Morgunblaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 1. júlí 1950. JlgrfgpstMaM& Útg.: H.£. Árvakur, ReykjavÐe. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyTg8«r».? Frjettaritstjóri: íyar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Askriftsrgjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. 1 lausasðiu 80 aurs eintaklð. 85 aura með Lesbók. Prófraun Sameinuðu þjóðanna SAMTÖK Sameinuðu þjóðanna voru stofnuð í lok síðustu heimsstyrjaldar. Tilgangur þeirra var að koma í veg fyrir það böl, sem styrjaldir hafa í för með sjer og stuðla að friði og öryggi í heiminum. Þessi hugsjón virtist eiga ríkan hljómgrunn meðal þjóð- anna. Engu að síður risu miklar deilur á stofnþingi samtak- anna um starfsháttu þeirra og skipulag. Rússar lögðu áherslu á neitunarvald stórveldanna og fengu knúð það fram. Síðan hefur stöðugt reynt meira og meira á þessi samtök. Deilurnar innan þeirra milli einræðisríkjanna í austri og hins lýðræðis- sinnaða heims hafa stöðugt orðið víðtækari. Samtök S. Þ. standa nú frammi fyrir meiri vanda og hættu en nokkru sinni fyrr. Árásarstyrjöld hefur verið hafin á lítið lýðveldi. Allur heimurinn veit að þessi árás er studd af Sovjet-Rússlandi og hinum alþjóðlegu samtökum kommún- ista. Samkvæmt reglum sínum hefur öryggisráðið fyrirskipað meðlimum samtakanna að stöðva hina löglausu ofbeldisárás á Suður-Kóreu og koma til liðs við landið. Hafa mörg ríki, þeix-ra á meðal Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Indland, Ástralía, Holland, Belgía og Nýja Sjáland lýst yfir stuðn- ingi sínum og orðið við beiðni öryggisráðsins. Ennfremur hefur verið samþykkt að beita árásaraðiljann refsiaðgerðum. Nú reynir á hin ungu alþjóðasamtök, sem stofnuð voru til verndar heimsfriðnum. Engum heilvita manni blandast hug- nr um að svívirðileg árás hefur átt sjer stað á frjálst og fullvalda ríki. Norður-Kórea, árásarríkið, var lokað land eins og flest leppríki Rússa. Það neitaði rannsóknarnefnd Sam- fcinuðu þjóðanna um að koma inn í landið til þess að ganga úr skugga um að Rússar hefðu flutt hernámslið sitt þaðan Lurtu. Leppstjórn Rússa neitaði að láta fara þar fram frjálsar kosningar undir eftirliti S. Þ. í skjóli þessarar leyndar og lokunar hefur svo verið undirbúin lymskuleg árás á Suður- Kóreu, sem trúlega hefur ekki verið slíkri innrás viðbúin. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa að vísu brugðist rösk- lega við þessari löglausu ofbeldisinnrás. Þau hafa tekið ákveðna afstöðu gegn henni' og ekki hikað við að hvetja rneðlimi sína til þess að koma fórnardýrinu til aðstoðar. Og það er ekki aðeins stórveldin, Bretland, Bandaríkin og Frakk- ar, sem hafa orðið við þeirri beiðni og heitið liðsinni sínu. Þjóðirnar við Kyrrahaf svo sem Indverjar, Ástralíumenn og Nýsjálendingar hafa þar ekki látið sitt eftir liggja. Fyrir allt mannkynið er mikið í húfi að Sameinuðu þjóð- unum takist að kæfa þesa ofbeldisinnrás í fæðingunni og rjetta hlut lýðveldisins í Suður-Kóreu. Ef það ekki tekst cg ofbeldisaðilinn hrósar sigri hefðu þessi alþjóðasamtök beðið mikinn hnekki. Heimsfriðurinn og öryggi lífs og lima íólksins um allan hinn lýðfrjálsa heim stæðu þá einnig völt- um fótum. Kjarni málsins er sá að þessi prófraun Sameinuðu þjóðanna sker úr um það að verulegu leyti, hvort mannkynið L að njóta friðar og mannrjettinda eða hvort upp rennur öld myrkrar kúgunar og hrörnunar. Það er ósk allra lýðræðissinnaðra manna að Sameinuðu þjóðirnar standist þessa prófraun og að ofbeldisárás komm- únista á Kóreuskaga verði hrundið og friði komið á á ný. En þrátt fyrir það mun kommúnisminn, einræði hans og mannhaturseðli halda áfram að vera ógnun við heimsfrið- inn og siðmenninguna. Ósigur ofbeldisins í Kóreu væri að vísu mikið áfall fyrir hann og hlyti að leiða til þverrandi fylgis hans í heiminum. En ekkert þjóðf jelag, þar sem komm- únistaflokkur lifir og starfar er algerlega öruggt gagnvart landráðastarfsemi hans. Uppræting kommúnismans er þess vegna frumskilyrði fyrir friði og hamingjusömu lífi bjóð- anna. Þennan skilning á eðli kommúnismans verður hver einasti andlega heilbrigður maður að öðlast. Til þess ber Lrýna nauðsyn. Það má ekkert hlutleysi vera til gagnvart honum. Sannur kommúnisti er allt af landráðamaður og svikari gagnvart þeirri þjóð, sem hefur alið hann. Hlutverk lians er að ræna hana frelsi og ganga erinda böðla hennar. Þióðhollir og frelsisunnandi menn eiga þess vegna ekkert val. Þeir verða að sameinast gegn svikurunum og verja bjóð sína fyrir svikráðum þeirra. .WM.: t-|R DAGLEGA lífinu þegar skip koma og fara NOKKUÐ umtal hefir spunnist út af því, sem sagt var hjer í blaðinu í gær um land- göngubrúna við Gullfoss. í sambandi við það mál eru breytingar í vændum, sem rjett þykir að skýra frá þegar í stað og þessvegna birti jeg hjer eftirfarandi upplýsingar frá Eim- skipafjelaginu: „Það fyrirkomulag, sem nú er á landgöngu farþega, er aðeins til bráðabirgða, þangað til hið nýja tollafgreiðsluhús, sem er í smíðum, verður tekið í notkun. Þá verður haft hjer sama fyrirkomulag og tíðkast víðasthvar í erlendum höfnum og flugstöðvum. • „BURÐARKARLAR“ FARÞEGAR ganga í land, og hafa þá e.t.v. meðferðis ljettari farangur sinn, en menn úr landi sem tollyfirvöldin munu sjerstaklega löggilda í þessu skyni, munu taka að sjer að bera í land þann farangur, sem farþegar ekki bera sjálfir. Sá farangur sem geymdur er í farangursgeymslu skipsins, sjer afgreiðsla skipsins um að skipa upp og koma í tollaf- grejðsluna. • GEGNUM TOLLSTÖÐINA NÝJU FARÞEGAR munu verða látnir ganga í land í hópum inn í tollafgreiðsluna, þar sem vega- brjefa- og tollskoðun svo og gjaldeyriseftir- lit fer fram. Að lokinni skoðun ganga farþegar út um suðurdyr tollhússins og þar bíður það fólk, sem vill taka á móti farþegunum. • EIN LANDGÖNGUBRÚ NÆGIR ÞEGAR þessu fyrirkomulagi hefir verið kom- ið á, væntanlega áður en „Gullfoss“ kemur hingað næst, verður engin þörf á nema einni landgöngubrú, þar eð ekki er ætlast til þess að neinn farþegi fari um borð í skipið aftur, og því siður að þeir fari um borð sem óska að taka á móti farþegum, enda er augljóst, að þegar um eða yfir 200 farþegar koma með skipinu, er gjörsamlega ómögulegt að leyfa fólki úr landi að fara um borð í það. • SAMA FYFIRKOMULAG VIÐ BROTTFÖR SLÍKT mundi gera allt eftirlit ókleift og tefja stórum fyrir því að farþegar komist í land, eins og oft hefir viljað brenna við, þeg- ar skip hafa komið, sem flutt hafa marga farþega. Sama fyrirkomulag verður haft þegar skip er að fara, þá fara farþegar inn um suðurdyr tollhússins, þar sem skoðun vegabrjefa og farangurs ásamt gjaldeyriseftirliti fer fram, og þaðan fara farþegar beint um borð í skip- ið um dyr á vesturhlið hússins. • ENGINN ÓVIÐKOMANDI UM BORÐ ÞEIR, SEM fylgja farþegum til skips fara þá ekki lengra en að dyrum tollhússins, og alls ekki um borð í skipið. Má vænta þess að fólk venjist þessu fyrir- komulagi fljótlega og öll farþegaafgreiðsla gangi greiðlega þegar tollafreiðsluhúsið hefir verið tekið í notkun“. • EINASTA RÁÐID ÞÁ VITA menn 'hvað að þeim snýr í þessum efnum. Eftirleiðis verður ekki leyft að fólk úr landi komi um borð í skipin þegar þau eru að fara eða koma. Hvað Gullfoss snertir er þetta einasta ráðið. Það er ekki hægt, að leyfa fólki úr landi að vera um borð í skipinu fram á síðustu stund, áður en það fer, eða fylla það af fólki, þegar það kemur í höfn. Þetta verða menn að skilja. fÞRÓTTIR Keppir á mánudag Torben Johannesen keppir hjer í 400 m. grindahlaupi. Hunn vann jiá grein í O.fló. NÚ HEFIR verið ákveðið, að Stefán Sörensson keppi í þrí- stökkinu ásamt Kristleifi Magnússyni. Stefán er sem kunnugt er íslenskur methafi í þessari íþróttagrein, en hefir lítið getað æft vegna gamalla meiðsla. Það er því nokkuð á huldu, hvaða árangri hann get ur náð, en allir munu samála um, að hann sje rjetti maður- inn til þess að standa við hlið Kristleifs í landskeppninni. SÚ BREYNING verður á danska liðinu, að Fredlev Nilsen hleypur 100. m. ásamt Knud Schibsbye. Áður hafði verið ákveðið, að hann hlypi 400 m., en Mogens Höyer hleypur þá í hans stað. Danmörk- Noregur EFTIR því sem næst verður kom- ist af skeyti, sem blaðinu barst í gærkvöldi frá NTB hafa Norð- menn unnið Dani í landskeppn- inni með 124 stigum gegn 90, en móttökuskilyrði voru mjög vond og skeytið ógreinilegt. Danski kringlukastarinn Jör- gen Munk Plum setti nýtt danskt met í kringlukasti, kastaði 47,35 Þau úrslit, sem náðust: 200 m: 1. Knud Schibsbye, D, 22,1 sek, 2. Henry Johansen, N, 22,4 sek, Kjell Mansetþ, N, 22,5 og 4. John Jacobsen, D, 22,6 sek. 1000 m hlaup: 1. Martin Stokk- en, N, 31,08,0 mín, 2. Jakob Kjer- sen, N, 31,58,6 mín, 3. Richard Grenfort, D, 32.18,2 mín og 4. Carlo Petersen, D, 32.34,6 mín. Hástökk: 1. Erik Nissen, D, 1,85 m., 2. Eivind Widstoll, N, 1,85 m, 3. Torvill Thomassen, N, 1,80 og 4. Poul Neble Jensen, D, 1,80. Kringlukast: 1. Stein Johnsen, N, 49,39 m, 2. Ivar Ramstad, N, 49,24 m, 3. Jörgen Munk Plum, D, 47,35 m. (nýtt danskt met) og 4. Poul Cederquist, D, 42,04 m. 4x400 m: 1. Noregur 3.23,5 mín, 2. Danmörk 3.23,6 mín. Norðmaðurinn Audun Boysen vann 400 m. hlaup á 50,0 mín. Hinn Norðmaðurinn varð annar, en Danirnir í 3. og 4. sæti. Erik Nissen, D, vann 110 m. grindahlaup, og Helge Christian- sen, D, varð annar. Jafnlefli hjá KR og ANNAR leikur KFUMs Bold- klub fór fram i gærkvöldi og kepptu þeir þá við íslands- meistarana KR. Jafntefli varð 2:2. — Leikurinn var fjörugur og skemtilegur. KFUM varð á und an til að skora, en KR tókst að jafna rjett fyrir hlje. í síðari hálfleik gafst KR- ingum hvert tækifærið á eftir öðru til þess að skora, en þó Keppir á mánudag \ - 4 Danski spretthlauparinn Knud Schibsbye vann bwhi 100 og 200 m. í landskeppninni við !\orð- menn. — Hjer fœr hann harðari keppni, eða tekst honum kamifke að vinna íslendingana eða komast á milli þeirra? KFUM í gærfcvöldi jvar það KFUM, sem aftur var fyrr til. Þeir skoruðu um miðj- an hálfleikinn, en tveimur mín- útum síðar jafnaði KR á ný. Eftir leikinn, ljet fyrirliði |Dananna, Erik Dennung, svo , um mælt, að leikurinn hafi ver- ið vel leikinn, en full harður. júr liði KR hefði honum litist jbest á Steinar Þorsteinssón, iGunnar Guðmannsson og Bérg ^Bergsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.