Morgunblaðið - 11.08.1950, Side 2

Morgunblaðið - 11.08.1950, Side 2
I 2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur'11. ágúst 1950 vpkmæíir, sem „sjer“ fiskinn ÞJVÐ er alkunna meðal sjó- manna að þeir dýptarmælar, se^m nú eru í notkun, geta stundum sýnt heilar torfur af fiáki í sjónum, undir vissum slíilyrðum. En svo má segja að t>áð sjeu aðeins afbrigði, eins og t. d. við Hraunið á Selsvögs t>ánka og einstaka stöðum ann- aíjsstaðar. Hinsvegar hefir stöð ugt verið unnið að því að full- k-ómna þessi tæki og jafnhliða eá finna upp ný tæki í þessu aifrgnamiði. Norðmönnum hefir t.’d. tekist að endurbæta berg- malsdýptarmælirinn mjög mik ið; að þeir telja, einkum til notk uóar í smærri skipum, og gert li|inn einfaldari og ódýrari í fliamleíðslu. Með aulcnum end- uíbótum á radartækjum hefir tiiraununum með að sjá neð- aftsjávar, fleygt mikið fram. — Og munu Bandaríkjamenn og J>jóðverjar vera komnir lengst á‘Jveg í þessum efnum. ,Það síðasta á þessu sviði er hin .svonefnda „Fiskismásjá‘!, .sém býskt fyrirtæki hefir gert tiiraunir með. en fyrirtæki þfctta hefir unnið að slíkri upp- fáiningu frá því um 1920. Til- riunir þessar voru gerðar á Kjarnareyjarmiðum, og þóttu g|fa svo góða raun, að um 60 þýsk fiskiskip hafa nú keypt sjer þetta tæki. en jafnframf bkfa borist fyrirspurnir um þfeð, víðsvegár að úr heimin- Tifn. t. d. frá Hollandi, S.-Af- rílku og Brasilíu og víðar. Enn- ftjemur var finnski síldarflot- írjn, sem nú stundar síldveiðar við ísland, útbúin þessu tæki, og ákveðið hefir verið að láta þáð um borð í sænska hafranrt stíknarskipið „Eystrasalt“. ^Tæki þetta er einnig um borð í norska hafrannsóknarskipinu „Johan Hjort“. Það er byggt á eqmu grundvallarreglunum eins ríg dýptarmælirinn, en er rniklu nákvæmara, og sýnir á aánan hátt, eða á svipaðan níáta og radartæki, þannig, að Índin kemur fram á gler- fu, sem ér nokkurskohar raf gnsauga, sem getur sjeð hluti sem ekki eru stærri en 5 cni. á lengd, þannig að hægt er að sjá einstaka fiska, jafnvel þ|i smæstu, þannig má sjá fyr- irttennara fyrir fiskitorfu og dfcaga sig þannig inn í torfuna sjplfa. Þegar tæki þetta var opin- bfcrlega sýnt, var notuð lína rrfcð þremur smálóðum neðan í. jOg tækið sýndi þetta svo glögglega að hnútarnir á lín- uþni komu einnig í Ijós. — „Fiskismásjáin“ getur unnið aRt niður á 600 metra dýpi, og irieð nokkurskonar lyftu-útbún afii, er hægt að afmarka 15 m. sýæði útaf fyrir sig. á hvaða dýpi sem er innan þessa ramma, og auk þess er svo hægt að stilla nákvæmar innan þessa svæðis, það, sem maður hefir sjerstaklega áhuga fyrir a? sjá, t. d. er hægt að deyfa út jurtagróður, en sjá fisk sem innan um hann væri. Það er að sjálfsögðu talið heppilegra að samræma þetta tæki við sjálfritara, sem ritar niður það, sem fyrir ber, eins og dýþtarmælarnir geta gert, og er verið að vinna að því að út- húa tækið í því formi. Auk þess að tæki þetta er sjerstaklega hugsað til þess að fínna fisk í sjónum, ráðgera þýs kir fiskimenn að nota það dínnig til þess að geta sjeð á fl.ikilínum sínum, hvað mikið <er komið á þar af fiski, og hve- nær heppilegt sje að draga þær upp. Og ér augljóst að sjá hvaða þýðingu það getur einn- ig haft á því sviði. Vel heppnuð ísiandsferð Kveðjuorð frá Sr. Finni Tulinius SÍRA FINNUR TULINIUS, ritari „Dansk islandsk Kirke- sag“, sem eins og kunnugt er, er sonur Thor E. Tulinius út- gerðarmanns, hefir dvalið hér á landi um tveggja mánáðg skeið, ásarht konu sinni og tveimur uppkomnum dætrum þeirra hjóna. Þau fara heim- leiðis til Danmerkur með Gull fossi á morgun. Morgunblaðið hefir átt sttttt viðtal við síra Tulinus um heimsókn hans á íslartdi að þessu sinni og sagði hann með- al annars: — Þetta er í áttunda skifti sem jeg kem til íslands og þessi íslandsför mín mun verðá mjer einkar minnisstæð. — í „mótaborginni", Reykjavík var jeg þátttakandi í Presta- stefnunni, í móti hinnar nor- rænu kirkjunefndar og móti norrænna kristilegra stúdenta. Bæði hjer í Reykjavík og úti á landi hefi jeg haft tækifæri til að hitta kirkjunnar menn og rætt við starfsbræður mína. Jeg hefi einnig heimsótt’ætt- ingja og vini og allsstaðar hitt fyrir einstaka gestrisni og ást- úð. Því miður verð jeg að fara af landi burt, áður en Jóns Arasonarhátíðin er haldin, en við verðum hjer í huganum. Því ísland er mjer næst. Ham ingja þess er mín hamingja. —■ Samvinna íslensku kirkjunn- ar og okkar kirkju er gleði mín. Er við fjögur kveðjum, kona mín og dætur okkar, segjum við, verið þið sæl og hittumst heil á ný. Guð blessi ísland á erfiðum tímum og haldi sinni verndarhendi yfir hinum norrænu þjóðum. Ráðsfefnunni um Schumanáællunina Irestað PARÍS, 10. ágúst: — Sexvelda ráðstefnunni um Schumanáætl unina (sameiningu kola- og stáliðnaðar Vestur-Ev- rópu) var frestað í dag til 31, ágúst, en þá eiga lokaum- ræður um málið að hefjast. Fulltrúarnir, en þeir eru frá Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Luxembourg, ítalíu og Vestur- Þýskalandi, munu nú afhenda ríkisstjórnum sínum skýrslu, sem nefndir ráðstefnunnar gengu frá á sex vikum. — Reuter. Sfjórnmálamenn llýja lil V.-Berlínar BERLÍN, 10. ágúst. — Þrír hátt séttir meðlimir frálslynda flokksins í Austur Þýskalandi, flúðu í dag til Vestur Berlínar, til þess að komast hjá því að verða handteknir. Tveir þessara manna eru fylkisþingmenn á rússneska hernámssvæðinu. Annar þeirra skýrir svo frá, að hann hafi bjargað sjer út um glugga, er austur-þýska öryggislögreglan kom til þess að handtaka hann. Schuman ræSir á- < ællun sina á Evrópu þinginu STRASBOURG, 10. ágúst: — Schuman, utanríkisráðherra Frakklands, gerði grein fyrir áætlun sinni um sameiningu þuneaiðnaðar Vestur-Evrópu, er ráðgjafaþing Evrópuráðsins kom saman til fundar í dag. — Lýsti hann ýfir, að áætlunin væri ekki gerð til stofnunar auðhrings, heldur fyiít og fremst til þess að útrýma skað legri samkeppni, minnka kostn að á framleiðslu stáls og kola, auka afköst og skapa verka- mönnum þessara iðngreina at- vinnuöryggi. Andvígir endurvopnun Á fundi þingsins í dag tóku og tveir þýskir fulltrúar til máls og lýstu sig andvíga end- urvopnun Þýskalands. eins og fram kom í tillögu í gær. Full- yrtu þeir, að hervæðing lands- ins mundi gefa Rússum tilefni til að hefja árás á hinar frjálsu þjóðir Evrópu. Churchill í ráði var upphaflega, að Winston Churchill flytti aðal- ræðu sína á þinginu í dag, en hann hefir nú frestað því til morguns. Er ræðu hans beðið með mikilli eftirvæntingu. Nýjar amerískar bækur UPPLÝSINGASTOFA Banda- ríkjanna hefir fyrir skömmu fengið nýjar amerískar bækur í bókasafnið á Laugavegi 24. —r Geta menn fengið þar bækur heimlánaðar í vikutíma, eða lengur og valið úr um 2200 bindum. .Nýjar bækur, sem komu fyrir skömmu eru m.a.: Windswept eftir Mary Ellen Chase, sem er skáldsaga frá Maine Ballet in America, frá- sögn af balletlistinni og þróun hennar í Ameríku. Rhode Is- land er bók um samnefnt fylki og er í bókaflokki, sem gefin er út til að kynna einstök fylki Bandaríkjanna. Political and Social growth of the American People eftir Arthur Meier Schlesinger er saga amerísku þjóðarinnar frá 1865—1940. — Practical electrical wiring er tæknibók um rafmagnslagnir og The farmers handbook eftir John M. White er bók um land búnað, byggð á langri reynslu höfundar. MacArlhur ræðir Formosuför sína TOKYO, 10. ágúst. — MacArt- hur hershöfðingi hefur nú birt yfirlýsingu í sambandi við ný- afstaðna för sína til Formosu. Segir í yfirlýsingunni, að hún sje gefin út vegna rangfærslna ýmiskonar í sambandi við för- ina. MacArthur lýsir yfir, að hann hafi aðeins farið til For- mosu í hernaðarerindum, en ekki stjórnmálalegum. — Til- gangurinn með förinni hafi ver ið sá einn að athuga, hvaða ráð- stafanir þyrfti að gera til þess að koma í veg fyrir hernaðar- aðgerðir frá meginlandi Kína gegn Formosu. Strax að lokinni ferðinni, seg ir loks í yfirlýsingunni, var ,send skýrsla til stjórnarvald- anna í Washington. — Reuter. blenskir iögreglumenn hjá S. Þ. ! LÖGREGLUÞJÓNARNIR frá Reykjavík, Sigurður Ágústsson (til vinstri) og Kristinn Helgason, sjást hjer á myndinni í ein- kennisbúningi Sameinuðu þjóðanna, úti fyrir aðalstöðvunum f Lake Success, skömmu áður en þeir fórif frá New York til Jerúsalem. ->,i Tveir ísfenskir lögregluþjón- ar á vegum 8.Þ. í Jerúsalem LÖGREGLUÞJÓNARNIR tveir úr Reykjavík, þeir Sigurðuu Agústsson og Kristinn Helgason, sem nýlega fóru til þjón* ustu í varðliði Sameinuðu þjóðanna að Lake Success, eru núÉ teknir til starfa með sendir.efnd S. Þ. í Jerúsalem. FlugU þeir fjelagar til Palestínu þann 6. ágúst eftir tæpra sex viknS dvöl í aðalstöðvunum. Búast má við, að þeir dveljist í eitt áí við gæslustörf í Palestínu, en þar eru þeir í tuttugu mannai varðliði, er gætir aðalbækistöðva Palestínunefndarinnar f Government House. Framkvæmdastjóri Banda- lagsins, Trygve Lie, hefur und- anfarin tvö ár leitast við að koma á fót sjerstöku varðliði Sameinuðu þjóðanna, er sent yrði til fylgdar sendinefndum S. Þ. víðs vegar í heiminum, Vill framkvæmdastjórinn koma upp föstu þrjú hundruð manna liði, auk átta hundruð skrá- settra manna, er bjóða megi út frá bandalagsríkjunum, ef nauð syn ber til. Áð jafnaði er varð- liðið óvopnað, en skal þó heim- ilt að bera Ijett vopn við belti sjer undir sjerstökum kringum- stæðum. Hlutverk varðanna. Varðlið það, sem hinir ís- lensku lögreglumenn eru nú í, er klætt einkennisbúningi Sam- einuðu þjóðanna og því ber fyrst og fremst að gæta per- sónulegs öryggis sendimanna bandalagsins og starfsliðs þeirra. í varðliðinu eru einnig ökumenn og loftskeytamenn, sem sjá eiga um alla flutninga nefndanna á landi og símasam- band þeirra og skeytasendingar. Varðmönnunum ber einmg að halda uppi reglu á fundum þeim, er sendinefndirnar halda til rannsókna eða yfirheyrslu í deilumálum. há- Austanmenn á móti. Revnslan af störfum sendi- nefnda undanfarin ár hefun sýnt, að þörf er á alþjóðavarð- sveit, er verndað getur líf og limi sendimanna og sáttasemj- ara bandalagsins, og eru ævilolfi Bernadotte greifa ljósasta dæm- ið. Þrátt fyrir hina brýnu þörfi á varðliði til fylgdar sendinefnd um bandalagsins frá upphafi, er-það fyrst nú að skriður kemsí á það mál, því að framkvæmda- stjórinn bar hugmynd sína uni stofnun slíkrar liðssveitar und- ir Allsherjarþingið og báru austi urveldin þegar fram hörð mót- mæli gegn því að slíkri varð- sveit yrði komið á fót. En að áliti meiri hlutans var ekkerfi athugavert við að framkvæmda stjórinn færi að ákvæðum stofa skrárinnar um ráðningu þesg starfsliðs, er þyrfti, til að banda lagið gæti starfið sem best. » Fulltrúar Póllands, Tjekkó- slóvakíu og Ráðstjórnarbanda- lagsins skiluðu hins vegar álitl minni hlutans og töldu að varð- lið það, er framkvæmdastjór- inn hefði í huga að mynda, bærl öll ytri einkenni venjulegs her- liðs, en slíka sveit hafi fram- kvæmdastjórinn ekki umboð til að ráða í þjónustu sína. j Framh. á bls. 5. ]

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.