Morgunblaðið - 10.05.1949, Síða 9

Morgunblaðið - 10.05.1949, Síða 9
Þriðjudagur 10- maí 1949. MORGV IS BLAÐIB D Lundúnabúar horfa hugfangnir ú Hljómleikar um belgina ljósadýrðina hjú sjer ú kvöldin Eftir Ivar Guðmundsson London í maí. LONDON ber enn örin frá styrjöldinni, rústarveggir eru grónir grasi og jafnvel fíflar og sóleyjar hafa fest þar rætur. Borgin hefir lítið breyst frá styrjaldarlokum. Það er'varla til tíðinda teljandi þótt ljósa- auglýsingarnar á Piccadilly Circus logi á ný í öllum regn- bogans litum. Lundúnabúum finst þetta samt mikil bót og standa hugfangnir og horfa á ljósadýrðina á kvöldin. Þegar kveikt var á ljósaskiltunum á ný fýrir hálfum mánuði þyrpt- ust menn til að skoða undrin. Sumir lögðu jafnvel á sig langt ferðalag til þess að sjá þessi marglitu auglýsingaljós, sem ekki hefir verið kveikt á í 10 ár. Skömtun afljett, en ... Skömtun hefir verið Ijett af flestum nauðsynjavörum, öðr- um en matvælum. Kjöt er enn skamtað smátt, svo og sykur og ýmsar nýlenduvörur. Mjólkur- skömtun hefir verið afnumin, einnig skömtun á sælgæti og . fatnaði. Ekki bar á því, eftir að skömt uninni var afljett, að menn reyndu að birgja sig upp, t. .d af fötum. Verðlag hefir hækkað mikið, en laun ekki að sama skapi. Karlmannaföt eru aug- lýst í búðargluggum fyrir 15 og uppí 30 sterlingspund, eða alt að 800 krónur Það þykir Bret- um dýrt. Blöðin skýra frá því, að mikið beri á því, að ódýr fatnaður seljist, en sá dýri geng ur alls ekki út. Á þetta við, bæði um kvenfatnað og karl- manna. Langir halar við sælgætis- búðirnar. Sælgæti gengur hinsvegar út. I söluturni einum, nam versl- unin yfir daginn að jafnaði um 15 sterlingspundum, áður en skömtun sælgætis var afnumin. I þessum sama turni er nú dag- lega selt sælgæti fyrir um og yfir 100 sterlingspund. Langar biðraðir, eða halar, eru fyrir framan hverja einustu sælgætis búð alla daga. Ber að sjálfsögðu mest á unglingum í þeim hóp- um. Bretinn er spaugsamur, eins og áður og menn henda þeirri sögu á milli sín, að hið aukna sælgætisát muni kosta sjúkra- tryggingarnar nýju talsvert fje. því það sje annarhver maður, sem hafi losað í sjer fölsku tenn urnar, eða brotið þær með kara mellu-áti. En alþýðuflokks- stjórnin veitir mönnum ókeypis gerfitennur, sem kunnugt er. Erfiðleikar húsmóðurinnar þeir sömu. Jeg spurði breska húsmóður, hvort afnám skömtunarinnar hefði ekki gert starf húsmæðra auðveldara, en þegar alt var í víðjum. En hún taldi ekki vera mikinn mun, frá því sem var. Vegna dýrtíðar gæti almenning ur ekki veitt sjer meira af En borg þeirra ber enn örin eftir stríðið var skamtað og þar að auki væru það einmitt matvælin, sem enn væru skömtuð. Breskar húsmæður eiga við sömu erfiðleika að stríða og hús mæður flestra annara landa, að það er erfitt að fá vinnustúlk- ur. Þær vinna í verksmiðjum og' í skrifstofum og kæra sig ekki um, að vinna á heimilum, þar sem vinnutíminn er lengri og starfið ver launað. Ferðahugur í fólkinu. Það má sjá af greinum í dag- blöðunum, auglýsingum ferða- skrifstofa og í samtölum við menn, að það er mikill ferða- hugur í Bretum, enda kominn sá tími, að flestir eru farnir að hugsa til sumarleyfisins og hvernig því verði best eytt. Bretar geta ferðast til út- landa að vild. Fær hver maður 35 sterlingspund til utanferða árlega og getur ráðið sjálfur hvar hann eyðir þessum ferða- peningum. Til nokkurra landa, þar á meðal til íslands er veitt ríflegra til ferðalagsins og menn í nauðsynlegum erindagerðum geta að sjálfsögðu fengið hærri upphæðir til ferðalaga erlendis. Og Bretar hafa úr nógu að velja þegar þeir ráðgera sum- arleyfisferðina. Það er hægt að ferðast til Frakklands, Sviss- lands og Ítalíu í 11 daga og kostar ferðalagið alt aðeins 35 sterlingspund og er þá allur kostnaður talinn með. Við vor- um að tala um það, tveir Is- lendingar, sem lásum auglýs- ingu um þetta í glugga einnar ferðaskrifstofunnar í London að erfitt myndi fyrir okkur ís- lendinga, að keppa við þetta og þvílíkt kostaboð, þegar við heimtum jafnvel helmingi meira fyrir styttra ferðalag til íslands, en höfum auk þess ekki sömu þægindi uppá að bjóða, hvað viðurgerning allan snert- ir. Það er eiginlega furðulegt, að við skulum fá einn einasta er- lendan ferðamann til þess að eyða stórfje í að ferðast til ís- lands sjer til skemtunar. . Allar þjóðir gera það, sem þær geta til þess að fá erlenda ferðamenn til að heimsækja sig Það er gjaldeyrir þeirra, sem sótst er eftir. Eru hjer dýrar skrifstofur frá flestum Evrópu- þjóðum, sem á annað borð eru opnar alm., er hafa það hlut verk, að auglýsa land sitt og þjóo og lokka skemtiferðamenn til sín. sýningunni. Hann er betur sett- ur en flestir íslendinganna, sem á sýninguna koma, sem allir kvarta yfir því, að þeir verði að láta sjer nægja ,,reykinn af rjettunum'* á þessari kaup- stefnu. Manni bregður ekki frekar við að sjá Kristján Ó. Skag- fjörð á einu horninu á Picca- dilly, frekar en að það væri fyr- ir framan Skíðaskálann. Og finst það eðlilegt, að rekast á Árna Árnason i Vöruhúsinu vera að skoða í sýningarglugg- ann hjá Dunnhötturunum, hinu megin á götunni. Og maður reiknar með því, að hitta Frið- rik Bertelsen fyrir framan Park Lane, eða Harald Árnason á Mayfair, svo ekki sje nú minst á það safn kunnugra andlita, sem m.aður hittir í námunda við Buckinghamhöll á öllum tímum dagsins, sem eru á leið til eða frá íslensku sendisveit- inni í Buchingham Gate, en sendiherrann okkar er, sem kunnugt er nábúi bresku kon- ungsfjölskyldunnar. Húsnæðishrak. Það eru fleiri en íslendingar, sem hafa komið til Lundúna þessa dagana til að skoða fram leiðslu Breta á iðnsýningunni í Earls Court og Manchester. Annarhver maður á götunni er með merki sýningarinnar á jakkaboðungnum. í veitinga- stofum heyrast tungur margra þjóða talaðar. Mikið ber á Dön- um og öðrum Norðurlandabú- um. Öll gistihús borgarinnar eru yfirfuli. Pjetur Eggers í ís- lenska sendiráðinu hefir álnar- langan lista fyrir framan sig með símanúmerum gistihúsa og talar við flest þeirra í síma nokkrum sinnum á dag til að reyna að útvega íslenskum ferðamönnum skýli yfir höfuð- ið, þótt ekki væri nema í eina nótt. Verða menn að taka með þökkum gististaði, sem varla þættu boðlegir í sveit á íslandi. Eitt furðulegasta gistihús, sem jeg hefi sjeð, var staður sá,. sem margir íslendingar bjuggu í, eftir komu Gullfaxa til Lon- don. Það var hreint og þokka- legt, greiði allur hinn besti og ekkert út á aðbúðina að setja á einn, eða annan hátt. En það, sem vakti furðu okk- ar var, að gistihúsið var beggja megin við breiða götu. Þannig bjuggu 12 íslendingar í sama gistihúsinu. en í sitthvoru hús- inu, og breið gata á milli! íslendingar í Lundúnum. Það er margt um Islending inn í Lundúnum um þessar mundir. Á annað hundrað kaup sýslumenn munu hafa farið til að skoða hina miklu iðnsýningu sem hjer er. En þúsundir kaup- sýslumanna víðsvegar úr heim- inum koma hingað á þessa sýn ingu. Eitt Lundúnablaðið getur þess í dag í frjettum, að fyrsti l nauðsynjum, en á meðan alt Þjóðverjinn hafi gert pöntun áj Lítil von að úr rætist. Lítil von er til þess. að það rætist úr húsnæðishrakinu hjer í London í sumar. Ferðamanna- straumurinn er byrjaður til Bretlands. Um hverja helgi verða íþróttamót mikil, sem ut- anborgarmenn sækja. Skxifstofustjóri eins af stærri gistihúsunum í London (sem Framh. á bls. 12. HASKOLAHLJOMLEIKARN- IR urðu hinir ánægjulegustu. Egill Jónsson og Rögnvraldur Sigurjónsson fóru með 3 Phant- asiestucke fyrir klarínettu og pianó eftir Sohumann og sónötu í f-moll í 4 köflum eftir Brahms Samleikur þeirra var ljettur og öi-uggur, og fjellu hljóðfærin prýðilega saman. Verður ekki annað sagt en að þeim hafi tekist iTijög vel með jafn-vanda söm verk. Strengjakvartettinn Fjarkinn (Þoi'v. Steingr., Óskar Cortes, Sveinn Ól. og Jóhs. Eggertsson) ljek þvínæst, ásamt Rögnvaldi píanókvartett í es-dúr eftir Schumann, undurfagurt verk og næsta flókið. Samleikurinn var mjög góður, og strengja- kvartettinn vakti athygli fyrir samþjálfaðan leik. Hann hefir undanfarið nokkrum sinnum leikið í útvarpið og er senni- lega nýstofnaður, þótt þess gæti fui’ðu lítið, enda eru strengleik- ararnir allir mjög vel þjálfaðir. Er þess að vænta að þessum efnilega kvartett verði langra lífdaga auðið, og getur hann orðið styrkur þáttur í íslensku músíklífi. —O— Það er orðið langt síðan út- varpið hefir gert tilraun til að flytja tónverk eftir Jón Leifs, en þeim mun meiri ástæða var til að fagna því að heyra verk eftir hann á tónskáldakv öidinu, sem helgað var fimmtugsafmæli Jóns á sunnudag. Af verku.m Jóns, sem ekki hafa áður heyrst í útvarpinu, voru Requiem og Guðrúnarharmur eftii'tektar- verðust, þótt hvorugt geti talist með stærstu verkum tónskálds- ins. Hið fyri'a flutti Tónlistar- kórinn undir stjórn Urbantsch- itsch (Guðmunda Elíásdóttir söng einsöng), en hið síðai'a var tekið á plötur á tónlistarhátíð í Osló, flutt af norskum lista- mönnum. Það má ekki dragast öllu leng ur að leyfa íslendingum að hevra veigamestu verk síns mesta tónskálds, og það er fá- tækleg afsökun að þau eru sam- in næstum eingöngu fyrir stór- ar hljómsveitir og kóra. En auð veldara ætti að verða um vik að fá þau leikin, eftir því sem útgáfunni miðar áfram, en eins og kunnugt er, hefir ríkissjóður styrkt hann all myndarlega. Það er að minnsta kosti á- stæða til að gleðjast yfir því að Jón Leifs skuli ekki vera eldri en fimmtugur. Með hliðsjón af hans miklu afköstum er þetta furðulega lágur aldur. En bráð- þroska hefir hann verið, því að nú er bráðum aldarfjói'ðungur, síðan hann heimsótti ísland og hafði með sjer út hingað eina bestu sýmfóníuhljómsveit meg- inlandsins. Það er út af fyrir sig líka í frásögur færandi, að þá fengu Islendingar að heyra tvö af fyrstu stórverkum hans, Islands minni (ouverture) og hluta úr músíkinni við Galdra- Loft (Loftr-Suite). Þess verður vonandi ekki langt að bíða, að við fáum að heyra síðustu stór- verkin hans, músíkdi'amað Baldur og Sögusýmfóníuna, og er þá hjer aðeins minnSt á fátt eitt, þvi að milli þessara siðustu verka og hinna fyrrnefndu eru meir en 30 opus, sem þetta stór- huga, frumlega og afkastamilvla, tónskáld hefir afrekað. Bjarni Guðmundssoio. Skríiið samlal í i Þjoðviljanum I ÞJÖÐVILJANUM s-. l. -föstt* dag mátti lesa grein þar -seta einhver J.B. segist ijafa át*tJ'4aA við hafnfirskan sjómann. J4h( tel það mjög hæpið að nokkur hafnfirskur sjómaður láti ha#% eftir sjer slík ummæli. Það er efalaust ekki í fyrsta skipti, sen% Þjóðviljamenn nota óþekkt nöfn. Þeir virðast hafa ailgott lag á því, að láta sjer dett% ýmislegt í hug, til að pretta al~ menning. Það tekst ekki *r,ú *og reyndar aldrei. Fyrst í greininni spyr J. B. óþekktan (sjómann?) um afl- ann og aðbúnaðinn á toguru n- um. Sjómaður svarar: „Sæmi- legur, stundum lítill, stundum góður“. — Gáfulegt svar þatT. — Svo fara þeir að ræða ar» fæðið. 'Svar sjómannsins "er' at) öllu leyti tilhæfulaust. Það get% þeir sjómenn dæmt um, sera eru á togurunum. Telur -þe-iá (sjómaður?) upp þrjá iogar% og segir að á þeim sje got't fæði, en á hinum fimm 'sje þatJ vont. Þeir, sem tiLþekkja lát% ekki blekkjast af slíkum skrit'- um. Þá segir (sjómaðurinn?) &ð fæðið á þessum síðasttöldu tog- urum sje skorið við neglur. — „Nei, nú hlýtur þú að vera'Ti# ljúga að mjer“, segir J. B. ÆtA J. B. sje ekki heldur að Ijúga að sjálfum sjer. Eins og meni-l hafa orðið varið við, eiga'Þjóð viljamenn það til, og 'það oft, að blekkja sjálfa sig, með því að eigna hinum og öðrura skrif sín. Þetta vita flestir og er því óþarfi að fara fleiri orð- um um það. — Já (sjómaður- inn?) var að ljúga. Fæðið er ekki skorið við neglur. Mat- sveinarnir fá allan þann mat, sem þeir biðja um. Fæðið % þessum togurum er yfirleitt gott og sums staðar betra (meira borið í það), heldur en margir skipverja eiga kost á sínum eigin heimilum, að þvi ólöstuðu. Hvort hjer er fanð með ósannindi eður ei, geta sjó mennirnir á togurum þessura dæmt um sjálfir. Þá er því haldið fram í þess- ari grein, að yfirmennirnir á togurunum sjeu í sjer fæði. Það vita allir, sem á togurunura eru, og reyndar fleiri, að.hjer er gripið til lýginnar enn einu sinni. — Þá á að telja þeim, sem ekki til þekkja trú um, að matsveinarnir sofi 16 tíma á sólarhi’ing. J. B. spyr: „Hvern- ig má það ske?“ Já, reiknings- hæfileikar virðast ekki vera miklir fyrir hendi hjá ykkur. Þið hefðuð átt að biðja barna- skólabarn að hjálpa ykkur, fr.ek ar en að reikna vitl. Þeir, sera til þekkja vita, að flestir tog- ara matsveinar rísa úr rekkjx* klukkan sex að morgni og fara til hvílu klukkan níu á kvöld- in og oftast seinna. Hvernig getur hann þá sofið í 16 tíma? — Þessa reikningsþraut ráð- legg jeg J. B. að spreyta sig á, áður en hann gefur sig í að Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.