Morgunblaðið - 08.06.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.1950, Blaðsíða 10
10 yoK^rvBLAÐi* Fimmtudagur 8. júní 1950. g^immimiK. 1 dSSð 51 ( Gíistir hjá „Antoine“ | | Effir Frances Parkinson Keyes „Jeg ætla ekki að ræða við þig um þjóðfjelagslega stöðu mína. Kannske systir mín, sem er gift Richárd Huntington, geri það einhvern daginn........En hinsvegar verð jeg að leiðrjetta þann misskilning þinn að þú hafir lagalegan rjett til að ráða gerðum Cnresse. Það er rjett að hún fær ekki kosningarjett fyrr en hún er tuttugu og eins árs. En samkvaémt lögum hjer í Louisiana geta foreldrar ekki neytt barn sitt til að dveljast á heimilinu lengur en til átján ára aldurs. Óg Caresse er orð- in átján ára“.,„ Rödd hans var næstum glað- klakkaleg og Amélie varð enn reiðari. Hann ákvað því að taka upp blíðari tón eins og sómdi manfií á biðílsbuxum. „Ætlarðu áð láta mig sitja á þessum harða- stól mikið leng- ur“, sagði hann. „Jeg er viss um að það mupdi fara mikið betur um mig á legubekknum þarna. En ef þú situr kyrr þarna verð jeg að kalla yfir stofuna til þess að þú heyrir til mín. Jeg vil heldur geta tal- að við þig í hálfum hljóðum, vegna þess að jeg ætla að trúa þjer fyrir leyndarmáli. Það er að segja ef- þú vilt lofa mjer það. Mig langar til að segja þjer það fystri allra, Það er viðvíkjandi þessum fundi á morgun“. Amélie hikaði. Hún var mjög reið en forvitnin vaknaði um leið. Foxworth hafði aldrei trú- að henni fyrir málum sem snertu viðskipti hans og „The Blue Fleet'* skipafjelagsins. — Það litla sem hún vissi hafði hún með ærinni fyrirhöfn feng- ið upp úr honum. En nú bauðst hann til þess, að fyrra bragði, að trúa henni fyrir leyndarmál- um sínum. Freistingin var of mikil. Hún gekk yfir að legu- bekknum og lofaði honum að setjast við hlið sjer og leggja handlegginn yfir axlir henni. „Þetta er betra“, sagði hann. „Þetta er miklu betra. Nú get jeg talað“. „Já, en gleymdu ekki hvað það er sem við ætluðum að tala um. Jeg bað þig ekki um að koma hingað til þess að sýna mjer ástleitni. „Það er dálítið erfitt að vita hvar jeg á að byrja“, sagði hann. „Það er víst best að byrja á byrjuninni. I mörg ár hefir verið hörð samkeppni á milli „The Blue Fleet“ annarsvegar og „Trans Caribbean“ skipafje- lagsins hinsvegar, eins og þú veist. „Trans Caribþean“ stóð á gömlum merg, en svo hefir þó farið að mitt fjelag hefir smám saman náð yfirhöndinni og nú er svo komið að þeir eiga ekki annars úrkosta en að semja við okkur. Það var einmitt það sem jeg var áð leiða þeim fyr- ir sjónir í morgun. Jeg bauð þeim jafnvel ‘ með mestu vel- vild að láta nýja fjelagið bera nafn „Trans-Caribbean“-fje- lagsins“. „Þetta er vafalaust mjög miklar frjettir fyrir þá sem hafa áhuga- á þessu“, sagði Amélie með‘ vándlætingarsvip. „En jeg fyrir mitt leyti get ekki sjeð að það komi- nokkuð mál- inu við sem við ætluðum að tala um. Jeg á vjð Caresse og það að þú skyldir hvetja hana til að óhlýðnast mjer og bregða út af þeim lifnaðarvenjum sem hafa tíðkast meðal fólks úr minni fjölskyldu. Viltu gera svo vel að skýra það fyrir mjer, hversvegna þú beinlínis kemur í veg fyrir það að jeg geri skyldur mínar gagnvart henni sem hennar móðir“. Hann stökk á fætur svo snögglega að henni varð bilt við. „Ef þú vilt gera svo vel að lofa mjer að ljúka við það sem jeg ætla að segja, þá mundir þú, — jafnvel þú, skilja, hvað jeg er að fara“, sagði hann hranalega. „Ó, jeg veit að það er mikil óskammfeilni að efast um rjett- mæti þess sem hinn mikli Or- son Foxworth tekur sjer fyrir hendur, en mætti jeg biðja þig að tala ekki til mín í þessum tón“. „Já, þú mátt það, en nú skaltu hlusta á mig. Jeg er búin að fá nóg af duttlungum þínum og skapvonsku. Jeg hefi reynt að telja mjer trú um að þessi geð- vonska þín stafi af þreytu, og ofreynslu, og þessvegna hefi jeg getað fyrirgefið þjer hana. En allt hefir sín takmörk“. „Já, vissulega, og ....“. „í síðasta sinn bið jeg þig að hlusta á mig þangað til jeg hefi lokið því sem jeg ætlaði að segja“. „Ef þú lofar þá að tala eins og siðaður maður en ekki eins og versti göturóni“. „Jæja. jeg held þá áfram. — Eina skilyrðið sem jeg setti eigendum „Trans-Carribbean“- fjelagsins var, að jeg yrði for- stjóri og framkvæmdastjóri hins nýja fjelags, þó að það ætti að halda nafninu „Trans- Caribbean-skipafjelagið og að nafninu til hætti þá „The Blue Fleet að vera til. En þeir voru ekki á því, þeir háu herrar, að minnsta kosti ekki við fyrstu atrennu. En jeg hafði gengið svo frá hnútunum í Puerto de Oro og Lorlando að ef þeir gerðu ekki tafarlaust samninga við mig, þá mundu þeir missa öll sín sambönd í Mið-Amer- íku og þá gat jeg tekið við leif- unum frá þeim og orðið einn um hituna“. „Orson, jeg segi það aftur, að jeg hefi ekki áhuga á neinu, nema því, hvernig jeg á að fara að því að fá Caresse til að hætta við að stíga þetta niður- lægjandi spor“. „Jeg er að koma að því. Hvar var jeg? Já, og þegar jeg er búin að leggja það niður fyrir þeim, hvernig málunum er háttað, kemur einn stærsti eig- andinn yfir á mitt band, og það var hvorki meira nje minna en Francisco Darcoa sjálfur. Og þar með var samningurinn gerður. Og jeg fæ ágóðann, mik inn ágóða og völd og jeg geri við það sem mjer þóknast. Og nú komum við að Caresse.... “ „Jeg var nú farin að efast um að þú mundir nokkurn tím- ann komast að henni“. Hann hætti að ganga um gólfið og settist hjá henni. „Jeg hefi sjeð það fyrir löngu að að þessu mundi koma, og líka hvað jeg mundi geta boðið þjer eftir að það var um garð gengið. Jeg vildi vera við öllu búinn og hagaði mjer eftir því. Fyrir um þ.að bil ári ..síð- an var til sölu gríðarmikil og : merkileg gömul. hölþ í Pgertq,< ■ de Oro. Hún var upphaflega að- ■ setursstaður spánska lands- I stjórans og hefir síðan verið í : eigu afkomenda hans. En ætt- ■ ingjarnir eru allir látnir að ■ einni stúlku undanskilinni og 1 þar sem hún ákvað að ganga : í klaustur, var eignin boðin til ; sölu og jeg keyptí hana með ■ húsgögnum og öllu sem í henni 1 var“. , ; Hann þagnaði til að gefa orð- ; um sínum meiri áhrif. : „Bíddu bara þangað til þú sjerð hana“, sagði hann. „Jeg ætlaði að lát^jaetta koma þjer ; að óvörum, 'ren' úr því jeg er i farinn að tti^a-þjer fyrir leynd- i armálum á„&nftað borð, þá get : jeg eins sagt þjer þetta líka. Byggingin er afar stór og merkileg. Það eru ekki nema örfáar slíXar til sem sýna menningu lÉuíha fornu tíma. — Og búslóðinjii hefir aldrei ver- ið skipt! Þax er allt sem nöfn- um tjáir gð nefna, málverk, silfurborðþúnaður, postulíns- munir, hýggögn, veggtjöld, gólf ábreiður, .pg allskonar skraut- munir . . . jafnvel skartgrip- um fjölskyldunnar hefir aldrei * verið skipt. Þeir fylgja líka kaupunum, og eru ekkert smá- ræði“. Hann þagnaði aftur og í þetta sinn brá fyrir ánægju- . brosi á vefum Amélie. „Þú ávítaðir mig fyrir að hafa verið svona lengi í burtu. sagði haon. „Ein ástæðan fyrir því var, að jeg var að láta fara fram viðgerðir á þessari höll og það er svo vel gert að hvergi má greina þar sem nýtt hefir verið set't-i staðinn fyrir það ~ gamla. jÞar er allt útbúið ný- tísku tækjum. Til dæmis er baðkerið’ sem jeg ljet útbúa fyrir þtg-svo stórt að þú getur-. synt í því og allt í baðherberg- inu skreytt í forn-rómverskum- stíT'. ;4>. Aftur brosti Amélie ánægð á svip og leit á hann með aðdáun. „Baðherbergið er inn af bún-~ ingsherberginu sem er útbúið með speglum á öllum veggjum-. Jeg ljnt'setja þar upp nýja skápa, ea speglarnir eru allir- . gamlir og jeg Ijet ramma þá_ inn í fall,egan við. Gólfin eru öll úr marmara sem galeiðurn-: ■ ar notuðu Jyrir ballest í gamla daga, þegar þær fluttu verð-- mætin frá, nýja heiminum“. miiriiiiiiiiiiiiiiiij.tiiiiiitiiiiitiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiTi - Garðbekkir og garðstólar fyrirliggjandi. ORI4A Aðalstræti 6 B. kdiiiiiinnmiiiiiiiHiiiiiMiMiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiniininniii iii ii n iii n ii mitiiiiitntiiMii 11111111111111111111111111110111111 HURÐANAFNSPJÖLD og BRJEFALOKUR SkiltagerSin Skólavörfiustíg 8. VMIIMIIMIIIIMIMIMMMtitlllMMtltlllllMMIMIMIIt 111111 IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIll Trjesmíðavjei f sambyggð (combineruð) trje- | smiðavjel óskast til kaups. Til- | boð sendist afgr. Mbl. fyrir 14. | þ. m. merkt: „Trjesmíðavjel I — 812“. iiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmimiiiiiiiiii mmi—imiii — i»ir«tswt»HBmiiiiimm»ini^ UianbGrðsmóior | 12 ha. utanborðsmótor til sölu. 1 I Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir ; | 13. þ.m. merkt: „Utanborðs- | I mótor — 813“. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiimmiiiiiiimiiit Sumardvalir borna Umsóknum um sumardvalir barná verður veitt mót- taka í skrifstofu Rauða Krossins, Thorvaldsensstræti 6, dagana 7. til 10. júní, kl. 1—5 alla dagana. Til greina koma eingöngu börn, sem fædd eru á árun- um 1943 1944 og 1945. — Ekki svarað í síma. Umsóknum um störf við barnaheimilin verður veitt móttaka dagana 13. og 14. júní kl. 1—5. RAUÐI KROSS ÍSLANDS. Iðnrekendur—Framleiðendur Við kaupum eða tökum í umboðssölu allskonar ís- lenskar iðnaðarvörur. — Við getum einnig útvegað alls konar hráefni til iðr.aðar frá I. flokks verksmiðjum í viðskiftalöndum okkar. ÁRNASON PÁLSSON & Co. H.f. Lækjargötu 10 B. Símar 6558 og 5369. Kjóla- og kápuhnappar úr ekta málmi, silfraðir og gylltir í 4 stærðum. Regnhlífabúðin, Hverfisgötu 26. Stýrimannafjelag Islands heldur fund fimmtudaginn 8. júní í Hafnarhúsinu, uppi, klukkan 17. FUNDAREFNI: Samningarnir o. fl. STJÓRNIN. Höfum kaupanda og góðri og vel nýstri jörð Útræði eða önnur hlunnindi æskileg. Skifti á hálfri húseign í Reykjavík möguleg. SALA & SAMNINGAR Aðalstræti 18. Sími 6916. Gengið inn frá Túngötu. Flugnám Getum bætt við nemendum til kennslu undir A og B- próf. — Upplýsingar í síma 1366, frá 1—5 alla daga, og í skólanum á Reykjavíkurflugvelii. Flugskóiinn Pegasus. T I L S Ö L U vökvasturtur (Austin), pallur getur fylgt. Upplýsingar hjá Sveim L. Bjarnasyni, verkstæðisformanni. Bílaverkstæði Hafnarfjarðar. Símar 9163 og 9719. AIJGLÝSING E R GULLS í GILDl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.