Morgunblaðið - 16.05.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.05.1950, Blaðsíða 10
10 VOHrrVBLAÐU* Þriðjudagur 16. mai 1950. ) Framhaldssagan 34 iiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiMiiiniiiiiMimniii* | Gestir hjá „Antoine“ I Effir Frances Parkinson Keyes ? “ •miiimmmiiimiii mimmimmimmmmmmmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmmmmimmmimmmmmmmmmmmmmmmmmiim* Silfur í Syndabæii frAsögn af ævintýrum roý rogers 32. — Það hlýtur að vera silfur hjer einhvers staðar í nánd íyrst Gunna vill alltaf stansa hjer í pollinum, sagði Cookie. — Hvar ætti það silfur að vera? sagði Roy. — Jeg get ekki sjeð að það sje neins staðar hjer í kri-ng. Þeir horfðu lengi í kringum sig. En ekkert gátu þeir fund- ið, sem benti til að þarna væri silfur. — En það hlýtur að vera hjer, sagði Cookie. — Þetta er í annað skipti, sem Gunna stansar með okkur hjerna og hún hefur svo oft farið með Ed hingað að hún er farin að þekkja þetta, jafnvel þótt hún sje aðeins múlasni. — Já, jeg trúi því, svaraði Roy. — Við verðum að leita hjer, þó jeg hafi að vísu litla trú á því. Rjett í þessu heyrðu þeir hófatök og sáu ríðandi menn nálgast. — Þetta er Regan, æpti Cookie í skelfingu. Við verðum undir eins að reyna undankomu. — Ekki strax, svaraði Roy. — Við verðum að finna silfrið, annars er úti um okkur. Haltu áfram að leita. Jeg ætla að fara á móti þeim og halda þeim aftur. Og Roy gekk ákveðinn á móti reiðmönnunum. Hann tók upp skammbyssurnar og skaut aðvörunarskotum upp í loftið. — Komdu ekki nær, Regan, hrópaði hann. — Komdu ekki nær, ef þú vilt komast heill á húfi hjeðan aftur. Regan og menn hans stigu af baki og fundu sjer skjól á bak við kletta. Hann hrópaði til Roys: — Lögreglustjórinn í hjeraðinu er kominn til Syndabælis. Hann er á leiðinni hingað upp úr og ætlar að handtaka þig. — Þú skalt ekki veita neina mótspyrnu. Ef þú gerir það,- þá talar það gegn þjer við rjettarhöldin. Ætlarðu þá að gefast strax upp? Regan skipaði nú mönnum sínum að umkringja Roy og Cookie. Þeir tóku krók á og ætluðu svo að nálgast pollinn. hægt. - ............... .......... -—__________________— imiHlln Wjp- -itJBdnn vist,“ sagði Barrymore. „Hugsaðu þjer að það sje jeg.“ Þegar hann sagði söguna seinna, leggja fram sitt lið, ef hún gæti eitthvert gagn gert, þá óskaði hún þess af öllu hjarta að hún þyrfti ekki að fara. Hún var hrædd um að hún mundi missa af bílferðinni með Aldridge ef hún kæmi ekki fyrr en seinna. Hénni ljetti því mikið þegar frændi hennar sagði að enn væri allt í of mikilli óreiðu. „Jeg vona bara að Caresse og Amélie hafi báðar getað sofnað. Og þegar þær vakna aftur, verðum við Perrault að vera þar, til að aðstoða þær við allt, sem þarf að gera. Sjálfum veitti mjer yíst ekki af að sofa, en það þýðir ekki að fást um það“. „Jeg efast ekki um það. Og ef það er nokkuð sem jeg get gert...... „Já, jeg héld að Amélie þætti vænt um það, ef þú kæmir í fýrramálið áður en kistunni verður lokaði. Hún verður jörð- uð í brúðarkjólnum og auðvit- að verður skotsárið ekki látið sjást, svo að hún verður mjög .... já, hún verður sjálfsagt mjög fögur. Nema auðvitað hárið. Amélie hefir miklar áhyggjur af hárinu. Tossie hefir alltaf greitt hár hennar og enginn getur gert það eins' vel og hún. En nú hefir þessi Murphy ....“. Það fór hrollur um Ruth erída þótt hún reyndi að láta ekki á því bera. Þegar hún hafði spurt að því hvort hún gæti ekki hjálpað eitthvað til, hafði hún átt við hvort hún gæti svarað í símann, tekið á móti skeytum eða raðað blómum. — Henni hafði ekki dottið í hug að þess væri óskað að hún kæmi til þess að horfa á vesalings stúlkuna { kistunni. ;— Henni fannst eitthvað óhugnanlegt við tilhugsunina. Álíka ógeðfelld var hugsunin um móðurina, er var það aðaláhyggjuefnið að hárið fór ekki nógu vel á dótt- ur hennar í gröfinni. Harm- þrungin mnðir mundi varla láta sig slík smáatriði skipta. Fox- worth gat getið.sjer til um hugs anir hennar og talaði jafnvel enn hranalegar en fyrr: „Suðurrikjabúar hafa sína sjerstöku siðavenjur við dauðs- föll. Jeg vona að þú virðir þessa siði og látir það ekki í ljós þó að sumir þeirra komi þjer ó- kunnuglega fyrir sjónir. Ame- ílé mundi sárna það og það mundi líka gera aðstöðu mína erfiða. Jeg hef þegar sent blóm á þínu nafni .... stóran vönd af hvítum liljum. Mjer fannst þær fara vel við hvítu orkide- urnar, sem jeg sendi sjálfur. Jeg kem sjálfsagt ekki heim fjTr en seint og síðar meír og jeg vona að þú álítir það ekki skyldu þína að vaka eftir mjer í þetta sinn. Ef þjer býðst ein- hver skemmtun í dag, þá ættir þú að nota bjer af því. Auðvit- get jeg ekkert ger.t fyrir þig sjálfur“. Hann gekk jafn hvatlega út og hann hafði komið inn. Og Rúth sat eftir og fannst bæði að hún hafði verið ávítuð eins ■og óþægt harn og verið gefið þáð í skyn að hún væri óvel- kóminn gestur. Það var enginn sími í herbergi hennar svo að hún gat ekki hringt í Aldridge fyrr en hún hafði farið í bað og klætt sig. Hún hafði ákveðið að athuga næstu ferðir á milli New Orleans og New York, en hætti við það um leið og hún heyrði rödd Aldridge í síman- um. „Það er víst orðið of seint að fara í kirkjuna. Við verðum að eiga það til góða seinna. Það er gott að þú hefur farið að ráði mínu og fengið þjer góðan blund“. „Mjer þykir leitt að missa af kirkjunni. En jeg get farið með uppáhaldsversið hans pabba í staðinn: í nafni föðursins, son- arins og heilags anda byrja jeg þennan dag. Hann segir að það vers geti hjálpað honum til að mæta hvaða erfiðleikum, sem er, með stillingu og ró“. „Já, það er fallegt .... og felur mikið í sjer. Jeg held að jeg taki það upp sjálfur“. „Jeg ætla að segja honum það. Hann gleðst ábyggilega yfir því að frægum fornfræð- ingi þyki mikið til þess koma. En svo að jeg snúi mjer að öðru .... jeg hef ekki sofið all- an þennan tíma. Orson frændi hefur verið að segja mjer allt um það,sem skeði í nótt“. „Þá verðum við að bera sög- urnar saman. Jeg hef nefnilega líka heyrt það frá Joe Racina og jeg efast um að þær sjeu eins .... Hvenær geturðu ver- ið tilbúin að leggja af stað út til Lacombe?“. „Jeg er tilbúin núna .... Það er að segja jeg er ekki farin að borða neitt ennþá! Orson frændi vill að jeg verði við jarðarför- ina á morgun og jeg....“. „Já, jeg veit. Jeg er hræddur um að það verði erfitt fyrir þig, en eins og jeg sagði í gær, ætla jeg að biðja þig að hugsa ekki of mikið um Odile. Við getum verið komin til Lacombe klukk- an tvö og borðað miðdegisverð hjá Morrisons-hjónunum. Það verður nógu bjart til að skoða garðinn minn á eftir. Og svo skaltu borða vel áður en við för um. Jeg verð kominn eftir stundarfjórðung. Og mundu að klæða þig vel, því að það er kalt í veðri“. Hún stóð úti á gangstjettinni og beið hans þegar hann kom. Hún var í gráum jakkakjól með lítinn gráan hatt á höfðinu og yfir axlirnar bar hún loðfeld. Hann brosti til hennar um leið og hún settist við hlið hans í bílnum. „Jeg sje að þú hefur farið að ráði mínu og klætt þig ekki að- eins vel, heldur einnig mjög smekklega. Jeg hef sjeð auglýs- ingar um svona loðfeldi í blöð- unum, en jeg hef aldrei orðið svo frægur að sjá þá með berum augum. Jeg vona samt að þú hafir ekki borðað allt of mikið, því að jeg veit að við fáum alls- konar kræsingar hjá Morri- sons-hjónunum“. Russ hafði talað um það að sveitasetur hans væri hinum megin við vatnið, en Ruth hafði ekki látið sjer detta í hug að þau mundu komast á brú yfir það. Hún var sex mílur að lengd og lá yfir það þar sem það var mjóst. Hún sá margt nýstárlegt á ferðalaginu og Russ talaði í sí- fellu um heima og geima. Hún vissi að hann gerði það af á- settu ráði til að dreifa huga hennar frá umhugsuninni um Odile, og hún varð að viður- kenna að honum tókst það furðuvel. Loks snjeru þau út af þjóðveginum og komu inn á mjóan malarveg. Eftir stund- arkorn óku þau í gegn um skrautlegt hlið. Beggja vegna við veginn uxu stórar camelíur og azelas-jurtir í öllum regn- bogans litum, og áður en Ruth gat látið í ljós hrifningu sína yfir fegurð blómanna, voru þau komin upp að gráu, fornfálegu steinhúsi. Við dyrnar stóðu Tip og Peg Morrison og buðu þau velkomin. Þau sátu lengi við miðdegis- verðarborðið og nutu hinnár Ijúffengu máltíðar. Samræðurn ar snjerust um camelíublóma- rækt, fuglaveiðar og fleira. „Vel á minnst veiðiferðir“, sagði Tip Morrison, „hvenær hefur þú hugsað þjer að leggja aftur út i frumskógana, Russ? Það er liðið lengra á milli ferða- laganna núna hjá þjer en venju lega“. „Já“, sagði Aldridge. „En nú hef jeg fengið beina skipun frá yfirboðurum mínum um að ljúka við þessa bók fyrir út- gefendurna, svo að þess sjáist einhver merki að árangur sje af þessu starfi mínu á Peten, sem þeir kosta“. „Og hvað heldurðu að það þurfi að taka þig langan tíma?“. M.s. „Gullfoss“ fer frá Reykjavík 3. júní kl. 12,00 á hádegi til Leith og Kaupmanna- hafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir laug- ardag 27. mai, annars verða þeir seld ir öðrum. H.f. Eimskipafjelag íslands. SKlpAllTUeRÐ __RJKISINS Esja austur um land til Akureyrar hinn 19. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers, Húsavikur, Akureyrar og Siglufjarð- ar í dag og á morgim. Farseðlar seld- ir á morgun. „HEKLA“ vestur til Isafjarðar hinn 22. þ.m. Farseðlar seldir sama dag. Armann — Camli frumskógaveiSimaður- inn genginn i barndóm. ★ „Svo að Pjetur giftist að lokum Dóru. Hann var líka sannarlega bú- inn að eyða miklum peningum í hana.“ „Já. hann giftist henni vegna pen- inganna sinna.“ * _ „Hafið þjer nokkurn tímann geng- l<5 í svefni?“ Nýr bíleigandi: „Aldrei. Ef til vill hefi jeg ekið.“ ★ Skrifstofumaður: „Herra Olsen er bafi spurt eftir lionum. ★ CóS uppörvun. bætti hann við: „Hún gat það sann- arlega. Hún mölvaði skipið næstum þv: í sundur." ★ Hefirðu þekkt þessa leikkonu lengi?“ „Já, alltaf síðan við vorum á sama aldri.“ ★ Atvinnuumsækjandi: „Þjer auglýst uð eftir sölumanni og bókhaldara, annaðhvort kvenmanni eða karl- manni.“ . Vinnuveitandi: „Já.“ Umsækjandi: „Jeg hefi verið hvort- tveggja i mörg ár, og jeg er viss um að þjer verðið ánægður með mig“ M.s. Dronning Aiexandrine fer til Færeyja og Kaupmannahafn ar 25. þ m. Þeir sem fengið hafa loforð fyrir fari, sæki farseðla í dag fyrir kl. 5. síðd; annars seldir öðr- um. Næstu tvær ferSir skipsins frá Kaupmannahöfn verða: 19. maí og 3. júm Flutningur óskast tilkynntur skrif- stofu Sameinaða í Kaupmannahöfn. Skipaa/greiðsla Jex Ziinsen Erlendur Pjetursson Hjer er ein saga um John Barry- more. Hann eignaðist nýtt skemmti- ferðaskip og konan hans, sem þá var Tekið á móti flutningi til Vest- Dolores Costello, átti að skira það. mannaeyja alla virka daga. | Hann fjekk henni stóra kampavíns ! flösku og sagði henni að brjóta hana ' á stefni skipsins. „Hún er svo þung“, EF LOFTXJH GETUR ÞAÐ F.KKi kvartaði Dolores. „Jeg er viss um að ÞÁ HVER ? jeg get þetta ekki.“ „Þú getur það Tekið á móti flutningi til Patreks- fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flat- eyrar og Isafjarðar é föstudaginn. því miður ekki við. Hann fór út að boiða með konunni sinni.“ Frú Olsen: „Ö, einmitt. Segið hon- um þá bara, að einkaritarinn hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.