Morgunblaðið - 10.05.1949, Page 14

Morgunblaðið - 10.05.1949, Page 14
MORGUN BLAÐIB Þriðjudagur 10- maí 1949. H Framhaldssagan 22 nniiiiiianmiiiminiitiuimat ini.imriw. .lílinw.a 1 hins liðna Eftir Helen Reilly iiiiiiii n«naiTWMMffMHMWWff>mM«ra»m«miiiM«»«nniiinnntMmn—MMWMinnimiiHinmnMM»wiwiMnnnmiiiiiniiminiiiiiimmm»niiiii»»*»*«»» Fólkih í Rósaíandi EftíLr LAURA FITTINGHOfT: 67 áttatíu þúsund dalir. Phil Bond, lögfræðingur Middtetons, hafði talað við Mc Kee í símann. „Þetta virtist allt vera í stakasta lagi;‘, sagði hanp og var heldur önugur. >(Það var engin ástæða fyrir okkur að vera að hnýsast í það, hvað Mark Middleton gerði við sína eigin peninga meðan hann var á Íífi. Hann hefur vafa- íaust Reypt perlufestina handa Gabriellu Conant. Eins og bjer vitið, ætluðu þau að fara að gifta sig“. McKee hikaði áður en hann tók upp símann til að hringja til Gabriellu. Honum datt í hug het-ta . undarlega ferðalag henn ar um Greenwich Willage í ná- grenni „Devonshire“-veitinga- hússins. Mark Middleton hafði tiorðað hádgeisverð með henni á ,-Devonshire“ daginn • sem hitrm dó. Samkvæmt því sem hún sagði, var það þar, sem Míddleton hafði sjeð kringlu- Jeita manninn og orðið svo starsýnt á hann. Gat það verið, að hún væri að reyna að finna kringiuleita manninn upp á cigin spýtur? Gabriella varð undrandi, Þegar hún opnaði dyrnar og McKee stóð fyrir utan. Óvild- arhugur hennar til lögreglunn ar hafði hreint ekki minnkað. „Góðan daginn“, sagði hún í kuldaiegum tón. Það var ábyggilegt að hún aetlagi ekki að sýna honum neina óþarfa kurteisi. Veggur- Mn í stofunni hafði verið mál- aður og ný gluggatjöld voru fyrir gluggunum. Hún var í gulum kjól, sem fór vel við háralit hennar, en dökku baugarnir í kring um augu fiennar urðu meira áberandi. I>að gat litið út fyrir að hún hefði verið í einhverju svalli daginn áður, enda þótt hún hefðj komið snemma heim. McKee sýndi henni ávísun- ina. „Daginn, sem Mark Middle ton dó, keypti hann perlufesti“. Gabriella hugsaði sig um örlitla stund. „Já, það er alveg rjett“, sagði hún. „Jeg var alveg búin að gleyma því“. Hún sagði honum, að Mark hefði sýnt sjer festina. en sagt að lásinn væri ekki öruggur og hann þyrfti að láta gera við hann. „Fór hann með festina til skartgripasalans um dag- inn. Er hún hjá skartgripasal- anum núna?“, spurði hún. McKee hristi höfuðið. Það var enn óleyst spurning, hvað Márk Middleton hafði aðhafst daginn sem hann dó. Það var aðeins fátt eitt upplýst ennþá. Hinsvegar var margt, sem hann virtist ekki hafa gert. Meðai annars var það, að hann hafði ekki komið með perlufestina til skartgripasalans. „Það virð- ist sem svo að perlufestin hafi verið í vörslum Mark Middle- tons, þegar hann aó, ungfrú Cotiant“, sagðj McKee. „Kringluleiti maðurinn . . sagði Gabriella. „Þjer eruð farnar að leita að honum upp á eigin spýtur. Er ekki svo?“. Gabriella horfði óhikandi í augu við hann. Hún gerði livortugt að játa eða neitu. — John hafði sagt henni, að hún skyldi segja sem allra minnst, þangað til málið fengi ákveðna stefnu. Enn sem komið var, gat ekkert orðið til að setja þau í samband við morðið í íbúð ungfrú Nelson. Hún gat ekki annað en farið eftir ráð- leggingum Johns. McKee ávítaði hana og reyndi að koma henni í skiln- ing um. hvernig hún stofnaði lífi sínu í hættu við að reyna að hafa upp á kringluleita manninum. ..Það væri miklu auðveldara og hægara, ef þjer vilduð heldur segja okkur all- an sannleikann .... og allt, sem þjer vitið“. „Jeg veit ekki, hvað þjer eigið við“. McKee brosti góðlátlega. ..Jú. ungfrú Conant. Til dæmis það. sem skeði í íbúð Mark Middletons. þegar þjer fóruð þangað um daginn“. Henni ljetti. ,,Ó. það .... “, sagðj hún. ..Já. jeg varð hrædd þá, en það hefur líka skeð svo margt undanfarið, sem ....“. Hún sagði honum frá því, að hún hefði verið lokuð inni í skápn- um og Phil Bond hefði komið og hleypt henni út. Hún sagði honum líka að Joanna Middle- ton hefðj komið skömmu seinna og hvað hún hafði sagt. „Haldið þjer, að frú Middle- ton hafi verið að leita að ein- hverju í borðskúffunni, sem hún vildi ekki að þjer vissuð um?“. ..Já. mjer fannst að það mundi vera“. Orsökin að morði Mark Middletons var lögreglunni enn óráðin gáta- Það var að- eins órökstudd tilgáta að það gæti staðið í sambandi við þessi áttatíu þúsund, sem horf ið höfðu. Ef til vill voru ein- hverjar áþreifanlegar sannanir fyri>; hendíi, sem morðinginn var að reyna að hafa upp á- Hann virti Gabriellu fyrir sjer hugsandi á svip. Hvernig stóð á því að hún var að leyna einhverju? „Ungfrú Conant. í gærdag fóruð þjer úr strætis- vagni á Fjórtándu götu og Fimmtu um fimmleytið og að því er virtist lá yður mikið á. Hvers vegna?“. Hana nú, hugsaði Gabriella- Gættu þín. Vertu róleg. John hafði gefið henni nákvæmleg- ar fyrirskipanir um, hvað hún ætti að segja ef hún væri spurð. Hún þurfti aðeins að endurtaka það sem hann hafði sagt heniii að segja. Hún brosti uppgerðar brosi. „Jeg gleymdi hönskum, sem jeg keypti mjer. Jeg hjelt að jeg hefði skilið þá eftir á veit- ingahúsi, en það var þá vit- Ieysa“. Chandler hafði ekki minnst á það að hún hefði farið í nein ar búðir. Hún hafði heldur ekki verið með neina bðggla meðferðis. Það leit helst út fyrir að stúlkan hefði ekki ann að fyrir stafni en ramba um göturnar milli þess sem hún fór inn á „Devonshire“ eða eittnvert annað veitingahús þar í nágrenninu. Þó var ekk- erí ;em benti til þess að hún væri forfallin drykkjumann- eskja- „Nú, já“. sagði hann þurrlega. Hún var varkárari en á- stæða var til. Það eina, sem McKee vissi með vissu, var að taugar Gabriellu voru í megn- asta ólagi, en þó. mundi hún aldrei segja meira en hún hafði ákveðið frá upphafi. Því fastara sem hann gengi á hana, þeim mun þrjóskari mundi hún verða. Og það var eitthvað í fasi hennar, sem vakti með- aumkun hans, enda þótt hann reyndi að berja hana niður. Hann var staðinn á fætur, þegar síminn hringdi. Gabri- ella fór í símann. Um leið og hún gekk fram hjá honum, flaug honum í hug að það væri undarlegt, að honum hafði ekki fundist hún sjerlega falleg. þegar hann sá hana fyrst. Það var spurt eftir honum í símanum. Hann tók við síman- um hlustandi, kinkaði kolli, og lagði áhaldið frá sjer. Hann hafði ekki farið úr yfirhöfn- inni. Nú lagði hann hattinn frá sjer og sagði: „Þjer skuluð ná í kápuna yðar, ungfrú Con- ant. Jeg var að fá skýrslu frá skrifstoíunni. Jeg ætla að biðja yður að koma með mjer“. Regnið buldi á gluggunum á herbergjum Joönnu Middleton á „Waldorf Astoria“. Joanna var að leggja kapal, þegar þau komu inn. Hún rauk ekki á fætur, þegar hún sá þau, nje heldur varð henni sýnilega felmt við. Þó mátti sjá nokk- urn ótta í ísköldum, bláum augum hennar, þegar hún virti þau fyrir sjer. Óttinn hvarf þó von bráðar og í stað hans kom gaumgæfileg íhugun. Hún kinkaði lítið eitt kolli í áttina til McKee, þegar hann bauð góðan daginn. Gabriellu virti hún ekki að vettugi. Hvers vegna hatar hún mig svona. hugsaði Gabriella, en datt um leið svarið í hug. Það var vegna dóttur hennar, Cla- ire. Joanna Middleton hataði Gabriellu, vegna þess að Mark hafði ætlað að giftast henni. Joanna hjelt að hún mundi vera hólpin, þegar Mark væri kominn hátt á fertugsaldur og hann mundi aldrei giftast. Og þá hefði Claire fengið eigur háns óskiptar. Gabriella var ekki enn búin að ná sjer, eftir það sem McKee hafði sagt henni á leiðinni í bifreiðinni. Hún átti enn bágt með að þegja yfir því, sem hún vissi. McKee fór ekki neinar króka leiðir. ..Jeg hef fengið vitneskju um það, frú Middleton, að þjer hafið ráðið til yðar einkaleyni lögreglumann, Edward Glass að nafni, til þess að fylgjast með ferðum ungfrú Conant. Er ekki svo?“. Joanna tók saman spilin af borðinu. „Jú, það er rjett“. Engin iðrun eða afsökun. Engin undrun. Svipúr hennar breyttist ekki hið minnsta. Hún hefði eins getað verið að panta matvörur hjá kaup- manninum. BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐl’SU að skilja þá, hafði staðið yfir allsherjarbardagi milli þeirra. Egill hefði að vísu haft tíma til þess að skilja þá, en hann gat ekki verið að því, vegna þess, að honum þótti altaf spennandi að sjá hanaslag. En þrátt fyrir það kom hann nú til Maju, líkt og dýraverndari og stakk upp á því, að hanarnir yrðu hafðir í sitt hvoru húsi yfir nóttina — Góði hugsunarsami Egill, sagði Maja við sjálfa sig. Þetta er fyrsti ljósgeislinn á þessum sorglega degi, að Egill skyldi vera farinn að bera umhyggju fyrir Einbúanum, hananum, sem allir voru vondir við. Umhyggja Egils náði þó ekki til Þyrí. Hann heyrði kvein- stafina og kveinin frá henni, opnaði hurðina og stakk hausn- um inn úr gættinni. — Hvers konar kurteisi er þetta, sagði hann. Þú ískrar eins og hjerna væru fimmtán lappalausar grísir. — Nei, fyrir- gefðu, bætti hann við, þegar hann varð var við, að Maja horfði á hann skelfilega ásakandi augnaráði. Hann gekk inn í herbergið. Komdu bara út, sagði hann, Þú þarft að komast undir bert loft, hjelt hann áfram, tók í hönd Þyrí og dró hana fram með sjer. Við skulum fara út. Það er víst kominn tími til að leita að Gústaf. Ekki getur hann legið úti í nótt. Það eru víst villiendurnar, sem hann hefur ætlað að skjóta, og ef svo er, þá veit jeg hvern- ig allt óhappið hefur orðið. — Já, alveg rjett, settu upp j húfu. Þú þyrftir að fá poka um andlitið. Það er ekki sjón 'að sjá þig. En Þyrí fór í öllu eins og hann fyrirskipaði, ljet upp húfuna og fór svo með honum. — Maja, þú getur komið með, þú ert ekki að vanrækja neitt fyrir það, því að jeg er búinn að fylgja öllum dýr- unum þínum til sængur eins og verá ber, bæði Skjöldu og Flækingnum, jæja, eða hvað hann heitir. Og allt í lagi með grísinn — og hænsnin komin í háttinn. Einbmnn er úti í brennikofa, stendur þar á brennikubb, því að hann gat ekki hoppað upp á spýtu. Var of máttfarinn eftir slags- málin. — Má jeg fara, mamma, spurði Maja . ISlfljLð' nrnjúhc^jyrJzco l jyruj. — Þar er áframliald. ★ j Skemmtilegra að allt sje rjett. J Góðhjörtuð kona kom að listamanni i sem var að mála Dómkirkjuna. ■— Afsakið, sagði hún, en jeg œtla ' bara að vekia athygli yðar á því. j fyrst þjer eruð að móla kirkjuna. að í klukkan er fimm mínúturn of fljót. Það er skemmtilegra að hafa hana rjetta á málverkinu. Hann var ekki lítill góður drengur. i Jonni kom heim til sín allur blóð ugur og fötin voru rifin. j — Hvað er að sjá þig, rlrengur, nú hefirðu enn einu sinni lent í slags- málum. Þú veist að litlir góðir dreng ir slást aldrei. — Já, jeg veit það kjökraði Jonni. Jeg hjelt að hann væri lítill góður drengur, en eftir að jeg hafði slegið hann einu sinni komst jeg að því að svo var ekki, en það var bara of seint. ic Mozart og landafræðin. j Villi litli leit upp úr blaðinu, sem : hann var að lesa i og sagði: — Pabbi, hvað er Mozart?. — Guð hjálpi þjer, drengúr mirin, sagði faðirinn, að vita þetta ekki. Farðu og lestu 'landafraeðina þína betur. ★ Piparsveinn. Hún: — Og hvað vserirðu núna eiginlega, ef jeg hefði ekki ótt þessa peninga, ?egar við giftumst? Hann: — Piparsvæinn. ★ Voru að reyna það. Dómarinn: — Getið þið ekki kom ist að samkomulagi i þessu ináli án íhlutunar rjettarins. — Það er nú einmitt það, sem við vorum að reyna að gera, þegar lög- regluþjónamir skárust í leikinn. ★ Góður leikari. — Jeg heyrði sagt, að þii hefðir fengið leikara úr Reykjavík til þess að vinna við búska’pinn hjá þjer í fyrra. Er það rjett? — Já, það er satt, og hann var meira að segja góður liekari. Þennan hálfa inánuð, sem hann var hjá mjer hjel't jeg að hann væri alltaf að vinna. imgiiiiiiiiiiiniiiin-rriiini Annast KAUP OG SÖLU FASTEIGNA Ragnar Jónsson hæstarjettariögmaður Laugavegi 8. — Sími 7752. Við talstími vegna factedgnasölu kl. >—6 daglega. ÞÖRARINN JÓNSSON | löggiltur skjalþýðandi í | ensku. Kirkjúhvoli, sími 81655. a llllllllllll■lllll«llll•ll■llltl■IIIIIVflll■lll■llllllllllllllllll BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.