Morgunblaðið - 23.04.1950, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnuílagur 23. apríl 1950.
Venlunarsamningar
Rússa og Spán-
verja!
Ingvorsson bóndi í Borgnr-
eyrum — Minningururð
MADRID, 22. apríl: — Talið
er, að á næstunni muni fram
fara umleitanir um viðskipta-
samninga miili Spánar og Rúss-
lands. Er búist við, að Spán-
verjar muni selja Rússum vol-
fram og kvikasilfur m. a., en
kaupi £ staðmn korn. Það skal
þó tekið fram, að aðeins hafa
heyrst lausafregnir um undir-
búning slíkra viðskipta.
— Reuter.
Örugg! ssmsfarf demó-
krafa og republikana
í ufanríkijmáSum
WASHINGTON, 18. apríl. —
Truman forseti gaf í dag yfir-
lýsingu um að sjerfræðingum
republikanaflokksins í utanrík-
ismálum yrði skýrt frá öllum
meiri háttar atriðum í utanrík-
isstefnu Bandaríkjastjórnar og
auk þess leitað álits þeirra. Er
þessi ákvörðun einn þátturinn
í tilraunum til að koma á
flokkasamvinnu demokrata og
republikana í utanríkismálum.
Bæði forset'nn sjálfur og Ache-
son, utanríkisráðherra, munu
sitja ráðstefnur með republik-
önum varðandi utanríkismál.
— Reuter.
— Ferming
Framh. af bls. 10.
Sigrún Jóhannsdóttir, Samtún
38.
Sólveig Jónsdóttir, Skúlagötu
78.
Sæunn Kolbrún Steingríms-
dóttir, Efstasundi 37.
Valdís Ólafsdóttir, Kirkjuteig
16.
★
Fermingarskeyti skulu hafa
borist ritsímastöðinni í síðasta
lagi kl. 3 í ilag. — Símar, sem
skeytin eru tekin upp í eru: 1020
—6411 81998 og 81902.
iVHnBr^wniiiiiuiiiiiuiiiuitiHiiiuiHnHuaaaHa
( F@Egur
I 2 nýjar 19 tomniu teina-felgur, ;
1 með krómuoum skjöldum ás'imt i
I z
i nýjum dekkjum og slöngum til i
| sölu. Verðuiboð merkt: „Felgur \
| — 900“ sendist afgr. blaðsins :
5 fyrir þriðjndagskvöld.
HINN 9. mars síðastliðinn and-
aðist Jón bóndi Ingvarsson að
Borgareyrum í Vestur-Eyjafjalla
hreppi. Hafði hann um nálega
fjögur ár verið gerþrotinn af
heilsu og löngum rúmfastur þann
tíma, oft úr sárustu þjáningum.
Hann var jarðsunginn að Stóra-
Dalskirkju 23. mars að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Jón Ingvarssort fæddist í Neðra
Dal í Vestur-Eyjafjallahreppi 28.
september 1872 og dvaldist á
þeim slóðum allan aldur sinn,
nema nokkur ár, er hann var orð
inn fulltíða, sem hann átti heim-
ili að Hlíðarenda í Fljótshlíð. —
Hann ólst upp með foreldrum
sínum í Neðra-Dal og var frá
öndverðu haldið fast til vinnu,
eins og títt var um drengi í þá
daga. Uxu þeir þar saman upp
bræðurnir, Auðunn Ingvarsson í
Dalsseli, og Ingvar Ingvarsson,
fyrrum bóndi í Neðra-Dal, nú í
Vestmannaeyjum. — Kornungir
tóku þeir, og þá ekki hvað síst
Jón að vinna að ræktun og jarða-
bótum í Neðra-Dal, svo að orð
fór af. Mun ekki fjarri, áð jörðin
búi að sumum þeim handtökum
enn þann dag í dag, því að þar
var enginn ósljettur blettur í túni
er þeir bræður fóru þaðan. Hitt
er svo annað, að Jón var aldrei
heilsuhraustur maður alla æfi.
Barnlúinn tók að segja til sín
snemma, og ekki þykir mjer ó-
líklegt, að glíman við þúfurnar í
Neðra-Dal hafi orðið hinum ungu
og óhörðnuðu kröftum hans að
sumu leyti ofviða.
Eins og áður er sagt eignaðist
Jón heitinn Ingvarsson heimili að
Hlíðarenda í Fljótshlíð, sem ung-
ur lausamaður. Dvölin í Fljóts-
hlíð varð honum til varanlegrar
hamingiu, því að þar gekk hann
að eiga konu sína, Bóel Erlends-
dóttur, árið 1900. Hófu þau síðan
búskap í Neðra-Dal og bjuggu
þar í þrjú ár. Harmsár atvik ollu
því að þau fluttust aftur að Hlíð-
arenda. Ingibjörg Erlendsdóttir,
systir Bóeiar, gervileg stúika,
varð bráðkvödd 18 ára að aldri.
Fluttu þau Jón þá aftur að Hlíð-
arenda, meðfram til aðstoðar og
huggunar við aldurhnigna for-
eldra Bóelar, en börn þeirra önn-
ur voru þá komin víða vega. Þar
bjuggu þau í þrjú ár, en fluttust
síðan að Borgareyrum í Vestur-
Eyjafjallahreppi og bjuggu þar
ætíð síðan 1907.
Jón Ingvarsson var greindur
maður, Ijúfmenni í allri kynn-
ingu og prúðmenni hið mesta,
enda tóku þeir allir við hann ó-
rofa tryggðum, er honum kynnt-
ust. Hann hafði yndi af bókum
og einkum fögrum ljóðum og
kunni mikið af þeim. Ætla jeg að
hann hafi kunnað mestmegnis
utan að ijóð Jónasar Hallgríms-
sonar og Þorsteins Erlingssonar,
og gjörkunungur var hann skáld-
skap Hallgríms Pjeturssonar og
unni honum mjög. Oft var hon-
um erfitt um að ná í bækur,
eins og einatt hefur verið hlut-
skipti íslenskra alþýðumanna, en
þar hjálpaði það honum drjúg-
um, að hann tók ungur að binda
bækur í tómstundum sínum og
komst þannig yfir að lesa margt
það, sem honum hefði annars
ekki veri kostur.
Borgareyrar voru lítil jörð, er
Jón fluttist þangað og gaf túnið
t.d. ekki af sjer full tvö kýrfóður
og í flestum árum mikið minna.
Jón vann ötullega að því að bæta
jörðina á meðan kraftar og heilsa
entust og varð mikið ágengt í
því efni. Bæði voru þau hjón gest
risin og greiðasöm í besta lagi,
enda þurfti þess oft við, því að
bærinn lá í þjóðbraut að kalla
um tugi ára, þangað til brú var
gerð á Markarfljót, ‘en ill vötn á
báðar hliðar. Þótti í þá daga
rríörgum hröktum manni gott að
koma á Hólmabæina.
Jeg hef að einskis manns
rekkju komið hjer í prestakall-
inu, sem mjer hefur fundist eiga
við þyngri þraut að stríða, þessi
ár, síðan jeg kom hingað en Jón
Ingvarsson í Borgareyrum. Svo
liðu ár, að hann var að kalla
mátti sárþjáður hvern dag, en
hjelt þó andlegum kröftum furð-
anlega. En við þenna erfiða
sjúkrabeð sýndi það sig best, hví-
líka konu hann hafði fengið þar
sem Bóel Erlendsdóttir var. Með
frábæru þreki, ástúð og þolin-
mæði hjúkraði hún manni sínum
daga og nætur og vjek að kalla
má aldrei frá rúmi hans. Hún
fór að jeg ætla aldrei dagstund
að heiman í öll þessi ár, en var
jafnan viðbúin að láta að öllum
óskum og verða við hverri bæn
hins sjúka manns. Þó að sjálf
væri hún orðin þreytt og lúin af
erfiðu æfistarfi, var sem henni
yxi alltaf nóg þrek, ef um það
var að ræða að lina þjáningar
hans. Er þó fátt, sem meira reyn-
ir andlegt og líkamlegt þrek, en
horfa þannig upp á þjáningar
ástvina sinna og fá lítíð að gert.
En í þessari raun reyndist Bóel
eins og hetja, og það er henni
mikill sæmdarhlutur hversu frá-
bærlega hún leystí af hendi þenn
an erfiðasta hluta æfistarfs síns.
Kærleiki hennar, þrek og bjart-
sýni í þessari þungu raun mun
jafnan verða þeim í minni, og
jafnan verða þeim aðdáunarefni,
sem því kynntust.
Með Jóni Ingvarssyni í Borg-
areyrum er á brott genginn góð-
ur drengur og sómamaður, sem á
einskis manns óvild, en allra
þeirra vinarhug, sem honum
kynntust og samskipti áttu við
hann á lífsleiðinni.
Hæli, 29. 3. 1950.
Sigurður Einarsson.
— Selfoss
Framh. af bls. 9.
irbúningi samkomu þessarar.
Dansað var að síðustu og fór
skemtunin í alla staði mjög vel
fram og var víns eigi vart á
samkomu þessari.
Ungmennafjelagið á Selfossi
vinnur af alhug að því að koma
upp íþróttavelli og er hann
mjög langt kominn og þess
vænst að hægt verði að taka
hann til afnota á sumri kom-
anda, enda má segja að slíks
sje mjög mikil þörf fyrir íþrótta
lífið bæði á Selfossi og í sýsl-
unni allri að fullkominn íþrótta
völlur rísi miðsvæðis þar sem
hin ýmsu fjelög gætu háð
kappmót sín á milli.
Samkomugestur.
— Þjóðleikhúsið
Framh. af bls. 2.
hann hafði ort við þetta tæki-
færi. Að því búnu ljek hljóm-
sveitin forleik eftir Karl Ó.
Runólfsson tónskáld, undir
stjórn Róberts Abrahams.
Að leikslokum voru leikstjóri
og leikendur kallaðir fram
mörgum sinnum og ákaft hyllt-
ir af áhorfendum.
Sigurður Grímsson.
— Bruninn
Framh. af bls. 1.
Að lokum skýrði fram-
kvæmdastjórinn frá því að í
verksmiðjunni, sem var stærsta
sápuverksmiðja landsins, hafi
að jafnaði unnið milli 25 og 30
manns.
Verksmiðjuhúsið var fram til
ársins 1938 skinnaverksmiðja
KEA, en þá var þar sett á stofn
sápuverksmiðjan „Sjöfn“.
iwnnnininiiiJwiiiimnmtwnHiimmnmmmiwi
A A A
Eftir Ed Dodd
smmiiiiiiiniui;^' /fe«3MciKimiiiMmiiii*M*ii*MMi*ti*!s*Mi«»*’
1
I3HJ*
— Jæja, jeg sje, að þið eruð
komin aftu ■■ til baka.
—- Já, þa< ber ekki á öðru. En
þú veist ví: best sjálfur, fant-
urinn þinn, hvernig á því stend
ur.
— Markús, ætlar þú ekki að
fá þjer kaffisopa með okkur?
— Nei, þakka þjer fyrir,
Davíð, jeg má ekki vera að
því. Jeg þarf að fara út í
skemmu og setja nýja magaól
á hnakkinn minn. Hin er orðin
gömlu og getur slitnað við Vís-
undaveiðarnar á morgun.
— Ha, hvað sagðirðu? Vís-
undaveiðar?
Kröfuharfoir utanfari
ÞANN 13. þ. m birtist í dag-
blaðinu Vísi smáklausa, er mjer
skilst að eigi að lýsa ókurteisi
eins vagnstjóra hjá Strætis-
vögnum Reykjavíkur. Jeg er
nú ekki vanur að skrifa í blöð
og satt að segja tel jeg það tæp-
lega ómaksins vert að eltast við
slíka hugaróra, sem í umræddri
grein.
En jeg ætla að slá til í þetta
sinn og verð þá fyrst að lýsa
samúð minni með þessum landa
mínum, ef svo er, sem mjer
skilst, að hann hafi glatað móð-
urmálinu þau árin, sem hann
dvaldist erlendis.
í skiltakassa framan á vagn-
inum, sem hjer um ræðir,
stendur „Hraðferð11 og enn-
fremur hverfi það, sem vagn-
inum er ætlað að aka farþeg-
um til og frá. Þá eru samskon-
ar skilti á hliðum vagnsins og
ennfremur er mni í honurr. hvítt
spjald, sem á,er letrað „Hrað-
ferð. Engin peningaskipti. 1 kr.
fyrir fullorðna, 50 aura fyrir
börn“. Jeg tel hverium farþega
borgið með þessum leiðbeining-
um.
Vilji hann þá nokkuð bjarga
sjer sjálfur. Annars er það svo
skrítið, að mjer finnst oft sem
snúist hafi við „tungan“ í þeim
mönnum, sem eitthvað hafa
dvalið erlendis og vilja svo fara
að ségja okkur til syndanna
hjer heima.
í ofangreindri grein er vagn-
stjórinn sakaður um ókurteisi.
Þetta get jeg ekki viðurkent.
Hann fylgir aðeins þeim regl-
um, sem fyrir hann hafa verið
lagðar af yfirboðurum hans. Þó
finnst mjer sem farþeginn, sem
gefið hefur tilefni til þessa
greínastúfs, geri svo miklar
kröfur til vagnstjórans, að hann
eigi jafnvel að siá það á hverj-
um farþega, að hann sje búinn
að dvelja erlendis og skilji því
hvorki upp nje niður í regl-
unum hjer heima.
Umræddur farþegi talar í
greininni um stauk þann, sem
peningarnir eru látnir renna í,
þegar fargjaldið er greitt, og
líkir honum við hrákadall. Já,
stórir hljóta dallarnir að vera
utanlands, eða að minnsta kosti
á þeim slóðum, sem greinar-
höfundur hefur komist á. Þá
hælir farþeginn sjer mjög um
af því, að hann hafi komið með
-farþegum sínum til að brosa
og þar með gert vagnstjórann
að athlægi. En hefir hinn marg
-umtalaði farþegi þá ekki gert
sjálfan sig að ennþá meira at-
hlægi, er hann fer með klögu-
mál sitt í blöðin og reynir með
því að kasta rýrð á heila stjett
manna?
Að lokum þetta- Farþegan-
um, sem kvartar undan ókurt-
eisi strætisvagnastjóra er ráð-
legast að merkja sig á einhvern
hátt og gefa með því til kynna,
að hann sje nýkominn úr er-
lendri langferð. Að öðrum kosti
geta hvorki strætisvagnastjór-
ar nje aðrir áttað sig á bví, að
maðurinn hefur glevmt íslensk-
um háttum og siðavenjum og
þarf sjerstakrar umönnunar og
eftiriits með.
Vagnstjóri.
iiiiiiiriiiMiiiitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiHHiiiiiiiiiiHii
SigurSiir Rcynir Pjetursson
málflutningsskrifstofa
Laugaveg 10. — Súni 80332
uiiuiiiiimuuimmiuiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiuui