Morgunblaðið - 06.12.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1949, Blaðsíða 1
16 síður 36. árgaxigm 281. tbl. — Þriðjudagur 6. desember 1949. Prentsmíðja Morgunblaðsau Ný ríkisstjérn tekur við Ólafur Thors. Bjarni Bencdiktsson. Björn Ólafsson. Jóhann Þ. Jósefsson. Jón Pálmason. ÁÐUNEVTI OLAFS Tl i vændum eru viðræður Bretlauds og Skandina- víuríkja um efnahagsmál Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. KAUPMANNAHÖFN, 5. des. — Sendiherra Breta í Kaupmanna- höfn afhenti í dag- danska utanríkisráðherranum, Gustav Ras- mussen, tilmæli, þar sem breska stjórnin leggur til að hafnar verði viðræður milli Bretlands og Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar um efnahagsmál. Skal markmið þessara við-* ræðna vera að efla efnahags- samvinnu þessara ríkja í sam- ræmi við reglur þær, sem gefn- ar eru í samningnum um efna- hagssamvinnu Evrópu. Undirbúningsviðræður bráðlega. Utanríkisráðherrann skýrði í'rá því, að lagt væri til, að und- irbúningsviðræður hæfist inn- an skamms, en gat ekki að svo stöddu greint frá smáatriðum. Ráðherrann benti og á, að hjer væri um það að ræða, að Bret- ar beiddust viðræðna við Skand inavíuríkin, en ekki öfugt eins og frjest hefði. Shirley Tempie skil- in m mann smn LOS ANGELES, 5. des.: — Kvikmyndadísin kunna Shirley Temple, sagði í dag skilið við mann sinn, John Agar. Gaf hún honum kvennafar og drykkju- skap að sök. Sagði hún m.a., að Agar hefði dregið annan kvenmann í sitt eigið rúm og skipaði henni að fara út er hún var 5 mánuði gengin með. „Iðu- lega ljet hann mig eiga mig í næturklúbbum, en á meðan var hann að dansa og kyssa aðr- ar konur“. Þau voru gefin saman í Kali- fqrníu 19. september 1945. Eiga þau eina dóttur barna, Linda Susan ,tæpra tveggja ára. — Reuter. Danir segja sig úr alþjoða blaðamanna- sambandinu KAUPMANNAHÖFN, 5. des. — Þrjú dönsk blaðamannafjelög, Dansk Journalistforening, Köb- énhavns Journalistforbund og Sosial-demokratisk Pressefor- bund, hafa samþykkt að segja sig úr alþjóðablaðamannafjelag inu (I. O. J.). Tillagan hlaut 738 atkvæði, en 30 voru á móti. — NTB. Efling menningar- fengsla Norðurlanda BERGEN, 5. des. — Um þessar mundir dveljast 2 danskir há- skólakennarar, í Bergen. Ræða þeir samvinnu milli prófessora og stúdenta á Norðurlöndum í framtíðinni. Er m. a. ætlunin, að skipuleggja sumarnámskeið, þar sem nemendur og kennarar geta komið saman og þá sjer- staklega aukið á samband sjer- náms og annarrar menntunar. V-Þýskaland fær viðreisnaraðsfoð VASHINGTON, 5. des. — Emb- ættismenn efnahagssamvinnu- stofnunarinnar skýrðú frjetta- manni Reuters frá því í dag, að samkomulag hefði náðst við fulltrúa V-Þýskalands um-und- irritun Marshallsamnings milli Bandaríkjanna og’ V-Þýska- lands. Gert er ráð fyrir, að und- irritun fari fram áður en 10 dagar eru liðnir. — Reuter. Álþfóðlegt, frjálsl verkalýðs- samband sfofnað á mi Frumdrög að stofnskrá þess rædd í gær Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LONDON, 5. des. — í dag fjallaði alþjóðaverkamálaráðstefnan um frumdrög að stofnskrá nýrra alþjóðlegra verkalýðssamtaka. Fjölmargar breytingartillögur höfðu verið bornar fram. Sam- þykkt var, að kalla skyldi samtökin: „Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfjelaga.“ Þing, sem kemur saman ann- að hvort ár, skal verða æðsta vald sambandsins. Þingið mun kjósa 19 manna framkvæmda- ráð. Evrópa og N-Ameríka eiga 4 hvort, nál. Austurlönd 3. Bret land og S-Ameríka 2 hvor og Afríka, Ástralía og Nýja-Sjá- land, og V-Indíúr eirtn hvert. Framkvæmdaráðið kemur saman a. m. k. tvisvar á ári. —■ Kýs það forseta og 7 varafor- seta. Þingið kýs aðalritara. Ekki varð gengið endanlega frá stofnun sambandsins í dag, sem var 7. dagur ráðstefnunn- ar. Hins vegar mun það verða formlega stofnað á miðvikudag. 8 8KIPAÐ í DAG Forsætisróðherra iy ur Alþingi tilkyin- ingu um stjórninu RÁÐHERRALISTI ríkisstjórnar Ólafs Tliors var t-danlega ókveðinn í gær á fundi í þingflokki Sjálfstæðismanna. En eins og kunnugt er hefur stjórnarmyndunin dregist unr vikutíma vegna veikinga formanns Sjálfstæðisflokksins. í dag kl. 11 árdegis mun forseti Islands skipa ráðuneytið á fundi í ríkisráði. Verður þar jafnframt gefinn út forseta- úrskurður xmi starfaskiptingu ráðherra. Kl. 1,30 mun svo forsætisráðherra flytja Alþingi tilkynn- ingu um myndun ríkisstjórnarinnar. Fimm ráðherrar eiga sæti^ í stjórninni I hinni nýju ríkisstjórn eiga sæti fimm menn eða einum færri en í tveimur undanfar- andi ráðuneytum. Eru það þeir Ólafur Thors, Bjarni Benedikts son, Björn Ólafsson, Jóhann Þ. Jósefsson og Jón Pálmason. Ólafur Thors formaður Sjálf stæðisflokksins var fyrst kjör- inn á þing árið 1926 fyrir Gull- bringu- og Kjósarsýslu og hef- ir átt óslitið sæti á Alþingi síð- an. Hann varð fyrst ráðherra árið 1932 í ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirssonar. Tók hann sæti þar meðan stóð á málarekstri gegn Magnúsi heitnum Guð- mundssyni í Hæstarjetti, og fór með dómsmál. Árið 1939 varð Óiafur Thors atvinnumálaráð- herra í þjóðstjórninni og gegndi því ráðherraembætti til vorsins 1942,_ -en þá myndaði hann flokksstjórn Sjálfstæðisflokks- ins er sat að völdum til hausts það ár. — Árið 1944 varð hann forsætis- og utanrikis- ráðherra í nýsköpunarstjórn- inni, er sat til ársbyrjunar 1947. Ríkisstjórn sú, sem Ólaf- ur Thors myndar nú er þannig þriðja ráðuneytið, sem hann skipar forsæti í. Bjarni Benediktsson var kjör inn á þing fyrir Reykjavík vor- ið 1942 og hefir átt sæti á Al- þingi síðan sem þingmaður Réykjavíkur og landkjörinn þingmaður. Hann er nú 1. þm. Reykvíkinga. Bjarni Benedikts sön var utanríkis- og dómsmála ráðherra í fráfarandi ríkis- stjórn. Björn Ólafsson tók sæti á Al- þingi haustið 1948 við andlát Pjeturs Magnússonar og hefir átt sæti á Alþingi síðan sem þingmaður Reykjavíkur. Áður hafði hann verið fjármála- og viðskiptamálaráðherra í ráðu- neyti því, sem skipað var af forseta íslands haustið 1942 og fór með völd til haustsins 1944. Jóhann Þ. Jósefsson var kjör inn á þing fyrir Vestmanna- eyjakaupstað árið 1923 og hefir átt sæti á Alþingi síðan fyrir það kjördæmi. Hann varð fjár- mála- og sjávarútvegsmálaráð- herra í ársbyrjun 1947 í frá- farandi ríkisstjórn. Jón Pálmason var kjörinn á þing fyrir Austur-Húnavatns- sýslu árið 1933 og hefir átt sæti á Alþingi óslitið síðan fvrir það kjördæmi. Hann var forseti Sameinaðs Alþingis frá því haustið 1945 og þar til þing kom saman að afloknum kosn- in’gum á þfessu hausti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.