Morgunblaðið - 22.02.1950, Blaðsíða 12
TEaURÚTLITro. FAXAFLÓI;
MINNKANDI vestan og NV-
átt Jeljaveður.
t
BARNARÁN kommúnista_________á
Grikklandi. Sjá grein á bls. 7.
%
Glíuskipið Clam rekur á
land við Köllunarklett
Reynt mun sð ná skipinu út á föstudag.
Enginn sjór var kominn í það í gær.
BRESKA OLÍUSKIPIÐ Clam, sem kom hingað til lands frá
Suður-Ameríku í fyrradag, rak á land í ofsa norðvestan
veðri í fjöruna fyrir neðan hina nýju olíustöð Olíuverslunar
Isiands við Köllunarklett, skömmu'f.yrir birtingu í gærmorg-
un. Er þetta stærsta skip sem strandað hefur við Faxaflóa,
ura 10.000 rúmlestir. Það hefur í lestum um 8.200 smálestir
af brennsluolíu og var það fyrsti olíufarmurinn í þessa nýju
clíustöð. Veðurstofan spáði í gærkvöldi batnandi veðri í
<íag og standa vonir tii að takast megi að bjarga skip-
inu út aftur lítt skemmdu.
Nokkru eftir hádegi á mánu
dag var olíuskipinu siglt inn að
olíustöðinni við Köllunarklett,
til affermingar. Bryggja er
engin þarna innfrá og var skip
inu lagt skammt frá landi og
flotleiðsla lögð út að því frá
olíustöðinni.
Skipinu var þannig lagt, að
skutur þess snjeri að landi, en
stefni beint út. Að framan var
þ-ví lagt með hinum venjulegu
legufærum, akkerunum tveim,
er. að aftan voru fimm sverir
stálvírar festir í landi. —
Var skipið því eiginlega
þ:ð serh kalla mætti „svín-
bundið“.
Veðurspáin fyrir aðfaranótt
þriðjudags var talin hagstæð
eins og skipið lá. Búist var við
éunnan eða suðvestan átt eða
með öðrum orðum aflandsvindi.
Rej'ndar var búist við strekk-
ingi, en ekki svo að ástæða
væri t-il að óttast um öryggi
íkipsins.
Mjög óvænt gekk vindur til
vestan áttar og síðan norðvest-
an sejnt um nóttina, og fór veð
vr versnandi eftir sem nær dró
•dagrenning. Um klukkan sex
var komið ofsaveður. Sendir
ekipstjóri þá út neyðarskeyti
til hafnsögumanna og starfs-
rnennirnir í olíustöðinni sjá um
líkt leyti, að þetta feiknstóra
skip, sem lá flatt fyrir vindi og
£jó, rekur undan, inn með Köll-
unarkletti, en skömmu síðar
tiurfu Ijósin í skipinu vegna
i aíðabyls er gekk yfir.
Kak um 200 metra.
Um aðstoð við skipið, eftir
að það var tekið að reka, var
ekki að ræða. Það rak
aðeins um 200 metra leið, og
tók þá niðri að aftan í fjör-
unni, og sat þar fast. Flóð var
er þetta gerðist.
Ástæðan til þess, að svo slysa
léga tókst, er augljós. Legu-
f ærin, akkerin, gátu ekki hald
ið-skípihu í því ofsaveðri, sem
fcomið var og vír, sem var í
fcauju við bakborðssíðu skips-
«ns,. hafði slitnað, enda allt að
10—11 vindstig í snörpustu
iiryðjunum. Vírarnir, sem fest-
* voru í land, hjeldu, þó þeir
væru strekktir sem fiðlu-
fitrengir.
Alllöngu áður en olíuskipið
c'íu úr því I land. Var búið að
Btrandaði, var hætt að dæla
dæla úr lest þess 1,300 tonnum
af 9,500 tonna olíufarmi.
Þar, sem skipið strandaði, er
botninn allstórgrýttur næst
landi, en all-sljettur eftir
j því sem fjær dregur. — Rjett
framan við stefni skipsins, lík-
lega um 100 m., er Skarfaklett
ur, og má það teljast lán í óláni,
að skipið skyldi fara upp í
fjöruna, en ekki á klettinn.
Skemdirnar á skipinu.
Um skemmdir á olíuskipinu
var í gærkvöldi vitað með
vissu, að stýri þess hefur lask-
ast nokkuð og stéfnishæll mun.
vera brotinn. Eftir því sem yf-
irmenn skipsins sögðu, síðari
hluta dags í gær, var enginn
sjór kominn í það.
Björgun skipsins
í gær voru engar tilraunir
gerðar til þess að ná Clam út
af strandinu, enda ekki veður
til slíkra hluta. Eigi að Síður
var björgunarstarfið rækilega
undirbúið. Mun aðallega hafa
verið rætt um þá leið til að
bjarga því, að jafnóðum og
hvert hólf í lest þess er
tæmt, skuli fylla það af sjó.
Síðan koll af kolli uns búið er
að dæla allri olíu úr því, sem
mun taka um 2 daga. Er þetta
gert til þess að skipið megi hald
ast sem stöðugast á strandinu.
Síðan verður sjónum dælt úr
því og sætt lægi við að ljetta
skipið þannig að vel standi á
um flóð, og ná því þá út með
aðstoð dráttarbátsins Magna og
fleiri skipa.
í ráði var að byrja á ný að
dæla olíu úr skipinu árdegis í
dag og standa vonir til að búið
verði að tæma skipið á föstu-
daginn kemur og ættu því
björgunartilraunir að geta haf
ist úr því, ef ekkert óvænt kem
ur fyrir.
Clam ristir 27 fet hlaðið, en
18 fet tómt. Skipverjar eru all
ir um borð í skipinu.
Herlög mimin úr gildi
KAIRO, 21. febr. — Fulltrúa-
deild egyptska þingsins sám-
þykti í dag með yfirgnæfahdi
meiri hluta atkvæða, að fella
úr gildi herlög í mest öllu Eg-
yptalandi Herlög voru sett á í
landinu í sambandi við Pale-
stínudeiluna.
Olíuskipið „CIam“, þar sem það rak upp í fjöru. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.).
Þar sem oiíuskipið
Fáfræði kommúRista um viðskifti
íslendinga og Rússa.
FYRIR bæjarstjórnarkosningarnar römmuðu kommún-
istar fáfræði sína daglega inn í Þjóðviljanum í gerfi
margskonar heimskulegra fyrirspurna og urðu almennt
að athlægi fyrir. Uppskera þeirra varð stórfellt tap í kosn
ingunum. En þrátt fyrir bitra reynslu af fáfræðispurn-
ingum sínum hafa Þjóðviljamen'n undanfarna daga tek-
ið þær upp að nýju. Spyrja þeir Morgunblaðið nú spjör-
unum úr um viðskipti Islendinga og Rússa.
Ekkert er sjálfsagðara en að fræða kommaskinnin
nokkuð um þessi mál.
Árin 1946 og 1947 tókust viðskiptasamningar milli
íslendinga og Rússa undir forystu Ólafs Thórs og Bjarna
Benediktssonar, scm stjórnuðu utanríkismálum íslend-
inga þessi ár.
í ársbyrjun 1948 freistaði Bjarni Benediktsson þess að
halda þessum viðskiptum áfram og var Rússum boðið
að kaupa helminginn af aðal framleiðsluvörum okkar
þetta ár. Jafnframt var því lýst yfir að íslendingar
væru reiðubúnir til þess að kaupa mikið af rússneskum
vörum. Ekki varð þó úr þessum viðskiptum, þó íslend-
ingar sæktu mjög á um að viðskiptasamningar tækj-
ust. Rússar sýndu cngan áhuga fyrir þeim og keyptu
að lokum ekkert.
Árið 1949 reyndu íslensk stjórnarvöld enn að ná við-
skiptasamningum við Rússa en árangurslaust. Rússar
kváðu afurðir okkar alltof dýrar fyrir sig og vildu ekki
einu sinni skipta við okkur á grundvclli jafnvirðiskaupa.
I nóvember s. I. óskaði utanríkisráðuneytið íslensl a
cnn eftir samningaviðræðum við Rússa á árinu 1959.
Svar við þeirri málalcitan hefur ekki enn borist.
FuIInægja þessar upplýsingar ekki fáfræði kommún-
ista um viðskiptin við Rússa? Ætla þeir jið halda því
fram á morgun að íslensk stjórnarvöld hafi ekki viljað
viðskipti við Rússa? 1
Varðandi dvöl sendiherra íslands í Moskva, má minna
kommúnista á það, að haustið 1945 gekk Einar Ol-
geirsson á fund Vishinsky ásamt Pjetri Bencdiktssyni.
Á þeim fundi fjekkst samþykki fyrir því að Rússar
hefðu ekkert út á það að sctja, þótt sendiherra íslands í
Moskvu sæti jafnframt í París en hefði opna sendiráðs-
skrifstofu í Moskvu. Ekki varð þetta heldur til þess
að hindra viðskipti íslendinga og Rússa árin 1946 og
1947 ,þótt Þjóðviljinn telji það nú hafa valdið samn-
ingstregðu Rússa síðan.
Þannig rekur eitt sig á annars horn í blekkinga- og
fáfræðivaðli komniúnista um viðskiptamál okkar. Þá
varðar ekkert um staðreyndirnar. Þessvegna er alveg
sama, hversu oft þeir eru fræddir um þær. Fáfræði
þeirra verður alltaf söm við sig. Það er hið ömurlega
hlutskipti hins andlega blindingja.
Önnw Kvöldvaka
Stúdenlafjeiagslns
Önnur kvöldvaka StúdentafjeL
á þessu ári, verður haldin að
Hótel Borg, annað kvöld og
hefst kl 8.30
Dagskráin er á þá ieið, að
fyrst flytur Guðni Jónsson,
skólastjóri, frásöguþátt, næst,
les Sigurður Friðþjófsson, stud.
occon., upp frumsamda smá-
sögu, þá leikur Guðmundur
Jónsson stud. med. á píanó, og
því næst verður spurningaþátt-
ur, sem Einar Magnússon,
Mentaskólakennari. stjórnar. —
Þessu sinni svara spurningum
eftirtaldir menn: Baldur Bjarna
son, sagnfræðingur, sr. Jakob
Jónsson, Sigurður Grímsson,
lögfr., og dr. Sigurður Þórar-
insson. — Að lokum verður
dansað.
Síðasta kvöldvaka fjelagsins
var haldin fyrir rúmum mán-
uði og var aðsókn þá svo mikil,
að færri komust að en vildu.
Má vænta þess, að aðsókn verði
síst minni nú, enda jafnan glatt
á hjalla, þar sem gamlir og ung-
ir stúdentar hittast.