Morgunblaðið - 23.04.1950, Qupperneq 1
*
16 síður og Lesbók
37. árgangur
90. tbl. — Sunnudagur 23. apríl 1950.
PrentsnuOja Morgunblaðsins
Var þetta skemmdarverk!
NÝLEGA varS dularfull sprenging í breskri farþegaflugvjel,
sem var á leiðinni frá London tiL Parísar. Hjcldu menn í fyrstu,
í.ð eldingu hefði slegið í flugvjelina, en hallast nú fremur að
þeirri skoðun, að einhver hafi komið tímasprengju fyrir í henni.
Engan sakaði þó við sprenginguna, en myndin af vjelinni er
tckin eftir að hún hafði lent heilu og höldnu.
Sforza greifi fordæmir
ofbeidi Júgóslava í deii-
unni um Trieste
Vil! samkomulag og yaranlegan frið milli þjóðanna
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
RÓMABORG, 22. apríl. — Sforza greifi utanríkisráðherra Ítalíu
endurtók í dag fyrri kröfur sínar um að alþjóðasvæðið Trieste
yrði heilt og óskipt sameinað Ítalíu. Hann sagðist harma það,
að Júgóslavar skyldu vilja nota sjer, að þeim hefði verið falin
stjórn yfir einum hluta svæðisins til þess að taka hann einhliða
undir sig. Slíkt ofbeldi kvað hann geta orðið þess valdandi að
koma upp óbætandi hatri milli nágrannaþjóðanna ítala og Júgó-
slaya.
Trieste — heil og óskipt
Sforza greifi kvaðst hafa fulla
ástæðu til að vona, að Bretland,
Bandaríkin og Frakkland
myndu standa fast við fyrri
yfirlýsingu sína um að Trieste
svæðið skyldi sameinað ítalíu.
Hann kvaðst og fyllilega vera
sammála Rússastjórn um að
Triestesvæðið skyldi haldast
heilt og óskipt. Þessi skoðun
kom fram í orðsendingu Rússa
varðandi Triestesvæðið fyrir
nokkrum dögum.
Fordæmir kúgunaraðferðir
Hann sagðist ganga út frá því
sem vísu, að Trieste yrði ekki
skipt milli Ítalíu og Júgóslavíu
og harmaði því mjög hinar of-
beldislegu tilraunir Júgóslava
til að skera sitt hernámssvæði
frá hinum. Einkum fordæmdi
hann harðlega þær kúgunarað-
ferðir, sem Júgóslavar beittu til
þess að kosningar á hernáms-
svæði þeirra yrðu þeim í vil-
Vill frið milli þjóða
Slíkar aðfarir eru ekki sæm
andi fyrir nokkra þjóð, sagði
<s>-
Sforza. ítalska og Júgóslav-
neska þjóðin munu hjer eftir
sem hingað til lifa sem ná-
grannar. En ef önnur þessai’a
þjóða ætlar að beita slíku of-
beldi til að berja niður rjett
hinnar, þá getur verið, að þann
ig sje stofnað til langæs fjand-
skapar, þar sem seint mun gróa
um heilt eftir. Júgóslavar og
ítalir mega til með að komast
að samkomulagi og lifa í friði
hvor við aðra hjeðan í frá.
Umræ&ir nm fjárlaga-
frumvarpið breska á
mánudag
LONDON, 22. apríl. — Fram-
haldsumræður um breska fjár-
lagafrumvarpið verða á mánu-
daginn. Af hálfu stjórnarand-
stöðunnar talar Winston Churc-
hill og sennilega Oliver Stan-
ley, en síðustu ræðuna flytur
sem lög gera ráð fyrir, fjár-
málaráðherrann Sir Stafford
Cripps. Búist er við mjög hörð-
um umræðum. — Reuter.
Tillaga um 18
daga valda-
BRÚSSEL, 22 apríl: — Van
Zeeland foringi kaþólska
flokksins í Belgíu sat í dag ráð-
stefnu með foringjum sósíalista
og frjálslynda flokksins. Um-
ræðúefnið var heimkoma Leo-
nolds konungs. Murí kaþólski
flokkurinn nú hafa nýjar tillög
ur að flytja í konungsmálinu.
Tilkynnt hefir verið, að stjórn
málamennirnir komi saman á
framhaldsfund á morgun.
18 daga valdatími
Það er talið, að hinar nýju
tillögur kaþólska flokksins sjeu
í því fólgnar, að ef konungur
fái að koma heim og taka við
völdum að nýju, þá dveljist
hann aðeins 18 daga í Belgíu,
leggi síðan völdin í hendur
Baudouin syni sínum og hverfi
um tíma úr landi, sennilega
til belgiska Kongo.
Framtíðarbústaður
Það er óvíst, hvort kaþólski
flokkurinn ætlast til þess, að
Leopold konungur fái að setj-
ast að í Belgíu fyrir fullt og
allt þegar þessum 18 daga
valdatíma hans ljúki, og þá
hvað verði ákveðinn bústaður
hans. — Reuter.
Stæisla sópuverksmiðjn londsins
eyðilagðist 1 bruna í fyrrmótt
--------:-----«>
Vatnsskortur hindraði að
hægt væri að slökkva
í Sjöfn á Akureyri
Tjónið metið á eina ntilljón króna
STÆRSTA sápuverksmiðja landsins, Sjöfn á Akureyrij
eyðilagðist í stórbruna, er varð þar nyrðra í fyríinótt. —
Er ætlað að hið beina tjón, er varð í eldsvoða-'.um, muni
nema upp undir eina miljón króna. Margt m? nna hefur
misst atvinnu sína við þennan bruna. Eldsupptök eru ókunn.
Búist við breskum
kosningum í nóv.
LONDON, 22. apríl. — Oliver
Lyttelton, einn af foringjum
breska íhaldsflokksins, sagði í
dag, að hann teldi, að nýjar
kosningar myndu fara fram á
Bretlandi í fyrra helmingi nóv-
ember mánaðar n.k. Lyttelton
taldi, að verið gæti, að kosning-
arnar yrðu fyrr, ef verkamanna
flokkurinn biði ósigur í ein-
hverju mikilvægu máli í neðri
málstofunni, þar sem stjórn
Attlees myndi þá segja af sjer.
— Reuter.
Poriugalar vilja
endurreisn kon-
Lie leggur a! siað í
ferð lil Evrópu
LONDON, 22. apríl. — Trygve
Lie framkvæmdastjóri S. Þ.
lagði í dag af stað frá New
York til Evrópu með hafskip-
inu Queen Mary. Hann mun
fyrst koma til Bretlands og
ræða við Bevin utanríkisráð-
herra Breta, síðan fer hann til
París og enn seinna ef til vill
til Moskva til viðræðna við Vis-
hinsky utanríkisráðherra Rússa.
ungdæmis
Glæsilegt neðanjarðar-
hverfi í Madrid
MADRID, 22. apríl: — Nú er
lokið smíði stórkostlegs versl-
unarhverfis í Madrid, sem allt
er neðanjarðar. Þarna niðri í
jörðinni eru uppljómuð breið
stræti með sporvögnum, götu-
sópurum, blaðastrákum. Þar er
pósthús og margskonar versl-
anir. Aðalstrætið heitir Ljós-
stræti, enda þykir upplýsing
þess tilkomumikill. — Reuter.
LISSABON, 22. apríl. — Svo
getur farið, að þær 7,7 milljón-
ir þegna lýðveldisins portú-
galska komist á ný undir kon-
ungsstjórn. Konungssinnum í
landinu hefur að undanförnu
mjög vaxið fylgi, en 40 ár eru
nú liðin síðan lýðveldi var stofn
að. Nýlega var samþykkt ein-
róma í portúgalska þinginu að
fella niður lög þau, sem banna
mönnum af konungsættinni
Braganza að dveljast í landinu.
Þessi ákvörðun þingsins gerir
Don Duarte af Braganza kleift
að snúa heim og hefja virka
baráttu fyrir endurreisn kon-
ungdæmis í Portúgal. — Rauter.
Bandarísk flugvjel týnisl
yfir Japan
TOKYO, 22. apríl. — í gær
týndist bandarísk flutningaflug
vjel, sem var á flugi yfir Japsn.
Skyggni var slæmt og óttast
menn að hún kunni að hafa rek-
ist á fjall, en á leið hennar voru
fjölda margir háir fjallstindar
Ekki hefur verið hægt að hefja
neina leit úr lofti vegna þoku.
Eldsins varð vart um klukk-
an fimm. — Maður nokkur er
var á gangi eigi langt frá verk
smiðjuhúsinu, sem stendur við
Kaupangsstræti, sjer reyk
leggja upp af húsinu og gerði
hann þegar aðvart um eldinn.
V atnsskor turinn
rjeði úrslitum.
Slökkvilið bæjarins var kom-
ið á brunastaðínn um klukkan
5.30. Þá var logn og hið besta
veður. Eldurinn hafði þá ekki
magnast svo að fljótlega hefði
mátt ráða niðurlögum hans, ef
vatnsskortur hefði ekki verið.
En hann var svo mikill, að það
rjeð hjer úrslitum.
Eldurinn, er kom upp í ketil-
húsinu, sem er áfast við verk-
smiðjubygginguna, komst í þak
hennar. Fjekk slökkviliðið ekki
rönd við reist, þó sjó væri dælt
á bálið.
Allt, sem brunnið gat í sápu-
verksmiðjusal á 2. hæð, og i
birgðaskemmu, sem var á efstu
hæð, brann til ösku. Afgreiðsl-
an á neðstu hæð skemmdist lít-
ilsháttar. Þak byggingarinnar
fjell niður yfir aða' /jelasalinn
og þar logaði í því ásamt hrá-
efni fram undir nónbil í gær-
dag’.
Mikið tjón.
Jakob Frímannsson, fram-
kvæmdastjóri KEA, en fjelagið
átti sápuverksmiðjuna ásamt
SÍS ,sagði í símtali \ið Mbl. í
gær, að samkvæmt lauslegu
mati myndi tjónið á húsi, vjel-
um og efni nema allt að einni
miljón króna. Hanr. taldi víst.
að allar vjelar verksmiðjunnar
væru ónýtar. Verksmiðjan var
nokkuð birg af hráefnum, sem
öll brunnu, en unnar vörur í
birgðaskemmum voru ekkí
miklar.
4—6 mánaða verk.
Framkvæmdastjórinn taldi
víst, að ef leyfi myndu fást til
endurbyggingar sápuverksmiðj
unnar, mjmdu frnmkvæmdir
aka uppundir hálft ó.r.
Framhald á bls. 12.