Morgunblaðið - 23.04.1950, Qupperneq 2
2
MORGVNIiLAÐIÐ
Sunnudagur 23. api'íl 1950.
41QÖ
1* jóðlei khúsið:
Fjalla-Eyvindur eitir Jóhann Sigurjónsso
Jón Þorvaldsson
sfýrimaður
iimmtugur
ONNUR VÍGSLUSÝNING Þjóð
leikhússins fór fram i fyrra-
kvöld og var hvert sæti í hús-
inu skipað boðsgestum og frum-
sýningargestum. Var að þessu
sinni sýnt leikrit Jóhanns Sig-
urjónssonar, Fjalla-Eyvindur,
stórbrotnasta leikrit íslenskt.
sem enn heíur verið samið og
b eilsteypt listav’erk.
Jóhann Sigurjónsson fór ung-
ur utan og settist að í Kaup-
mannahöfn til náms. Hann var
þá þegar orðinn ágætt ljóðskáld
(iog ekki leið á löngu að skáld-
skapurinn tæki hug hans allan.
ftann tók brátt að semja leikrit
og kom fyrsta leikrit hans út
árið 1905. Var það Dr. Rung.
En þrem árum síðar samdi
hann Bóndann á Hrauni, sem
var gefinn út hjer árið 1908, og
sýndur í Reykjavík þá um vet-
urinn. Bæði þessi leikrit Jó-
banns eru með allmiklum byrj-
andabrag, einkum hið fyrra, en
þ&u bera bæði ótvírætt vitni
þess. að höfundur þeirra er
gæddur mikilli ljóðrænni og
dramatískri gáfu. En það er
ekki fyrr en í Fjalla-Eyvindi,
sem kom út 1911, að skáldgáfe
Jóhanns birtist í öllum sínum
þróttmikla, skapandi mætti. Á
.svipstundu stendur Jóhann á
hátindi frægðar sinnar. Blöðin
keppast við að bera lof á þetta
frábæra dramatíska verk og
sjáifur Georg Brandes lauk á
það miklu lofsorði. Jóhann er
settur á bekk með öndvegis-
skáldum eins cg Ibsen og Björns
son og hróður hans berst út um
gjörvalla Evrópu. Leikritið er
fyrst sýnt á Dagmar-leikhúsinu
í Kaupmannahöfn með hinni
víðfrægu norsku leikkonu frú
Dybvad í hlutverki Höllu, en
síðan er það sýnt í London,
Hamborg, Munchen, Helsing-
fors og Riga og víðar. Auk þess
hefur leikritið verið þýtt á mörg
tungumál. Hjer var leikritið
fyrst sýnt veturinn 1911—’12
og ljek þá frú Guðrún Indriða-
dóttir Höllu. Mun öllum, sem
sjeð hafa frúna í þessu hlut-
verki ógieymanlegur leikur
hennar, svo stórbrotin sem hann
var og áhrifamikill.
Það var engin tilviljun, —
■engar augnabliksgælur ham-
ingjudísarinnar, sem rjeði því
að Fjalla-Eyvindi var svo frá-
bærlega vel tekið. — Leikritið
sjálft bjó yfir þeim töfrum, sem
gefur listaverkum eilíft líf.
Jóhann hafði kvatt sjer hljóðs
og sagt með þrumuraust: „Sjá,
hjer er jeg — og neita því að
deyja!“ Hin miklu sálrænu á-
tök í leiknum, ástríðuþunginn,
ástin og hatrið, heiðríkja fjall-
anna. kuldinn og myrkrið, all-
ar hinar miklu andstæður mann
legs lífs, sem skapa mönnum
örlög og ráða sigrum þeirra og
ósigrum, taka áhorfendurnar
þeim heljartökum að þeir lífa
og þjást með útlögunum uns
yfir lýkur.
Haraldur Björnsson hefur
sett leikinn á svið og haft á
hendi leikstjórnina. Er það
vandasamt verk, en honum hef-
ur vfirleitt farist það vel úr
hendi. Baðstofan er að vísu í
Ktærra lagi; en ekki þó svo, að
Jón bóndi og kona hans (Friðfinnur Guðjónsson og Gunnþórunn
Halldórsdóttir).
til öfga megi teljast. Hinsvegar
tel jeg að betur hefði á því far-
ið að leikstjórinn hefði ekki
notað þar alt sviðið, eins og
hann gerir, því við það verður
of langt á milli persónanna og
þær ekki í nægilegum tengslum
(kontakt) hver við aðra- Leik-
stjórar Þjóðleikhússins verða
að vera þess minnugir að stað-
setningar (plaseringar) þar á
sviði verða oft að vera með öðr-
um hætti en á leiksviðinu 1
Iðnó. Við rjettirnar í öðrum
þætti hefur leikstjóranum hins-
vegar tekist mjög vel. Þar er
öllu vel og eðlilega fyrir komið.
Frú Inga Þórðardóttir fer
með hlutverk Höllu, eitt erfið-
asta og stórbrotnasta viðfangs-
efni í íslenskum leikbókmennt-
um. Leikferill frúarinnar er all-
ur hinn merkasti frá því hún
kemur fyrst fram á leiksvið
hjer í revíunni ,,Nú er það svart
maður“, árið 1942. Leikur hún
fyrstu árin eingöngu í revíum,
en árið 1945 fer hún með hlut-
verk Stáðar-Gunnu í „Manni
og konu“ og um haustið sama
ár með hlutverk Jóhönnu Ein-
ars, listakonunnar í „Uppstign-
ing“, eftir Sigurð Nordal. Síðan
fer hún með mörg hlutverk og
sum veigamikil og vandasöm.
Má þeirra á meðal nefna hlut-
verk kynblendingsstúlkunnar
Tondeleyo í samnefndu leik-
riti, er jeg tel að hún hafi leikið
best allra hlutverka sinna. Það
sem nú hefur verið sagt, sýnir
að frúin hefur notið vaxandi
trausts og álits þeirra manna,
sem besta aðstöðu hafa átt til
að meta hæfileika hennar, enda
hefur hún leyst öll hlutvei’k sín
vel af hendi og sum ágætlega.
Leikur frú Ingu í Höllu er oft
mjög góður, einkum í fyrri þátt
um leiksins. Hún er glæsileg og
það er gleði í hverju spori henn
ar, er hún veit af eða væntir
nærveru Kára. — Og yndisleg
finnast mjer þau atriði, er hún
gælir við Tótu litlu upp við
fossinn í þriðja þætti og þegar
hún raular við hana hin fögru
vögguljóð Jóhanns. En begar
kemur til hinna miklu átaka í
síðasta þætti, virðist mjer frúin
ekki valda hlutverkinu. Rödd
hennar er stundum of hrjúf í
fyrri þáttunum, en í hinum síð-
asta, þegar hrjúfleiki raddarinn
ar á fullan rjett á sjer, er eins
og röddin vilji bregðast henni
hvað eftir annað. —Þó að jeg
hafi vikið hjer nokkuð að því,
sem mjer finnst miður um leik
frúarinnar, vil jeg taka það
fram, að hún hefur leyst bessa
leikþraut með fullum sóma og
unnið hjer enn einn athj’glis-
verðan leiksigur.
! Róbert Arnfinnsson leikur
Kára, vandasamt hlutverk við
hlið Höllu. Jeg hef sjeð ýmsa
fara rrieð hlutverk þetta áður
i og hefur mjer jafnan fundist
Kára gert of lágt undir höfði.
Ef til vill á höfundurinn hjer
nokkra sök. Úr þessu finnst
mjer Róbert bæta töluvert með
leik sínum. Kári er í höndum
hans þróttmeiri en jeg hef fyrr
isjeð hann og öll afrek hans og
Halla í n. þætti.
(Inga Þórðardóttir).
frækni sem um er talað,
sennilegri en áður var.
Þó get jeg ekki varist því að
ekki þykir mjer hann líklegur
til að hafa legið á öræfum úti
heilan vetur, svo mildur og
mjúkur, sem hann er í allri
framkomu. Leikur Róberts var
annars jafn og áferðargóður, en
meiri tilþrif hefði hann mátt
sýna í síðasta þætti.
Haraldur Björnsson fer með
hlutverk Arnesar flækings. —
Andrjes heitinn Björnsson fór
með þetta hlutverk á sínum
tíma og var Arnes hans næsta
ólíkur þeim Arnesi, sem Har-
aldur sýnir okkur. Verð jeg að
játa að mjer fellur betur skiln-
ingur Andrjesar á hlutverkinu.
Þó er leikur Haralds oft prýð-
isgóður, ekki síst þegar ástin og
óyndið leitar á hann uppi á ör-
æfunum með þeim Höllu og
Eyvindi. En maður með fóta-
burði Arnesar hefir aldrei get-
að fótað sig í íslenskum þúfum,
hvað þá heldur rásað um fjöll
og fyrnindi.
Þorsteinn Ö. Stephensen leik
-Ur Björn hreppstjóra og leys-
ir það hlutverk vel af hendi.
Gerfið er gott og alt látbragð
Þorsteins í fullu samræmi við
hinn hjeraðsríka og mynduga
hreppstjóra, sem finnur ber-
sýnilega meira til sín en efni
standa til.
Arngrím holdsveika, hinn
spaka og lífsreynda öldung leik
-ur Lárus Ingólfsson. Hlutverk
þetta er hið vandasamasta, þótt
ekki sje það fyrirferðarmikið.
Leysir Lárus það vel af hendi.
Er bersýnilegt að hann hefur
skilið það til fulls og lagt við
það mikla alúð.
Frú Emilía Jónasdóttir og
frú Anna Guðmundsdóttir leika
vinnukonur á heimili Höllu,
lítil hlutverk, einkum það sem
frú Anna fer með. Báðar eru
þær góðar leikkonur, en frú
Emilía er að verða of einhæf,
— gömlu konurnar hennar of
líkar hver annari.
Gunnþórunn Halldórsdóttir
og Friðfinnur Guðjónsson leika
sín gömlu hlutverk, Jón bónda
og konu hans, með eins mikl-
um gáska og fjöri og þegar þau
ljeku þessi hlutverk fyrst, enda
var þeim óspart klappað lof í
lófa.
Og þá er það Bernharð Guð-
mundsson sem leikur smalann.
Hann er ungur drengur en fer
ljómandi vel með hlutverk sitt.
Sama er að segja um Kristínu
litlu Waage, sem leikur Tótu,
þriggja ára telpu. Hún er af-
bragð. Aðrir leikendur fara vel
með hlutverk sín, en hjer verð-
ur að láta staðar numið.
Leikstjóri er Yngvi Þorkels-
son, en leiktjöldin hefir Sigfús
Halldórsson málað. Eru þau
einkar fögur, en þó finnst mjer
sviðði í þriðja þætti of hlaðið
landslagi. En það er ekki Sig-
fúsi að kenna.
Á undan leiksýningunni gekk
fram fyrir tjaldið frú Guðrún
Indriðadóttir og sagði fram for-
Ijóð eftir Jakob J. Smára, er
Framh. á bls. 12.
Á MORGUN (mánudag) verður
fimmtugur Jón Þorvaldsson
stýrimaður, Tjarnargötu 10 A-,
hjer í bæ.
Hálfrar aldar afmæli þessa
góða drengs langar mig til að
minnast hjer með nokkrum lín-
um.
Jón er Vestfirðingur í húð og
hár. Fæddur í Dýrafirði, en ólsf
upp frá 12 ára aldri i Arnarfirði.
Arnfirðingarnir gömlu vorit
hinar mestu hamhleypur til allr-
ar vinnu, enda drukku þeir lýs-
ið hrátt úr köggunum, líkt og
við drekkum Coco-Cola í dag.
Það er því ekki að furða þó syn-
ir þeirra margir yrðu dugmiklir
menn. Jón er einn þeirra. Hann
hefir stundað sjómensku frá
blautu barnsbeini, ef svo mættl
segja, og ávalt verið mjög eftir-
sóttur í skipsrúm. Jón fór ung-
ur í Sjómannaskólann, og út-
skrifaðist þaðan með skipstjóra-
prófi eftir tvn vetnv Síðan vann
hann ói- í +r.rr*ivi*m, fyrst
sem háseti, síðar stýrimaður. —.
Þegar kæliskipið Vatnajökull
kom hineað, nýsmíðað til lands,
rjeðist Jón þar sem fyrsti stýri-
maður. Hann er í dag á þessu
skipi að skyldustörfum, langt frá
heimili sínu á leið frá Palestínu
til heimalandsins. Við kunningj-
ar hans og vinir, getum því að-
eir.s sent honum i hugskeyti árn-
aðaróskir okkar á morgun.
Jón er giftur hinni ágætustU
konu, frú Ingibjörgu Þórðar-
dóttur frá Lausabóli, dóttur
skáldkonunnar Höllu, sem allir
kannast við. Elsta dóttir þeirrai
hjóna, Halla, var fermd s. I.
sunnudas. Það verður því tvö-
föld gleði á heimili þeirra hjóna,
þegar húsbóndinn kemur heim,
að fagnað verður fermingu dótt-
urinnar, os fimtugs afmæli hús-
bóndanst. Og allir sem þekkja.
rausn oe mvndarskan húsfreyj-
unnar geta ímyndað sjer móttök-
urnar.
Um leið og jeg enda þessar
linur, vildi jeg færa afmælis-
barninu hiartanleear hamingju-
óskir. Við vinir hans gleðjumst
yfir veleeneni hans og hamingju,
og óskum iafnframt að ísland
meei í nútíð og framííð eiga sem
flesta jafn góða og dugmikla syni
sem hann.
Marino Jónsson.
Shakespeare háfíðahöld
á Bretlandi
LONDON, 22. april: — Mikil
hátíðahöld verða á Bretlandi
«m þessa helgi í sambandi við
300 ára fæðingardag Shake-
speares. Sjerstök hátíðasýning
verður haldin í minningarleik-
húsi Shakespeares í Stratford
on Avon. — Reuter.