Morgunblaðið - 23.04.1950, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.04.1950, Qupperneq 5
f Sunnudagur 23. apríl 1950. MORCVNBLAÐIÐ 8 Guðmniidur á Hvítárbakka MERKUR og athafnasamur for- vígismaður í bændastjett í Borg- arfjarðarhjeraði á sextugsaf- tnæli í dag. Maður þessi er Guðmundur Jónsson, bóndi og hreppstjóri á lívítárbakka í Bæjarsveit. Skapgerð Guðmundar mótaðist þegar á uppvaxtarárum hans í föðurgarði af þróttmiklu athafna lífi og harðri baráttu við nátt- úruöflin í erfiðum ferðalögum tim torfæra fjallvegi og óbrúuð Etórvötn. Faðir Guðmundar, Jón Guð- mundsson, áður bóndi á Reykj- Um í Lundarreykjadal, var um langt skeið austanpóstur milli Hcykjavíkur og Odda á Rang- fervöllum. Átti Jón á þessum ór- um heima á Laugalandi við Reykjavík. Hafði hann reist þar bú og hafið þar ræktun við erfið Ekilyrði. Var Jón dugnaðarmað- Ur mikill og hinn mesti ferða- garpur. Guðmundur varð ung- Wr aðstoðarmaður föður síns í Jpóstferðunum. Var þess þá ekki langt að bíða, að í ]jós kæmi irábær áhugi og dugnaður hins Unga manns og sú óbifanlega trú Og sannfæring, sem síðan hefir einkent alt hans lífsstarf, að Enannlegur máttur og hyggjuvit Væru þess umkomin að bjóða byrginn og sigrast á hverskonar erfiðleikum og tálmunum á braut «m umbóta og framíara. Hugur Guðmundar hneigðist þegar á «nga aldri að landbúnaði. Það éirlaði aldrei á neinni tvískift- íngu j huga hans um það, hvaða Iifsstarfi honum bæri að helga krafta sína. Sveitir landsins og þau verkefni, sem þar biðu cljarfhuga, áhugasamra og þrótt- fnikilla umbótamanna, heilluðu buga og smni hins unga hugsjóna tnanns. Eftir að Guðmundur hafði afl- Eð s^er heima fyrir staðgóðrar tnentunar, sigldi hann til Dan- tnerkur og síundaði þar landbún- aðarnám á búnaðarháskóla og Vann þar að því loknu um skeið sð Iandbúnaðarstörfum. __ Eftir heimkomuna rjeðst Guðmundur til starfa hjá Búnaðarsambandi Borearfjarðar og vann á vegum þess að jarðabótum á sambands- evæðinu um alllangt skeið. Með stofnun Búnaðarsambands Borgarfjarðar hefst nýtt tíma- Lil í jarðabótasögu hjeraðsins. f>ótt eigi væri stórt af stað far- t& og við mikla ex-fiðleika að etja, eins og t. d. það, að flytja Varð iarðabótaverkfærin á .klökk Um á milli bæja, þá var með etarfsemi þessari mjög greidd gata þess, að hinn mikli umbóta- fehugi, sem ríkti í hjeraðinu, gæti ú þessu sviði orðið að sýnileg- úm veruleika í starfi og fram- kvæmdum. Borgfirðingum var mikill á- vinningur að komu Guðmundar Inn í hjeraðið og virkri þátttöku hans í þessu brautryðjandastarfi. 1 þessum verkahring nutu hæfi- leikar hans sín vel. Hinn mikli t)g brennandi áhugi hans og dugnaður, samfara útsjón og Verklagni, bar ríkulegan ávöxt í miklum afköstum og vel unn- Um jarðabótum. Starf þessa gunnreifa og ótrauða atorku- tnanns varð bændum því mikil hvatning til sóknar á sviði jarð- í'æktar og fleiri umbóta og fram fara í búnaðinum, sem Guð- tnundur, í samstarfi sínu við bændur, lagði mikla rækt við að ræða við þá um, samhliða því Bem hann miðlaði þeim af þeirri þekkingu og fróðleik, sem hann hafði aflað sier í þeim greinum. Árið 1914 hefst nýr þáttur í fitarfi Guðmundar í hjeraðinu. Það ár ljet h;;nn af störfum hjá búnaðarsambandinu og hóf bú- é Guðmundur Jónsson. skap á Ytri-Skeljabrekku. Keypti bann þá jörð af Hirti Snorrasyni, fyrrum skólastjóra og alþingis- manni. en þar hafði Hjörtur bú- ið frá því er hann Ijet af skóla- stjórn á Hvanneyri. Flutti Hjört- ur frá Skeljabrekku að Arnar- holti, hinu forna sýslumannssetri Box-gfirðinga. Búskapur Guðmundar á Skelja brekku var rekinn með hinum mesta mvndarbrag. Ber jörð þessi, sem er ekki stór en far- sæl bújörð, æ síðan svipmót dugnaðar og smekkvísi Guð- mundar. Má í þessu sambandi geta þess, að Guðmundur gróð- ursetti þar við bæjarvegginn stóran og fallegan trjálund, er tæplega mun eiga sinn líka í hjeraðinu og þótt víðar sje leit- að. En þetta dæmi, um trjá- garðinn á Skeljabrekku, færir okkur heim sanninn um það, hverju almennt má áorka um þessa miklu heimilisprýði, þeg- ar til þess verks er stofnað af þekkingu, smekkvísi, nákvæmri gæslu og umönnun. Þessum mikla og áhugasama jarðræktarmanni mun hafa þótt sjer í þessu efni þröngur stakk- ur skorinn á Skeljabrekku. — Seldi hann þá jörð og fluttist búferlum að Hvítárbakka. — Á Hvítárbakka var þá rekinn lýð- skóli, en þann skóla stofnaði Sig- urður Þórólfsson, mikill og sann- ur áhugamaður um mentun og menningu hinnar uppvaxandi æsku í landinu. Rak Sigurður skólann um langt árabil, en eftir brottför hans frá skólanum var skólinn í'ekinn á vegum hjeraðs- ins til ársins 1930, að hjeraðs- skólinn í Reykholti tók til starfa. Við komu sína að Hvítárbakka tók Guðmundur við rekstri skóla búsins. Rak hann búið fyrir sinn reikning, uns hann keypti það og jörðina, þegar breytt var um skólasetrið. Eigi hafði Guðmund- ur fyr drepið niður fæti á Hvít- árbakka en þar var hafin öflug ræktunarstarfsemi og aðrar um- bætur. Er nú þar svo komið, að þar er eitt af stærstu túnum hieraðsins og búrekstur og gripa- fjöldi í samsvörun við það. — Þess er fyrr getið. að þegar Guðmundur byrjaði búskap, hafði hafist nýr þáttur í starf- semi hans í hjeraðinu. Eru þau ummæli engan veginn eirfíkorð- uð við þær miklu og marghátt- uðu framkvæmdir í búskapnum, sem eftir hann liggja, og þann mikla myndar- og snyrtibrag, sem þar er á öllu, heldur lúta þau eins og ekki síður að þeim miklu og margþættu afskiftum hans af og þátttöku í fjelagsmál- um hjeraðsins á þessu tímabili. Hefir Guðmundur komið þar mjög við sögu, sem vænta mátti, þegar um er að ræða slíkan á- huga- og hugkvæmdamann, sem auk þess nýtur trausts og trún- aðar allra, sem hann þekkja, og þeirra mest, er hafa af honum nánust kynni. Það yrði of langt mál að gera því full skil hjer, hve þáttur hans hefir verið og -r ríkur í þessum málum. Þess má þó geta, að hann hefir í fjölda ára verið í stjórn Kaupfjelags Borgfirðinga og lengst af veitt forstöðu sauðfjárslátrun á veg- um fjelagsins. Þá hefir hann ver- ’ð í stjórn Búnaðarsambands Borgfirðinga, átt sæti á Búnað- arþingi, verið í stjórn Andakíls- ár-virkjunar, átt sæti í fasteigna natsnefnd svslunnar, verið í hrepps- og sýslunefnd og gegnt hreppsstjórastörfum. Um langt ikeið var hann form. skólanefnd- ar Hvítárbakkaskólans, og i skólanefnd Reykholtsskóla hefir hann verið frá stofnun hans. — Þá hefir hann lengi verið prófdómari við Bændaskólann á Hvanneyri og um 35 ára skeið staðið að meira eða minna leyti fyrir vegaeerð- um í sýslunni. Eru þetta alt, og koma hjer þó ekki öll kurl til grafar, ærin og tímafrek störf utan heimilis, og er ekki á færi annara en þeirra, sem gæddir eru sjerstökum áhuga og eru atgervismenn, að inna slík störf af hendi með kostgæfni, sam- hliða því að standa fyrir um- fangsmiklum búrekstri og stór- feldum framkvæmdum í jarð- ráekt og öðrum umbótum, sexrx tengdar eru í verulegum mæli við vinnuafköst bóndans sjálfs. Eins og af þessu má ráða, er Guðmundur mjög fjelagslyndur maður, sem telur ekki spor sín við það að greiða götu hvers þess málefnis, er til framfara hoi'fir til aukinnar menningar og bætti'a lífskjara. Þá er hann og mikfll greiðamaður og bón- góður og ávalt reiðubúinn að leysa hvers manns vandræði eft ir bestu föngum. Hefir margur til hans leitað, þegar vanda bar að höndum, og eigí farið bórí- Ieiður til búðar. Þó að Guðmund ur sje að eðlisfari maður allgeð- ríkur, er hann þó allra manna liprastur í lund, viðfeldinn og aðlaðandi í umgengni, fyrirmann legur í frámgöngu og býður af sjer góðan þokka í hvívetna, enda hvers manns hugljúfi. Hafa þessir eiginleikar hans, samfara einbeittni og festu, þegar því er að skifta, verið honum sterk stoð í baráttu hans fyrir hugðar- og áhugamálum sínum. Guðm. er kvæntur gáfaðri og þróttmikilJi afburðakonu. Ragnh. Magnúsdóttur nrófasts Andrjes- sonar á Gilsbakka. Hefir Ragn- heiður búið manni sínum vist- legt og ánæcjulegt heimili, enda er gestrisni þeirra hjóna og höfðingslund alþekt. Þau eiga tvo syni, Magnús, sem er starfsmaður hjó Samb. ísl. samvinnufjelaga. og Jón, sem nú býr á bálfri jörðjnni á móti föður sínum. Evu þeir bræður báðir hinir mann^'ænlegustu. Guðmundur hefir revnst æsku- hugsjón sinni trúr. Hann hefir þar ekki orðið • fvrir neimtm Vonbrigðum. Hann befir 'fundið lífshámingju sína í því að hlvnna að frjómagni íslenskrar gróð- urmoldar, láta tvö strá vaxa þar„ sem eitt greri áður. Er það bjarg- föst sannfærina bans. að með slíkum hætti sio laeður traustur grunnur nnrlb- framtíð og lífs- hamingju þjóðar vorrar. P. O. Barist gegn fáfræði MADRID: — Stjórnin á Spáni leitar nú ráða til að leysa vanda ólæsra og óskrifandi sem fyrst. Árið 1945 voru 45 prósent þjóð- arinnar ólæs og óskiifandi. Sisscar G. 65 ára er í dag Einar G. Jón- asson, hreppstj. á Laugalandi í Hörgárdal, og vildi jeg með þessum línum minnast afmælis- barnsins, þó jeg hinsvegar viti, að Einar kærir sig lítt um hrós nje lofræður, því Einar er mað- ur hljedrægur og yfirlætislaus og tranar sjer hvergi fram. En við, sem þekkjum Einar, vitum, hver ágætismaður hann er, og skal nú getið helstu æfiatriða hans. Hann er fæddur að Stóragerði i Hörgárdal í Eyjafirði, á sum- ardaginn fyrsta, 23. apríl 1835. Allir íslendingar, ekki síst Norðlendingar, þekkja hve gleðilega þýðingu sá dagur hef- ur, og litli drengurinn, er þá fæddist, þennan dag var líka kærkomin sumargjöf foreldr- um sínum, þó fátæk væru, af þessa heims auðæfum — en þau voru hjónin Guðrún Jóhannes- dóttir og Jónas Jónsson, búend- ur í Stóragerði, bæði dáin fyr- ir löngu. Jónas var, að sögn, gáfu- og fjörmaður, en á barnsárum mín um kyntist jeg Guðrúnu sál. og minnist þess hve fróð hún var og minnu'g, og kunni marg- ar sögur og æfintýri, sem okk- ur börnunum þótti yndi á að , hlýða. Líka var hun hin besta kona. Slík \ar móðir Einars Jónassonar, enda gömul sögn, að merkismenn eigi sjer ætíð j merkismæður. En ekki naut Einar lengi bernskugleðinnar í foreldrahúsum. Tíu ára gamall fór hann til vandalausra, og vann eftir það fyrir sjer sjálf- ur; fvrst sem ,,matvinnungur“, sem kallað var, en fyrir nokkru kaupi eftir fermingu, sem ekk- ert mundi þj'kja nú á dögum. Má r.ærri geta, að ekki hefur æskubraut hans verið rósum stráð, frekar en ýmissa annarra unglinga á þeim árum, sem urðu að hrekiast milli vanda- lausra. En jafnan er Einar fá- orður um þau ár, sem annað — segist ekki hafa átt illa ævi neinsstaðar. En alltaf var þó sterk þrá hans að . komast til manns", þó fátæktin virtist standa þar á milli sem ókleifur veggur. I barnaskóla var hann aðeins þrjár vikur, en eftir' fermíngaraldur braust hann í unglingaskóla og dvaldi þar 12 vikur við nám. Síðan fór hann i Hólaskóla og lauk þar búfræðinámi með góðu burt- fararprófi.. vorið 1909 — sama ár bvrjaði hann kennslustörf í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði, og var þar síðan barnakennari í 30 ár. Vita kennarar best, hve mikla lipurð og þolinmæði þarf til brunns að bera. 5 því starfi, enda ærið. vanbakklátt starf. oft og tíðum. En jeg held, að óhætt sje að fuílyrða. að þar sem í öðru, hafi Einar Jónasson. reynst hinn ágætasti Jeg var öll mín barnaskólaár nemandi hans, eins og flest ungt fólk í Glæsibæjarskölahv. á þeim árum, og ætíð minnist jeg hans sem kennara, með hlýhug og virðingu. Jafnhliða kennslustörfum. hlóð ust nú á Einar ótal störf fyrir sveitarf.jelag hans, því þá voru menn ekki valdir í trúnaðar- stöður eftir pólitísku mati, held ur hæíni og því trausti. sem þeir nutu. í hreppsnefnd var hann tugi ára, þar af oddviti sveitar sínnar í 19 ár. og er það eitt, ekki lítið starf i jafn stóru sveitarfjelagi Þá hefur haim verið i skattanefnd til Jónasson þessa, og formaður hennar nú um skeið, og gegnt ótal fleíri trúnaðarstörfum, að visu um- svifaminni, en hafa þó tekið sinn tíma, og nú síðasta ára- tuginn hefur hann verið hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður. —• Þegar jeg nú hugsa.um Öll þessi störf, sem hann heíur unnið í aímenningsþágu, fyrir lítil og oft engin Iaun — og kannsk9 ekki alltaf mikið þakklæti held ur — skil jeg best, hve oft hann hlýtur að hafa Iagt „hart að sjer“, og hve margar fórnir slík vökumannsstörf kosta, sem fáir meta að verðleikum — og því miður, virðist mjer, sem slíkum mönnum sem Einari, sj9 óðum að fækka með íslenskri þjóð. Auk þess, sem áður er talið, rekur Einar allstórt bú á Lauga landi, þar sem úti og inni ríkir regla og þrifnaður. Þjóðvegur- inn liggur hjá gai'ði á Lauga- landi og er vinalegt þar heim að líta; stórt og reisulegt stein- hús í stóru og grösugu túni, sem Einar hefur stækkað og prýtt. En Hörgá kvíslast neðan við túnið, með ótal valllendishólm- um, og eru þar aðal heyjalond jarðarinnar. Að Laugalandi er ánægjulegt að koma. Á móti manni kemur húsbóndinn bros hýr og glaðv-r, en ætíð hæg- látur og prúðmannlegur, og handtakið hans er hlýtt og þjett. Einar er gestrisinn mjög og kann best við sig í vinahópi — og þrátt fyrir 65 árin, er hann beinn í baki, kvikur og ljettur í hreyfingum og hirn unglegasti. Hann er meðalmað- ur á hæð, grannur og vel vax- inn og snvrtimenni hið mesía — gi'annleitur og frekar stór- skorinn í andliti og hin hreinu, gráu augu hans, og útlit alít, vekur þegar traust. Mikla gleði hefur Einar af því að gefa fá- tækum og hjálpa þeim. er bágt eiga, en jafnan lætur harn sem minnst á því bera, og hef- ur undravert lag á því, að léta þann, er við tekur. ekki finna að hann sje þiggjandi. Má um Einar segja, að ekki veit hægri hönd hvað sú vinstri gerir og munu margir blessa hann i hljóði, fyrir hjartagæsku hans. Þrátt fyrir það, að Einar er einhleypur og erfitt er um fólks hald í sveit, hefur hann þó til þessa dags, staðið af sjer þann straum, sem leitar á mölina. Hann er trúr þeirri köllun — sem hann ungur sór trvggð —• að hlúa að „móður mold“ vit- andi það, að það er hún, sern ávöxtinn gefur. og að ..bóndi er bústólpi, bú er lar.dstólpi — • því skal hann virður vel“. Að lokum \il jeg færa Einari Jónassyni bestu heillaóskir og' þakkir fyrir Hðnu árin og megi íslensk þjóð eignast sem flesta sonu og dætur líka Einari Jón- assvni dreneskaparmenn, trúa í hverju starfi. 23. apiíl 1950. Eyfirðingur. mmmtmiitmiitttttmimiiittiimitmmmmmatmt‘i’%^ l ' 4' : Tvpggja herborgja |: | Ébúð [ 1 óskast sem fyrst. Hó leiga i jg : boði. Uppi. i síma 80515. : •uimimimiiitiitiiituiiiitiiititmiitiiiimiMmiut(tii!i4»

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.