Morgunblaðið - 15.06.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1949, Blaðsíða 16
rEÐURÚTLIT — FAXAFLÖI: DAGLEGA lífið í Kaupmanna Sunnan- og suð-austan stinn- ingskaldi. Lítilsháttar rigning. I k iecopSerílygvjel reynd við ^jörgunarslörf og sfrandgæslu Tilraunir, sem pla haft mikla þýðíngu. FYESTA helecopter-flugvjelin, sem komið hefir verið með L/ng.-) til lands, var reynd í gær. Það er Elding Trading CTompany, sem hefir fengið vjelina hingað frá Bell-verksmiðj- unum. Verður hún lánuð Slysavarnarfjelagi íslands og strand- gæslunni næstu þrjá mánuði, en þessir aðilar munu gera til- rltunir með hana til björgunarflugs og strandgæslu á þeim tirna. Ef hún reynist vel til þeirra hluta mun ákveðið að hún verði keypt. Tveir sjerfræðingar Breskur flugmaður, capt. Youeii og amerískur vjelamað- ur, Mr. Finch, komu með vjel- inni hingað og munu þeir kenna 2 íslenskum flugmönnum og tveimur vjelamönnum meðferð Ifttnnar.' Fiúgmennirnir, sem fyr *• jf valinu hafa orðið, eru Anton Áxelsson og Karl Eiríksson, en vjelamennirnir Jón N. Pálsson og Sigurður Agústsson. Eru þeir atlir starfsmenn hjá Flugfjelagi íslands, en það mun að nokkru sjá u.t. rekstur vjelarinnar. P'íy nsluflug Capt. Youell flaug vjelinni í gær Meðal þeirra fyrstu, sem flug'j rneð henni. voru flugmála- rÚðherra. Evsteinn Jónsson og Jóhar.i. Þ. Jósefsson, fjármála- ydiðherra. Helecopterflugvjel þessi er sf minnstu gerð. Auk flug- mannsins getur aðeins einn maður flogið með vjelinni. Er húrt verður reynd til strand- gáeslu, mun Þórarinn Björnsson skipstj. vera með henni, en Jón Oddgeir Jonsson er tilraunirnar verða gerðar með björgunarflug f h- Slysavarnafjel. íslands. Tífraunir gerðar hjer Elding Trading Company bauð gestum til kaffidrykkju að Flugvallarhótelinu að flug- imr \oknu_ Halldór Kjartansson forstjóri fyrirtækisins, kvað það hafa fengið vjelina hingað til þess að hægt væri að reyna hæfni hennar hjer á landi til björgunarflugs, strandgæslu, r.júkraflutninga og póstflugs. —. Slysavarnarfjelagið og strand- greslan hafa tekið að sjer þess- ar tilraunir, en ríkissjóður mun grelða kostnaðinn við þær. Yfir 200 þús. í hjörgunarfJugvjelarsjóði Guðbjartur Ólafsson, forseti Slysavarnarfjelagsins, skýrði frá tjáröflun þeirri, er fram fer á vegum Slysavarnarfjelagsins tii kaupa á björgunarflugvjel. fc- þeim - sjóði eru nú á þriðja hundrað þús: krónur. — Kvað hann vonir standa til að með þessari flugvjel yrði hægt að sélflytja menn í land af strönd tiðdm skipum, þar sem erfitt væri að koma að öðrum tækj- uth, hjálpa r.auðstöddu fólki í óbyggðum, fara með lækni til afskektra staða og ná í sjúkl- inga. Við strandgæsluna ætti húr. sinr.ig að vera mjög hand- I ■ . Þakkaði hann öllum þeim er stutt hefðu að komu vjelar- innar hingað. Elding Trading Company þakkað Eysteinn Jónsson, flugmála- ráðherra, kvað ástæðu til þess að þakka sjerstaklega framtaks semi Elding Trading Company og þá ekki síst forstjóra þess, Halldóri Kjartanssyni, og einn- ig öðrum er hefðu lagt hönd á plóginn, við komu þessarar flug vjelar. ,,Mjer er nær að álíta að við höfum verið viðstödd mjög merkan atburð“, sagði ráðherrann, er hann Ijet í Ijós trú sína á notagildi helecopter- vjela hjer á landi- Skákkeppni milli Austur- og Veslur- bæjar í kvöld SKÁKKEPPNI milli Austur- og Vesturbæjar verður haldin að tilhlutan Taflfjelags Reykja- víkur í kvöld að Þórsgötu 1 og hefst kl. 8 e. h. Allir sterkustu skákmenn bæjarins taka þátt í keppninni, þar á meðal íslandsmeistarinn Guðmundur Arnlaugsson og Reykjavíkurmeistarinn Éggert Gilfer. Á þremur efstu borðunum tefla (Austurbæingar taldir á undan): I. borð: Guðmundur Pálmason og Guðmundur Arn- laugsson. II. borð: Ásmundur Ásgeirsson og Baldur Möller. III. borð: Sturla Pjetursson og Guðmundur Ágústsson. Skálaslúlkur fil Finnlands MEÐAL farþega með Dr. Alexandrine í gær til Kaup- mannahafnar, voru 15 íslensk- ar skátastúlkur, sem fara til Finnlands. Skátastúlkunum var þangað boðið af Finska kvenskátasam bandinu. en bráðlega hefst þar alþjóðaskátamót í nágrenni Helsingforsborgar. Skátastúlk- urnar munu vex-ða um mánuð í förinni. íslandsmótið: Vaiur og ÍA 0:0 FIMMTI leikur knattspyrnu- móts íslands fór fram í gær- kveldi. Var sá leikur milli Vals og Akurnesinganna. Leikar fóru þannig. að jafn- tefli varð, 0 : 0. Þessi mynd er tekin í lesstofu Upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna. Á henni sjer meðal annars yfir borð þau scm gest- unum eru ætluð. — (Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon). Upplýsingaskrifsfðfa Bandaríkjanna opnar lesstofu. Fjölbreyll safn með m argháltuðnm fróðleik í GÆR VAR opnuð hjer í bæ lesstofa, sem vekja ætti al- menna athygli. Þetta er lestrarsalur Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, sem er til húsa á 3. hæð á Laugavegi 24. í lesstofunni. Ný farþega- flugvjef EFTIR því, sem Morgbl. frjetti seint í gærkvöldi mun flugflota íslendinga enn bætast ein flugvjel á næstunni. Er það Douglas Dakota farþegavjel, 2 hreyfla, sem Flugfjelag Is- lands fær frá Bretlandi. Flugvjel þessi er nú komin til Prestvíkur ,en þaðan mun henni verða flogið einhvern næstu daga, er flugveður þykir hentugt. Flugvjel þessi er ‘ vo til alveg ný af nálinni og eru í henni stólar fyrir 21 farþega. Islenskir flugmenn munu fljúga henni hingað. Fyrsia Skotiandsferð Heklu, HEKLA. strandferðaskipið, kom heim í fyrradag úr fyrstu Skotlandsferð sinni. Með henni voru 82 íslendingar, sem not- uðu sumarleyfi sitt til þess að heimsækja Skotland og 59 bresk ir ferðamenn, sem koma til að sjá sig um á íslandi. Ferðalög þessi eru sem kunnugt er, á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins. Islendingarnir, sem utan fóru, láta vel yfir dvöl sinni erlendis. Komu þeir til Glasgow og Ed- inborg, ferðuðust upp í skoska hálendið og að Loch Lomond, sem þekt er fyrir fegurð. Hinir bresku ferðamenn sem nú eru hjer, dveljast í Heklu meðan hún er í höfn. Þeir hafa skoðað Reykjavík og nágrenni og heimsótt helstu söfnin, farið til Þingvalla og munu síðar fara til Gullfoss og Geysis. Þá verða seir hjer á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. ’ Það hefur kostað talsverða fyrirhöfn og mikla þolinmæði að koma þessu bókasafni upp. Láta mun nærri, að þetta sje fyrsta bókasafnið, sem upplýs- ingaþjónusta Bandaríkjanna hefur stofnað til, enda þótt 139 slík söfn sjeu nú til í 84 lönd- um, meðal annars Moskva, Varsjá og' Prag. | Markmið þessa bókasafns er að kynna útlendingum menn- ingu Bandaríkjamanna og stefnur. Þetta er stór þjóð, sem þekkt er fyrir framfarahug sinn og vísindastarf. Forstöðu- menn safnsins gera sjer þess vegna vonir um, að almenning ur geti notfært sjer hið um-1 fangsmikla tekniska safn, eins I og t. d. iðnaðarmenn, sem þarna j geta aflað sjer margvíslegra upplýsinga. Lesstofa upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna er opin frá kl. 9 til 12 og 1 til 6, fi'á mánud. til föstud. Bækur eru lánaðar út, auk þess sem gestir hafa vistleg herbergi á lesstofunni sjálfri til afnota. Geysir sækir slúdenfa ,.GEYSIR“ er væntanlegur frá New York síðdegis í dag, full- skipaður farþegum. Flugvjelin hefur verið í klössun suður í Kaliforníu undanfarnar vikur. Gert er ráð fyrir að „Geysir“ fari hjeðan á miðnætti áleiðis til Stokkhólms, en þangað sæk- ir hann norræna stúdenta og er væntanlegur hingað með þá á moi'gun. Herflugvjelar til Iran. MOSKVA — Rússneska Tass- frjettastofan skýrði frá því, að nýlega hefði komið stór sending af bandarískum hernaðarflugvjel um til iranska flughersins. höfn beiíir grein á 9 síðu. Kvöldfundur SAMNINGAR höfðu ekki tekist um kaup og kjör milli atvinnu- rekenda og verkamannafjelags- ins Dagsbrún í gærkvöldi. eftir því sem Morgbl síðast frjetti. Hafi samningar ekki tekist fyrir kl. 12 í nótt kemur til fram- kvæmda verkfali það, er Dags- brún hefur boðað til. Sáttasemjari ríkisins í vinnu- cleilum, Torfi Hjartarson, hef- ur undanfarna daga átt fundi með deiluaðilum. I gærdag átti sáttasemjari fund með þeim og’ boðaði hann þá á framhalds- fund kl. 9 í gærkvöldi. Var hon- um ólokið er Morgbl. hafði síð- ast spurnir af. Kaus heldur Tjörnina en íþróttavöilinn FJÖLDI bíla varð að stöðva á Hringbrautinni um níu leytið í gærkveldi af mjög óvenju- legri ástæðu. Önd með tíu unga þurftj að komast leiðar sinnar yfir götuna. Tók það hana all- langan tíma þar sem ungarnir voru litlir og lítt vanir göngu. ÖÖnd þessi hafði átt hxeiður í einu horni íþróttavallar* ins. Rjett er knattspyrnuleik- urinn var að hefjast í gær- kveldi, urðu menn þess varir, að öndin var komin á stjá með unga sína tíu að tölu (hafði fult lið). Reyndi hún að komast út af vellinum, en tókst það ekki. Tveir íþróttamenn tóku sig þá til og rufu smágat á bárujárns- girðinguna og hleyptu öndinni út- Síðan tóku þeir sjer fyrir hendur að vísa henni veginn og fylgja henni til Tjarnarinnar. Stöðvuðu þeir bíla bæði á Mela veginum og Hringbrautinni á meðan öndin fór þar um. Ferð- in frá íþróttavellinum niður á Tjörn tók um klukkustund. — Voru allir ungarnir hinir spræk ustu er þangað kom. Þetta mun fyrsta öndin, sem kemur með unga sína á Tjörn- ina á þessu sumri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.