Morgunblaðið - 09.06.1950, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1950, Blaðsíða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ Föstudaginn 9. júní 1950. ^J*\venj)jóáin oc^ leimiíi í #■—■—»»—„—■—«*—■»—— Grc enmetisr jettir Kal da borðið „EN hvað vorið er guðdómlegt í ár,“ hljómar frá hvers manns vörum. Morgun eftir morgun vaknar maður við að sól skín í heiði og hoppar upp úr rúm- inu, í sólskins skapi og fullur starfsþrár. Og undrandi • spyr maður sjálfan sig: „Er þetta virkilega Reykjavík?" (Ef það ausrignir, þegar þið lesið þetta, þá fyrirgefið þjer). Ekki versn- ar skapið þegar maður kemur í búðirnar og sjer áþreifanleg merki þess, að sumarið er í nánd, að það er að komast hing- að norður eftir til okkar. Þar eru skínandi gúrkur á boðstól- um, sem amerísk frú ein sagði mjer að væru miklu betri en gúrkurnar í Ameríku, af því að okkar gúrkur eru lengri og mjórri og miklu færri kjarnar í þeim. Þar fást salat-höfuð og radísur, og sje heppnin með má einnig fá persille og rabarbara (og áður en langt um líður koma einnig túmatarnir). Og hvernig eigum við nú að not- færa okkur og njóta allra þess- ara nýjunga? Fyrst gleð jeg fjöl skyldu mína með „vorsalati“. Jeg kaupi V2 pund af skyri. hræri það með sykri og ofur- litlu af salati, þar til mjer bykir það gott á bragðið. í þetta blanda jeg svo gúrkum og hreðkum , sem eru skornar í smábita. Þið megið trúa því, að það er ferskt „sumarbragð“ að þessu salati, og dóttir mín, sem aldrei hefur getað vanið sig við skyrið, borðar hverja rúgbrauðs sneiðina eftir aðra með þessu salati, án þess að hafa hug- mynd um hvað það er, sem hún lætur upp í sig. Venjulega mun vera búið til salat úr gúrkunum. Þær eru skornar í þunnar sneiðar og látnar í þynnt borðedik, bland- að sykri, salati og pipar. (Hvers >ægna ættum við annars ekki að taka sítrónusafa í staðinn íyrir edik, þar eð hann er miklu hollari og nú er hægt að fá sítrónur?) Þið ættuð að reyna að gera gúrkusalatið dálítið fjölbreyttara: — Hrærið tvær eggjarauður með svolitlu af sykri. Hellið 1 dl. af sjóðandi rjóma í. Sósan er hituð þar til hún þykknar, en hún má ekki sjóða. — Blandið ofurlitlu af sítrónusafa og salti í. Vi gúrka, 2 túmatar og 1 'salathöfuð er skorið í smábita og blandað í sósuna. Meðan við bíðum eftir túmötunum notum við harðsoð- in egg, kaldar kartöflur e. þ. u. 3. í staðinn. Gúrkan þarf ekki æfinlega að enda æfina sem salat, enda þótt það megi teljast virðulegt. Það má afhýða þær, skera þær í bita og sjóða þær næstum meir- ar í vatni (gleymið ekki salti). Framreiðist í jafningi, sem bú- inn er til úr soðvatninu og rjóma blönduðum sítrónusafa og með einni eggjarauðu í. Mjer finnst ætíð þessi rjettur dálítið ■'•æminn. en mörgum þykir hann mjög góður. Mjer þykir miklu betra að skera gúrkurn- ar í þykkar sneiðar, sjóða þær í 3 mín. í næstum engu vatni, þurrka þær, velta þeim í mjöli og salti og steikja þær í svo- litlu af smjöri á pönnunni. — Skreytið þær með ofurlitlu af hakkaðri pjetursselju. Eða þetta, sem er ennþá betra: Búið til deig úr 1% dsl. af mjöli, 1 eggi, Vz tsk. af lyfti- dufti, ögn af salti og Vi dsl af mjólk. Dýfið gúrkusneiðunum (ca. Vt cm á þykkt) í þetta deig og steikið þær i sjóðandi feiti (plöntu- eða svínafeiti) í potti. Og að lokum eitt ennþá um gúrkurnar: Reynið þegar þjer framreiðið kaffi eða te næst að læða einu fati með rúgbrauðs- kringlum jafnstórum og eins að lögun og gúrkusneiðarnar, sem lagðar eru á þær, (gúrkan má ekki vera of þunn). Þjer getið reitt yður á að mörgum þykir það gott með „sætabrauðinu11. Þá skulum við athuga blað- salatið (grænsalat) dálítið, sem ætti að vera í miðdegisverði okkar nokkrum sinnum á viku. Það verður að skola salatið vandlega. Eitt sandkorn eyði- leggur alveg ánægjuna, og blöð in verða að vera fersk og falleg. Það er smekksatriði, hvernig menn vilja helst hafa salatið framreitt. Mjer þykir alltaf best að hella á það rjóma, blönduðum sykri og sítrónu- safa, en mörgum þykir betra að hella á það matarolíu og ediki, sem er rjett blandað í hlutföll- unum 3 olía á móti 1 edik, salt og pipar til smekkbætis. Það er gamalkunnugt að ost- ur og radísur eiga vel saman, en reynið einu sinni nýja út- gáfu af þeim: 2 til 3 knippi af radísum eru skoluð og soðin í vatni (með salti). Þá eru þær settar í þykkan, hvítan jafn- ing blönduðum muldum osti (rifinn ostur). Hræran er látin í eldtrausta skál, stráð allþykku lagi af muldum osti og smá smjörlíkisbitum ofan á hana og bökuð þar til hún er ljósbrún að ofan. Þjer skuluð ekki fleygja rad- •ísukálinu. Takið bestu blöðin og sjóðið þau í ofurlitlu af vatni og saxið þær því næst smátt. Hellið dálitlu af feiti yfir, t. d. baconfeiti og framreiðið rjett- inn með harðsoðnum eggjum. Rabarbarinn er einmitt núna það besta, sem hann getur orð- ið. Hann er svo góður, að ekki ætti að nota hann í annað en ávaxtastöppu og fínasta ábæti, nema maður hafi mjög mildð af honum. Það er auðvitað hægt að búa til rabarbaragraut og súpu úr honum, en þá ætti ekki ekki að sía stönglanna frá. Þess háttar má bíða þar til þeir verða digrir og grófir. Þegar búinn er til ósíaður rabarbara- grautur eru stilkarnir soðnir í sykurvatni, ef til vill með nokkr um dropum af vanillíni, þar til þeir eru meirir, því næst er potturinn tekinn af eldstónni og kartöflumjöli, hrærðu í vatni, hellt út í og hrært rösk- lega í á fneðan. í ósíaðan rabar- baragraut þarf hjer um bil 45 gr af kartöflumjöli á lítra af saft og í 1 kg af stilkum þarf V2 1 af vatni og 200 gr. af sykri. Rabarbarasúpa er búin til á sama hátt, nema hvað þá er bætt meira vatni í. Oft þarf að setja nokkra dropa af rauðum súpulit í, til þess að gefa grautn um eða súpunni lystugri lit. Að lokum skuluð þið svo fá yndislegan rabarbaraábæti. Rabarbarakaka: —- Sjóðið ca. 600 gr. af rabarbarastilkum í 1 dl. af vatni og 150 gr af sykri. Sýðst alveg sundpr Og er jafn- að með ofurlitlu af kartöflu- mjöli. Kremsósa er gerð úr 1 eggi, 1 eggjarauðu, 1 matsk. af hveiti og 2 dl af mjólk (egg og mjöl eru þeytt með ofurlitlu af sykri og 25 gr. af smjöri þar til það er ljósbrúnt. Smyrjið eld- trausta skál og látið fyrst lag af raspi á botninn, þá rabar- baramaukið, þá kremið og að síðustu það, sem eftir er af raspinu. — Bakist V2 klst. og skreytist með rjómafroðu. Rabarbaraterta: Bakið t.ertu- botn úr 125 gr. smjörlíki, 125 gr sykur, 2 egg, 60 gr hveiti og 60 gr kartöflumjöl. V2 kg rab- arbarastilka, skorið í 2—3 cm langa búta, er soðið í 2 dl af vatni og sykri bætt í til bragð- bætis, Bútunum er þjettraðað á tertubotninn og þess gætt að þeir sjeu eins heillegir og hægt er. IV2 bl (2Vi kúfaða teskeið) matarlím, sem legið hefur í bleýti, er látið renna í heitu og síuðu sykurvatni, og þegar það byrjar að hlaupa, er því hellt yfir tertuna. Rjómafroða fram með kökubrúnunum. Og hjer er dálítil nýjung handa þeim, sem þekkja „epla- flesk“ og þykir það gott. Reynið að láta smátt brytjaðan rabar- bara í staðinn fyrir epli í heita „baconfeiti11 og nóg af sykri í. Látið lokið á og látið sjóða við hægan hita. Við munum athuga rabarbar- ann betur seinna. Þið vitið að rauðgrautur með rjóma er þjóð rjettur Dana, og þeir hafa gott vit á mat. Hvers vegna ættum við hjer á íslandi ekki að nota rabarbar- ann eins vel, þar sem við þó þörfnumst hans enn meira en þeir, sem í heitari löndum búa. Við skulum því „drekka skál“ þessarar ágætu jurtar, sem nota má í staðinn fyrir margar ,teg- undir aldina, og nota hann til hins ýtrasta. Sya. DANIR eru víðfrægir fyrir að framreiða „kalt borð“, þótt það sje aðallega gert í veitingahús- um. Þessi siður hefir fluttst hingað, og er „kalda borðið“ nú orðið algengur veislumatur á reykvískum heimilum. Vegna hvers hefir þessi er- lendi siður átt svo miklum vin- saeldum að fagna hjer á landi? Borð, þakið margvislegum rjett- um, sem eru skreyttir eftir bestu föngum, getur verið mjög skraut legt og girnilegt á að líta, og vonlegt að slíkur veislumatur geðjist okkur íslendingum, sem erum gestrisnir og rausnarlegir að eðlisfari. Auk þess telja hús- mæður kalda borðinu það til gildis, að hægt er að bjóða og taka á móti fleiri gestum í þröng Um húsakynnum en þegar setið er við veisluborð, því að það er almennur siður að neyta slíks matar standandi, þótt þeim, sem ekki eru þjálfaðir í þessari íþrótt, veitist það stundum erfitt. Og flestar húsmæður hafa litla heimilisaðstoð, og er það þá kostur að geta haft matinn altil- búinn áður en gestirnir koma, jafnvel þótt það sje margra daga verk að matreiða „kalda borðið" og útvega allt,.sem til þess þarf. Gestirnir sækja sjálfir matinn, og þarf því ekki að ganga um beina. En ýmislegt má að „kalda borð inu“ finna. Þessi matur er mjög dýr og mun dýrari en nokkur annar veislumatur. Auk þess verða alltaf miklar leifar, sjer- staklega hjá húsmæðrum, sem ekki eru vanar slíkri matargerð. Að vísu nýtast þessar leifar að nokkru leyti, sökum þess að heimilisfólkið borðar þær næstu daga, en það verður dýr hvers dagsmatur. Ekki verður þó hjá því komið að margt fer til spillis, þó reynt sje að halda vel á. Eins og sakir standa er mjög erfitt að útvega allt það, er til „kalda borðsins“ þarf, því að það þykir ekki „fínt“ nema allt fljóti á asparges, niðursoðnum á- vöxtum otr öðrum slíkum fásjeð- um matvælum. Húsmæðurnar þurfa að gera „hernaðaráætlan- ir“ sínar mjög tímanlega, tryggja sjer sambönd hjá kaupmönnum, UM FATNAÐ EINS OG nú er ástatt er ekki vanþörf á því, að menn atnugi gaumgæfilega fatakaup sín og fari vel með þann fatnað, sem þeir eiga. „Jeg hefi ekki úr svo miklu að spila, að jeg hafi efni á því að kaupa ódýran fatnað“, sagði einu sinni hygginn maður. Þetta ættu kaupsýslumenn og gjald • eyrisyfirvöld ávalt að hafa í huga. Oft er hagkvæmt að kaupa góða vöru þótt dýr sje. Þetta á sjerstaklega við um allan hvers- dagsklæðnað. Á stríðsárunum voru framleidd í Englandi sterk og haldgóð fataefni, þrátt fyrir allan vöruskortinn, og sýniv það hverjum augum iitið hefur verið á þetta mál þar í landi. Við eigum nú vjð mikinn vöru skort að búa og væri því mikils- vert að við lærðum af revnslu annarra og legðum kapp á að flytja ekki inn annað en góðar og vandaðar vörur. En allt önn- ur sjónarmið virðast nú ríkjandi hjer á lariRi í þessu efni. Hjer fæst talsvert af tilbúnum fatn- aði, t. d. vinnusloppar fyrir kven fólk úr gisnum „sirz“-efnum, en gott bómullarefni sjest varla. — Ljereft, sem hingað hefur flutst, ' er mjög misjafnt að gæðum, og mörg slík <jæmi mætti nefna. ! í mörg ár hafa húsmæður kvartað yfir því, að ekkert feng- | ist í búðunum af áinavöru, sem hægt væri að velja úr í fatnað á heimilisfólkið. Þær yrðu að sætta sig við það, sem að beim væri rjett af tilbúnum fatnaði, sem oft er óhentugur hvað snið og gæði snertir. ! Það er mikilvægt í öllum beim fataskorti, sem nú ríkir, að menn fari vel með föt sin, lagfæri göm- ul föt og bfeyti þeim svo að þau endist sem lengst. Ekki er síður nauðsynlegt, að börnin hiiði vel um flíkurnar sinar. Hjer skal nefnt eitt dæmi um það, hverjar kröfur <- u gerðar til endingar algengs fatnaðar í Svíþjóð og -Danmö.ku. Sænsk handavinnukennslukona, frk. Ast rid Boklund, hefur gert áætlun um fatnað tvítugrar stúlku. Hún gerir ráð fyrir að stúlkan eigi af utanyfirfatnaði eina vetrarkápu, sem endist í 4 ár, eina sumar- kápu, sem endist í 3 ár, eina regn kápu (gaberdine), er endist í 6 ár og eina „dragt“, sem endist í 4 ár. Þessi áætlun hefur verið endurskoðuð í Danmörku og Framh. á bls. 11. og þeim aðilum, er rata króka- ‘leiðir syartamarkaðsins. — Allt þetta er mjög tímáfrekt og við það bætast 2—-3 dagsverk við matreiðsluna. Eins og áður var sagt, er kalda borðið mjög skrautlegt á að líta. En sú dýrð stendur eltki lengi. Þegar fyrsta biðröðin hefir farið framhjá „kalda borðinu“, er lista verkið orðið heldur óhrjálegt á að líta. Sú óhemju vinna, sem lögð hefir verið í að skreyta „kalda borðið“ er á svipstundu að engu orðin. Þar sannast, sem víða annarsstaðar, að hægra er að rífa niður en byggja upp. Hver gestanna hrúgar á disk- inn sinn ýmiskonar rjettum, síld, kjötrjettum, salötum, osti o. s. frv. Allt fer þetta í einn hræri- graut á diskinum, síldin bland- ast ávaxtasalatinu, kjötsósan fisk. inum o. s. frv. Það er tímabært að taka upp aðrar og hagkvæmari venjur í þessum efnum. Á haustin væri t. d. þjóðlegra að framreiða „kalt borð“ úr íslenskum haust- mat, ,t. d. lifrarpylsu, blóðmör,. lundaböggum, sviðum, lamba- steik o. s. frv. í stað „kalda borðsins“ má hafa smurt brauð. Það hefir alla sömu kosti og „kalda borðið“, en er ódýrara og fyrirhafnar- minna fyrir húsmæður. I matarveislum er uoft hafðir 2—3 heitir rjettir og ábætir á eftir. Þetta er ágætur veislumat- ur, en oft óhentugur fyrir þær húsmæður, sem hafa litla eða. enga heimilisaðstoð. Þessar hús- mæður geta t. d. haft kaldan fisk- rjett (fisk í hlaupi eða þ. h.), hangikjöt með kartöflum í jafn- ingi og loks ábæti. Þessi matur hefir þann sama kost og „kalda borðið“, að húsmóðirin getur mat reitt hann áður en gestirnir koma, en þarf eftir það einungis að hugsa um kartöflujafninginn. Ef húsakynnin eru þröng, má borða þennan mat standandi ekki síður en „kalda borðið“. Hangi- kjöt hefir alltaf verið veislumat- ur íslendinga, og fer vel á því að halda þeim sið. Þegar haidnar eru opinberar veislur, er miög óviðfeldið að framreiða matvæli, sem ekki eru á boðstólum í verslunum, og vorkunarlaust að nota þann mat, sem seldur er í búðum. — Sama máli gegnir um heimilin. Þótt svarti markaðurinn hafi því mið- ur blómgast hjer mjög á síðari árum, ættu mcnn ekki að aug- lýsa „sambönd" sín í þeim efn- um, heldur spyrna við fæti og reyna að vinna á móti þeim ó- fögnuði eftir fremsta megni. — Húsmæðrum ætti a ðvera kapps- mál að veita gestum sínum ein- ungis íslenskan mat og þær er- lendu fæðutegundir, sem á boð- stólum eru hverju sinni. Þær geta sýnt margskonar hug- kvæmni í þeim efnum. T. d. var mjer sagt frá veislu, sem emb- ætt.ismaður nokkur hielt nýlega.- Á borðum voru lifraðir kútmag- ar og pönnukökur með rjóma. Er ekki annars getið en gestum hafi líkað maturinn ágætlega og þótt hann mikil tilbrevtni frá hinu danska „kalda borði“, sem þeir áttu að venjast. S. H. RAGNAR IÓNSSON hœsttrfjettarlögmaihir. Laucavng 8, sími 7752 Lögfræðistörf og eignaumsýsla. .................................... Sigurður Revnir l’jelursson málflutnirigsskrifstofa Laugaveg 10. — Simi 80332.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.