Morgunblaðið - 20.05.1949, Page 1
16 síður
36. árgangur.
113- tl>l. — Föstudagur 20- inaí 194-9.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Rússneskur fSugforingi flýr í
flupfe! ssnni iii Svíþfóiar
Biður um vernd - - Kona hans er í Síberíu
Einkaskeyti til Mbl. frá Reutcr.
STOKKHÓLMUR, 19. maí. — Skýrt var frá því hjer í Stokk-
hó.lmi í dag, að rússneskur orustuflugmaður hefði í gær lent
vjel sinni á flugvelli í námunda við borgina og farið fram á
ver.nd sænsku yfirvaldanna. Stjórnin hefur afráðið að neita
beiðni rússneska sendiráðsins um að fá að senda mann til við-
tals við flugmanninn, þar til lögreglan sænska hefur gefið
skýrslu um mál hans.
<*-----------------------------
Þreyttur á rússneska
kerfinu
Flugmaðurinn, sem er liðsfor
ingi í rússneska hernum, hefir
þegar skýrt svo frá, að ferðin
til Svíþjóðar hefði tekið sig
þriggja stunda flug frá flugvelli
á rússnesku yfirráðasvæði.
Hann sagði meðal annars:
Jeg er orðinn þreyttur á rúss
neska kerfinu. Þar sem kona
mín hefir þegar verið send til
Síbcríu, þarf jeg ekki að ótt-
ast hefndarráðstafanir.
Þjóðverjar sigursæl-
ir í írjálsíþrólfum
HAMBORG, 18. maí: — Flokk
ur sænskra frjálsíþróttamanna
keppti hjer í dag og urðu
heimamenn sigursælir í þeirri
viðureign.
Hicker, Hamborg, vann 200
m. á 22,7 sek. Wawrzin, Ham-
borg og Svíinn Strandberg
voru næstir á 22,8 sek. *— 100
m. vann Swensson, Hamborg,
á 11,1 sek. — 800 m. vann
Kluge, Bremen, á 1,58,0 mín.,
en Svíinn Ljundquist varð ann-
ar á 1,58,4 mín. — Lennart
Strand vann 1500 m. á 3,57,2
mín. — Sleggjukast vann Þjóð-
verjinn Rosendahl með 46,78
m., en Lindberg frá Svíþjóð var
annar með 45,21 m.
67 „uppreisnar-
menn" meðal
breskra alþýðu-
flokksþinpanna
LONDON, 19. maí: — 67
meðlimum breska jafnaðar-
mannaflokksins, sem að undan
förnu hafa greitt atkvæði gegn
sumum frumvörpum stjórnar-
innar, hefir nú verið ritað
brjef, þar sem þeim er tilkynt
að ef þeir geri þetta oftar, muni
lagðar fram tillögur um það,
að kvatt verði saman flokks-
þing til þess að ræða mál
þeirra.
Yfir 60 þessara þingmanna
greiddu atkvæði gegn írlands-
frumvarpinu svokallaða og þrír
gegn samþykkt Atlantshafs-
bandalagsins. — Reuter.
Stjórnarsigur
í Suður-Afríku
HÖFÐABORG, 19. maí. —
í aukakosningum, sem fram
hafa farið í kjördæmi í Suður-
Afríku, hefur flokkur Smuts
hershöfðingja beðið ósigur og
tapað sæti sínu til stjórnarinn-
ar.
Enda þótt stjórnin sigraði
með aðeins 16 atkvæða meiri-
hluta, er talið að hjer sje um
merkilegan sigur að x-æða, sem
sanni talsvert traust til stefnu
Malans forsætísráðherra og
stjórnar hans.
Stjóx-nin hefur nú fimm at-
kvæða meirihluta í fulltrúa-
deild þingsins, en einn þing'-
mann fram yfir stjórnarand-
stöðuna í öldungadeildinni.
— Reutei'.
Orðrómur um
úfsvörin
PÁLMI Hannesson gerði þá
fyrirspurn til borgarstjóra í
gær, hvað hæft væri í því, að
hækka ætti útsvarsstigann á
launafólki. Hann sagði, að í'jett
væri að fá það upplýst, hvoi’t
sá orðrómur hefði við rök að
styðjast eða ekki.
Borgarstjóri svaraði því, að
hann vissi ekki betur en að
útsvarsstiginn yrði sá sami í ár
og undanfarin ár. Á síðasta ári
fjekk bæjarsjóður áætlaðar
tekjur með þeim útsv.stiga. Ár-
ið áður þurfti að bæta við skatt
stigann 10%. Eins og allir vita,
er það niðurjöfnunarnefndin,
sem ræður útsvarsstiganum, og
jeg hefi ekki, sagði box-garstjóri.
heyrt neitt um að honum yrði
breytt. Niðurjöfnun er ekki
lokið, og því ekki hægt að vita,
hve miklu þarf að bæta ofan á
stigann.
í fótspor föðursins.
NEW YORK — Franklin D.
Roosevelt yngri sigraði glæsilega
er hann bauð sig fram til þings
í New York ríki. í opinberri til-
kynningu, sem gefin hefur ver-
ið út um kosningarnar, segir, að
hann hafi hlotið meir en helm-
ingi fleiri atkvæði en hinir fram-
bjóðendurnir til samans.
Orusturnar um Shangliai
eru að ná hámarki ssnu
20,000 stjórnarhermenn
hafa gert uppreisn
Kommúnisfahersveitir 200 mílur frá Canfon
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
SHANGHAI, 19. maí. — Blöðin hjer í Shanghai, en þau sæta
strangri ritskoðun, skýrðu frá því í dag, að varnir stjórnarinn-
ar suður af borginni væru „byrjaðar að veikjast“. Átta dagar
eru nú liðnir frá því kommúnistar hófu umsátur sitt um Shang-
hai, og í dag var mikil rigning á vígstöðvunum næst borg-
inni. Sumir hernaðarsjerfræðingar líta svo á, að orusturnar
þarna sjeu nú að ná hámarki sínu. Fullyrt er, að kommúnistar
hafi sent nýjar og óþreyttar hersveitir gegn borginni, en í
herstjórnartilkynningu stjórnarinnar í dag segir, að herir henn-
ar hafi hrynt af höndum sjer öflugum kommúnistaárásum
fyrir norðan hana og austan.
Ingrid Bergman
Hin heimsþekta kvikmyndaléik-
kona Ingrid Bergman, vinnur um
þessar mundir að kvikmyndagerð
í Ítalíu. Orðrómur hefur verið á
kreiki um að hún ætlaði að skilja
við eiginmann sinn.
Samþykkir stjórnar-
skrá V.-Þýskalands
BERLÍN, 19. maí: — Box-gar-
stjórnin í Vestur-Berlín sam-
þykkti í dag með samhljóða
atkvæðum stjórnarskrána, sem
nú hefir verið gengið frá fyrir
Vestur-Þýskaland.
Prófessor Ei'nest Reuter, borg
arstjóri Berlínar, lýsti yfir, að
enda þótt Vestur Berlín yrði
ekki hluti af vestur-þýska-lýð-
veldinu, vildi borg^rstjórnin
undirstrika stuðning sinn við
lýðveldið. — Reuter :
Belgiska þingið
rofið í gær
BRUSSEL, 19. maí: — Belg-
íska þingið var rofið í kvöld
og jafnframt tilkynnt, að nýj-
ar kosningar mundu fara fram
26. júní.
Núverandi stjórn, sem setið
hefir að völdum í rúmlega tw
ár, mun starfa þar til úrslit
kosninganna eru orðin kunn.
í kosningum þessum munu
belgískar konur kjósa í fyrsta
skipti til þings. — Reuter.
2000 Bandaríkjamenn.
SHANGHAI — Um 2000 banda
rískir borgarar eru ennþá r
Shanghai og hafa ekki í hyggju
að hverfa þaðan fyrst um sinn,
þrátt fyrir sókn kommúnista.
Hermenn gera uppreisn.
Um 800 mílum fyrir suð-
vestan þessar vígstöðvar hef-
ur Canton, hinni nýju höfuð-
borg, nú verið stefnt í nýja
hættu, með uppreisn um 20.000
stjórnarhermanna. Óttast er, að
þeir gangi í lið með kommún-
istum og sameinist þeim herj-
um þeirra, sem stefna að Can-
ton og eru um 200 mílur fyrir
norðan borgina.
Vont ástand í Shanghai.
I Shanghai versnar ástandið
með hverri stundinni, sem líður.
Eldsneyti rafmagnsstöðvanna
minkar óðum. þannig að borg-
in kann að verða rafmagnslaus
með öllu.
Lögreglan í Shanghai einangr
aði í kvöld vei'slunar og hafn-
arhverfin frá öðrum borgar-
hlutum. Frá morgundeginum að
telja munu aðeins sporvagnar
fá að fara í gegnum þessi
hverfi.
Evrópumenn lxalda enn áfram
að yfirgefa borgina. Samkvæmt
Reutersskeyti frá Hongkong,
komu 200 flóttamenn þangað í
dag, rneðal þeirra 60 Gyðingar.
Flótafólk þetta kom með flug-
vjelum.
áfsklffum Rússa af verslun
og samgöngum mótmæll
JárnbraiitaHfarfimemi I Berlín
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
BERLÍN, 19. maí. — Bretar sendu Rússum í kvöld skrifleg
mótmæli, vegna nýrra afskipta þeirra af verslun og samgöng-
um milli hernámssvæðanna í Þýskalandi. Bandaríkjamenn og
Frakkar munu hafa sent samskonar mótmæli.
Vei'kfall yfirvofandi
Járnbrautarstarfsmenn í Ber
lín samþyktu í dag að gera vei’k
fall á miðnætti á morgun —
(föstudag). Verkfall þetta er
gert til þess að knýja fram kröf
ur þeirra um að fá kaupgreiðsl
ur sinar í ,,vestrænum“ mörk-
um en ekki „austrænum“.
<5>
Verkfallsbrjótar
Ef samkomulag næst ekki á
síðustu stundu, getur vei'kfall
ið lamað allar járnbrautarsam
göngur við Berlín. Ef svo fer,
er ekki talið ólíklegt, að Rússar
flytji inn verkfallsbrjóta frá
Austur-Þýskalandi.
Auðugar kolanámur
linnasl í Englandi
LONDON, 19. maí. — Mikil
fagnaðarlæti ui'ðu í neðri mál-
stofu breska þingsins í dag, er
opinberlega var tilkynnt, að
nýjar og auðugar kolanámur
hefðu fundist í Midlands, Bret-
landi.
Vitað er, að í námunum eru
að minnsta kosti 400 miljón-
ir tonna af góðum kolum, en
ekki er talið ólíklegt, að rann-
sóknir leiði í ljós, að kolamagn-
ið þarna sje jafnvel margfalt
meira.