum landsin. Sauðburður er í þann mund að byrja og sumsstaðar byrjaður. Er hætt við að hin kalda og umhleypingasama veðrátta geti valdið bændum miklu tjóni ef ekki rætist fljótlega úr. Til sjávarins hefur það, sem af er sumrinu, einnig verið erfitt. Afli hefur verið tregur bæði á togara og vjelskip. Þessir erfiðleikar atvinnulífsins af völdum veðurfarsins hafa valdið því að sumir hafa fyllst óhug og vantrú á afkomu- möguleika þjóðarinnar á þessu nýbyrjaða sumri. Enn það hefur fyrr vorað illa á íslandi en nú. Mörg hðrð vor hafa komið yfir þetta norðlæga land meðan þjóð þess var þess miklu vanbúnari að mæta harðindum en hún er nú. ★ Sannleikurinn er sá að þótt veðráttan og aflabrögð ráði miklu um afkomu íslendinga eru það önnur atriði, sem miklu meiri þýðingu hafa nú fyrir framtíðarheill þeirra. Um s. 1. áramót framlengdi Alþingi löggjöfina um ábyrgð ríkissjóðs á ákveðnu verði útflutningsafurða okkar. Það spor var talið nauðsynlegt til þess að tryggja rekstur vjel- bátaútvegsins á komandi vetrarvertíð. Jafnhliða voru nýjar álögur lagðar á þjóðina til þess að gera ríkissjóði kleift að rísa undir ábyrgðinni á útflutningsafurðunum. Síðan þetta gerðist eru liðnir tæpir 5 mánuðir. Nú er ver- ið að leggja síðustu hönd á afgreiðslu fjárlaga fyrir árið, sem er að líða. Enn er beðið um nýjar tekjur fyrir ríkissjóð- inn og enn eru álögurnar hækkaðar. Og ríkisstjórnin á einsk- is annars úrkostar en að afla ríkissjóði þessara tekna þó henni sje það eins vel ljóst og öðrum að hún sje að bera j bakkafullan lækinn. En meðan niðurgreiðslunum og út- flutningsuppbótunum er haldið áfram og haldið í horfinu um verklegar framkvæmdir er henni auðugur einn kostur að fara þessa leið. ★ Sú staðreynd, sem uggvænlegust er þó um þessai mundir er sú, að vegna aukinnar dýrtíðar og erfiðleika ýmsra launa- stjetta á að lifa á launum sínum, blasa nú við óskir um stór- feldar kauphækkanir. Það sem er að gerast er þetta: Það er verið að setja ný segl á dýrtíðarmylluna. Fyrr en varir er snúningur hennar orðin hraðari en nokkru sinni fyrr. Kapphlaupið milli kaup- gjalds og verðlags, sem tafið hefur verið nokkuð með dýr- tíðarlögunum frá 1947, er að hefjast með fullum krafti á ný. ★ Það er þýðingarlaust að dylja sig þess að þetta er það, sem nú blasir við. Það atriði, sem hlýtur að hafa grundvallár þýðingu í þessu samabandi er það, hverjar horfur sjeu á sölu íslenskra afurða. Fer verðlag þeirra hækkandi, stendur það í stað eða er hætta á lækkun? Stendur framleiðslan undir verulegri almennri launahækkun í landinu? íslenskar afurðir hafa ekki hækkað í verði. Sumar þeirra hafa heldur ekki staðið í stað, heldur lækkað. Aðstaða fram- leiðslunnar til þess að þola hækkun tilkostnaðar síns er þessvegna fráleit. Slík hækkun þýðir stöðvun sumra atvinnu- greina. Verulegur hluti arðgæfustu greinar sjávarútvegsins, togaraflotans, er þegar rekinn með miklu tapi. ★ íslendingar eiga þessvegna ekki um margt að velja í þessum efnum. Kostirnir eru fyrst og fremst tveir: Að hleypa mylluhjóli verðbólgunnar í gang fyrir fullum seglum og stöðva flestar greinar atvinnulífsins eða að spyrna við fót- um, taka upp nýjar aðferðir í baráttunni gegn dýrtíðinni og tryggja þjóðinni atvinnu og afkomuskilyrði. Það er óumflýjanlegt að fara síðari leiðina. Fyrri leiðin er ófær vegna þess að hún þýðir hrun og öngþveiti. Öll þjóðholl öfl í landinu verða þessvegna að sameinast um að koma í veg fyrir nýtt dýrtíðarflóð og byggja nýjan og traustari grundvöll undir efnahag landsmanna. XJílar ólzrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Vissu hvað þeir gcrðu í MORGUNBLAÐINU í fyrra- dag var skýrt frá miklum spell virkjum nokkurra unglings- pilta, sem gert hafa það af skemmdarfýsn sinni að eyði- leggja mikil verðmæti í húsi í Drápuhlíð, sem hjer er í bæn- um. Frásögnin er að því leyti at- hyglisverð, að í henni kemur í Ijós, að þessir unglingar verða varla afsakaðir sem „ó- vitar“. Til þess ganga þeir allt of „vel'V til verks. Það eitt að nenna að leggja á sig það erf- iði, að fleygja sementspokum ofan í vatn, til þess eins að eyðileggja í þeim innihaldið, bendir á talsvert „verksvit“. Þarna vár því ekki um algeran óvitaskap að ræða: Piltarnir vissu, hvað þeir voru*að gera, þegar þeir söktu sementinu í vatnið. Athyglisvcrðar upplýsingar UM þetta þarf þó ekki að fjöl- yrða. En í frjett Morgunblaðs- ins koma fram athyglisverðar upplýsingar, sem full ástæða er til að vekja athygli á, ef það mætti verða til þess að það mætti verða til að vekja upp umræður um málið og ef til vill einhverjar raunhæf- ar aðgefðir. Hjer fer orðrjett á eftir nið- urlag frjettarinnar í Morgun- blaðinu: „Forsprakki drengjanna og jafnframt sá, sem lagðj á ráð- in um óknytti þessa, er 15 ára piltur. Er hann annar þeirra tveggja, sem uppvísir urðu fyrir nókkru að þjófnaði á brjefum og ávísunum úr póst- hólfum í Pósthúsinu hjer í Reykjavlk. Rannsóknarlögreglan hefur afhent þetta mál Barnavernd- arnefnd“. • Barnaverndar- nefnd ÞAÐ kemur sem sagt í ljós, að leiðtogi þessara ungu drengja, sem ráðist hafa í að eyðileggja verðmæti fyrir alókunnugum mönnum, hefur fyrir aðeins skömmu síðan orðið. uppvís að afbroti, sem þá vakti talsverða athygli, enda einstakt í sinni röð. Og nú hefur rannsóknar- lögreglan „afhent þetta mál barnaverndarnefnd“. En ávísanamálið? Var ekki búið að „afhenda" barnavernd arnefnd það? Og ef svo er, hvað var nefndin búin að gera í málinu? Um það verður því miður ekki deilt, að umræddur piltur hefur varla verið undir nógu traustu eftirliti milli þess tíma, sem hann braust inn í pósthólf- in, og skemmdarstarfsins í Drápuhlíð. • Erfið starfsskilyrði SANNLEIKURINN mun vera sá, að barnaverndarnefnd get- ur ekki, þrátt fyrir góðan vilja, tekið þeim tökum á afbrotum unglinga, sem æskilegt væri, þeirra vegna og borgaranna vegna. Það mun vera stað- reynd, að starfsskilyrði henn- ar sjeu ákaflega erfið; að hún ráði yfir fæstu af því, sem í öðrum löndum er talið grund vallarskilyrði undir sæmilega viðleitni þjóðfjelagsins til að Þjarga þeim unglingum af ó- knyttabrautinni, sem villst hafa inn á hana; að hana skorti jafn vel viðunandi húsakynni til að reka starfsemi sína í. • Orðnir vandræða- menn SKÖMMU eftir áramót birtist hjer í blaðinu grein, þar sem skýrt var nokkuð frá afbrotum unglinga og aðgerðum þess op- inbera í þeim efnum. í þeirri grein kom í ljós, að sömu pilt- arnir höfðu stundum árum saman haldið áfram hnupli sínu og óknyttum, þrátt fyrir tíð af skipti yfirvaldanna af málum þeirra og margendurteknar til- raunir til að fá þá til að bætá ráð sitt. Það vantaði tækin til að hjálpa þeim, til að grafast fyr- ir um ástæðurnar fyrir afbrota hneigð þeirra og vísa þeim rjettu leiðina til að sigrast á sálarkvillum sínum. Nú eru sumir þessara pilta orðnir vandræðamenn, sem vonlítið er að nokkurntíma verði nýtir borgarar og sem þegar hafa tekið út refsivist á Litlahrauni. • Hirðuleysi og- skilningsleysi ÞAÐ vantar fullkomna rann- sóknarstofu eða hjálparstöð, er dómur margra þeirra manna, sem mest hafa af hálfu hins opinbera komið við sögu vand ræðabarnanna í þessum bæ. Það þarf að hafa þau undir eftirliti góðra manna, sem skilja, að það eru fyrst og fremst utanaðkomandi áhrif og hirðuleysi og skilningsleysi þeirra fullorðnu;, sem valdið hefur ógæfu þeirra. Því þessi börn eru yfirleitt engu óskýr- ari en „venjuleg“ börn; það er óhamingja þeirra, að þau hafa ekki notið þess uppeldis, sem „venjulegu“ börnin — börnin sólarmegin í lífinu — hafa orðið aðnjótandi- Lítið afhafst ÞAÐ er því miður skoðun flestra manna, sem mest vit hafa á þessum málum, að furðulega lítið hafi verið gert fyrir yngstu borgarana, sem brotið hafa lög þeirra full- orðnu- Jú, þeir eru stundum sendir í sveit og látnir dveljast þar í nokkra mánuði „sjer til heilsubótar11. Það er að sjálf- sögðu „talað um fyrir þeim“ og þeim bent á, að lítil börn eigi hvorki að stela nje eyði leggja verðmæti. En þetta er ekki nóg. Við þurfum að eiga sjerfræðinga, sem rannsakað geta sálarlíf litla ónyttapilsins og lagt á ráð in um lækningu hans. • A eftir tímanum VIÐ þurfum að eignast góð heimili, undir stjórn góðra manna, handa börnunum, sem eru „öðruvísi en önnur börn“. Frásögnin um spellvirkin í Drápuhlíð og foringja drengj- anna, sem nýverið var tekinn fyrir jafnvel alvarlegra afbrot, sýnir, að við erum á eftir tím- anum í aðgerðum okkar í mál- um afbrotabarna. Og við erum það fámenn þjóð, að við höf- um ekkj efni á að horfa á all- stóran hóp barna búa sjer gist- ingu á Litlahrauni. «niiiiniin«iiimiH innniiiiMuniiiiiiiinniitctinnninii MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . fiiiiiiininiiiiniMiiiMMiirMg'iMnniniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirirruuniiiiiiiiiiiiiiniiiiniiniiniiinn Hrakfarir kommúnisfa HRAKFARIR KOMMÚNISTA í SAMBANDI við hátíðahöld verkalýðsfjelaganna víðsvegar um Evrópulönd, birtust í blöð- um yfirlitsgreinar um það, hvernig átökin hafa verið síð- astliðið ár» á milli kommúnista eða alþjóðastjórnar þeirra „Kominform“ annarsvegar, og lýðræðisflokkanna hinsvegar. En í meginatriðum er út- koman í þeirri viðureign þessi: Að þar sem þjóðirnar hafa feng ið að halda frelsi sínu, þar hafa lýðræðisflokkarnir unnið á. En aftur á móti hefir vald kom- múnista aukist, í þeim löndum, þar sem þeir hafa haft vopna- vald Moskvastjórnarinnar á bak við sig. Greinilegast kom þetta í ljós í Tjekkoslóvakíu í febrú- ar 1948, þar sem kommúnistar brutust til valda, fyrir áeggjan yfirboðaranna í Moskvu og með tilstyrk þeirra, vegna þess að almennar kosningar voru framundan. En það var fyrir- fram vitað, að kommúnistar myndu tapa gífurlega í þeim kosningum. Þess vegna tóku „þeir austrænu“ það ráð, að hrifsa völdin, áður en þjóðin fengi tækifæri til, í frjálsum kosningum, að sýna þeim and- úð sína. • • LANDFLÓTTA FORINGJAR ÞÁÐ ER gefið mál, að undir eins og þjóðirnar fyrir austan Járntjald fá frelsi sitt aftur, komast lýðræðisflokkar þar til valda, hvort sem þjóðir þessar verða lengur eða skemur undir hinni kommúnistisku ánauð. Nú eru foringjar lýðræðis- flokka þessara þjóða annað hvort landflótta, ellegar þeir eru í fangelsum eða fangabúð- um einræðisstjórnanna. í fyrra sumar voru lýðræðis- flokkar Tjekkoslóvakíu form- lega lagðir niður með valdboði hinnar kommúnistisku stjórnar. Og eins í Ungverjalandi. — Á þann hátt var „hið fullkomna lýðræði“ komið þar á, er Poul Robeson svertingjasöngvari kall ar svo, í grein í Þjóðviljanum á sunnudaginn. Einn flokkur leyfður. Hinum útrýmt. • •' LÝSTUR í BANN í PÓLLANDI komst þetta í framkvæmd í desember. — Þá var hinn kunni leiðtogi sósíal- ista Osubka Mosrawaki lýstur í bann, vegna þess, að hann hall aðist að þeirri skoðun, að rjett- mætt væri að lofa sjálfstæðum flokki sósíalista að starfa í landinu. £ I Rúmeníu og Búlgaríu var öllum andstöðuflokkum kom- múnísta útrýmt, rjett um sama leyti og Moskvavaldið kom Kominform á fót haustið 1947. í AuStur-Þýskalandi voru allir flokkar, sem andstæðir voru Vrsmah. 4 bls. IX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.