Morgunblaðið - 14.05.1949, Side 14
14
MORGVTSBLAÐIÐ
L'auganlagur 14. maí 1949.
(iimm'Mumianiiiintiniiiiiim'iiitnm
ir hins liðna
Eftir Helen Reilly
ni4nmm«iMt!imi(imii(ifitiiimiiiM(aMiHiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiii*(i(iniuisiiiiiiiiciiiiiiiiiiittiiimii)itiniiiiiiiiit!iiiMiilíÍÍ
„Jæja, herra Alden“, sagði
Nevins. „Lítið þjer nú í kring
um yður og segið mjer, hvort
trven.naðurinn ef hjerna inni,
sem kom til ungfrú Nelson í
^ærdag og vildi fá leigða íbúð
♦ronnar?‘\
Húsvörðurinn kinkaði kolii
og benti á Gabriellu. „Já,
t»ama er hún“v sagði hann.
Stór vörubifreið ók efíir göt
unni. Það suðaði í ofni. Þögn
sló yfir fólkið í stofunni. —
tíönds-hjónin, Susan og Tony
sátu grafkyr. .Nevins tók upp
iiýja aðferð. Hann hættj við
hrokgnn tíg var nú blíðmáll.
cins og honum frekast var
Amnt. Hann sagði húsverðinum
að hann mætti fara og snjeri
sjer aftur að Gabriellu. ,.Jæja
ungfrú Conant, yður væri lík-
♦ega • sama þó að þjer segðuð
♦njer, hvar þjer voruð í gær-
trvöldi -frá klukkan sex til
♦iíu“-
Gabriella dró svarið á lang-
ínn.-Bara að John Muir væri
+)ú- kominn- henni til hjálpar.
Ilann hafði sagt að hann ætl-
aði að koma í dag eins fljótt
og hann mögulega gæti. Hún
♦iéyrði fótatak frammi í gangin
um. John \-ar kominn. Hann
stóð rjett fyrir innan dyrnar.
En það var ekki John, sem
svaraði Nevins. Það var Brenda
Ilolmes. Hún var í fylgd með
John. Hún var hrífandi fögur
cins og endranær. í dýrindis
loðkápu með gráan hatt á
gullnu hárinu. „Jeg heyrði
inmitt spurningu yðar“, sagði
liún um leið og hún kom inn
og snjeri sjer að Nevins. „Jeg
get sagt yður hvar hvar ung-
frú Conant var í gærkveldi frá
Idukkan sex til níu. Hún og
John Muir voru hjá mjer í
íbúð minni við Washington
Square“.
Það var eins og þungu fargi
væri Ijett af öllum, sem inni
voru. Susan andaði Ijettara.
Julie Bond rak upp lágt fagn-
aðaróp og Tony Van Ness gaut
augunum sigrj hrósandi tii
Nevins. Phil Bond hallaði sjer
aftur á bak í stólnum og kveikti
sjer í sígarettu.
„Jeg trúi því ekki“, næst-
um því æpti Nevins. Honum
var mjög svo misboðið. Hann
hafði komið með trompið í
höndúnum og nú var verið að
hrifsa bráðina út úr höndun-
um á honum.
Framburður Brendu var
mjög greinilegur. Gabriella
epplifði aftur í huganum þess-
ar hræðilegu stundir óvissu og
skelfingar kvöldið áður. Þegar
hún og John voru komin út úr
íbúðinni, hafði John hringt til
Brendu og þau höfðu farið
hdjm til hennjar. Þau gættu
þess, að enginn sæi til þeirra,
þegar þau fóru inn.
John vildi fá Brendu til að
bera vitni, og hún var fús til
þess. Þau höfðu ákveðið sín á
milli, hvað þau skyldu segja,
ef þau yrðu spurð. Brenda
hafði verið stödd í íbúð Johns
um sexleytið. Þau höfðu ætlað
að fara út saman og snæða
kvöldverð. En þá hafði Gabri-
ella hringt og beðið John að
koma. Brenda hafði farið heim
og var komin þangað um sjö-
leytið, FfSenka hennsf, L.:ry
Morro'.v, sem hún bjó með, var
háttuð, því hún hafði fengið
höfuðveikiskast, og Brenda
hafðí verið á stjái í kring um
hana. Spurningin var sú, hvort
að Lucv Morrow mundj þurfa
að hafa orðið þess vör, að
Brenda hefði gesti hjá sjer inni
í stofunni frá því klukkan sjö-
Brer.da hjelt, að. mundi geta
gengið einhvern veginn frá
því.
Gabriella skammaðist sin
fyrir efasemdir sínar, þegar
hún §á, hve vel Brenda brást
við og. hve m.ikið traust hún
bar til Johns. Hann hafði ekki
einu sinnj þurft að gefa henni
neinar skýringar á bón sinni-
En- Brenda var líka ástfangin
af John. Hún var sköpuð til að
elska og gat lifað aðeins fyrir
það. Gabiiella datt í hug, hví-
,lík kaldhæðni örlaganna það
,væri. að hún skyldi hafa í-
myndað sjer,.að hún hefði ver-
ið einhverskonar keppikeflj á
mílli Johns og Marks, þegar
stríðið stóð í rauninni á milli
Johns. Marks og Brendu.
Allt það, sem Brenda sagði
við Nevins var satt, að því einu
undanskildu.' að hún tiltók tím
ann ekki rjett. Þau höfðu kom-
ið heim til hennar þegar klukk
an var að verða níu. Hún hafði
gefið þeim matarbita og kaffi,
og þau höfðu litið snöggvast
inn- til Lucy Morrow áður en
þau fóru. „Jeg vona, að við
höfum ekki gert yður ónæði“,
sagði John við gömlu konuna.
„Við ruddumst hingað inn rjett
eftir að Brenda kom heim. Við
revndum að hafa ekki hátt um
okkur“. ,
Þegar Brenda hafði lokið
'-vitnisburði sínum, heimtaðj
Nevins. annað vitni. Brenda
sagði. að hann gæti talað við
frænku sína. Lucy Morrow.
Nevins sagðist ætla að gera
það. en Gabriella sá. að enda
þótt honum þætti það miður,
þá trúði hann samt Brendu-
Hann hætti samt ekki að
leggja spurningar fyrir Gabri-
ellu. Hann spuiði hana enn
um heimsókn hennar til ung-
frú Nelson um daginn. Hún
sagði honum allt sem skeð
hafði, þangað til hún fór fyrst
út íbúð ungfrú Nelson. Hún
sagði honum líka, að hún hefði
sjeð myndina af kringluleita
manninum.
„Og hvað gerðuð þjer svo,
ungfrú Conant?11.
Gabriellá yppti öxlum-
„Hvað gat jeg svo sem gert?
Jeg vildi ekki láta ungfrú Nel-
son gruna iieitt, svo að jeg
fór. Þegar jeg kom heim beið
John Muir mín. Hann sagði að
okkur væri boðið til Brendu
Holmes“.
Nevins var vantrúaður.
„Þjer leituðuð í þrjá daga sam-
fleytt að bifreiðinni, sem þessi
svokallaði kringluleiti maður
yðar fór í frá „Devonshire“.
Þier funduð hana, og þjer fund
uð kvenmanninn, sem ók
henni .... og þjer ljetuð þar
við sitja? Hvað ætluðuð þjer
yður að gera í málinu?“.
„Jeg ætlaði að fá ráðlegg-
ingar frá lögfræðingi mínum,
PhxL Bond“, sagði Gabriella.
' Mfihtést ‘ ekkert á
heimsókn yðar til ungfrú Nel-
son við McKee, þegar þjer töl-
uðuð víð hann í morgun“.
Gabriella yppti öxlum. ,,Nej.
Jeg gat ekki gefið honum nein-
a.r upplýsingar viðvíkjandi
-morðinu á GLass. Og satt að
segia hafa viðskioti mín við
lögregluna verið allt annað en
skemmtileg“.
Nevins var brár. „Vissi John
Muir um heimsókn yðar til
ungfrú Nelson?“.
„Já. en ieg held. að hann
hafi ekki lagt mikið upp úr
því“.
John hinkaði kolli. „Það er
alveg rjett“, sagðj hann. ,.En
þegar jeg las blöðin í morgun
.... Það var einmitt þess
vegna. sem jeg kom, Gabriella.
Mjer finnst það vera ijettast
-af bjer að fara til McKee“.
Nevins komst ekki lengra,
en hann var fokreiður. Hann
.-hafðj mikla ímugust á Gabri-
ellu Conant. En hann dáði
Brendu Holmes. Ef Brenda
Holmes sagði satt. gat það
ekki verið að Gabriella Con-
ant hefði myrt Glass. Og þó
hafði hann grun um. að verið
væri að leika á sig. Kunningj-
ar þessarar stúlkukindar vildu
auðsjáanlega gera, hvað sem
var, fyrir hana .... Hann
smellti hattinum ofan á höfuð-
ið og stikaði út.
Andrúmsloftið var þrungið
eftirvæntingu, þegár Nevins
:var farinn. Mörgum spurning-
um var ósvarað. Gabriella sá
að Bonds-hjónin, Susan og
Tony, skildu vel, hvers vegna
hún hafði ekkj sagt lögregl-
unni strax frá heimsókn sinni
til ungfrú Nelson. En þeim
þótti hins vegar undarlegt, að
hún skildj ekki hafa sagt þeim
frá því. Það var Julie, sem tók
til máls, um leið og dyrnar
lokuðust á ftir Nevins.
„Gabriella mín“, sagði hún.
„Hvers vegna sagðir þú okkur
ekki frá því, að þú hefðir fund
ið þennan kvenmann. — Þú
hefur verið mjög dugleg og
áræðin .... en hvers vegna
máttum við ekki vita það?“.
„Því skyldi jeg vera að
segja ykkur frá því“, sagði Ga-
-briella. Ekkert ykkar trúði
fyllilega á að kringluleiti mað-
urinn væri til“.
Phil brosti. „Það er alveg
rjett hjá henni, Julie. En hvern
ig var þessi kvenmaður, Gabri-
ella? í hvað sambandi var hún
við kringluleita manninn? Var
hann eiginmaður hennar, eða
kunningi?“. Tony var líka full
ur áhuga á að fá eitthvað að
frjetta. En Brenda sat á legú-
bekknum, við hliðina á John.
Hún virtist ekki hlusta neitt á
það, sem hin sögðu. Stóð henni
svona hreinlega á sama, hugs-
aði Gabriella. Brenda hlaut að
vita það núna, að Glass var
myrtur einmitt á tímanum frá
sjö til níu, og John hafði beð-
ið hana að segja, að þau hefðu
verið á þeim tíma hjá henni.
Hvað lá á bak við þetta í-
byggna bros hennar? Hvað
grunaði Brendu mikið af sann-
leikanum?
I MORGrmBLAfíHW
BEST AÐ AVCLÝSA
Fótkib í kósalundi
Eftir LAURA FITTINGHOFF
71 ’ -:i
11. kafli
Pjetur og Þyrí
Nokkrir dagar liðu og allt gekk næstum því sinn vana gang
í Rósalundi.
Kolbeinn hafði verið fenginn til að höggva brennið og gera
önnur verk Jóhannesar og hann var alltaf jafn hjálpsamur.
og ágætur, gamli maðurinn. Hann náði í hey handa Skjöldu
og fór með matargumsið til Lappalauss og Maja fór með
honum og ímyndaði sjer að það væri lífsnauðsynlegt, að hún
hjálpaði Kolbeini.
En fyrir utan það hafði hún haft afskaplega mikið að
gera — svo mikið, að ef Þyrí hefði ekki oft verið til taks
að veita henni liðsinni, hefði hún aldrei getað annað því
öllu. Því að auk þess að gæta dýranna. blómanna og garðs-
ins þurfti hún að hugsa um brúðurnar. Þegar hún nokkrum
sinnum kom í heimsókn inn í brúðuhúsið, fannst henni þær
horfa svo sorgbitnar og ásakandi á hana. Að lokum fann
hún enga aðra lausn, á þessum vandræðum en að fara með
nokkrar brúður til Pjeturs og biðja hann að koma þeim í
gott skap og því hafði hann ekkert á móti, það var skemmti-
legt.
Maju fannst hann að vísu nokkuð harðhentur. Hún kom
einu sinni að þar sem minnsta og fínasta brúðan hennar
dansaði og fór allskonar kollhhýsa á maganum á Pjetri. Og
hann var búinn að klæða hana í skelfilega einkennileg föt.
Það var gulur kjóll, rauð svunta og gyllt belti. Svo var
hún með rauða jólasveinahúfu úr silkipappír á höfðinu.
Hún var lítil þessi brúða, hjet Trína og nú var hún búin að
dansa. Hún lagðist 'niður og var alveg uppgefin. Þá var
þarna önnur brúða, þessi með gulu hárkolluna .Hún lá í
rúminu við hliðina á Pjetri, klædd í heimaofinn ullarkjól og
starði svo vonleysislega upp í loftið. En hókus pókus, hún
var skyndilega algjörlega umbreytt. Pjetur sá um það. Á
einu augnabliki var hún komin í svört ræningjaföt, og síðar
buxur. Þó fjekk hún fyrir höfuðfat húfu af hirðfífli og ljek
og dansaði síðan með svo miklum fettum og brettum, að
dans brúðunnar rjett á undan var aðeins smáræði saman-
borið við þetta.
— Veðurofsinn er svo mikill i
dag að jafnvel Ijósgeislarnir fjúka
til.
★
•Spike Jones a-fir sig.
Nýlega komu óvæntir gestir á
heimili Spike Jones og hinnar til-
tölulega nýju konu hans í Hollywood
Frúin opnaði og bauð þeim inn.
— Hvar er Spike?, spurði einn
þeirra.
— Hann er frammi í eldhúsi, svar
aði frúin.
Um leið og hún sagði það, heyrð
ist þaðan hinn mesti gauragangur,
diskaglamur og skellir í pottum og
könnum o.s.fvr. o. s. frv.
— Hvað er hann að1 gera þar, búa
til mnt?, spurðu gestirnir.
— Nei, hann er að æfa sig, svar-
aði frúin.
★
— Þú hefir farið suður yfir mið-
jarðarhaug. sagði jeg.
— Já, jeg iield það nú, svaraði
hann, jeg gleymi aldrei dvöl minni
í Afríku. Jeg átti heima í Kotigo í
eitt ár. Þar var gott að vera en
hættan var þó við hvert fótmál. Þar
úir alít og grúír af filum, nasshyrn-
ingum, gorillaöpum. göltum og öðr-
um villidýrum.
— Já, en þú hefir nú sneitt hja
þeim, trúi jeg?
—■ Nei, það tókst ekki alveg. Jeg
gleymi aldrei morgninum, þegar jeg
fór eldsnemma á fætur til þess aS
veiða í hádegismatinn. Jeg var kom-
inn i dauðafæri við antilópu, þegar
stærðar ljón rjeðist á mig. Það velti
mjer fyrst um koll, síðan murkaði
það úr mjer líftóruna — og svo
át það mig.
—• Drap það þig?, spurði jeg og
skildi ekki neitt, þú lítur þó sannar-
lega út fyrir að vera vel lifandi núna.
— Hm, sagði hann og dró fram
nýtísku danslög, sem hann var neydd
ur til að leika, kallarðu þetta nokk-
uð hf?
*
Astríða og Wjómlist.
Amerísk-nússneska tónskáldið
Dimitri Tiomkin átti að semja lög í
ástarkvikmynd, sem sýna átti mikinn
blóðhita og frumstæða fölskvalausa
ást. En þetta hefir éreiðanlega ekki
tekist vel, því að hann var sendur
héim með lögin, sem hann kom fyrst
með og honum sagt að semja ný,
Þáð var engin „ást“ í þeim.
En þegar leikstjórinn heyiði tón-
verkið, sem Tiomkin kom með næst,
hrópaði hann af hrifningu:
— Þvílíkur eldur — þvílík ástríða
þvilikar tilfinningar! Hvaðan hef
irðu fengið allt þetta, kæri Dimitri?
— O, það var mjög einfalt, svar-
aði Dimitri, jeg fór að borða tíu
egg á dag.
★
Var þa8 nokknð líf?
Nýlega talaði jeg við píanóleikara,
einn af þessum gömlu, sem hatar nú-
tíma jazzmúsik, og finnst ekkert
músik nema það sem tii var fvrir
30—40 árum.
Jég vissi að það hafði margt á
daga hans drifið og hann farið víða.