Morgunblaðið - 12.03.1950, Page 10

Morgunblaðið - 12.03.1950, Page 10
10 tyORGU N BLAÐtÐ Sunaudagur 12. mars 1950. Búskapur Eyiirðinga Frh. af bls. 9 -ur hugsa sjer að leggja meiri stund á sauðfjárræktina. Á sumum stóru jörðunum í innfirðinum eru.nú 40—60 kúa f jós, svo sem á Grund og Möðru -völlum. Það er ákaflega gaman, fyrir þá sem þekkt hafa Eyjafjörð- inn áður að sjá, hve þar eru mikil umskipti í byggingum og búnaðarháttum. Mörg kot, sem áður voru, eru nú orðin að snyrtilegum stórbýlum, búnum glæsilegum byggingum með geysimikilli ræktun, svo sem eins og bæirnir í kringum Grund, sem voru landlítii smá- kot. Þar er nú hvert stórbýlið við annað, svo sem á Dvergs- stöðum, Holtsseli, Finnastöðum, Víðigerði, jeg veit ekki hvar jeg á að enda upptalninguna. Margir ungir menn taka nú við búskap, og reka hann með bættum búnaðarháttum og meiri stórhug en áður var. Af- urðirnar af nautpeningnum eru nú orðnar miklu meiri en þær yoru áður. Jeg tel það frekar stafa af úrvali og bættri meðferð, held- ur en að raunhæfar kynbætur hafi átt sjer stað. Enginn vafi er á því, að hagnaður manna af nautpeningi hefur stóraukist." Næst kemui ræktun bithagans „En ber ekki á því, að sum- arhagar sjeu sums staðar af skornum skammti; mig minnir að Jónas Kristjánsson hafi ein- þverntímann minnst á það við mig?“ ( „Jú, sumarhagarnir eru víða ekki nándar nærri nógu góðir fyrir þann mikla kúaf jölda, sem nú er. Fyrir nokkrum árum skrifaði jeg ritgerð um þetta, hve mikla þýðingu það hefur lyrir hámjólka kýr, að hafa góða haga. í sumum sveitum snargeldast kýrnar þegar þær koma út á vorin. En í öðrum fcveitum, svo sem eins og sums staðar í Öngulsstaðahreppnum, græða þær sig. Á Svalbarðsströndinni eru ltúahagarnir einna verstir. Eru inenn farnir að hugleiða það í alvöru, að fara að rækta hag- hna. Þarna er ný hreyfing á ferðinni, eðlilegt að hún komi hjer eins og annars staðar, þar Sem búnaðarframfarir eiga sjer stað, enda verður hagaræktin euðveldari og eðlileg afleiðing af hinni miklu framræslu, þar *em stórir vjelgrafnir skurðir þurrka stundum víðáttumiklar spildur, svo að mýrar breytast í valllendi. j En hætt er við, að gróðurinn á þessu framræsta landi verði |inhæfur, því língresið er aðal- ^rastegundin í mýrunum, og tekur yfirhöndina þegar landið þornar. Helst þyrfti að koma öðrum fegundum í hagana og þá meðal annars smára. Hætt er við að þessir vall- lendishagar bítist misjafnt, og húfjenaðurinn skilji eftir toppa, sem hann snertir ekki við. — ■fópparnir, sem standa eftir ó- feitnir á haustin, fyllast af sinu 6'% verða ennþá óaðgengilegri næsta sumar fyrir beitarpén- ifiginn. Ráðið til þess að bæta úr þessu, svo bithaginn verði allur jafn aðgengilegur, fyrir búfjenaðinn, er, að brenna sin- una á vorin. Hafa sinubrunar tíðkast lengi í Eyjafirði, þó að haglendið hafi ekki verið ræst fram.“ Heyin verði svo góS að kjarn- fóðurs verði lítið þörf „Segðu mjer þá um kjarn- fóðurgjöfina." „Mín skoðun er“, segir Ólafur. „Heyfóðrið okkar á að vera svo gott, að við getum að mestu komist af án kjarnfóðurgjaf- ar. Rækcuniniii og heyverkun á að stefna í þá átt. Þar koma meðal annars votheysverkunin og súgþurrkunin að mjög miklu gagni. Með þeim vex öryggið um sæmilega verkun og fóðrið verður að öllum jafnaði betra. Fyrsta skilyrðið til þess, að heyin verði góð, er það, að ræktunin sje í góðu lagi. Það þarf að bera vel á túnin, slá þau snemma og gera heyið geymsluhæft án þess það verði fyrir miklu efnatapi. Bæði votheysgerðin og súg- þurrkunin eru farnar að hjálpa geysimikið til þess. Súgþurrrkunin breiðst mjög ört út og menn eru yfirleitt mjög ánægðir með hana, þurrka heyin það mikið úti, að þau sjeu t. d. fangandi. Síðan eru þau „sett í súg“. Með því spar- ast vinna og öryggið vex. Moln- unin verður Jítil, en hún er þeim mun meiri, sem meira þarf að þvæla heyinu í þurrk“. Mistök í kartöflurækt „Hvað segirðu mjer um kar- töfluræktina?“ „Jeg veit ekki“, segir Olaf- ur. „Jeg vildi helst sem minnst um hana tala. Hún er í ólestri víða, og að minnnsta kosti ekki svipað því í eins góðu lagi og hún ætti að vera. Almennt leggja menn alltof litía rækt við að fá sem bestar matarkartöfl- ur, stefna helst að því, að fá sem mesta tunnutölu, en hugsa minna um gæðin. Það er eins og margir vilji skjóta sjer undan því, að hirða um kartöflugarðana á sumrin, eða svo hefir það verið undan- farin ár. Kartöflur eru ræktaðar í ný- ræktarlöndum, svo sem 2—4 ár. En að þeim tíma liðnum er kominn svo mikill arfi í kar- töflulöndin, að hann er orðinn óviðráðanlegur. Það þarf að hirða kartöflu- akrana hjer eins og annars stað- ar. En hjer á landi er kartöflu- ræktinni hagað líkt eins og til- gangurinn sje að framleiða ill- gresi. Þegar svo á að breyta til og gera kartöfluakrana að graslendi þá eru þeir svo fullir af illgresi. að þeir eru lítt rækt- anlegir. Auðvelt að hirða kartöflulöndin Jeg hefi 25 ára reynslu fyr- ir því frá Gróðrarstöð Rækt- unarfjelagsins á Akureyri, að það er sæmilega auðvelt að halda illgresi í skefjum í kar- töflulöndum. Á hverju vori fór jeg tvisvar sinnum með illgresisherfi yfir kartöflugarðana, áður en gras- ið kom upp. Jeg valdi að sjálf- sögðu til þess hagstætt veður. Einu sinni eftir að kartöflurnar voru komnar upp, var illgresið hreinsað með handafli og síð- ar hreykti jeg að kartöflunum með hestplógi á hæfilegum tíma, þegar grasið var orðið svo sem 20 cm hátt. En bændum, sem rækta kar- töflur, hættir til þess, að reyna að hliðra sjer hjá að halda ill- gresinu niðri. Og því fer sem fer. Illa hirtir akrar gefa litla og ljelega uppskeru. Menn mega heldur ekki forsóma að heyja baráttu gegn sjúkdómum, sem á kartöflurnar sækja. Margir þenja kartöflulönd sín alltof mikið út, í staðinn fyrir að hafa þau aldrei stærri en svo, að þeir geti hirt þau vel“. Erfiðleikar Spánverja MINNINCARPLÖTUR á leiSi. SkUtagerSin, Skólavörðustíg 8. Frh. af bls. 5. hispurslaust og; fyrir opnum tjöldum. Á götuunm í Barce- lona ganga konur um með síg- arastokka fulla af umerískum sígarettum og bjóða til kaups, án þess að fara með það í felur. Það er svo mikið af amerískum sígarettum, sem þó eru ekki fluttar inn í landið með leyfi stjórnarvaldanna, að veröið er ekki nema sem svarar tii 4 kr. fyrir pakkann. Þannig geta svartamarkaðsbraskarar á Sp.áni selt sígarettur lægra verði en t.d. íslenska tóbaks- einkasalan! Maðurinn, sem smurði bílinn minn og setti á hann bensín, sagðist því miður ekki geta sett smurolíuverðið á reikninginn því hann hefði þurft að kaupa smurningsolíuna á svörtum markaði. Það væri þó ekta „Double Shell“. Kerlingarnar, sem bjóða brauð á svörtum markaði, eru svo sem ekki að fela brauðin, heldur ganga með þau undir handleggnum á mark -aðnum og hvísla hreint ekki, er þær nefna verðið. Lyfjabúðir selja ný lyf, sem hörgull er á, á svörtum mark- aði. Þannig var penicilin lengi selt á svörtum markaði á Spáni, en fæst nú fyrir skap- legt verð af því að nóg er til af því nú orðið. Taugaveikismeðal- ið nýja frá Ameríku er enn selt á svörtum markaði á Spáni, þótt læknar skrifi lyfseðla á það. Þannig mætti lengi telja, en það ætti að nægja að hafa eftir orð spánskrar húsmóður, sem hefur fyrir stóru heimili að sjá, en litlar tekjur; „Hjer er hægt að fá allt, hvað sem það heitir og hjartað girn- ist — bara ef maður hefur pen- inga“. Engin lækning —. ennþá Það er augljóst mál, að marg- ir af fjárhagslegum örðugleik- um Spánverja eru ekki bein af- leiðing af stjómmálafyrirkomu- laginu í landinu. Margar aðrar Enska strauvjelin ,,OPRIM“ straujar þvottinn fyrir yður á meira en helmingi skemmri tima en straujárnið. „OPRIM“ er sett á venjulegt borð, sem þjer getið setið við á meðan hún vinnur íyrir yður. ,,OPRIM“ straujar allan þvott, ásamt skyrtum, bæði með og án flibba og hnappar ganga í ee^n án þess að brotna. „OPRIM“ er stjórnað með einu handtaki og hitann er hægt að stilla eftir þörfum. Gegn nauðsynlegum leýfum getum vjer útregað þeSsa ómetanlegu húshjálp með stuttum fyrirvara. Nánari upplýsingar á verkstæði voru við Norðurstíg, og j srma 6458. U?a-jujelauerLótœ&ií) \Jolti þjóðir eiga, eða hafa átt við sömu erfiðleika að etja, þótt stjórnarfarið sje með öðrum hætti. En almenningur vill kenna stjórnarvöldunum um það, sem aflaga fer og vafalaust eiga þau sinn þátt í því, bæði beint og óbeint. Virðulegur, aldraður iðju- höldur, sem í framkomu minnti á hina gömlu, spönsku fyrir- menn, sem lesa má um í sögu bókum, sagði við, mig, er við ræddum um stjórnmálaástandr ið og.erfiðleika þá, sem spánska þjóðin á nú við að stríða: „Það versta er, að það er engin lækning til á ástandinu __ennþá. Spánska þjóðin er því miður ekki undir það búin, að breyta til um stjórnarfar. — Sennilega er það rjett, að það eru allir á móti Franco-stjórn- inni, nema þeir, sem hafa beina atvinnu, eða hagnað af því að vera með henni og styðja hana. „En hitt er jafnrjett — og það veit jeg af eigin reynslu, að hvorki konungsstjórn, eða lýð- veldi myndi bæta úr fyrir okk- ur nú. Við meigum ekki gleyma því, að við höíurn reynt allar þær stjórnmálastefnur, sem við erum nú ásakaðir fvrir að hafa ekki komið á híá okkur. „Við höfðum lýðveldi á und*- an þessari stjórn. Meira að segja það var þriðja lýð- veldið, sem stofnað var á Spáni. Það var orsök borgarastyrjald- arinnar. Eitthvað mesta ólán, sem yfir þessa bjóð hefur dun- ið. Eins mvndi fara á nýjan leik, þótt brevtt vrði til um stjórnarf yrirkomulag. „Nei, það er ennin lækning til fyrir spönsku Wóðina, sem myndi bæta úr bví sem nú er. Við höfum bó frið og öryggi. Við vitum, þeear við förumvtil vinnu okkar að morgni, að við munum komast h^im að kvöldi. Heimilin okVar o« skyldmenni eru örnvv. N«i ^að er meira, en við höfum alltaf getað sagt undanfarna h^fa öM — það er ein megin ástæðan fvrir að við þegjum og þraukum enn. Egjrr.TTi E,5a«ssen Góstaf * ^u'inssaa I hæstarjottafournenn. ')dd?el)o» k'mi 1171 i Allskor ð-stftrf I SíU * Fialrnr iiHi'niMuraMi KAGN tK l' INSSON, htvstarieiui' lonrnaðut Laugaveg •> -inu Logfræðistorf ignaumsýsla.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.