Morgunblaðið - 04.06.1950, Page 6

Morgunblaðið - 04.06.1950, Page 6
6 M O Rt-tl /V « LAfílfí Sunnudagur 4. júní 1950 Ctg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgCana.1 Frjettaritstjóri: íyar Guðmundsson. iuglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. t lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Sjómannadagurinn 2 DAG halda íslenskir sjómenn hátíðisdag sinn, sjómanna- daginn, hátíðlegan í þrettánda sinn. Nú eins og áður er þessi dagur jafnframt viðhafnar- og minningardagur allrar þjóðarinnar. Þá minnast íslendingar starfs sjómannastjettar sinnar um leið og þeir heiðra minningu þeirra, sem fallið ha'fa í baráttunni við Ægi. Sjómannadagurinn er almennasti og vinsælasti stjctta- dagur þessarar þjóðar. Hversvegna er hann það? Ástæður þess eru fyrst og fremst tvær. íslendingar eru eyþjóð. Þeir eiga meira komið undir sjósókn og siglingum en flestar aðrar þjóðir. Útflutningsframleiðsla þeirra er nær eingöngu sjávarafurðir. Öll afkoma þjóðarinnar veltur þessvegna á því starfi, sem unnið er á sjónum. Flestir landsmenn eiga þar ættingja og vini. Hin ástæðan er sú að yfir hátíðahöldum og hugsjón sjó- mannadagsins hvílir frjálslyndari blær en nokkrum öðr- v.m stjettardegi. Samtökin um hátíðisdag sjómanna hafa ekki látið draga sig í pólitíska dilka. Þau eru öllum óháð. Yfir þeim blaktir aðeins isienski fáninn og merki hinna einstöku stjettasamtaka sjómanna. Þessi staðreynd á sinn ríka þátt í vinsældum sjómanna- cagsins og áhrifum hans meðal þjóðarinnar. Ef að litast er um í dag og athugað, hvernig aðstaða ís- lenskra sjómanna er, verður það auðsætt, að hún hefur breytst mjög til batnaðar hin síðari ár. Tækin til sjósókn- ar og siglinga hafa orðið stórum fullkomnari en áður. Fiskiskipunum hefur fjölgað, bæði vjelbátum og botn- vörpuskipum og allur aðbúnaður um borð í þeim gjör- breytst til batnaðar. Verslunarflotinn hefur stóraukist og er óhætt að fullyrða að hin nýju skip hans standi ekki að baki því sem fullkomnast er um öryggi og aðbúnað meðal annara þjóða. Eru íslendingar nú komnir nálægt því að vera sjálfum sjer nógir um skipakost til þess að annast alla úutninga til og írá landinu. Verður það að teljast stórt og mikilvægt framfaraspor. Allt eru þetta gleðilegar staðreyndir, sem öll þjóðin ósk- ar sjómönnum sínum og sjálfri sjer til hamingju með. Góð og íullkomin tæki, öryggi og góður aðbúnaður, eru frum- skilyrði þess að starfið á sjónum beri þann árangur, sem að er stefnt og þjóðarnauðsyn krefur. Þrátt fyrir það er það ekki nóg að eiga góð og fullkom- in skip. Það þarf meira til. Það þarf að vera hægt að gera þessi skip út á heilbrigðum grundvelli, þannig, að þau geti dregið þau verðmæti í þjóðarbúið, sem skapa landsmönn- v.m mannsæmandi lífskjör. Sú hætta hefur um skeið vofað yfir íslensku þjóðinni að rekstur atvinnutækja hennar og þá fyrst og fremst hinna nýju og fullkomnu útgerðartækja, stöðvaðist og leiddi efna- hagslegt hrun og bágindi yfir hana. Til þess að koma í veg ívrir það, voru á s. 1. vetri gerðar ráðstafanir, sem fyrst og íremst áttu að tryggja rekstur útvegsins. Það er stærsta hagsmunamál sjómannastjettarinnar og þjóðarinnar allrar í dag að þessar ráðstafanir nái tilgangi sínum og beri þann árangur að hin fullkomnu tæki, sem aflað hefur verið af dugnaði og trú á framtíðina, haldi ófram að framleiða verðmæti og tryggja landsmönnum góð lífskjör. Um þetta hagsmunamál verða öll þjóðholl öfl að skipa sjer. íslendingar vilja ekki leiða yfir sig þá niðurlægingu að efnahagur þeirra hrynji á sama tíma, sem þeir eiga betri tæki til þess að bjarga sjer með en nokkru sinni fyrr. Ef við viljum viðhalda hjer góðum lífskjörum, verðum við að tryggja grundvöll þeirra, rekstur atvinnutækjanna. Við \erðum að beina vinnuafli okkar í vaxandi mæli að fram- ieiðslunni frá margskonar eftirsóttum umbúðastörfum. Þjóð- in verður að sýna það að hún vilji í raun og sannleika skapa sjer mannsæmandi lífskjör. - 1; l Það er góðra gjaida vert að fara fögrum oi'ðurn um starf sjómannsins og þýðingu þess fyrir þjóðina.'Hitt er þó mik- ilsverðará að rekstur atvinnUtækja hans, seín alþjóðarhag- ur einnig veltur á, verði tryggður. 'verjl ólripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Þreytuleg rödd FRÖKEN klukka, vinkona allra Reykvíkinga, sem fylgjast vilja með tímanum, hefur starfað dag og nótt á annan tug ára. Lengi var ekki hægt að fá betri þjón- ustu og ábyggilegri fyrir 25 aura. Það er ekki óeðlilegt, að rödd in sje orðin ósköp þreytuleg, eftir að hafa svarað öllum þeim tugþúsundum fyrirspurna, eins og fröken Klukka hefur gert á þessum árum. Laun heimsins eru vanþakklæti, því nú er ung frúin að falla í ónáð hjá fjölda manna fyrir óheyrilega rödd. Það er líka orðið dýrara, að spyrja hana hvað tímanum líð- ur. — Væri ekki rjett að gefa henni frí, ef ekki er hægt að yngja hana upp og gera rödd hennar skýrari, en hún er nú? • Hámark skriffinnsk- unnar FYRIR NOKKRUM dögum fekk forstjóri fyrirtækis hjer í bænum gríðarmikið ábyrgðar- brjef í póstinum. Er hann opn- aði brjefið kom í ljós, að þetta var krafa á hann frá ríkisstofn- un um greiðslu á 36 króna gjaldi eins starfsmanna hans. Með brjefinu fylgdu þrenhs- konar prentuð plögg, en sums- staðar þó leiðrjett ofan í prent- ið með bleki. í fyrsta lagi var það listi með þar til gerðum reitum, til að fylla inn á greiðsl ur viðkomandi, þá prentuð reglugerð um að stofnuninni væri heimil þessi innheimtuað- ferð samkv. lögum og loks kvittanahefti með 10 eyðu- blöðum. Burðargjaldið á brjefinu var kr. 3,50. • Lítið eftir fyrir ríkiskassann ÞAÐ GETUR nú hvert barn sagt sjer, að varla hefur verið mikið eftir fyrir ríkiskassann af þessari 36 króna kröfu þegar búið var að diaga frá innheimtu kostnaðinn samfara þessari um fangsmiklu innheimtuaðferð. Prentun eyðublaða hefur eitt- hvað kostað, kaup þeirra, sem skrifuðu leiðrjettingarnar inn á prentið, hefir verið nokkuð og svo framvegis. Hafi átt að greiða þessar 36 krónur með t. d. afborgunum í 10 skifti, eins og kvittanaeyðu- blöðin gáfu til kynna hefði kom ið kr. 3,60 í hverja afborgun og kostnaður því samfa’-.a, eins og öðru, sem þarf að gera nú til dags. • Á bestu heimilum. EN ÞETTA OG ÞVÍLÍKT virð- ist koma fyrir á bestu ,,heim- ilum“. Það vill svo til, að jeg þekki persónulega húsbóndann í þessu ríkisfyrirtæki, sefn hjer um ræðir. Hann er \ iðurkennd- ur einn af stjcrnsömustu og reglusömustu embættismönnum landsins. Samt getur þetta komið fyrir á skrifstofum hans — hvað þá hjá hinum, skussunum? Það er skriffinnska eins og þessi, sem er orðinn gamall vani í embættisfærslu hjer á landi, sem verður að hverfa, ef nokkur er meiningin með sparnaðarhjali. • Oþægjlegt okirr RÍKISÚTVARPIÐ heldur á- fram að innheimtá tvöfalt af-’ notagjald af mönnum, sem hafa tvö tæki á sama heimilinu, þótt bent hafi verið á með rökum, að slíkt sje í mesta máta ósann- gjarnt og raunverulega hrein- asta okur. Fjölskylda, sem á bíl með út- varpstæki og hefur annað tæki heima hjá sjer verður að greiða 200 krónur árlega í afnotagjald. þótt vitað sje, að sjaldan eða aldrei eru tækin í notkun í einu, heldur notuð til skiftis, fyrir sama fólkið. • Útvarpsnotenda- fjelag NÚ er það tíska, fólks, sem á sameiginlegra hagsmuna að gæta, að stofna með sjer fjelags skap og gerir samþykktir um þetta eða hitt. Einu sinni var stofnað útvarpsnotendafjelag hjer í bænum. sem kom ýmsu góðu til leiðar á meðan það var og hjet. Meðal annars fjekk það fulltrúa í útvarpsráð — og veitti ekki af. Það væri þarflegt verk, að endurvekja þenna fjelagsskap til að standa vörð um rjettindi útvarpsnotenda, því rjettindi virðast útvarpsnotendur engin hafa — aðeins skyldur. • Liðist engum nema ríkinu HVERGI í heiminum myndi það liðast, nema ríkisvaldinu, að reka útvarpsstarfsemi, eins og hjer, þar sem stofnunin fær bæði tekjur af auglýsingum og heimtar afnotagjald af hlust- . endum. j Erlendis er það annað hvort, að útvarpið er auglýsingalaust og flytur engar verslunaraug- lýsingar, og er þá krafist lítil- fjörlegs afnotagjalds, sem allir geta greitt án þess að taka nærri sjer, eða, að auglýsingar eru birtar fyrir peninga og þyk ir nægileg tekjulind fyrir stofn- funina, án þess að fólki sje gert að greiða afnotagjald. I Það er vissulega tímabært að endurreisa útvarpsnotendafje- íagið. .n Engayjarbændur fá : bæfur m§m iandspplla er sefuliðið olli þar í HÆSTARJETTI hafa fyrir skömmu gengið dómar í tveim málum, er höfðuð voru gegn fjármálaráðherra f .h. ríkissjóðs til greiðslu skaðabóta vegna landspjalla er orsökuðust vegna aðgerða setuliðsins. Þessi mál bæði höfðuðu eigendur Engeyj- ar, Brynjólfur Brynjólfsson, er höfðaði mál fyrir síná hönd og j f. h. erfingja Bjarna Brynjólfs- sonar, en þessir aðilar eiga Eng- | ey að Ys hluta á móti Sighvati; Blöndhal cand. juris., Suður- götu 18 hjer í bæ, er var eig- j andi Engeyjar að % hlutum. fram til vorsins 1947, að hann 1 seldi ríkissjóði eignir sínar all- ar í eyjunni og hluta sinn í henni. Salan fór fram með þeim skil- yrðum, að allar kröfur hans um skaðabætur á hendur ríkissjóði vegna landspjalla þeirra er setuliðið olli, voru undanskild- ar í sölunni. Kröfur eigenda. Sighvatur Blöndhal gerði skaðab.kröfur að upph. 100.000 kr., bæði í hjeraði og fyrir Hæstarjetti. í undirrjetti var fjármálaráðherra dæmdur til að greiða Biöndhal kr. 96.576,67 með 6% ársvöxtum frá 8. des. 1944 til greiðsludags, en Engey var hersetin frá því í maí 1940 og þar til í ársbyrjun 1945. Fyrst voru þar Bretar síð- an Bandaríkjamenn. Hæstirjettur staðfesti dóm undirrjettar um rúml. 96 þús. kr. skaðabótaskyldu ríkissjóðs til S. Blöndahl. — P'ærsti lið- urinn í þeirri skaða!' '•’"reiðslu verða vegna land? "'^11a krón- ur 54.383.34 og ve"r>-’ skemda á húsum 15.860. Bætur vegna missi landnota og dúntekju voru dæmdar kr. 18.133,33 og loks var ríkissjóður dæmdur til að gr.eiða i bætur vegna nota- missi íb'úðarhúss ,og skúra kr. j 8.200. Brynjólfur Brynjólfssön bóndi í Engey og dánarbú Bjarna Brynjólfssonar, sem er eigandi að Ys hluta Engeyjar, gerði bæði í hjeraði og fyrir Hæstarjetti kr. 16.666.66 skaða- bótakröfu á hendur ríkissjóði og var á hana fallist bæði með dómi undirrjettar og þá stað- festi Hæstirjettur þann dóm. Hersetan í Engey. Eins og fyrr segir, settust breskir hermenn að í Engey vorið 1940, en vorið 1941 komu amerískir hermenn til eyjarinn- ar. — Setuliðið byggði í eyj- unni fjölmarga bragga, og þá byggðu setuliðsmenn bryggju og tóku til þess grjót úr s.iávar- kambi, en brimið skemmdi bryggjuna fljótlega og barst grjótið um alla fjöruna og gerði lendingu hættulega, en með því að rífa grjótið úr fyrr- nefndum kambi skemmdist landið af sjávargangi. — Hús það er Sighvatur Blöndahl átti, tók setuliðið til sinna nota, tún hans allt o. fl. Það var fjármálaráðherra er skaut málum þessum báðum til Hæstarjettar. Úttekt fór ckki íram. Það tókst ekki að upplýsa að hve miklu leyti Bretar voru valdir að spjöllum þeim sem í Engey urðu, en um það segir m. a. svo í forsendum Hæsta- rjettar að báðum dómunum: Ekki er í ljós leitt, að úttekt hafi farið fram á eignum í Eng- ev, er herstiórn Bandaríkja Norður-Ameríku tók við þeim úr höndum herstjórnar Breta. Sönnur hafa heldur ekki verið leiddar á annan hátt að spjölí- um herliðs Breta á eignunum. Að svo vöxnu máli, verður að telia áfrý.janda skyldan til greiðslu fullra bóta á tjóni stefndu. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með skírskotun til raka hjeraðsdóms, ber að stað- festa hann. ★ Þeir Sigurður Ólason. hrl. og Einar B. Guómundsson fluttu sitt málið hvor fyrir fjármála- ráðherra, en fyrir Brynjólf Br-ynjólfsson, Sveinbjörn Jóns- son hrl., og fyrir Sighvat Blön- dahl Gústaf A. Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.