Morgunblaðið - 08.07.1950, Side 12
VEÐURÚTLIT. FAXAFL'ðg;:
A,- wg NA-kaldi. Úrkomulaiust
ög' síimstaðar ljettskýjað.
143. t!)l. — Laugardagur 8. júli 1950.
VIÐTAL vi8 prófessor Artajg
Seip. — Sjá blaðsíðu 7. ”
i
iéstasýningar og kapp-
ireiðar á Þingvöilum
Landsmét hedatnannafjel. hefst í dag.
ARDEGIS í dag hefst inn á Leirunum á Þingvöllum, lands-
mót hestamannafjelaganna í landinu. Verða þar hafðar sýn-
♦ngar á hestum og þar fara fram landskappreiðar. Margt fólk
var þegar komið til Þingvalla í gær, og sumir mjög langt að
. kotnnir.
Leopcld konumjur í Róm
H. J. Hólmjárn, sem hefur
fiaft með höndum allar fram-
k'/æmdir mótinu viðvíkjandi,
fíytur setningarræðu þess, en
BÍðan tekur til máls Steingrím-
ur Steinþórsson forsætisráðh.,
én hann verður heiðursforseti
#nótsins.
f?ýningar og kappreiðar
Klukkan 10,30 hefst svo hesta
. íýning í dómhring og dómnefnd
í Jýsir dómum. Verða fyrst leidd-
sé' inn í dómhringinn kynbóta-
fiross. Á sýningu á þeim að
Ijúka á hádegi. Eftir hádegi
verða svo sýndir úrvals reið-
tiestar og dómnefndin lýsir
dómum sínum yfir þeim. Hefst
: |>essu næst • fyrri hluti lands-
k appreiðannu, en að þeim lokn-
um verður væntanlega höfð
sýning á kynbótahrossum í dóm
hring og verðlaunaafhending
fer fram.
Um kvöldið fram undir mið-
•fiætti, verður frjáls sýning á
reiðhrossum og jafnframt verð
ur um kvöldið stiginn dans upp
í Hvannagjá.
SIGLUFIRÐT, föstudag — Um
klukkan 7,40 i morgun, strand-
aði m.s Andvari RE 8, undir
Sauðanesi, vestan Siglufjarðar.
Dimm þoka var, er skipið
kendi grunns. Ms. Faxi og varð
skipið Sæbjörg komu því til
aðstoðar um hádegið, og með
aðstoð Sæbjargar tókst að ná
skipinu út. Skemdir urðu engar
svo vitað sje. — Andvari vérð-
ur dreginn hmgað i slipp, til
frekari skoðunar. — Guðjón.
Skriiar um Island
í franskl blað
Þoka og bræla 1
hamla veiðum 1
SIGLUFIRÐI föstudag - Af
miðunum hafa engar síldar-
frjettir borist í dag Mikil þoka
hefir verið í nótt og í alíati
dag, og bræla á austursvæðinu.
Til Siglufjarðar kom í dag„
Andvari rneð 500 mál, sem los-
; að var i Rauðku. — Guðjón. !
i Á Raufarhöfn lönduðu þessí
skip í dag: Þorsteiun Dalvík,
102 mál, Bjarni 272. Björn
I Jónsson 144, Hratnkell, 219,
> Einar Þveræingur 332, Muninn,
i 138, Ársæll Sigurðsson 24,
I Græðir 266, Haukur I. 128,
í Fanne.y 90, Guðmundur Þorlák-
ur 470, Bjötg, Eskifirði 100 og
Srnári, Hiísavík 160 mál.
’ Austan bræla var á miðun-
um og mörg veiðiskip hafa leit-
að hafnar til að taka vistir og
olíu. — Einar.
fijruflufningar flug-
leíðís aukast
FLUGVJELAR Flugfjelags ís-
Aands fluttu samtals 8,276 far-
jþega á fyrra árshelmingi þessa
árs, Fluttir voru 6,938 farþegar
innanlands og 1,293 milli landa.
Póstflutningar fjelagsins námu
20,447 kg. og vöruflutningar
■69,625 kg.
Farþegaflutningur FÍ er nokk
*mnni en á sama tíma s. 1. ár,
og er orsökina aðallega að
rekja til hins langa verkfalls
ílugvirkja. en það stóð yfir í
rösklega 3% mánuð, sem kunn
ttgt er. Vöruflutningar með
sflugvjelum fjelagsins hafa hins
vegar aukíst all verulega það
sera af er þessu ári, eða nálægt
40% miðað við sama tíma í
fyrra. Eru vöruflutningar í lofti
að verða sífellt stærri þáttur
í rekstri FÍ, og er nú daglega
ílutt mikið af allskonar varn-
ingi til staða víðsvegar um lar.d
jafnt sem til og frá útlöndum.
f júní mánuði fluttu flug-
vjelar Flugfjelags íslands 3,353
farþega: 3,100 í innanlandsflugi
og 253 á milli landa. Þá voru
tflutt samtals 5,844 kg. af pósti
og 18,268 kg. af vörum. Flugveð
tu var sjerstaklega hagstætt í
tnánuðinum, enda flugu flug-
vjelar fjelagsins alla daga mán-
aðanns,
Um s. 1. mánaðarmót hóf
Flugfjelag fslands reglubundn-
ar fíugferðir frá Akureyri til
Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Kópa
skers, Egilsstaða og ísafjarðar.
Til Siglufjarðar er flogið dag-
lega en einu sinni til tvisvar
í viku tíl hinna staðanna. Grum
man flugbátur fjelagsins er not
aður til þessara ferða.
LEOPOLD Belgíukonungur var fyrir skömmu í pílagrímsferð
í Róin og geklc á fund páfa. Hjer sjest konungur og kona hans
er þau komu af páfafundi. Á myndinni eru einnig háttsettir
embættismenn páfaríkisins og svissneskur lífvörður í hátíða-
búningi.
MEÐ síðustu ferð Gullfoss kom
hingað til lands franskur blaða-
maður að nafni Jean Sonkin. —
Starfar hann við franska blaðið
Le Parisien Liberé í París. Er-
indi hans hingað til lands er að
skrifa greinar fyrir blað sitt um
Island og íslensk málefni.
Morgunblaðið hitti Jean Son
kin snöggvast að máli í gær.
Skýrði hann blaðinu frá að það
væri ætlan sín að skrifa sitt af
hverju um land og þjóð. Það
væri áform blaðs síns með því
að senda sig hingað að gefa
frönsku þjóðinni nokkra mynd
af íslenskum högum. Frakkar
þekktu ekki mikið til íslands.
Það væri raunverulega „nýtt
land“ fyrir þeim.
Hann kvað sjer lítast vel á sig
hjer. Hefði hann þegar ferðast
nokkuð um Norðurland og til
Gullfoss og Geysis. Hyggst hann
dvelja hjer til 15. júli.
Jean Sonkin var fyrir síðustu
heimsstyrjöld prófessor við
franskan háskóla og kenndi
grísku og latínu. Hann var í
hernum meðan að Frakkar börð
ust en á hernámsárunum starf-
aði hann m. a. við leyniblöð mót
stöðuhreyfingarinnar gegn nas
istum. Síðan að styrjöldirtni
lauk, hefir hann unnið við Le
Parisien Liberé og skrifar þar
aðaliega um alþjóðamál. Blað
hans er meðal útbreiddustu
blaða ,Frakklands.
Rússnesk yfirvöld leyna
þfóðina sönnum fregnum
Rússar vita ekki enn urn samþykkt ÖryggisráSsins.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
LONDON, 7. júlí. — Eins og kunnugt er, þá hafa yfir 40 þjóðir,
meðlimir S. Þ., lýst því yfir, að þær sjeu fylgjandl ákvörðun
Óryggisráðsins um að hjálpa S-Kóreumönnum til að hrinda
innrás kommúnista og lýst yfir að þær fordæmi þessa hern-
aðarlegu árás. En það vekur athygli, að rússnesk yfirvöld hafa
algerlega hindrað að þessar fregnir berist til eyrna rússnesks
almennings.
Einokun á frjettaflutningi
Rússneskar frjettastofnanir,
blöð og útvarp, hafa ekki einu
reu og segja, að Truman hafi
lýst því yfir, að hann ætli að
sinni skýrt frá ákvörðun Orygg > gera Koreu að nýlendu Banda-
isráðsins um að biðja .meðlims ríkjanna. En mesta athygli vek-
ríki S. Þ. um að veita S.-Koreu ur ag ákvarðanir S. Þ. hafa ekki
aðstoð. Má því geía nærri að
frjettastofnanirnar hafa ekki
heldur skýrt frá því, að megin-
hluti allra þjóða veraldar hefir
lýst yfir andúð sinni á hinni sví-
virðilegu hernaðarárás Norður-
Koreumanna.
N.-Koreumenn sagðir verjast með
árásarvopnum
Frásagnir þær sem rússneskar
frjettastofur þylja almenningi
æ ofan í æ, eru á þá leið, að
S.-Korumenn hafi ráðist á N,-
Koreu, en N.-Korcumenn hafi þá
gripið til vopna sjer til varnar!!
Engin nánari skýring er á því
gefin, en almenningi ætlað að
trúa því að mörg hundruð skrið-
drekar N.-Koreumanna hafi þar
verið staddir af tilviljun og sókn
in og flutningur birgða, sem her-
málasjerfræðingar telja að þurfi
minnsta kosti 2 mánuði til að
skipuleggja, hafi tekist svo vel
fram til þessa aðeins vegna mik-
illa hæfileika kommúnista!!
Óttast að almenningur kynnist
sannleikanum
Þá hafa rússneskar frjettastofn
anir skýrt frá því að Bandaríkja
menn hafi sett lið á land á Ko-
enn verið sagðar almenningi. Lít
ur út fyrir, að valdhafarnir þori
ekki að segja þjóðinni frá því.
Hafa truflanir Rússa á útvarps-
sendingum annara þjóða aukist
að miklum mun og er því auð-
sjeð, að rússnesku valdhafarnir
vilja allt til vinna, að rússnesk-
um almenningi gefist ekki kost-
ur að kynnast því sanna í mál-
inu.
Fullirúar Stokkhélms
borgar í boði Reykja
víkurbæjar
GUNNAR THORODDSEN borg
arstjóri skýrði frá því á bæjar-
stjórnarfúndi í fyrradag að
bæjarráð Reykjavíkur hefði boð
ið fulltrúum frá Stokkhólms-
borg hingað til Reykjavíkur S
sumar. Héfði því boði verið tek
ið og væri von á í lok þessa
mánaðar forseta bæjarstjórnar
Stokkhólms, 1. og 2. varafor-
seta, tveimur borgarráðsmönn-
um og borgarritara.
Fulltrúar frá Reykjavík hafa
áður verið boðnir til Stokk-
hólms. r______________
Upplýsingaþjónusfa
WASHINGTON, 5. júlí. DeaU
Acheson,. utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, skýrði þing-
nefnd frá því í dag, að utan-
ríkisráðuneytið hefði í hyggju
að auka upplýsingaþjónustu
sína til muna á næstunni.
„Voice of America“ útvarps-
sendingum verður meðal ann-
ars stórum fjölgað. -—Reuter. j
Fólk ferst í landsskjálftum
LUNDÚNUM: — í landskjálft-
um, sem urðu á Java seint í júnl
fórust 17 manns, en mörg hundr-
uð meiddust.
Mesta lisklmagn, er
togari landar hjer
TOGARNN Neptunus kom hing
að til Reykjavíkur í gær með
þann mesta fiskafla, sem nokk j
ur togari hefir landað hjer á
landi til þessa. Voru þetta 508
tonn 879 kg. af karfa. Verður
karfinn settur til vinnslu í fisk
mjölsverksmiðjuna að Kletti.
Nokkru áður hafði togarinn
Mars komið með 480 tonn 820
kg., sem er næst mesta karfa-
magn, sem landað hefir verið
hjer. Togararnir voru að veið-
um út af Vesturlandi.