Morgunblaðið - 06.12.1949, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1949, Blaðsíða 4
MORrZJXBLABia Þriðjudagur 6. des. 1949. ^ Siiiinleiskii sílili ÞAÐ VAR ekki fyrr en berg- rc.álsdýptarmælar voru settir í fiskiskipin og menn lærðu að notfæra sjer þá til að finna fisk torfur, að menn gerðu sjer Ijóst hvílik geysileg auðæfi við eig- UE þar sem sunnlenska síldin er,' sem heldur sig fyrir öllu Suður- og' Suð-vesturlandi allt árið. Hún flytur sig aðeins dá- V :ið til og dýpkar og grynnkar á ijer eftir árstíðum og í magni fv. i nemur hundruðum miljóna r ála. Við Akurnesingar, sem hófutn mikið stundað síldveið- a: með reknetum um áratugi, vitum, . að hægt er að veiða hjer síld í reknet sem sagt allt árið, en mesta veiðivon álítum við vera á tímabilinu apríl til júniloka, svo og frá ágúst til itiúvemberloka. Síldin hjer veð- ur frekar sjaldan, nema þá helst í stiilum á sumrin. Þó sást hjer í fyrra sumar og svo aftur í sumar meiri síld vaða í einu, er. dæmi eru til að sjest hafi fyrir Norðurlandi, og var það 2—30 sjómílur út frá Snæfells jokli. Til dæmis sá síldarleitar- flugvjel þar í júní-mánuði í sumar, samhangandi síld á €0—80 km. svæði, í stórum og rtnáum torfum. óteljandi mörg- Uír,. Þjettust virðist þó síldin vera og finnst best með berg- *r.álsdýptarmælunum, báðum r.negin við Reykjanes á tíma- bllinu september og fram yfir áramót, þó mældum við dálítið af síld grunnt ut af Snæfells- jokli í maí í vor. Þar sást hún einnig vaða í stórum torfum í apríllok og byrjun maí. Jeg hað skipstjóra hvalv.eiðibát- anna, er stunduðu hvalveiðar f.rá Hvalfirði, um að senda mjer skeyti, ef þeir yrðu síldar varir. Nokkur skeyti fjekk jeg og aðallega í júlí í sumar, og urðu þeir aðallega síldar varir 45'—- 55 mílur í vestur og vest-norð- vestur frá Akranesi. í haust höf um við fylgst betur með síld- ir.ni en undanfarin tvö haust, vegna þess hve margir bátar hafa stundað reknetaveiðar og hafa bátar okkar oft mælt ótrú legt magn af henni eða torfur sem hafa verið allt að 8—10 km. langar og 40—80 metra| þykkar. Fólk, sem ekki er kunnugt kessum málurn, mun ef til vill s yrja. fyrst svona mikið er af síld, hversvegna er hún þá ekki veidd. Því er til að svara, að við erum með svo úrelt veiðar- færi, að við náum síldinni ekki r.ema hún sje á vissu dýpi, eða sem sagt vaði næstum upp í skípin. Tugum miljóna króna hefi-r verið varið í byggingar á södarverksmiðjum og er þeirra afkoma eingöngu komin undir þ'.'í, að síldin gangi í Hvalfjörð r i Sundin við Reykjavík eins r 1946—7. Eins og allir muna, k: m hún ekki upp að landinu j í fyrra að heitið gæti og ókomin e: hún ennþá í ár. Bæði í fyrra , 02 í haust hefir bún haldið sig í geysilegu magni báðum meg- i við Reykjanes. Sem sagt, | síldin var hjer á næstu grösum í lyrra og aftur í ár, þó hún hafi ekki viljað ganga hjer inn, en j ’se.n hún þó sennilega gerir ár- j ~a sei-nt á haustin, en í mis- j j rnlega miklu magni. Nú má ekki hjer við sitja, heldur þarf strax að hefja und- irbúning að tilraunum með ým- is ný veiðarfæri og veiðiaðferð ir, og má ekkert til spara, því að kostnaður sem yrði við þær tilraunir, hlýtur að greiðast þúsundfaldur aftur. Mín skoð- un er, að eins og síldin hefir hagað sjer í fyrra og í ár, þá hljóti að vera tiltölulega auð- velt að útbúa veiðafæri til að veiða hana á stórvirkan og ó- dýran hátt. Við verðum að finna upp veiðarfæri eða veiðiaðferð. svo við getum veitt síldina auð- veldlega þar sem hún er í það og það skiptið, en bíðum ekki eftir því að hún syndi til okkar. Við eigum einnig að taka vísindin og tæknina í okkar þjónustu og hafa það hugfast, að ýmislegt hefir þegar verið fundið upp, sem gæti komið okkur að liði, og ýmis veiðar- færi eru óreynd hjer, sem gef- ast vel annarsstaðar, svo sem botn síldar-trawl sem Norð- menn eru farnir að veiða með að degi til á 60—70 faðma dýpi í Norðursjó og reynist vel, sjer staklega eftir að varpan var hnýtt úr nylon, og mörg önnur veiðarfæri. Þessar nýjungar tel jeg merki legastar: 1. Að nylon var fundið upp og er að ryðja sjer til rúms í staðinn fyrir bómull, sisal og hamp. Það hefir þann kost, að vera ákaflega sterkt, drekkur ekki nema um 6% vatn í sig á móti bómull, fúnar ekki, og er mikið mótstöðuminna í sjó en t.d. bómull. Norðmenn hafa t.d. gert tilraunir með nylon í sum ar og haust og eru mjög hrifnir af því. 2. Ameríkanar eru farnir að nota pumpur til að pumpa upp úr síldarnótum hjá sjer, sem reynast mjög vel. Segir í ný útkomnum fiskitímaritum frá Ameríku, að komið hafi fyrir í haust, að skip sem hafi haft pumpu, hafi getað bjargað stór- um köstum fyrir aðra, þegar næturnar voru að því komnar að springa af síldarþunga. — í því sambandi er athugandi, hvort við getum ekki losnað við nótabátana sem við notum í sambandi við snurpuveiðar. 3. Tilraunir hafa verið gerð ar með að deyfa fisk og fugla með stuttbylgjum með góðum árangri. 4. Hægt er að hæna að fisk með ultra fjólubláu Ijósi. Til- raunir sem gerðar voru í sum- ar af Metropolitan Vickers Electrical Co. Ltd. í Englandi, í vötnum þar, sýndu, að með því að sökkva þessu ljósi í vatn ið að næturlagi, safnaðist ótrú- leg mergð af fiski að því. 5. Hægt er að deyfa fisk með rafmagni og ef til vill er ekki langt undan að hægt sje að reka fisk iryi í firði og voga éins og fje í rjett og loka svo fyrir með rafmagni. Ýmislegt meira mætti nefna. Það er ótrúlegt hvað lítil framþróun hefir verið á síld- veiðunum, þó sjerstaklega með reknetaveiðarnar, vitað er áð síld var veidd í reknet við Norð ursjó á 12. öld, netin okkar eru ef tii vill betri og skipin betri, Framh. á bls. 12. 1 a f lyól? 339. dagur ársins. . Árdegisflæði kl. 5,35. Síðdegisflæði kl. 17.78. Nætnrlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki, sími 1760. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. □ Edda 59491267—1 Atg. Afmæli 75 ára verður í dag Karl Einars- soti, fyrrverandi útvegsbóndi, Túns- bergi, Húsavik. Hjónaefni Á sunnudaginn opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Hulda Egilsdóttir frá Sauðárkróki cg Sigurður Jóhannes- son frá Klöpp. Garði. Nýlega hafa opinberað trúlofun sina, ungfrú Svanfríður Stefánsdóttir frá Hjeðinsfirði og Vilhjálmur Jcns- son, vjelstjóri. Háaleitisveg 25. Nýlega opinberuðu trúlofun sina ungfrú Ásta Ottesen frá Akureyri og Benedikt Helgason, verslunar- maður, Húsavik. Brúðkaup S.l. laugardag voru gefin saman i hjónaband af próf. Ásmundi Guð- mundssyni, ungfrú Hanna Björg Felixdóttir, Baldursgötu 7 og Þárir Jónsson bifvjelavirki, Meðalholti 9. Heimili ungu hjónanna er á Baldurs götu 7. Nýlega voru gefin saman i hjóna- band í Kaupmannahöfn, ungfrú Ágústa Engiibertsdóttir og Ægir Kristjánsson rakari frá Siglufirði. -—- Ungu hjónin eru stödd á Vesturbraut 2, Hafnarfirði. Laugardaginn 3. þ.m. voru gefin saman í hjónaband á Mosfelli í Mos- fellssveit ungfrú Steingerður Þor- steinsdóttir frá Vatnsleysu í Biskups- tungum og Guðni Þórarinn Þorfins- son afgr.m. Blönduhlíð 28, Reykjavík Sjera Hálfdán Helgason prófastur gaf brúðhjónin saman. Laugardaginn 3. des. voru gefin saman i hjónaband á Mosfelli í Mos- fellssveit, ungfrú Steinunn Sveins- dóttir, Skeggjastöðum í Mosféllssveit og Sigurður Jónsson verka. frá Norð urhjáleigu i Álftaveri. Sjera Hálfdán Helgason gaf brúðhjónin saman. Nýlega voru gefin saman i hjóna- band ungfrú Sigurbjörg Sigurjóns- dóttir og Guðmundur- Finnbogason, sjómaður frá Patreksfirði. Flokkaglíma Rvíkur verður háð föstud. 9. des. n.k. í iþróttahúinu við Hálogaland. — Þar koma fram bestu glímumenn íþrótta- fjelaganna í Revkjavík. Þátttaka virð ist verða góð. Þetta er í fyrsta skipti sem opinber kappglíma er háð svona Heillaráð. JÓLAGJÖF, sem þjer getið saumað sjálfar. — Þetta er Plastik- dúkur á snyrtiborðið. Dúkurinn er sniðinn eftir borðinu og kantaður með 8 cm. breiðri pífu, sem þarf að vera hjer um bil helmingi lengri en ummál dúksins. Látið 1 cm. pífunnar í.tanda upp af borðröndinni, og saumið hana á um það bil 1 cm. frá' kantinum. — Rósótt efni, sem gott er að þvo, er einnig prýðilegt í svona dúk. franmii innlend og erlend blöð og bækur uin margvísleg efni, svo og öll þau þingskjöl, sem Iögð hafa verið frairt á Alþingi. Þjóðhátíðardagur Finna 1 er í dag. Finnar og Finnlandsvinir minnast dagsins með kvöldvöku í Tjamarcafé kl. 9 í kvöld. Má va-nta oð verði þar fjölmenni. Níu matadorar í L’Hombre Föstuddaginn 2. þ.m. fjekk Óli P. Kristjánsson, póstmeistari á Akureyri níu matadora í spaða í i'hombre. Aðrir spilamenn voru: Einar Kristj- ánsson <>g Albert Sölvason. Viðstaddir voru 20 menn. — H. Vald. Matsveina- og veitinga- þjónaf jelag íslands heidur fund í Sjálfstæðishúsinu í dag kl. 1,45 e.h. Breiðfirðingafjelagið hefir fjelagsfund i Breiðfirðmgabúð í kvöid, söngur og dans á eftir. Bólusetning gegn barnaveiki heidur áfram og er fólk áminnt um að iáta bólusetja börn sin. Pönt- unum veitt móttaka í síma 2781 kl. 10-—12 fyrsta þriðjudag hvers mán- aðar. Heimdellingar Les- og skrifslofa fjelagsins í V.R.-húsinu, Vonarstræti 4 (2. hæð er opin framvegis frá kl. 7,30 til kl. 11 á kvöldin. — i>ar liggja Samsæti fyrir ■ Steingrím Arason I Samband íslenskra barnakennara og Barnavinafjelagið Sumargjöf munu halda þeim hjónunum Stein- grími Arasyni og frú hans heiðurs- samsæti í Tjarnarcafé annað kvöld. Aðgöngumiðar að samsætinu fóst í barnaskólum bæjarins, Ritfangaversl- ! un Isafoldar, Bókaverslun Eymunds- scnar og skrifstofu Sumargjafar, Hverfisgötu 12. Þó að framanskráðir . aðiiar gangist fyrir samsætinu, er cllum vinum og velunnurum þeirra hjóna heimil þóttaka. Háskólafyrirlestur um Andrje Gide André Métay, nýr franskur sendi- kennari, flytur fyrsta fyrirlestur sinn í Háskólanum ó morgun (miðviku- dag) 7. desember kl. 6 sd. í 1. kennslustofu. Að þessu sinni raun hann tala um hinn víðfræga franska I rithöfund, André Gide, sem hlaut. svo sem kunnugt er, bókmennto- verðlaun Nobels fyrir nokkrum ar- um. ölluni er heimill aðgangur. ■ Heimdallur er fyrsta st jórnmólaf jeiag nngra manna lijer á landi. — Heiindall- ur hefir alla tíð verið forustufjelag' hinnar þjóðræknu, sjálfslæðu og ‘ framsækmi æsku. — Heinidallur hefir staðið vörð um frelsi og sjalf stæði þjóðarinnar. Og Heimdell- ingar bafa hindrað að fIuguni'llll erlendra öfgastefna gætu nið-í á þjóðinni. — Heimdallur er m ira en helniingi fjölmennari en öll önhur pólitísk æskulýðsl jelög í Reykjavík. Og daglega liætast marg ir nýir fjelagar í hópinn. Enginn æskumaður má standa utan við Heimdall. Gerist strax fjelagar í dag. Til bóndans í Goðdal J. E. 50, H. G. 50, R. E. 10. H. G. 100, A. 10, Svava 100. Til bágstöddu stúlkunnar G. J. 50. S. B. 50, Halldór Njáls- son 100, Hjörtur 20, S. G. B. 50. Skipafrjetti? Eimskip: Brúarfoss kom til Amsterdam S, des., fer þaðan til Rotterdam, Ant- i fcrpen, Hull og Reykjavikur. Fjall- foss kom til Kaupmannahafnar 5, des. frá Bergen. Dettifoss fór frái Reykjavik 3. des. vestur og norður, Goðafoss fór fré Reykjavík 29. nóv, til New York. Lagarfoss kom til Kaup New York. ■— Vatnajökuil kom tií Ileykjavikur 3. des. Tröllafoss er í New York. Vatnajökull kom tiJ! Reykjavíkur 4. des, frá Leith. Ríkisskip: | Hekla er ó Austfjörðum á norður- ; lfcið. Esja er á Akureyri. Herðubreið iór frá Reykjavík í gærkvöldi til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Skjald- l:reið kom til Reykjavíkur seint í gær I kvöld að vestan og norðan. Þyrill var | vaentanlegur til Reykjavikur í morg- | un frá F.nglandi. Helgi fer frá Reykja vík í kvöld til Vestmannaeyja. Reykvísk æska, f jelag þitt er Ðeimdallur. Erlendar útvarpsstöðvar Svíþjóð. Bylgjulengdir: 1588 og 28,5 m. Frjettir kl. 18 og 21,15 Auk þess m. a.: — Kl. 17,30 Gömul danslög. Kl. 18,15 Utvarpshljómsveit Geutaborgar leikur. Kl. 20,30 Ricordi Danmörk. Bylgjulengdir: 1250 og 31,51 m. — Frjettir kl. 17,45 og kl. 21,00. Auk þess m. a.: Ki. 17,20 Danskt Rauði Krossinn, KI. 17,35 Philharmon iska hljómsveit Árósa leikur. Kl, 18.25 11. júní, leikrit eftxr Ludvig Holberg. Kl. 20,15 Kammei-músik. (Jtvarpið: 8.30 Morgunútvarp. —- 9,10 Veður- fx-egnir. 12,10—13,15 Hádegisútvarp, 15.30—16,30 Miðdegisútvarp. —. (15.55 Veðurfregnir). 18.00 Fram- haldssaga barnnnna: „Fljóti hreinn- inn“ eftir Per Westerlund; II. lestur (Stefán Jónsson nómsstjóri). 18,25 Veðurfregnir. 18.30 Dönskukennsia; II. —- 19.00 Enskukennsla; I. 19.25 Þingfrjettir. —• Tónleikar. 19,45 Aug- lýsingar. 20,00 Frjettir. 20,20 Tón- leikar: „Saga hermannsins", tónvex-k eftir Strawinsky (plötur). 20,45 Er- indi: Vísindalegt þjóðfjelag; síðari hluti (Gylfi Þ. Gíslason prófessor), 21,15 Tónleikar, divertimento nr. 17 i d-dúr, eftir Mozart (plötur). 21,40 Upplestur: Úr endurminningum E ufemiu Waage (Hersteinn Pálsson) 22.00 Frjettir og veðurfregnir. 22.10 Vinsæl lög (plötur). 22,30 D.agskrár- lok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.