Morgunblaðið - 23.04.1950, Side 14

Morgunblaðið - 23.04.1950, Side 14
14 AtORfZUNRLAÐIÐ Sunnudagur 23. apríl 1950. —„ Framhaldssagan 16 Gestir hjá „Antoine“ Eftir Frances Parkinson Keyes og settist ofan á hana- Hún var Éegin að Sabin hafði lokað á eftir sjer, vegna þess að annars trefði hún ekki getað komist hjá jfeví- að sjá inn í herbergið, og hemrir var illa Við það. Það var títið og ekkert inni í því annað en einfalt hermannaíúm með ullarábreiðu, dragkista og tveir burstar ofan á henni og einn fe&rðuF'stólL Það var ekki her- bergi, sem eðlilegast hefði verið að Sabin hefði kosið að sofa í, trsrmv sem vildi -hafa hátt til tofts og vítt til veggja og hlaða taring um sig allskonar skraut'- mufium. Hann valdi sjer það í wkótmælaskyni, ef til vill án fæss að hann gerði sjer það ljóst sjálfur, en þó í mótmælaskyni. Odile lokaði augunum og ifeyndi að sjá fyrir sjer svefn- ' teesrijgrgið, 1 sem “ hún og Sabin «wndu hafa átt, ef þau hefðu gifst, og opnaði þau svo aftur til þess að virða fyrir sjer í síð- asta sinn hina smekklegu og dýrmætu muni, sem Sabin hafði safnað að sjer, frumleg málverk faiv persnesku. teppin, sýrlenska silkiáklæðið á djúpu stólunum, úískornu skápana, þar sem Sab fav-gey'mdi hljóðfærin. Enginn nema hann hefði getað valið þessa ósamstæðu hluti svo vel aaman og enginn nema hann hefói getað gert svona heimilis- tegt í kring um þessa hluti, sem öllu heldur áttu heima á safni. Odile hafði ekki fundist heim- ili móður sinnar sitt heimili síð an hún giftist. Eins og hún hafði sagt Sabin, vildi Amélie La- lanae halda öllu óbreyttu. Hún hafði farið á mis vúð þá ánægju, sem flestar nýgiftar konur hafa af eigin heimili og búa það eftir sínum eigin smekk. Odile svaf í-sama herberginu og hún hafði sofið í sem barn. Hún borðaði enn við borð móður sinnar og tók á móti gestum í dagstofu hennar. Móðir hennar hafði hússtjórnina með höndum, á- kvað máltíðir og rjeði þjónustu- fólk. Tossie ein tók við fyrir- skipunum frá Odile. Og ef hún hefði farið hefði Tossie komið með henni og búið hjá henni og Sabin í þessu húsi, sem þau höfðu fyrir löngu ákveðið að búa í. Hann hefði ekki gert sjer að góðu það sem fyrir var, eins og Léonce, sem var sama um allt í kring um hann á meðan honum var sjeð fyrir góðum mat og dýru víni. Sabin hafði valið fyrir hana húsbúnaðinn að meiri smekkvísi en hún hefði sjálf getað. Henni þótti ennþá vænna um þessa stofú vegna þess að úr henni skein Öll sú ást og hlýja, sem Sabin mundi hafa umvafið hana, ef hún hefði gifst honum. — Hún leit niður á leðurkistuna, sem hún vússi að upphaflega hafði verið keypt til að geyma lín og dúka brúðarinnar. Hún leit á stóra kínverska legubekkinn og glitofnu ábreiðuna, og vissi að hann hafði átt að gegna hlut verki brúðarsængurinnar...... Er Sabin kom aftur hjelt hann á lítilli. næstuin ferhyrnri skainmbyssu í annarri hendinní. Odile leit undrandi á hann. „Var það þessi, sem þú hafð- ir í stríðinu?“, spurði hún, ,,Nei, jeg náði henni af Ar- aba“. Odile leit af byssunni auðsjá- anlega vonsvikin. „En jeg var að vona, að þú mundir ekki gefa mjer eitthvað, sem þú hafðir ekki eða. . ..“. „Jeg sagði ekki að jeg hefði keypt hana. Jeg náði henni áð- ur en hún náði mjer. Og þegar svo var komið, var Arabinn ekki fær um að semja um nein kaup“. „Áttu við.... að þú hafir drepið hann?“. „Já.... það var nú einn þátt- urinn í leiknum. Og í þessu til- felli v'ar hann nokkuð góður. Það var þegar við vorum við Sfax löngu fyrir uppgjöf Biz- erte. Það var verið að safna saman liði fyrir innrásina á Sikiley, en það var auðvitað' launungarmál. Við höfðum tek- ið eftir því að þeir innfæddu voru farnir að gera ískyggilega mikið af því að villast og kom- ast á staði, sem þeir alls ekki áttu að koma á. Þetta kvöld átti jeg von á flugvjel, sem jeg átti að fara með til London j snögga ferð og jeg fór út til að svipast um eftir henni. Þá rakst jeg á þennan náunga. — Mjer leikur enn forvitni á að vita hvernig hann hefur komist yfir þessa byssu, því að hún er þýsk að uppruna. Þeir kölluðu þetta Kamerad-byssur. Þær eru nógu litlar til þess að það sje hægt að halda á þeim í lófan- um, þó að maður sje með upp- rjettar hendur“. Sabin hafði handleikið byss- una á meðan hann talaði. „Og , þetta var sönn saga“, sagði i hann og fleygði henni upp í loft ið, greip hana aftur og rjetti Odile. Nú þáði hún gjöfina án þess að hika. | „Bíddu annars við“, sagði Sabin. „Jeg skal ganga svoleið- is frá henni, að hún valdi ekki neinu slysi“. Hann tók byssuna, opnaði hana, tók út skotfærahylkið og hristi úr því skotin. „Nú er hún hættulaus“, sagði hann. „Þessi þrjú skot eru lík- lega þau einu, sem til eru hjer á landi, sem passa í hana. Þú gætir þess að geyma skotin svona, þá er öruggt um að ekk- ert slys verður“. „Jeg skal ekki gleyma því. Jeg gleymi engu, Sabin“. „Ertu viss?“. „Já“. Það voru ekki aðeins varir hennar og hendur, sem skulfu nú. Hún titraði öll frá hvirfli tií ilia. Sabin tók byssuna úr höndum hennar og lagði hana á litla borðið. „Við skulum láta hana liggja þarna, þangað til þú ferð heim“, sagði hann. „Úr því að þú hefur svona gott minni, þá gleymir þú henni líklega ekki. En ef þú ger ir það, þá skal jeg minna þig á hana. Mig langar til þess að þú eigir hana. En þú ætlar ekki að fara strax heim. Er það?“. Hún reyndi að svara, en gat það ekki. En hún hneigði höf- uðið og Sabin skildi. „Og jeg ætla ekki að leyfa ,þjer að fara. Ekki fyrr en jeg hef sagt þjer aftur, hve heitt jeg elska þig. Ekki fyrr en þú hefur sagt að þú elskir mig enn“. V. KAFLI. Hvernig Caresse Lalande og Léonce St. Amant eyddu síðara hluta dagsins 3. janúar 1948. „Herrar mínir og frúr, þið hafið nú heyrt frásöguþátt Car- ' esse Lalande um tísku og búnað fólks fyrr á tímum. Þátturinn I var frá „Tískuhöllinni“, sem 'allir þekkja. Ungfrú Lalande mun koma aftur að hljóðnem- anum á fimmtudaginn með nýj an frásöguþátt um sama' efni“, sagði þulurinn. Caresse var í góðu skapi, þeg er hún gekk út úr útvarpssaln- um. Henni fannst henni hafa , tekist þátturinn óvenju vel og hún brosti glaðlega til samferða manna sinna í lyftunni niður. f anddyrinu hitti hún Ted Em- ery, gamlan kunningja, og gaf sjer tíma til að spjalla við hann dálitla stund. Léonce ætlaði að sækja hana þegar klukkan var kortjer yfir tvö. Hann hafði ekki verið lengi að sannfæra hana um það við kvöldverðinn hjá „Antoines“, að ekkert at- hugavert væri við það, að þau ækju sjer til skemmtunar út fyrir borgina þennan dag. Odile fór til Sabins á hverjum laug- ardegi, og því skyldi þá ekki Caresse gera sjer glaðan dag með Léonce? Ekki svo að skilia að hún hafi ekki vitað, að móð- ur hennar eða Odile var eigi um það. Þess vegna hafði hún sagt heima hjá sjer að hún yrði að æfa þáttinn, sem hún átti að lesa á fimmtudaginn og kæmi bví seinna heim en veniulega. Og þó að Ted Emery vildi endi- lega fylgja henni fram að dyr- unum við Barone Street, gat hún eki fundið til nokkurs sam viskubits. Það var miög eðli- legt að mágur hennar sækti hana úr vinnunni.... „Er þetta ekki Léonce, sem er að flauta þarna bílnum?“ spurði hann. „Nei, bíllinn hans er ekki svona á litinn“, svaraði hún. En becar hún tók eftir bví að blái bíllinn, sem Ted hafði bent henni á, stöðvaði umferðina á eötunni, athugaði hún hann nánar. „Jú, það er hann“, hróoaði hún. „Vertu sæll, Ted“. Hún stökk yfir gangstjettina og inn í bílinn. „Hvernig gastu búist við að jeg mundi bekkia þig í þessum gamla skrjóð, Léonce“, sagði hún um leið og hún sett- ist við hliðina á honum. „Þú hefðir átt að segia mier bað fvrirfram, þá hefði jeg ekki lát- ið þig bíða. Hvað er að bílnum þínum?“. „Ekkert. Mjer datt bara í hug að það gæti kannske verið betra að fá lánaðan einn bílinn úr versluninni í dag. Jeg sagði ei»andanum að ieg ætlaði að sýna hann manni, sem kannske vildi kaupa hann“. „Hvers vegna fannst þier betra að taka 'oíl úr verslun- inni?“. „Ef bú petur ekki getið þier þess til sjálf,- þá skal jeg segja þjer það þegar jeg kemst út úr Siífur í Syndabæli FKASÖGN AF ÆVINTÝRUM ROT KOGERS } 15. } Frá því gamli Ed hvarf hafði Cookie tekið að sjer múl- asna hans, sem var kallaður Gunna. — Gunna var skapmikil eins og múlasnar eru oft. Það var sagt, að gamli Ed hefði ialdrei elskað neina aðra lifandi veru en Gunnu. Jæja, þetta kvöld, þegar Cookie var að gefa Gunnu hafra, gekk Regan inn í smiðjuna. — Það er leiðinlegt, að það skuli ekkert silfur finnast í námunni, nje neins staðar í nágrenni Syndabælis, sagði Regan. — Þú stendur víst enn uppi með hlutabrjefin, sem þú keyptir, Cookie? Cookie kinkaði kolli. — Já, því er nú ver og miður að við fórum að kaupa þessi hlutabrjef. Og svo segir Carol, að við getum ekki fengið þau greidd til baka. Og við sem þurfum peningana til að borga skuldir okkar. — Það er ekki gaman að því, sagði Regan. — Þú veist, að silfurnámur eru eins og happdrætti. Hann hjelt áfram og var mjög samúðarfullur. — Mjer finnst leiðinlegt að sjá nokkurn mann tapa aleigu sinni í svona happdrætti. Ef til vill gæti jeg hjálpað þjer, svo að þú standir ekki alveg snauður eftir. Eigum við að segja, að jeg kaupi þessi 20 þús. dala hlutabrjef á 500 dali. Jeg geri það ekki vegna þess að jeg græði neitt á því. Jeg geri það bara til þess að þið fje- lagarnir standið ekki uppi algjörlega snauðir. Þú skilur það, Cookie, að það er betra fyrir ykkur að fá 500 dali, en að fá ekki einn einasta eyri. Áður en Cookie gæti svarað þessari málaleitan gekk Carol inn í skálann. — Þú ert ekki enn búinn að loka, járnsmiður sagði hún. — Viltu ekki hreinsa og gera við þessa byssu fyrir mig. Jeg býst við, að jeg þurfi á henni að halda, sagði hún og dró upp úr belti sínu skammbyssuna, sem hún hafði fundið við silfurnámuna. — Já, sagði hún og var hugsi. — Það getur vissulega verið að jeg þurfi á henni að halda. j Cookie svaraði. — Já, jeg býst við, að þjer veiti ekki af fcyssunni, ef þú ætlar að sofa í Gálga-gistihúsinu. Hann leit á byssuna og fölnaði allt í einu við. UuJ wnjo9iqumlkcJ(,)Jí jstuu. — og það einasta sem jeg gat bjargað — voru megrimartöflurn- ar mínar. ★ Vonbiðill: „Býst systir þin við mjer núna?“ Lítill drengur; ..Já“ Biðillinn (glaður): ..Hvernig veistu ]»að?“ Drengurinn: ..Hún er farin út.“ * . ) Faðir (ávitar litla son sinn fyrir óþrifnað): „Jonni, þú ert gris. Veistu hvað gris er?“ Jonni: „Já, það er barn, sem svín é. “ ★ Kennari: „Hvað er bniðgumi?" Sally: ..Það er hlutur, sem er hafð- ur við giftingar.“ ★ Móðirin (ávítandi): ..Jeg vildi, að þú hættir að teygja þig svona eftir matnum á borðinu, Toinmi, hefirðu ekki tungu?“ Tommi: „Jú, mamma. En handlegg imir á mjer eru lengri.“ ★ Kona nokkur krafðist skilnaðar Hún sagði dómaranum, að maðurinn sinn reykti of mikið, drykki stundum, kæmi stundum seint inn á kvöldin, eyddi of miklum peningum í lax veiðimennsku ,læsi blöðin þegar hún væri að tala við hann, kjnni ekki almennilega að aka bílnum, væri ó* kurteis við skyldmenni hennar, færi ekki nógu oft í kirkju og einu sinni hefði hún komið að honum, þar sem hann hefði verið að kyssa vinnu- konuna. „Viljið þjer láta refsa þessum manni," spurði dómarinn. „Já,“ sagði konan. „Jæja,“ svaraði dómarinn. „Jeg veiti vður ekki skilnað frá honum.“ ★ Prófessor: „Sjúklingurinn er halt- ur vegna þess að annar fóturinn ú honum er 5 cm. styttri en hinn. Hvað munduð þjer gera í því tilfelli, Jón?“ Jón: „Jeg hugsa að jeg myndi rera haltur lika.“ ★ Prófessor: „Hvað mynduð þjer ráð- leggja sjúklingi, sem væri nýbúinu að taka blásýru?" Stud. med.: „Prestsþjónustu.11 ★ „Auðvitað er jeg ekki gift“, sagðj hún, „jeg er ekki fífl neins manns.“ Von færðist í augu hans, „Viltu verða mitt?“ sagði hann. Vití kaupum ( Silfurgripi, ILislxnuni, Brotasilfur, Gull. Oon StpunílGGon ( SkoripripoverzUjii s Laugaveg 8. ! *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.