Morgunblaðið - 20.05.1949, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 20. maí 1949.
Otg.: H.l. Arvakur, Reykjavík.
FramkvÆtj.: Sigfúa Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)'
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl*:
Austurstrseti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanUnds.
kr. 15.00 utanlands.
I lausasölu 60 aura dntakið, 75 aura með Letbók.
Setti hljóða
ÞAÐ VAKTI athygli þeirra, sem fylgdust með eldhús-
dagsumræðunum, er nýlega er lokið, að eftir hina ýtarlegu
greinargerð Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra um
eflingu markaða okkar á meginlandi Evrópu, þorðu ræðu-
menn kommúnista ekki að halda áfram hinum ofsafengnu
árásum sínum á ráðherrann fyrir vanrækslu í þessum efn-
um. Ráðherrann hafði gjörsamlega stungið upp í kommún-
istaþingmennina og blað þeirra, sem haft hefur í frammi
lótlausar blekkingar um að núverandi ríkisstjórn hafi spillt
mörkuðum íslendinga á meginlandinu og þó sjerstaklega í
Rússlandi og öðrum löndum Austur- og Mið-Evrópu.
En hvað sýndi svo þessi skýrsla utanríkisráðherra um
utanríkisverslun okkar og viðskipti við þessi lönd?
Hún sýnir það, að í stjórnartíð Bjarna Benediktssonar
hafa viðskiptin við löndin austan járntjaldsins farið hrað-
vaxandi. Árið 1946 var útflutningur okkar til Póllands þann-
ig innan við eina milj. ísl. króna en árið 1947 er hann orð-
inn 4,6 milj. kr. Árið 1948 varð hann 8,2 milj. kr. Nú fyrir
skömmu hefur verið samið um sölu á íslenskum afurðum
til Póllands fyrir um 10 milj. kr.
Afurðasala okkar til Póllands hefur þannig á 3 árum
tífaldast undir stjórn Bjarna Benediktssonar. Kommúnist-
ar segja hinsvegar að þetta sýni minkandi viðskipti okkar
við Pólverja og svívirða utanríkisráðherra fyrir að fjand-
skapast við þessa þjóð. Virðist mönnum ekki að kommún-
istar hafi snúið sannleikanum sæmilega við með þessum
staðhæfingum sínum?
Þegar athuguð eru viðskipti okkar við Tjekkóslóvakíu,
koma svipaðar tölur í ljós.
Útflutningur á íslenskum afurðum til þessa lands nam
árið 1946 8,5 milj. kr. að verðmæti, 1947 14,1 milj. kr., 1948
29,7 milj. kr. og verður á þessu ári um eða yfir 30 milj. kr.
Komst formaður tjekknesku samninganefndarinnar, sem
nýlega samdi við fulltrúa íslendinga, þannig að orði, að
Island væri, miðað við stærð, fólksfjölda og allar aðstæður,
lang besta viðskiptaland Tjekka.
Það er sannarlega ekki að furða þótt kommúnista setti
hljóða þegar utanríkisráðherra hafði gefið alþjóð þessar
upplýsingar um viðskipti okkar við þessar þjóðir. Tölurnar
tala sínu máli. En hvernig er það með viðskiptin við Rúss-
land? Hefur Bjarni Benediktsson e. t. v. eyðilagt þau?
Sannleikurinn í því máli er sá að Rússar hafa ekki vilj-
að kaupa afurðir af okkur. Hvað eftir annað hefur verið
óskað eftir því af hálfu íslendinga að teknar yrðu upp
viðræður um viðskiptasamninga milli þjóðanna en árang-
urslaust. Rússar hafa ekki láð máls á því að taka slíkar við-
ræður upp. í skýrslu íslensku samninganefndarinnar, sem
fór til Rússlands árið 1947 er greint frá tilraunum okkar
til þess að selja Rússum ísvarinn fisk. Er sú skýrsla und-
irrituð af einum af leiðtogum kommúnista, er sæti átti í
nefndinni. í henni segir svo m. a.:
„Tilraunir til þess að fá Rússa til kaupa á ísvörðum fiski,
sem fluttur væri í íslenskum togurum til Kaliningrad (áð-
ur Königsberg) mistókust alveg. Rússar treystu sjer ekki
til þess að koma fiskinum óskemdum til neytenda og kom
því aldrei til að þrátta um verð. Við urðum jafnvel að gef-
ast upp við tilraunir okkar til að fá þá til að kaupa 2—3
togarafarma til reynslu“.
Þetta er sannleikurinn í þessu máli.
Það hefur verið íslendingum mikið lán að hafa síðan að
styrjöldinni lauk haft sjerstaklega hæfa og dugandi menn
í embætti utanríkisráðherra. Ólafur Thors og Bjarni Bene-
diktsson hafa unnið að markaðsmálum okkar af miklum
dugnaði og festu. Þessvegna hefur íslenskum afurðum ver-
ið rudd braut í fleiri og fleiri löndum. Stefna okkar í utan-
ríkisviðskiptum er sú að;við viljum skipta við allar þjóðir,
sení við okkur vilja eiga: viðskipti, alveg án tillits til þess,
hvaða stjórnarform þær aðhyllast. Þessari stefnu, sem er
eðlileg pg sjálfsögð, hafa þeir Ólafur Thors og Bjarni Bene-
diktsson fylgt, fram með góðum árar*gri. Þjóðin væntir
þess að henni verði einnig fylgt framvegis og byggir á
henni góðar vonir.
Vorið er komið —
í Sjálfstæðishúsið
OFT er kvartað um að skemt-
analífið sje fátæklegt hjer í
höfuðstaðnum. Það kann að
vera á rökum reist, að ein-
hverju leyti. Sannleikurinn er
þó sá, að smekkur manna er
það misjafn, að illt er að gera
öllum til* hæfis. Það skartar á
einum, sem skömm er að á öðr-
um, eins og þar stendur.
Og þeir, sem ánægju hafa af
ljettum skemtunum, glensi og
gamni, þurfa ekki að kvarta
þessa dagana, því „Vorið er
komið, f Sjálfstæðishúsið“.
•
Fjalakötturinn
* skemtir
FJALAKÖTTURINN er nafn,
sem Reykvíkingar eru farnir
að kannast við og sperra eyr-
un, þegar hann er nefndur. I
þeíín fjélagsskap eru skemti-
légústu leikarar höfuðstaðar-
ins og þteir eru sífelt að finna
upp á éinhverju nýju, til að
skemta fólkinu. Þeim tekst
það líka vel. Haraldur Sigurðs-
son er aðalmaðurinn, en hefur
sjer til aðstoðar Indriða Waage,
Tómas Guðmundsson og
Alfreð Ándrjesson.
Vorið þeirra í Sjálfstæðishús
iml er eitt sólskin frá byrjun
til enda.
•
Besti
gamanleikarinn
KUNNINGI minn, sem var í
Sjálfstæðishúsinu í fyrrakvöld
og heyrði Alfreð syngja gam-
anvísur, ljet þau orð falla, að
sennilega væri Alfreð heims-
frægur, ef hann hefði fæðst
hjá stærri þjóð. Og þetta er
alveg rjett. Alfreð er gaman-
leikari á heimsmælikvarða.
Hann -myndi standa sig vel
við hliðina á Bob Hope, Jack
Benny, eða hverjum sem væri.
Það er aðeins eitt, sem Alfreð
vantar. Hann þarf að leggja á
sig að læra gamanvísurnar,
sem hann syngur, utanað.
Nei. Það veiður enginn svik-
inn af því, að fara í vorið í
Sjálfstæðishúsinu og má mikið
vera, ef það „vor“ dugar ekki
fram á haust.
•
Nýtt í stað gamals
FJÖLDI manns tók á móti
s,Lagarfossi“ hinum nýja, er
hann lagðist að hafnarbakk-
anum í fyrradag. Það má segja,
að það sje hversdagslegur at-
burður, að nýtt Eimskipafjelags
skip sigli inn í Reykjavíkur-
höfn. Þeir eru nú orðnir þrír
„fossarnir“ nýju, og sá fjórði
er í smíðum í Kaupmanna-
höfn..
Það er gaman fyrir þá, sem
.gengust fyrir stofnun Eimskipa
fjelagsins, fyrir 35 árum, að
taka á móti þessum glæsilegu
skipum. Lítið hefur þá dreymt
um, ^ð starf þeirra myndi bera
svo glæsilegan árangur, sem
raun ber vitni.
•
Öll þjóðin fagnar
EIMSKIPAFJELAGIÐ á sterk
ítök í þjóðinni allri. Fjelagið
er sannkallað óskabarn henn-
ar. Og þó er ekki víst, að allir
geri sjer ljóst, hve þáttur Eim-
skipafjelagsins er stór í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar.
Þegar gamli Gullfoss kom í
fyrsta sinni hingað til lands,
1915, var mikið um dýrðir.
íslendingar sáu þá og fundu,
að þeir gátu verið og áttu rjett
á því, að vera sjálfstæð þjóð.
Öll þjóðin fagnar nú hverju
nýju skipi, sem bætist í flota
LÍFINU
Eimskips. Gæfa og gengi fylgi
Fossunum.
•
Morgunútvarpið
enn
FRÁ Seyðisfirði kemur eftir-'
farandi brjef; það er árjetting
við það, sem nuddað hefur
verið hjer í dálkunum við og
við:
ur þessi heitir Illingworth og
„Jeg sendi þjer hjer með
nokkrar línur til þess áð reyna
að árjetta þína ágætu tillögu
í „Daglega lífinu“ um morg-
unútvarpið, en sem ekki virð-
ist eiga að taka til greina, nema
þá eftir langt þóf, eins og svö
oft vill verða. Jeg er löngu
orðinn dauðleiður á þeim þætti.
Mjer dettur allt af í hug ein-
hver galdrakarl, sem sje að
særa fram draug, þegar jeg
heyri í morgunútvarpinu.
Góði, haltu áfram að nudda
í þeim, þar til þeir breyta til
og gera morgunþáttinn skemti
legri“.
•
Það, sem
gestsaugað sjer
BRESKUR blaðamaður, sem
ferðast hefur um öll Norður-
lönd og hefur sjerstakan áhuga
fyrir þjóðum, sem byggja
nyrstu lönd heimsins, er kom-
inn hingað til lands. Blaðamað
skrifar greinar í tímarit víðs-
vegar í breska samveldinu.
Hann sagði mjer, að á f.yrsta,
klukkutímanum, sem hann
hefði dvalið hjer á landi, hefði
hann rekið augun í þrennt, sem
honum fannst óveniulegt:
1) Kurteisi tollvarðarins, sem
skoðaði í töskuna hans.
2) Fegurð íslenska kvenfólks
ins og
3) Hvað allt væri dýrt, fram
úr hófi dýrthjer á landi.
■ II111111■■111M<
..............................UHIMMMMIHMMIMMMI.............................
IIIIIMIIIIIIMIMMII IIIIIMIIIIMMMIIIIIIIMMIIIII
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
7*1
IMMMMMIMIMMMMMMIMMMMMMII
IMIIMMMMIMMMMMMMMM...MMMMMMM....III....
Bók Ekenhowers um slríðið í Evrópu verður sjónvarpað.
Ef-tir Louis Hunter,
frjettaritara Reuters.
NEV7 YORK — The American
Broadcasting Company hefur
nú gengið á undan öðrum út-
varpsstöðvum og er byrjað að
nota bækur, sem einn dagskrár
lið við sjónvarpssendingar
sínar. Þess verður nú skammt
að bíða, að eigendur sjónvarps
tækja í Bandaríkjunum geti
fylgst með sýningum á bók
Ðwight D. Eisenhower hers-
höfðingja, „Herferðin í Evr-
ópu“.
I þessu sambandi fór stjórn-
andi þessa dagskráliðs yfir
meir en 30,000 mílur af kvik-
myndum, til þess að velja
myndirnar, sem best væri að
nota við .þagr 26 sjónvarpssend-
ingar, sem „sýning“ bókarinn-
ar á að taka.
• •
MILLJÓNIR FETA
AF MYNDUM
ÞEGAR fyrst var ákveðið að
taka bók Eisenhowers til með-
ferðar, náðu starfsmenn sjón-
varpsstöðvarinnar í hvorki
meira nje minna en 165,000,000
fet af kvikmyndafilmum, sem
hægt var að sækja í efni til
sýninganna- Þessar kvikmyndir
fengu þeir meðaí annars lán-
aðar hjá Bandaríkjaher, flotan-
urh, strandvarnaliðinu og
breska hermálaráðuneytinu.
Ef einn maður ætti að velja
úr þessum kvikmyndum, er á-
ætlað að verkið mundi taka
hann næstum 34 ár.
• •
LÆRÐI BÓKINA
ÚTVARPSFULLTRÚINN, sem
falið var að ganga svo frá bók
Eisenhowers, að hægt yrði að
taka hana „til flutnings“ í fjar-
sýnisútvarpi, hafði sjer til að-
stoðar marga menn, sem ekk-
ert gerðu annað en velja mynd
irnar, sem sjónvarpað var með
frásögn hershöfðingjans af
styrjöldinni í Evrópu. Sjálfur
ljet hann það verða sitt fyrsta
verk, að lesa „Herferðin í
Evrópu“ oft yfir, þannig að
hann gat að lokum stært sig
af því, að hann kynni bókina
að heita orðrjett spjaldanna á
millj.
Að þessu loknu gerði útvarps
fulltrúinn sjer nokkurskonar
töflu yfir meginatburðina í frá
sögn Eisenhowers og byrjaði
að skipta efninu, eins og hægt
yrði að sjónvarpa því með 26
sjónvarpssendingum.
• •
EFNINU RAÐAÐ
ÞEGAR hjer var komið, gat
hann farið að gefa aðstoðar-
mönnum sínum nokkra hug-
mynd um, á hvaða kvikmýnd-
um hann þyrfti fyrst og fremst
að halda. Herinn og flotinrt að-
stoðuðu við þetta og lánuðu
útvarpsstöðinni nokkra kvik-
myndasjerfræðinga.
Næst lá fyrir að safna saman
og raða niður kvikmyndaefn-
inu, en þessu má líkja við upp-
kast rithöfundar af nýrri bók.
Þegjtr því var lokið, var enn
eftir að klippa og tengja sam-
an kvikmyndakaflana og ganga
frá sjálfri frásögninni með
myndunum. Auk þess var enn •
eftir að „setja hlióðið í mynd-
iinar“ — það er að segja, lang-
samlega meirihluti kvikmynda
kaflanna var „þögull; það vant
aði orustugnýinn o. s. frv.
• •
HT.JÓPIN
„FRAMLEIDD“
ÞAÐ tók langan tíma að ganga
frá þessu. tTtvarpsfulltrúinn og
aðstoðarmenn hans urðu oft að
„framleiða“ orustuhljóðin, en
þar nutu þeir aðstoðar ýmissa
kvikmvndafjelaca, sem eiga í
geymslum sínum fallbyssu-
drunur og fl#st hljóð önnur,
En þegar þögla myndin var
orðin- talmynd. var tekið til við
að ganga frá lengd hennar,
þannig að svning hvers kafla
tæki ekkj meir en 20 mínútur.
Þessu er nú Inkið og verið að <
taka upp á plötur frásögn Eis-
enhowers. eins og gengið heftir
verið frá henni fyrir fjarsýnis-
séndingarnar. .
Enn er óákveðið, hvenær
þessar sýningar hefjast, en bú-
ast má við bví. að þáð verði
mjög bráðlega. Ef sýningarnar
Framhald á bls. 12.