Morgunblaðið - 28.01.1950, Page 9
Laugardagur 28. janúar 1950
MORCUNBLAÐIÐ
9
Ðr. Oddur Guðjónsson
Syggmgormálin í Fjárhagsráði
Hallveigsrstaðsr fð tjarnar-
r
lóðina, þar sem 'lsbjörninn' er
Tillögur Framsóknar
þær einar að draga
úr framkvæmdum eða
stöðva þær
Álþýðuflokkurinn bar aldrei fram
lillögu um veilingu bæjaríbúðanna.
í TÍMANUM s.l. miðvik«dag
og í útvarpsumræðunum, sem
fram fóru í fyrrakveld
reyndu Framsóknarmenn að
sýna fram á, að við Magnús
Jónsson, form. Fjárhagsráðs,
hefðum sýnt lítinn skilning á
að leysa húsnæðisvandræði
þeirra, sem við verstar aðstæð-
ur eiga að búa hjer í Rvík.
Tilefni þessara aðdróttana
er afstaða okkar Magnúsar til
tillögu, sem Baldvin Jónsson
bar fram í Fjárhagsráðí, í sam-
bandi við afgreiðslu ráðsins á
fjárfestingarleyfi fyrir 100 í-
búðum til bæjarstjórnar Reykja
víkurbæjar, sem veitt var í
nóvember s.l.
Till. Baldvins var á þessa
leið:
,,íbúðirnar verði fyrst og
fremst notaðar til að útrýma
heilsuspillandi íbúðum, svo
sem bragga-, kjallara- og þak-
herbergisíbúðum eftir mati
borgarlæknis og heilbrigðis-
nefndar Reykjavíkurbæjar“.
Tillaga þessi er helber flátt-
skapur og borin fram í þeim
tilgangi einum að sýnast. Kem-
ur þetta best í ljós, þegar þess
er gætt, að umsókn bæjarstjórn
ar Reykjavíkurbæjar um 100
íbúðir er einmitt rökstudd með
því, að þær eigi fyrst og fremst
að bæta úr húsnæðisþörf þéirra
sem verst eru settir. Þessu
sama var einnig lýst yfir af full
trúum allra flokka bæjarstjórn
arinnar á fundi í Fjárhagsráði
12. nóv. s.l.
Það kom því ekki til mála, að
við Magnús Jónsson tækjum
þátt í leikaraskap Baldvins Jóns
sonar og greiddum við því at-
kvæði gegn tillögunni, en ljet-
um jafnframt bóka: „að þeir
(M. J. og O. G.), greiddu atkv.
gegn tillögunni af því að þeir
teldu hana óþarfa, enda sjálf-
sagt, að bærinn notaði þessar
íbúðir í þeim tilgangi, sem ræð-
ír í till. B.J., enda hafi því ver-
ið lýst yfir af hálfu bæjaryfir-
valdanna, að það myndi verða
gert“.
Það er svo annað mál, að það
virðist henta vel málflutningi
þeirra Framsóknarmanna, að
þegja um þessa bókun okkar
Magnúsar.
En m. a. orða, komu ekki
fram fleiri tillögur í sambandi
við afgreiðslu Fjárhagsráðs á
leyfinu fyrir þessar 100 íbúðir.
Jú, Jón Ivarsson átti þar m.a.
eina tillögu. Tillaga Jóns er að
ýmsu leyti athyglisverð. Hún
beindist að því að fella niður
það ákvæði leyfisins fyrir hin-
ar 100 íbúðir, að bæjarstjórn-
inni „sje heimilt að byrja nú
þegar á framkvæmdum, eftir
því sem byggingarefni verður
fyrir hendi“.
Sem betur fer var till. Jóns
felld, en gegn atkvæðum beggja
Framsóknarmannanna í ráðinu.
En leyfist að spyrja:
Var það af áhuga fyrir mál-
efnum þeirra, sem verst eru
settir með húsnæði, að Jón ívar
son vildi ekki heimila bæjar-
stjórn Reykjavíkurbæjar, að
láta byrja strax á byggingu í-
búðanna? Skifti það alt í einu
engu máli, þótt eigi yrði hafist
handa um byggingu íbúðanna
fyr en einhverntímann á árinu
1950 — eða hver veit hvenær?
Menn draga af þessu þær
ályktanir sem líklegastar
þykja!
Jeg hafði ekki ætlað mjer að|
ræða þetta mál utan Fjárhags
ráðs, en úr því að Farmsóknar-
menn hafa gefið tilefnið. er ekki
úr vegi, að jeg drepi á tvö at-
riði, í viðbót. Slíkt getur orðið
til þess að sýna, hvaða aðilar
það eru í Fjárhagsráði, sem af
l einlægni hafa beitt sjer fyrir
fyrir lausn húsnæðisvandamál-
ins. —
Um það leyti, sem harðast
var gengið eftir, að Fjárhags-
ráð veitti áður umrætt leyfi, var
hjer mikill skortur á byggingar
efní, sjerstaklega sementi og
timbri. Lá við borð, að öll
steypuvinna myndi stöðvast í
Reykjavík í desembermánuð,
sökum skorts á þessum þýðing-
armiklu vörum. Jeg bar því í
nóvember fram tillögu í Fjár-
hagsráði um að leyft yrði að
flytja hingað til Reykjavíkur
2000 tonn af sementi. Þetta
mætti hinni mestu mótspyrnu
hjá Framsóknarmönnum í ráð-
inu. —
Till. mín var þó samþykkt,
en gegn atkv. Jóns lvarssonar
og Sigtr. Klemenssonar. En
hvað skeður? Framsóknarmenn
sættu sig ekki við þessa af-
greiðslu, en áfrýja málinu til
ríkisstjórnarinnar. — Langri
greinargerð, er fylgdi málskoti
þessa lýkur með þessum orð-
um:
„Við teljum, að leyfi fyrir
hvorttveggja, sementinu og
timbrinu, eigi að bíða næsta
árs“.
Af hverju segi jeg frá þessu
hjer? Jú, það er til að vekja
athygli á því, að ef ríkisstjórnin
hefði fallist á afstöðu Fram-
sóknarmanna í Fjárhagsráði,
hefði öll steypuvinna stöðvast
hjer um óákveðin tíma.
Sýnir þetta ekki dásamlegan
áhuga Framsóknarmanna að
leysa úr húsnæðismálunum hjer
í Reykjavík? — og þá sjerstak-
lega þeirra sem verst eru sett-
ir? — * “ '
En mf. á. orða. Hvaða gagn
hafði Reykjavíkurbær af því
að fá leyfi til að byggja 100 í-
búðir, ef samtímis væru gerðar
ráðstafanir til að stöðva inn-
flutning á sementi og timbri til
Reykjavíkur? Svari Framsókn-
armenn.
Byggingar bæjarstjórnar
Reykjavíkur hafa komið mjög
við sögu í kosningabaráttu
þeirri, sem nú er að ljúka. •—
Virðist svo sem allir flokkar
vilji eigna sjer heiðurinn af
þeim 200 íbúðum, sem nú eru
í smíðum.
Jeg skal greina hjer frá
hvemig mál þetta hefir borið
að í Fjárhagsráði. Hverjir hafa
fyrst og fremst beitt sjer fyrir
málinu þar? Hafa Alþýðuflokks
menn (Oskar Jónsson og síðar
Baldvin Jónsson), borið þar
fram tillögur um, að þessar í-
búðir yrðu byggðar? Nei. Hafa
Framsóknarmenn borið fram
slíkar tillögur? Nei, því síður
Hverjir eru það þá? Það eru
Sjálfstæðismenn, sem þar hafa
átt sæti.
Fyrsta tillagan, sem fram
kemur um þetta, er frá Magnúsi
Jónssyni, og gerir hún ráð fyr-
ir 100 íbúðum til handa Reykja
víkurbæ.
Tillaga þessi var síðan tekin
upp af Birgi Kjaran, sem þá
starfaði í Fjárhagsráði í for-
’föllum mínum. Þessi tillaga var
samþykkt í maí s.l.
Við afgreiðslu hennar kom
það helst fram að Framsóknar-
menn beittu sjer fyrir því, að
tala íbúðanna yrði lækkuð í 40.
Þáttur Oskars Jónssonar í
þessu máli er þegar frægar af
endemum. Hann lýsti því sem
sje yfir, eftir að málið var af-
greitt, að hann hefði vel getað
hugsað sjer að hafa íbúðirnar
fleiri. Ekki bar hann þó fram
neina tillögu um slíkt, kempan
sú. Mætti hann þó að staðaldri
í ráðinu í marga mánuði eftir
að þetta skeði.
Tillagan um síðari 100 íbúð-
irnar var borin fram af Magn-
úsi Jónssyni, og var hún sam-
þykkt. Þetta er gangur máls-
ins í Fjárhagsráði.
Jeg skal svo ekki hafa þess-
ar línur fleiri. En m.a. orða.
Sýnir það ekki ákaflega mikinn
áhuga hjá þeim Alþýðuflokks-
mönnum og Framsóknarflokks-
mönnum í Fjárhagsráði, að þeir
skyldu aldrei á öllu árinu 1949
hafa dug í sjer til að bera fram
tillögur um að hrinda þessum
.,áhugamálum“ sínum í fram-
kvæmd?
Oddur Guðjónsson.
Á FUNDI bæjarráðs í fyrradag flutti borgarstjóri tillögu urn
að ætla kvennaheimilinu Hallveigarstöðum byggingarlóð viö
Tjörnina, þar sem nú er ísbjörninn. Var tillagan samþykkt með
samhljóða atkvæðum. Mun það vekja mikla ánægju allra ís-
lenskra kvenna, að Hallveigarstaðir fá þessa glæsilegu lóð.
EN framkoma Alþýðublaðs-*
ins og Sigfúsar Sigurhjartar-
sonar í þessu máli. er þess verð
að hennar sje minnst. — Alla
tíð hefur verið revnt að halda
Hallgeigarstaðamálinu utan við
flokkadeilur. Borgarstjóri lagði
i það mikla viunu í fyrra og
hitteðfyrra að ná samkomulagi
milli Hallveigarstaðakvenna og
skipulagsyfirvalda um að reisa
húsið við Garðastræti, eins og
lengi hafði staðið til. Þegar
rað tókst ekki, vegna þess, að
skipulagsnefndin taldi bygging
una ofviða lóðinni, var kon-
unum boðin glæsileg lóð á Mel-
unum, en þær höfnuðu. Þegar
tií orða kom, að gefa þeim kost
á tjarnailóðinni var meðal
annars ágreiningur í bæjarráði
um gatnaskipulag á þessu
svæði, þ. e. hvort Bjarkargata
skyldi framlengd niður að Tjörn
eða ekki. Það tafði afgreiðslu
málsins, því að um skipulags-
mál er jaínan fyrst reynt tíl
þrautar að ná tamkomulagi «i
bæjarráði
Þá gerist það, að Sigfús
reynir að slá sjer upp á bæj-
arstjórnarfundi með tillögu um
að láta konurnar fá þessa lóð,
— áður en gatnaskipulag var
ákveðið af bæjarráði! Og A1-
þýðublaðið, blað þess bæjar-
ráðsmanns, sem hafði tafið
málið með ágreiningi sínum,
spinnur upp langa lygahistoríu
um það, sem borgarstjóri á að
hafa sagt um málið og leggur
honum í munn orð og setningar,
sem voru uppdiktarar af „skáltl
inu“ Ingólfi Kristjánssyni.
Strax þegar bæjarráð hafði
svo gengið endanlega frá gatna
skipulagi á þessum stað, flutti
borgarstjóri tillögu sína, sem
fyrr er getið.
Baráflan er milli Sjálfsfæðis-
manna og kcmmúnisla
Alþýðufl. og Framsókn vonlausir um aukningu.
ALDREI þessu vant varð komm
únistum á að mæla satt um eitt
atriði í útvarpsumræðunum á
dögunum.
Það er örugglega víst, að sá
eini af andstöðuflokkum Sjálf-
stæðismanna, sem nokkurn
möguleika hefur til að vinna
af þeim sæti, er kommúnista-
flokkurinn. Hvorki Framsókn-
arflokkur nje Alþýðuflokkur
koma þar til greina. Hitt er
hugsanlegt, ef Reykvíkingar
fjölmenna ekki á kjörstað, að
kommúnistar eigi sigri að fagna
og fái 5 menn kjörna.
Kommúnistar hafa þó áreið-
anlega ekki fylgi til þessa i
bænum. Yfirgnæfandi meiri-
hluti bæjarbúa vill ekkert síð-
ur en efling áhrifa kommún-
ista í bæjarmálum Reykjavík-
ur. Enda hefur Sigfús Sigur-
hjartarson játað, að engin von
sje til að kommúnistar geti átt
samvinnu við hina glundroða-
flokkana.
Ef kommúnistar fengju 5
menn kjörna, myndu áhrifin
verða þau ein, að bæjarstjórnin
yrði óstarfhæf.
Það eru ekki margir af ó-
ílokksbundnum borgurum
Reykjavíkur, sem óska eftir
slíkri ógæfu fyrir bæjarfjelag
sitt. Auðvitacf kemur ekki til
þess, að þetta verði. En enginn
getur tryggt borgarbúa f.yrir
þessari ógæfu nema þeir sjálf-
ir. í því efni tjánir engum að
treysta á annan.
Þessvegna verða allir and-
stöðumenn kommúnista að taka
saman höndum og tryggja sig-
‘ ur Sjálfstæðismanna. Með þ\
iryggja þeir hag, velferð og
hagsæld sjálfra sín nú og um
ókomin ár.
Kommúnislar einir
andvígir skoðana-
frelsi
Einkaskeyti til Mbl.
K.HÖFN, 27. jan. — Danskir
prentarar eiga nú í samninga-
viðræðum um launakjör sín, og
svo kann að fara, að til vinnu-
stöðvunar komi.
Þingið ræddi í gær tillögu frá
radikölum um að rannsaka
möguleika á því, að komið verði
í veg fyrir, að vinnudeilur
hindri útkomu blaða og leggi
þar með hömlur á rit- og skoð-
anafrelsi. Sagði talsmaður radi-
kala, að prentaraverkfallið 1947
hefði stöðvað útkomu borgara-
blaðanna í Kaupmannahöfn, en
slíkt væri í ósamræmi við lýð-
ræðisskipulagið.
Samþykkt var ályktun um að
skora á verkalýðsfjelög,
sem hlut eiga að máli, að þau
gangi svo frá hnútunum, að
kjaradeilur þeirra þurfi ekki að
stöðva útkomu blaðanna.
Lýðræðisflokkarnir allir
greiddu atkvæði með ályktun-
inni, en kommúmStar einir á
móti.
Politiken segir í dág, að
kommúnistar sjeu andvígir skoð
anafrelsinu, en fylgjandi ein-
íræðinu. — Páll.