Morgunblaðið - 12.03.1950, Page 6

Morgunblaðið - 12.03.1950, Page 6
6 M ORGUN BLAÐIÐ Sunnudagur 12. mars 1950. Miklar þrengingar þjóðarinnar ef viðreisnar tillögurnar verða ekki samþykktar Álsyrgðina bera þeir, sem hindra framgong þeirra Gengislækkunarleiðin valin fÞá ætla jeg að víkja í fáum orðum að tillögum þeim, sem fjjrir liggja. Aðalatriðið er það, að geng- isíækkunarleiðin er valin, en ekki aðrar leiðir,' sem þarna kæmi til greina. Það er um all- verulega gengislækkun að ræða, rúm 42%, sem þýðir 74% hækkun á verði erlends gjald- eyris. Jeg mun sjerstaklega ræða þetta frá hagsmunasjón- armiði launafólks hjer og skal þá geta þess, sem ýmsum mun kúnnugt, að gert er ráð fyrir því, að sú verðhækkun, sem verður vegna gengislækkunar- innar, verði bætt launþegunum upp að fullu, þegar frá líður, í því formi, að þeir fá hækkuð laun, sem því svarar. Um leið er gerð sú breyting á vísitölu- Útreikningnum, að í stað þess að miða vísitölugrundvöllinn vrð 1939 þá er hann miðaður við daginn í dag. Þetta er að- eihs formsatriði, hvað snertir vísitöluútrerkninginn, en breyt- ir engu í sjálfu sjer um verð- lag, kaupgjald eða annað slíkt. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að reiknað verði með nýju húsaleigunni í stað gömlu húsa- leigunnar, og reiknað yrði með kjötinu óniðurgreiddu eða kjöt- styrkurinn ekki dreginn frá. Þetta er aðeins gert til þess að sníða af vísitölunni verstu van- kantana, sem nú eru á henni, og er það gert með tilliti til þess að ef fara á að nota vísi- töluna til þess að greiða laun eftir því, þ áer auðvitað nauðsynlegt að hún sje rjett. — Að sjálfsögðu gæti sje rjett. Að sjálfsögðu gæti verið æskilegt að gera á henni einhverjar fleiri leiðrjettingar. Hjer er aðeins um aukaatriði að ræða, sem breytingatillögur kunna að koma fram um, og jeg álít að það mundi ekki spilla frumvarpinu neitt, þó þær yrðu að einhverju leyti teknar til greina. Launabreytingar Annars er gert ráð fyrir því, að vísitöluhækkunin verði þann -ig, að þrjá fyrstu mánuðina verði greidd uppbót, ef verð- hækkunin r.emur minnst 5%, en þá verður sú verðhækkun bætt upp að fullu. Það er gert ráð fyrir því, að eftir þrjá mánuði vf ’-ði hækkun vegna gengislækkunarinnar komin nokkurn veginn að fullu fram. Skyldu þó verða frekari verð- hækkanir bá er það bætt upp eftir sex mánuði og síðan á uppbótin að standa óbreytt í sex mánuði, en hækka svo aftur til samræmis við vísitölu. Að því búnu er gert ráð fyrir, að þetta fyrirkomulag falli niður, enda er gert ráð fyrir því að þá verði komið á nokkurn veginn endanlegU jafnvægi. Er þannig gert ráð fyrir því að verðhækk- anir vegna gengislækkunarinn- íslendingar verða að velja skynsamlegustu úrræðin Ræða Ólafs BJörnssonar prófessors á sfúd- enfafundinum í Lisfamannaskálanum — Síðari hluti ar verði bættar upp að fullu. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir því, að verðhækkanir, sem aðeins verða vegna þess, að kaupgjald launþeganna hefur hækkað, verði bættar. Þannig að verði t. d. í haust verð- hækkun á landbúnaðarvörum, vegna þess að kaup bóndans hefur verið hækkað til sam- ræmis við kaup verkamanns- ins, þá er ekki gert ráð fyrir uppbótum á því, og þetta er aðeins gert til þess að forðast áframhaldandi skrúfugang, því að ef það væri þannig, að menn ættu í rauninni að fá uppbætur til samræmis við sjálfa sig, þá mundi það auðvitað halda á- fram í það endalausa. Samningarjettur fagfjelag- anna er ekki skertur, hins veg- ar er gert ráð fyrir því, að ef um grunnkaupshækkanir verði að ræða eða kauphækkanir aðr- ar en þær, sem þessi lög gera ráð fyrir á tímabilinu, þá fá fagfjelögin auðvitað þær kaup -hækkanir, sem þau þannig hafa samið um, en þá fá þau ekki hækkun samkvæmt þess- um lögum. Gengisskráning framvegis Ennfremur er gert ráð fyrir því, að gengisskráning verði framvegis í höndum ríkisstjórn -arinnar og Landsbankans, þannig að það þurfi ekki sam- þykki Alþingis til gengislækk- unar. Slíkt fyrirkomulag er efalaust hagkvæmara heldur en það sem nú er, og jeg tel að það sje ekki ólýðræðislegt með tilliti til þess, að sú ríkisstjórní sem með völd fer, hver sem hún er mundi varla taka slíkt skref án þess að hafa samþykki þing- meirihluta fyrir því. Þá ætla jeg stuttlega að minn -ast á gagnrýni, sem fram hefur komið og líklegt er að fram muni koma á þessu frumvarpi. Verslunarmálin Sumir kunna nú að benda á það, sem jeg álít vera algerlega rangt, að með þessu væri ekki ráðin bót á verslunarmálunum, því að undirstaðan að þessum ráðstöfunum og það höfuðsjón- armið, sem einmitt liggur þeim að baki, er þetta, að með þessu eru skapaðir möguleikar fyrir frjálsri verslun. Frá sjónarmiði þjóðarbúsins er það kannske eitthvað þýð- ingarmesta atriðið, að gera naegi sem hagkvæmust innkaup á út- lendum vörum. Að útlendar vörur eru keyptar inn með t. d. 5% lægra verði heldur en áður var, mundi skapa þjöðarbúinu sama hagnað eins og t. d. ef út- flutningurinn mundi aukast um 5%. Það er því mjög þýðing- armikið atriði, að þessi inn- kaup verði sem hagkvæmast gerð. Ef um höft er að ræða, þá er auðvitað engin sjerstök hvöt hjá þeim, sem innkaupin annast, að gera hagkvæm inn- kaup. Aðalhagsmunamál þeirra verður að fá sem stærstan kvóta hjá innflutningsyfirvöldunum, og getur þetta meira að segja verið þannig, að það sje „þeim beinlínis í hag að gera þessi inn- kaup sem óhagkvæmust. Sje verslunin aftur frjáls, hljóta það að verða þeir, sem hagkvæmustu innkaupin gera, sem að innkaupunum sitja. Ef við tökum t. d. ástand eins og var fyrir 1930, en það er svo langt aftur í títnann, að megin- hluti þess fólks, sem hjer er inni, man sennilega ekki þá gömlu góðu daga. Þá var það þannig, að það var hægt að fara beint í Landsbankann og fylla þar út eyðublað og eftir 10 mín- útur fjekk maður afgreiddan tjekk á útlendan banka. Ef mönnum fannst heildsalarnir og aðrir þeir, sem versluðu með útlenda vöru, selja hana of háu verði, þá gátu menn bara keypt það inn"sjálfir. Ef fyrirkomu- lagið er þannig, þá hlýtur það alltaf að halda álagningarmögu- leikanum innan þröngra tak- marka, og jeg er sannfærður um, að þetta er bókstaflega eina leiðin, sem kemur að gagni til þess að tryggja hóflega álagn- ingu. Húsnæðismálin Önnur gagnrýni, sem fram kann að koma á þessu frum- varpi og þeim tillögum, sem hjer liggja fyrir, er sú, að hús- næðismálin sjeu ekki tekin þarna til meðferðar, svo sem æskilegt væri. Við dr. Benja- mín höfðum í huga að skrifa um þessi mál, en af því varð nú ekki, af því að við álitum, að þetta snerti ekki þau þýðing- armestu vandamál sem um væri að ræða, en þó tel jeg, að fram- kvæmd á þessum tillögum mundi vera nokkurt spor í þá átt að ráða bót á húsnæðis- vandræðunum. Aðalástæðan til húsnæðisvandræðanna hjer í Reykjavík er auðvitað að- streymi fólks annars staðar frá. Sjeu sköpuð betri lífskjör úti á landinu, í sjávarþorpunum og fram eftir þeim götunum, þá mætti nokkuð draga úr þeim fólksflutningum. í öðru lagi má benda á það, að bankarnir mundu með þessu losna við þann bagga, sem þeir hafa, af því að standa undir halla- rekstri sjávarútvegsins, hallan- um hjá ríkinu og fram eftir þeim götunum, þannig að það ætti eitthvað að geta rýmkað um þau lán, sem veitt éru til húsabygginga. Sumir telja, að einfaldasta lausnin á þessu sje sú, að lög- bjóða svo og svo mikla lækkun á húsaleigunni. Gallinn er bara sá, að málið er ekki svo ein- falt, að það sje hægt að fara þessa leið. Jeg man eftir því, að jeg hlustaði á útvarpsumræður um dýrtíðarlögin frá 1947—48. Þar var eitt ákvæðið það, að húsaleigan ætti að lækka um 10%. Jeg man, að einn þeirra stjórnmálamanna, sem þátt tók í þessum umræðum, Brynjólfur Bjarnason, sagði um þetta at- riði, sem er í rauninni alveg laukrjett, að það mætti að vísu setja lög um það, að húsaleigan eigi að lækka um 10%. En fólk væri bara ekkert bættara með því, þar sem engin tök væru á að framfylgja þessu. Það sama gildir enn þann dag í dag, það er hægt að lækka húsaleiguna svo og svo mikið á pappírnum, en því verður ekki framfylgt. Húseigendur hafa alla mögu- leika á að koma sjer undan þessu, og þá komum við aftur að því sama, sem jeg sagði áð an, um verðlagseftirlitið, að það er ekki hægt að halda verðlagi, hvorki á húsaleigu eða öðru, sem er í algeru misræmi við þau markaðsskilyrði, sem fyrir hendi eru. Reynslan verður svo að leiða í ljós, hver afdrif þetta frum- varp fær. Jeg er sannfærður um það og jeg mundi ekki hafa staðið að þessum tillögum, ef svo væri ekki, að þessar leiðir, sem hjer er um að ræða, eru án efa þær, sem hagkvæmastar eru frá hagsmunasjónarmiði launa fólks, þ. e. a. s. í aðalatriðum. Með þessu er ekki sagt, að á þeim megi ekki gera eina eða aðra lagfæringu, og launafólk ætti að gera sjer það ljóst, að það hefur þann pólitíska styrk, að það ætti að vera vandalaust fyrir launþegasamtökin að knýja fram eina eða aðra breyt- ingu á þessum lögúm. sðeins ef þau gera sjer sjálf ljóst, hvað það er, sem þau vilja. Nefnd skipuð af Iaunþegasamtökunum í samræmi við þetta, þá hef jeg sem formaður B.S.R.B. snú- ið mjer til forseta Alþýðusam- bandsins í því skyni og því er- indi verið tekið vel, að þessi launþegasamtök skipuðu nefnd fjögurra manna, tvo af hvorum, sem ræddu sjerstaklega þær til- lögur, sem fram koma í dýr- tíðarmálunum á Alþingi og skiluðu um það áliti frá hags- munasjónarmiði launþega og gerðu einhverjar þær tillögur, sem til bóta horfðu. Jeg veit, að slíkar tillögur, ef þær væru vel undirbyggðar, myndu vera Hklegar til þess að hafa mikil áhrif. Þeir menn, sem í þetta voru valdir áf hálfu Bandalagsins, hafa að vísu hvorugur átt sam- leið með mjer í stjórnmálum, flokkslega sjeð, en jeg dreg ekki í efa, að þeir muni vinna það starf, sem þeim hefur verið falið, vel og í samræmi við hagsmuni sinna samtaka. En í rauninni eru þessar tillögur, sem hjer eru fram bornar, ekki nema aðeins fyrsta skrefið til endanlegra viðreisnar. Mörg önnur vandamál eru óleyst, þar sem launþegarnir og launþega- samtökin hafa mikilla hags- muna að gseta, má þar t. d. nefna skattalögin o. s. frv., sem við dr. Benjamín fórum lítið út í í okkar áliti, vegna þess að við álítum, að lausn þeirra komi fyrst til greina, sem seinna skref í áttina til endanlegrar viðreisnar í atvinnu- og fjár- hagsmálum. Breytingar á frumvarpnm Hvort þetta frumvarp verður að lögum eða ekki veit enginn um, og sennilegt að á því yrðu gerðar meiri eða minni breyt- ingar. Við því er ekkert að segja. Hvað ýms smáatriði á- hrærir er sjálfsagt hægt að gera þar ýmsar breytingar til bóta, og aðrar þær breytingar, sem fram kunna að vera bornar, eru kannske ekki til bóta og ekki sjérstaklega viðkomandi þess- um málum, en það gerir ekkert til, ef þær eru meinlausar og spilla ekrki framgangi málsins, Hættan liggur hins vegar í hinu að á þessu verði gerðar breyt- ingar, sem koma í bága við þær grundvallarhugsanir, sem liggja að baki þessum tillögum, og get jeg ekki látið hjá líða að minn- ast hjer á vissar tillögur, sem fram hafa komið og snerta verslunarmál. Það eru tillögur ! um það að lögákveða þann inn- j flutningskvóta, sem tiltekin fyr irtæki eigi að fá. Það er aðal- jlega Sambandið, sem hjer er um að ræða. Tillaga, sem gengi í þá átt, kæmi auðvitað mjög í bág við andann í þessum tillögum, en það sem fyrst og fremst fyrir okkur vakti, var það að gefa verslunina frjálsa. Það má segja, að haftakerfið sje orðið útfært til hins ýtrasta með því að lögákveða, að tiltekin fyrir- tæki fái svo og svo mikinn inn- flutning. Það mætti þá líká gjarnan ákveða það, að Harald- ur Árnason ætti t. d. að fá 20% af innflutningi af axlabönd- um, Völundur 30% af innflutn- Framhald á bls. 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.